Morgunblaðið - 05.12.1989, Side 50

Morgunblaðið - 05.12.1989, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ANNA BERGUÓT BÖÐVARSDÓTTIR fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma, Bjarkarlundi, Laugarvatni, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands aðfaranótt 2. desember. Benjamin Halldórsson, Bergljót Magnadóttir, - Georg Doglas, Halldór Benjamínsson, Sigriður Mikaelsdóttir, Böðvar Benjamfnsson, Sólveig Friðgeirsdóttir og barnabörn. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÁSTA INGIBJÖRG ÁSGRÍMSDÓTTIR, Einigrund 3, Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 1. desember. Útförin auglýst síðar. Sigurður Jónsson, Jón Atli Sigurðsson, Sigrún Elíasdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson, Ásgeir Guðmundur Sigurðsson og barnabörn. + HARALDUR GÍSLASON frá Vestmannaeyjum, Fannborg 1, Kópavogi, lést í Landakotsspítala 24. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey, að ósk hins látna. Gi'sli Þ. Kristjánsson. > -> + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FINNUR RICHTER fyrrverandi brunavörður, Bústaðavegi 79, lést í Landspítalanum aðfaranótt 2. desember. Ragnhildur Richter, Kristján Richter, lngunn Þorvaldsdóttir, Þórdi's Richter, Valdimar Einarsson, Ingibjörg Richter, Júlíus Hafsteinsson, Ragnhildur Richter, Mari'a Richter, Jón Yngvi Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, STYRKÁR SVEINBJARNARSON, prentari, Torfufelli 27, Reykjavfk, lést laugardaginn 2. desember. Hrafn Helgi Styrkársson, Sveinbjörn Styrkársson, Auður Styrkársdóttir, Snorri Styrkársson, Unnur Styrkársdóttir, Herdís Styrkársdóttir, tengdabörn og barnabörn. + Móðursystir mín, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Tungufelli, Hrunamannahreppi, andaðist í sjúkrahúsi Akraness 25. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey og var jarðsett í Tungufelli. Innilegar þakkir til starfsfólks E-deildar sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun. Fyrir hönd vandamanna, Svandfs Pétursdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afiT INGIBERGUR J. JÓNSSON frá Drangsnesi, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 6. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Heilsugæslusjóð Hrafnistu. Jóni'na S. Pálmadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Minning: Knud A. Kaaberfv. framkvæmdastjóri Enn á ný erum við slegin harmi. Aftur og enn hefur verið hoggið skarð í raðir okkar. Ása systir mín og Björgvin voru hrifin burt í blóma lífsins, móðir mín, Fríða frænka og nú Kúddi hafa kvatt þennan heim fyrir aldur fram. Ennþá einu sinni stöndum við frammi fyrir rakalaus- um veltingi tilverunnar, sem öll mannleg viska og allar heimsins bækur fá aldrei fangað og aldrei skýrt. I Kúdda fóru saman tveir mann- legir eiginleikar, sem kunna að vera af einum og sama meiði þótt ólíkir séu. Hann var listamaður í eðli sínu, réttnefndur heimsborgari og fagur- keri, sem unni fallegu málverki og góðri tónlist hvort heldur hún féll undir þá skilgreiningu að teljast klassísk eða hvort jassleikarar voru á ferð. Eftir að ég komst til vits og ára dáðist ég jafnan að smekk- vísi hans og kunnáttu á þessu sviði, tóneyrað var óbrigðult og innlifunin sönn. Hinn þátturinn var framúr- skarandi öguð og analýtísk hugsun, raunsæi og hreint lygilegir skipu- lagshæfileikar. Kúdda leið einfald- lega ekki vel þegar eitthvað var óljóst eða óleyst. Hann þoldi ekki slóðahátt og hafði megnustu fyrir- litningu á fúski'. Listamannseðlið hefur oft verið sagt einkennast af rótleysi og tómhyggju en líklegra er þó að ögun og vandvirkni séu dýrmætasta eign listamannsins og að þessir tveir þættir skipti sköpum. En það sem ef til vill einkenndi alla framgöngu Kúdda var framúr- skarandi kímnigáfa og innsýn í fár- ánleika tilverunnar. Líkt og giidir um alla góða húmorista gerði hann fyrst og fremst grín að sjálfum sér auk þess sem hinar spaugilegu hlið- ar tungumálsins, orðaleikir og fár- ánleg íslensk og erlend orð voru honum jafnan ofarlega í huga. Hon- um var einnig gefið að skynja það sem vel er gert á þessu sviði. Hann þoldi ekki aulafyndni líka þeirri sem alltof oft er borin á borð fyrir þjóð- ina og var aldrei illskeyttur eða meinfýsinn. Satt að segja held ég að það fyndnasta sem hann gat ímyndað sér hafi verið fáránlega lítil mannvera að stíga sín fyrstu spor, gjaman upp við borðið í stof- unni hjá honum og Ninnu og ekki spillti fýrir þegar „dýrið litla“ var orðið nógu stálpað til að heimta að fá að drekka kókið sitt með röri eða náði að smyija heilu súkkulaði- stykki framan í sig á meðan full- orðna fólkið deplaði auga. Þannig var honum gefið að sjá húmorinn í litlu, hversdagslegu atvikunum, sem við hin leiðum alltof oft fram- hjá okkur. Barnakarlar heimsins ættu að taka hatt sinn ofan fyrir Kúdda því flestir fölna þeir í saman- burði við hann. Ég þykist viss um að börnin og barnabörnin hafi verið hans dýrmætasta eign enda var sambandið á milli hans og þeirra einstakt. Kúddi var mikill gæfumaður í lífinu. Hann gekk að eiga konu, sem er honum andlega skyld, og eignað- ist fimm börn, sem öll hafa fengið það besta frá þeim báðum, seiglu og festu móðurinnar, sem að hluta + Ástkær eiginmaður minn, INGVAR BALDVINSSON, Heiðargerði 17, Vogum, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju f Hafnarfirði þriðjudaginn 5. desember kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hans láti Hjartavernd hjóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna V. Jóhannsdóttir. t Minningarathöfn um eiginmann minn, SIGURÐ MAGNÚSSON frá Hallsbæ, Hellissandi, ferfram fráÁskirkju, Reykjavík, miðvikudaginn 6. desember kl. 13.30. Jarðsett verður frá Ingjaldshólskirkju, Hellissandi, laugardaginn 9. desember kl. 14.00. Sætaferðir frá BSÍ. Guðrún Jónasdóttir frá Hallsbæ. + Hugheilar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, AXELS V. MAGNÚSSONAR garðyrkjuráðunautar, Reykjum, Ölfusi. Sigurlína Gunnlaugsdóttir, Hulda Axelsdóttir, Halldór Þorsteinsson, Álfdís Axelsdóttir, Martin Kennelly, Erla Dís Axelsdóttir, Pétur H. Hannesson, Ari Vfðir Axelsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR HJARTARDÓTTUR frá Hellissandi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og starfsfólks á Droplaugar- stöðum, sem önnuðust hana er hún dvaldi þar. Börn, tengdabörn og barnabörn. til má næstum ábyggilega rekja til þeirra manna og kvenna sem forð- um byggðu Hrauntún í Þingvalla- sveit og húmor og vandvirkni föður síns. Hann naut velfarnaðar í starfi enda samviskusemin algjörlega ein- stök. Aftur er vetrardimman yfir okk- ur. Enn stöndum við frammi fyrir öflunum, sem okkur er ekki gefið að skilja. Við kunnum að bogna en við brotnum ekki. Hvíli hann í friði. Ásgeir Sverrisson Sárt er að sjá á eftir besla vini sínum. Kynni okkar Knud Kaaber — Kúddi var hann kallaður — hófust þegar ég, 5 ára gamall snáði, flutti að Hverfisgötu 29 beint á móti heimili hans. Ekki Ieið á löngu þangað til Kaaberfjölskyldan tók mér opnum örmum. Gleymi ég ekki þeirri hlýju sem einkenndi heimilið. Kynnin urðu fljótt að vináttu sem entist í 60 ár og nokkrum betur. Við lékum okkur saman þegar við vorum krakkar og skemmtum okkur saman sem unglingar í besta Reykjavíkurstíl. Áhugamálin voru sameiginleg og skipaði jazzinn þar háan sess. Hetjurnar voru margar, þær helstu voru Duke Ellington, Louis Armstrong og Benny Good- man. Kúddi fékk sér klarinettu og ég reyndi að leika á trompet. Árin liðu. Kúddi giftist indælli konu Jónínu Ásgeirsdóttur. Hjóna- bandið var langt og farsælt og börn- in urðu fimm. i Tónlistaráhuginn dvínaði ekki. Á þrítugsaldri fórum við báðir í píanó- tíma til Wilhelms Lanzky-Otto og glímdum við prelúdíur og fúgettur. Nú var Jóhann Sebastian Bach orð- inn aðalhetjan. Hvorugur varð þó snillingur á því sviði. Vegna dvalar minnar erlendis hafa endurfundir verið fæini undan- farin ár. En þegar við hjónin hittum Kúdda og Ninnu voru það fagnaðar- fundir og þráðurinn tekinn upp á ný eins og við hefðum alltaf verið saman. Á þessari sorgarstundu er mér efst í huga þakklæti fyrir tryggð og langa vináttu sem aldrei bar skugga á. Við hjónin vottum Ninnu, börn- um, barnabörnum og tengdabörn- um þeirra og systkinum Kúdda ein- Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ölikvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar viö öli tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.