Morgunblaðið - 05.12.1989, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 05.12.1989, Qupperneq 60
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Fiskiðjan Freyja: Skuldir lækka um 300 milljónir króna TAKIST samningar um lækkun skulda Fiskiðjunnar Freyju hf. á Suðureyri, aukning hlulafjár og aðrir liðir Qárhagslegrar endur- skipulagningar fyrirtækisins, lækka skuldir þess um meira en helm- ing. Skuldirnar voru 550 milljónir kr. um síðustu áramót en verða á sama verðlagi 240 milljónir eftjr þær aðgerðir sem unnið er að. Samningar eru enn ófrágengnir. í gær greiddi fyrirtækið vanskil á staðgreiðslu og rauf þá sýslumaður innsigfi af húsakynnum þess. Fiskiðjan hefur verið lokuð í rúmar fimm vikur. Staðgreiðsluskuldin hjá sýslu- manni var 12,5 milljónir kr. Þar af greiddi Byggðastofnun 10 millj- ónir vegna væntanlegs styrks ríkis- sjóðs til Freyju sem stofnunin á að hafa milligöngu um. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofn- unar, sagði að íjárhagsleg endur- skipulagning Freyju hf. væri sú mesta sem fram hefði farið hjá Hlutafjársjóði. Sjóðurinn hafði tvisvar hafnað umsókn fyrirtækis- ins. Með samningum við kröfuhafa er stefnt að lækkun skulda um 113 milljónir kr. Hlutafjársjóður hefur milligöngu um aukningu hlutafjár um 96,5 miiljónir og 55 milljónir koma frá öðrum. Ríkissjóður leggur fram styrk að íjárhæð 10 milljónir, j^amkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs, og skuld við gamla Út- vegsbankann að fjárhæð 37 milljón- ir kr. verður breytt í víkjandi lán. Þessar aðgerðir geta því lækkað skuldir Freyju um rúmar 300 millj- ónir kr. Að auki kemur til 80 millj- óna kr. skuldbreyting Atvinnu- tryggingasjóðs. Þegar fyrirtækið var opnað síðdegis í gær var togari fyrirtækis- ins, Elín Þorbjarnardóttir, þegar kallaður inn. Byijað verður að landa úr honum í dag og er búist við að vinnsla í frystihúsinu hefjist í fyrra- málið, að sögn Rannvers Eðvarðs- sonar skrifstofustjóra Fiskiðjunnar Freyju. Seint í gærkvöldi átti að senda línubátinn Sigurvon, sem var innsiglaður ásamt fasteignunum, á veiðar. Pan Am flyt- ur fisk vestur FLUGFAX hefur nú náð samn- ingum um fiskflutninga til Bandaríkjanna við flugfélagið Pan American, sem í samvinnu við hollenzka flugfélagið Martin Air, lendir hér 6 sinnum--í viku á leiðinni milli Hollands og Bandaríkjanna. Um er að ræða Airbus-vélar og fara í dag 12 tonn af ísuðum fiski, mest frá SH, vestur um haf. Morgunblaðið/Rúnar Þór Loðnusjómenn halda til fúndar á Akureyri, Höfrungur AK í bak- sýn. Um 170 manns sátu neyðarfund vegna loðnubrests í AI- þýðuhúsinu á sunnudag. Uppsagnir á þremur loðnubátum LOÐNU varð í gærkvöldi vart á Kolbeinseyjarhrygg um 40 mílum norðar, en veiðin varð á sunnudagskvöld. Skipin eru þar utan símasambands, en fregnir bárust þó af því að Fífill^ GK hefði fengið þar gott kast. Áður ákveðnu banni sjávarútvegs- ráðherra við loðnuveiðum var á sunnudagskvöld frestað með- an miðin yrðu könnuð betur. Uppsagnir sjómanna á loðnu- flotanum eru þegar hafnar. Öll loðnuskip Hraðfrystihúss Eskifjarðar voru í höfn, þegar fréttir bárust af banni við loðnu- veiðum og var þá gripið til þess ráðs að segja áhöfnum skipanna þriggja upp með hálfs mánaðar fyrirvara. Aðalsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri, segir að skipin fari ekkert út fyrr en fréttir af góðri veiði berist og býst ekki við að svo verði fyrr en eftir áramót. Nálægt 600 manns eru á flotan- um. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands, segir mikla örvæntingu meðal sjó- manna enda sé tekjumissir þeirra gífurlegur. „Eg hef aldrei séð mína menn svona niðurbrotna áður,“ sagði Óskar. Sjá nánar á miðopnu. DAGAR TIL JÓLA Samstarfsaðila að byggingu 200 þús. tonna álvers leitað Meðal annars verður rætt við norska fyrirtækið Elkem ALUSUISSE dró sig formlega út úr Atlantal-hópnum um könnun á uppbyggingu álframleiðslu á Is- landi á fundi hópsins mcð fulltrú- um iðnaðarráðuneytisins í Ziirich í Sviss í gær. Hin tvö álfyrirtækin í Atlantal-hópnum, hollenska fyr- irtækið Hoogovens Aluminium og sænska fyrirtækið Granges, og fúlltrúar iðnaðarráðuneytisins ákváðu að halda áfram skoðun á byggingu sjálfstæðs álvers, með Morgunblaðið/Sigurgeir Sumarstemmning á aðventu Vestmannaeyjum. Sannkölluð vorblíða hefur ríkt í Eyjum að undanförnu. Heitt hefur verið í veðri og gróðurinn líkari á að líta að sumar sé í aðsigi frekar en að farið sé að halla undir jól. Litlu blómarósirnar sem virða fyrir sér blómin heita Bergey og Inga Lilý. Grímur 185 til 200 þúsund tonna fram- leiðslugetu á ári og leita eftir við- bótaraðila að verkefninu. Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra er von- góður um að það takist fljótlega og að hægt verði að ganga frá formlegum samningi um fram- haldið á fyrstu dögum næsta árs. Meðal fyrirtækjanna sem rætt verður við er norska stórfyrirtæk- ið Elkem. Á fundi Atlantal-hópsins og full- trúa iðnaðarráðuneytisins í gær stóð valið á milli stækkunar álvers ÍSAL í Straumsvík um 120-130 þúsund tonna framleiðslu á ári og byggingar nýs sjálfstæðs álvers. Fyrirtækin hafa frá því í júlí 1988 kannað hag- kvæmni þess að byggja nýja sjálf- stæða álbræðslu með 185 til 200 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Þeim fannst hún ekki álitlegur kost- ur og fóru að kanna hagkvæmni þess að stækka álver ISAL, sem er í eigu Alusuisse, og samnýta að fullu aðstöðuna í Straumsvík. Við nánari athugun voru aðilar sammála um að stækkunin væri ekki eins hagkvæm og þeir höfðu vonast til. Þá var aftur tekið til við að ræða um sjálfstætt álver af fullri stærð. Jóhannes Nor- dal, formaður ráðgjafarnefndar iðn- aðarráðuneytisins, sem ásamt Geir A. Gunnlaugssyni og Halldóri Krist- jánssyni, ræddi við álfyrirtækin í Sviss, sagði eftir fundinn í gær að sá kostur væri nú álitlegri en áður vegna breytinga sem rætt væri um að gera á áformum um Fljótsdals- virkjun. „Þótt það séu á vissan hátt von- brigði að Alusuisse skyldi draga sig út úr þessu samstarfi þá fylgja því þeir kostir að eftir standa tveir mjög áhugasamir aðilar sem eru búnir að gera það upp við sig að þeir vilji ráðast í þessa stóru framkvæmd," sagði Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, í gær þegar niðurstaða fund- arins í Sviss lá fyrir. „Ég á von á því að um miðjan þennan mánuð muni þeir gera mer betur grein fyrir því hvernig þeir vilja standa að fram- haldinu. Eg einset mér að reyna að koma saman einhveiju formlegu samkomulagi um framhaldið strax í fyrstu viku nýja ársins. Við munum nú snúa okkur að því í sameiningu að reyna að finna góðan samstarfs- aðila sem er tilbúinn til að ráðast í þetta verk með okkur. Ég er bjart- sýnn á að það takist, enda verkið mjög vel undirbúið. Þessi tvö fyrir- tæki eru vel metin í þessum viðskipt- um og munu alls ekki verða í vand- ræðum með að fá með sér góð og öflug fyrirtæki," sagði Jón Sigurðs- son. Á fundi um atvinnustefnu sem haldinn var á Akranesi í gærkvöldi var iðnaðarráðherra spurður að því hvað væri því til fyrirstöðu að reisa álverið við norðanverðan Hvalfjörð og göng undir ijörðinn því samhliða. Jón svaraði því ekki afdráttarlaust hvort slíkt kæmi til greina, sagði að helst hefði verið rætt um nágrenni Straumsvíkur eða Reykjanesskag- ann, en benti á að eitt af þeim fyrir- tækjum sem fyrirhugað væri að ræða við þegar leitað yrði að fleiri sam- starfsaðilum væri norska fyrirtækið Elkem sem stóð að byggingu járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga. Jóhannes Nordal .sagði að ef áframhaidandi vinna gengi vel og niðurstaða fengist í vor ætti full framleiðsla að vera bytjuð í nýrri álbræðslu á árinu 1994. Auk Blöndu- virkjunar þarf að stækka Búrfells- virkjun og ljúka Kvíslaveitum og byggja nýja virkjun í Jökulsá í Fljóts- dal. Einnig gæti þurft minni virkjan- ir, að sögn Jóhannesar, og kæmi gufuvirkjunin á Nesjavöilum þar til greina. Vatnsfellsvirkjun á Þjórsár- svæðinu yrði aftur á móti ekki af hentugri stærð og færðist aftur fyrir í virkjanaröðinni. * Alafoss og Eyrarfoss seld- ir til Mallorca DÓTTURFYRIRTÆKI Eimskipa- félags íslands hf. með aðsetur á Antiqua í Karabíska hafinu, Coast Line Shipping Company Ltd., hef- ur gert samning um sölu skipanna North Coast og South Coast, áður Álafoss og Eyrarfoss til spánsks fyrirtækis á Mallorca. Skipin hafa verið í samfelldum leiguverkefnum erlendis frá því í byijun árs 1989 og í eigu Coast Line Shipping síðastliðna 6 mánuði. Ákveðið var að biða með sölu þeirra þar til heppilegur kaupandi fyndist. Hafa þrír íslenskir yfirmenn siglt hvoru skipi ásamt áhöfn, sem að öðru leyti hefur verið frá Filipseyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.