Morgunblaðið - 05.12.1989, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 05.12.1989, Qupperneq 51
MORGUNBLA'ÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5: DESEMBER 1989 51 læga samúð. Blessuð sé minning hans. Birgir Möller í dag er til moldar borinn vinur minn og fyrrverandi yfirmaður, Kaaber eins og hann var jafnan kallaður meðal okkar starfsmann- anna hjá Sigurplasti hf. Af þeim átján árum sem ég hef starfað sem sendibílstjóri hef ég ekið fyrir Sig- urplast í tólf ár. Allan þann tíma stjórnaði Kaaber því fyrirtæki og var raunar búinn að gera það í nær þijátíu ár, áður en hann lét af fram- kvæmdastjórastarfinu á haustmán- uðum 1988. Kaaber hélt þó áfram störfum hjá Sigurplasti eftir það og allt til dauðadags. Þessar fáu og fátæklegu línur eru til að koma því á framfæri að ég hef aldrei á ævi minni kynnst öðrum eins öðlingi sem yfirmanni. Hann var framúrskarandi heiðar- legur í öllum samskiptum sínum við mig sem aðra. Iiann var einn af þeim mönnum sem stóð við allt sem hann sagði og ætlaðist til hins sama af öðrum. Orð hans stóðu og það þurfti engar undirskriftir eða samn- inga þegar hann átti í hlut. Þegar ég byijaði að aka út fyrir Sigurplast samdist okkur svo um, að ég rukkaði inn fyrir mína vinnu á mánudögum. Það brást aldrei að Kaaber var tilbúinn með greiðsluna og hann lagði jafnvel lykkju á leið sína til að spyija mig hvort ég hefði ekki reikninginn tilbúinn. Kaaber hafði það fyrir sið að fara heim til sín í hádegismat, en hann gerði sér sérstaka ferð af skrifstofunni niður á lagerinn til að leita mig uppi áður en hann fór í matinn. Svona áreið- anleika hef ég aldrei kynnst áður. Ég mundi gjarnan vilja segja miklu meira um þennan látna heið- ursmann en ég læt þetta nægja. Ég minnist hans með þakklæti og söknuði. Ég votta eiginkonu hans, börnum og nánustu ættingjum mína innilegustu samúð. Kristinn J. Sölvason í dag er til moldar borinn félagi okkar og samstarfsmaður, Knud Kaaber fyrrverandi framkvæmda- stjóri. Hér í Sigurplasti hf. og víða annars staðar notaði hann nafnið Kaaber, líklega vegna þess, eins og hann orðaði það sjálfur, að það virt- ust vera jafn margar útgáfur af nafninu Knud, og viðmælendur voru margir og því best að halda sig við . nafnið Kaaber. Kaaber var framkvæmdastjóri Sigurplasts frá4rinu 1964 og var alla tíð vel liðinn bæði af samstarfs- mönnum, viðskiptavinum svo og öllum þeim erlendu aðilum sem hann kynntist í gegn um starf sitt. Sumum hveijum kynntist hann vel og skapaði sterk vináttubönd. Það lýsir því vel að viðskiptaaðilar sem komu hingað til lands til að heim- sækja Sigurplast og önnur íslensk fyrirtæki í plastiðnaði höfðu gjarn- an mest samneyti við Kaaber á meðan á veru þeirra stóð enda Kaaber heimsmaður. Við munum seint gleyma Kaaber vegna perisónunnar sem hann hafði að geyma. Þótt hann væri mjög ábyrgðarfullur og alvarlegur þá hafði hann að geyma sérlega skemmtilega og góða kímnigáfu. Hann sá hið spaugilega í daglegu lífi og gerði grín að sjálfum sér ef því var að skipta. Þeir sem kynntust Kaaber fundu fljótt hversu ríka áherslu hann lagði á heiðarleika og að „rétt væri rétt“. Allt sem hann tók sér fyrir hendur framkvæmdi hann af ýtrustu ná- kvæmni, jafnvel svo mikilli að okk- ur samstarfsmönnum hans fannst stundum nóg um. I dag njótum við sem eftir stöndum góðs af ná- kvæmni hans og höfum lært af henni og búum að því í framtíðinni. Kaaber var maður sem var ekki fyrir illdeilur við nokkurn mann og forðaðist þær. Reyndi jafnan að finna sanngjörnustu lausnina hveiju sinni öll þau ár sem hann stjórnaði Sigurplasti hf. Fyrir okkur í Sigurplasti hf. er fráfall Kaaber mikill missir en við þökkum samfylgdina. Við vottum Jónínu konu hans, börnum og aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð. Starfsfólk Sigurplasts hf. + ELIN MARGRÉT JÓSEPSDÓTTIR verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 7. desember kl. 15.00. Fyrir hönd systkinanna, Gestur Geirsson, Sigurjón Árnason. + Maðurinn minn og faðir okkar, KNUD A. KAABER, Hæðargarði 7, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, kl. 13.30. Jónína Ásgeirsdóttir, Guðrún Elín Kaaber, Ásgeir Kaaber, Eva Kaaber, Kári Kaaber, Birgir Kaaber. t Innilegar þakkir til allra er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför MATTHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði. Systkini hinnar látnu og aðrir aðstandendur. Lokað Fyrirtæki okkar, Sigurplast hf., er lokað í dag þriðjudaginn 5. desember vegna jarðarfarar Knuds Kaaber, fyrrverandi framkvæmdastjóra. Sigurplast. eins 0 a íoiu KEA hangikjötið er meðhöndlað samkvæmt norðlenskri hefð af færustu kjötiðnaðar- mönnum. KEA hangikjötið, bragðgott og ilmandi eins og jpið viljið hafa það — á jólum! hafa það SSfl K. K. V

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.