Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 57 VELAAKANDI SVARiR í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ NÁNUDEGI TIL FCSTUDAGS „ H vexb e.r 'eg.. -48 ? þetter i' fyrsto. skipti sem ieJC efiir Þi/Í oÍS hnén á mér ðnúcL. öfugt l" Hávaði á skemmtistöðum Til Velvakanda. Ástæða mín til þessara skrifa er sú að nýlega fór ég á ball. Þeg- ar inn á ballið var komið var eins og maður rækist á vegg. Hávaðinn var slíkur að undirritaður hefur sjaldan kynnst öðru eins. Ungir jafnt sem aldnir fara á skemmti- staði til að sjást, hittast og tala saman, en hávaðinn gerir þá ánægju að engu. Fjöldi fólks heftir beðið plötusnúðana að lækka í tækjunum, en þeir hafa ekki hlust- að á það. Mjög algengt er að plötusnúðar séu ungir að árum. Mér sýnist þeirra helsta regla vera að spila tónlistina sem hæst, en leiði hug- ann ekki að því, að ef þeir fara yfir vissan hljóðstyrkleika þá valdi þeir skaða á heyminni, sem ekki er bætanlegur nema með heymar- tækjum (sem tveggja mánaða bið er eftir nú í dag). Svo ég tali nú ekki um fólk sem sækir skemmti- staði um hveija helgi. Slíkt fólk er í mikilli hættu. Ætla stjómendur skemmtistaða að segja mér að þeir geti fylgst með ungu kynslóðinni verða að heymleysingjum án þess að hafa samviskubit. Ef svo er þá ætti fólk sem fer út að skemmta sér að hugsa sig tvisvar um áður en það heimsækir þann skemmtistað. Nú þarf fólk, ungir sem aldnir, að láta í sér heyra og rísa upp og mótmæla þessu áður en það er um seinan. Tvítugur dansunnandi Þessir hringdu .. . Ákeyrsla Ekið var aftaná Hondu kl. 7 að morgni hinn 22. nóvember við Sunnubraut 46 í Keflavík. Var það rauður bíll sem tjóninu olli en öku- maðurinn ók hið snarasta á brott Sjónarvottar em vinsamlegast beðnir að gefa sig fram við lög- reglu eða hringja í síma 92-11189 og 92-2141. Þakkir Vistfólk á Dalbraut 27 hafði samband og vildi koma eftirfarandi pistli á framfæri. Við viljum þakka lögreglunni í Reykjavík innilega fyrir ánægju- stundir sem þið veittuð okkur mið- vikudaginn 29. nóvember. Þá heimsótti lögreglan þjónustuíbúðir aldraðra, sýndi fræðslumynd, bauð í bíltúr um bæinn og að lokum var vistfólkinu boðið í kaffi á lögreglu- stöðinni. Þökkum fyrir alúðlega framkomu. Með kæmm kveðjum og blessunar óskum. Gullhringnr Gullhringur með plötu, sem merkt er með stafnum „0“, tapað- ist á leið frá Borgarspítala að Hlemmi eða þaðan á leið í Skeif- una og í Furagerði. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 680447. Lyklakippa Lyklakippa með silfurbúnum mánasteinum með einum Subam bíllykli tapaðist hinn 22. nóvember í námunda við Hlemm eða á leið niður Laugaveg. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 605500. Víkverji Víkveija lízt illa á þær hugmynd- ir, sem fram hafa komið að breyta áhorfendasal Þjóðleikhúss- ins. Þessi salur er einstaklega fal- legur og hefur yfír sér klassískt svipmót. Þjóðin hefur sótt. sýningar í þessu húsi í fjóra áratugi og líkað vel. Það er ýmislegt að í Þjóðleik- húsinu en það er ekki þessum sal að kenna. I mörgum nágrannalöndum okk- ar eru gamlar byggingar, þar sem bæði em rekin leikhús og óperu- hús. Engum hefur dottið í hug að breyta áhorfendasölum þessara húsa, þótt þau séu mörg hver frá síðustu öld. Engum hefur t.d. kom- ið til hugar að breyta áhorfendasöl- um Vínarópemnnar, Scalaóperunn- ar eða Parísaróperunnar, þótt færa megi rök að því, að þeim væri hægt að koma í nútímalegra horf. Þessi ópemhús, sem hér em nefnd em hluti af menningararfleifð þess- ara þjóða, sem þær vilja varðveita. Þjóðleikhúsið og þá ekki sízt áhorfendasalur þess er orðinn hluti af menningararfleifð okkar íslend- inga. Það er óskiljanlegt, að nokkr- skrifar um skuli detta í hug að breyta þess- um kjama hússins, þótt vafalaust megi bæta aðstöðu starfsmanna að tjaldabaki. Margir aðilar utan Þjóð- leikhússins hafa látið í Ijósi efasemd- ir um þessar fyrirætlanir. Hvað veldur því, að menn bindast ekki samtökum um að vemda Þjóðleik- húsið og áhorfendasal þess gegn þeim skemmdarverkum, sem þar era fyrirhuguð? Hvar er nú Arki- tektafélag Islands? Hvar era nú hin- ir svonefhdu “menningarvitar“? Og hvar er nú Alþingi Islendinga? Ætlar það að leggja til fjármuni i þessa vitleysu? xxx Garðar Cortes er orðinn mjög sterkur óperasöngvari. Hann hefur bersýnilega mágnazt mjög í list sinni á nokkmm árum. Þetta kemur berlega í ljós á sýningu ís- lenzku óperannar á Toscu, sem staðið heftir að undanfömu. Garðar ber þessa sýningu uppi af glæsibrag og er ánægjulegt að sjá þennan mikla athafnamann á menningar- sviðinu ná svona miklum árangii á sviði óperunnar. xxx Markaðsmál hafa verið töluvert i sviðsljósinu síðustu vikur í tilefiii af veitingu sérstakra mark- aðsverðlauna. Af því tilefni var orð á því haft við Víkveija, að við íslend- ingar hefðum ekki sýnt nægilega ræktarsemi minningu þeirra manna, sem unnu þrekvirki í markaðsmál- um okkar, þegar við vomm að ná fótfestu á Bandaríkjamarkaði fyrir mörgum áratugum með útflutningi á frystum físki þangað. Þar var fremstur i flokki Jón Gunnarsson, þáverandi forystumað- ur Sölumiðstöðvar hraðfrystihú- sanna, sem var einn helzti fram- heiji á þessu sviði. Það er alveg rétt hjá viðmælanda Víkveija, að það á að halda á lofti verkum þeiira framheija, sem lögðu, með ótrúleg- um árangri í markaðsmálum, gmndvöllinn að þeim lífskjömm, sem þjóðin býr við í dag. Ást er ... ... aðgefa honum með sér. TM Rea U.S. Pat OH.—ail rig.Tts reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Sérðu ekki maður, þín er beðið? Ekki í skólann? Ertu vit- laus. Eg er hér með nestis- bitann, dreiigur! HÖGNI HREKKVÍSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.