Morgunblaðið - 14.12.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 14.12.1989, Síða 1
88 SIÐUR B 286. tbl. 77. árg.________________________________FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter . Jólasnjórí Washington Vegfarandi með regnhlíf yfir höfðinu gengur fram hjá þinghúsinu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í gær. Mikill snjór er nú í borginni og vona borgarbúar að hann haldist til jóla. Reuter Fyrsti varðturninn rifinn Fyrsti varðturninn á landamærum Austur- og Vestur-Þýskalands var- rifinn í gær, skammt frá austur-þýska bænum Stapleburg. Áformað er að rífa 590 slíka turna á landamærunum. Austur-Þjóðveijar fylgd- ust með atburðinum og fögnuðu honum ákaft. Kosningarnar í Chile: Sri Lanka: við ekki sætt okkur við,“ sagði Andres Zaldivár-, leiðtogi stjórnar- andstæðinga í Kristilega demó- krataflokknum. Talið er að forsetaframbjóðandi stjórnarandstæðinga, Patricio Ayl- win, beri sigur úr býtum í kosning- unum. Samkvæmt skoðanakönnun- um fær hann mun meira fylgi en keppinautar hans úr röðum íhalds- manna, Hernan Buchi, fyrrum fjár- málaráðherra, og kaupsýslumaður- inn Francisco Javier Errazuriz. Hins vegar ríkir mikil óvissa um' hvort hann fái meirihluta atkvæða og nái þar með kjöri án þess að kjósa þurfi að nýju á milli tveggja efstu frámbjóðendanna. Áformað er að nýr forseti taki við völdunum af Augusto Pinochet, leiðtoga herfor- ingjastjómarinnar, 11. mars. Nýjum lögum her- foringja mótmælt Santíago. Reuter. Herforingjastjórnin í Chile setti á þriðjudagskvöld lög, sem banna þingi landsins að rannsaka ákærur á hendur herforingjunum, er hafa verið við völd í landinu í 16 ár. Andstæðingar herforingjastjórn- arinnar gagnrýndu lögin harðlega í gær, en í dag verða fyrstu for- seta- og þingkosningarnar í landinu frá valdaráni hersins árið 1973. „Þetta er mjög alvarlegt þar sem ekki verður hægt að refsa þeim sem hafa verið við völd og slíkt getum Pólland: Fúlsa við dilkakjötinu Brussel. Reuter. Evrópubandalagið (EB) hefur veitt Pólveijum matvælaaðstoð fyrir jafiivirði 120 milljóna Banda- ríkjadollara (7.500 milljónir ísl. kr.) á þessu ári og er varan seld í verslunum landsins. Komið hefur í ljós að Pólveijar vilja aðeins svínalqöt og nautakjöt en fúlsa við lambakjöti og líta jafiivel á kjúklinga og fisk sem hvert annað neyðarbrauð. Pólsk yfirvöld hafa kurteislega hafnað hlýlegu boði ítala um lamba- kjöt en beðið EB um 60.000 tonn af svínakjöti. Bandalagið á miklar umframbirgðir af ólífuolíu og bauð gnægð af henni fyrir ekki neitt en nú hafa Pólveijar stöðvað þær send- ingar; olian hentar ekki við pólska matargerð. Pólveijar hafa mikinn áhuga á að flytja út sauðfé, kálfa og hross á fæti til slátrunar í von um að auka gjaldeyristekjurnar. „Þetta kemur skringilega fyrir sjónir þar sem þeir eiga ekki nóg kjöt fyrir heimamark- aðinn,“ sagði embættismaður hjá EB. Drepa 1.000 manns á mán- uði hverjum Lundúnum. Reuier. Mannréttindahreyfingin Amn- esty International skýrði frá því í gær að vinstrisinnaðir skærulið- ar og hermenn eða stuðnings- menn sfjórnarinnar á Sri Lanka dræpu rúmlega 1.000 manns að meðaltali á mánuði. Fregnir af drápum öryggissveita, dauðasveita og vinstrisinnaðra upp- reisnarmanna hafa gerst æ tíðari frá því lýst var yfir neyðarástandi í landinu í júní. „Ofbeldisverkin eru svo algeng að oft er erfitt að sanna hveijir voru að verki í einstökum tilfellum,“ segir í skýrslu Amnesty. Hinar stríðandi fylkingar í landinu sýna hvorartveggju limlest lík fórn- arlambanna til að skapa skelfingu á meðal landsmanna. „Lík fórnar- lambanna eru oft brennd á hjólbörð- um, kastað í kirkjugarða eða í árnar til að þau fljóti til hafs,“ segir enn- fremur i skýrslunni. Að minnsta kosti hundrað manns biðu bana í átökum stríðandi fylk- inga tamíla í austurhluta landsins í gær. Búlgaría: Todor Zhívkov rekinn úr kommúnistaflokknum Soflu. Reuter. TODOR Zhívkov, fyrrum leið- togi búlgarska kommúnista- flokksins, var í gær rekinn úr flokknum ásamt syni sínum, Vladímír, og Mílko Balev, sem báðir áttu sæti í stjórnmálaráð- inu. Miðstjórn flokksins skýrði einnig frá því að hún myndi beita sér fyrir því að alræðis- vald flokksins yrði afhumið sem fyrst. Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu að brottrekstur Zhívkovs og tveggja nánustu samstarfs- manna hans benti til þess að þeir yrðu dregnir fyrir rétt. Petar Mlad- enov, sem tók við leiðtogaembætt- inu af Zhívkov, hefur sakað fyrir- rennara sinn og nokkra af sam- starfsmönnum hans um að hafa valdið efnahagskreppu í landinu. „Það er full ástæða til þess að rannsaka nákvæmlega tekjur og útgjöld Todors Zhívkovs og fjöl- skyldu,“ sagði Andrej Loukanov, sem á sæti í stjórnmálaráðinu, á fundi miðstjórnarinnar, að sögn búlgörsku fréttastofunnar BTA. Miðstjórnin ákvað einnig að fara þess á leit við þing landsins, sem kemur saman í dag, að það næmi úr gildi tvær málsgreinar í fyrstu grein stjórnarskrárinnar, sem kveður á um forystuhlutverk kommúnistaflokksins. Mladenov gaf til kynna á mánudag að alræð- isvald flokksins yrði afnumið en sagði ekki hvenær það yrði gert. Hann tilkynnti einnig að efnt yrði til fijálsra kosninga og hafnar yrðu viðræður við stjórnarand- stæðinga. Um 60.000 manns tóku þátt í útifundi til stuðnings kommúnista- flokknum fyrir utan fundarstað miðstjórnarinnar. Þátttakendur sögðu að búlgarska sjónvarpið hefði staðið fyrir fundinum en sjónarvottur sagði að þetta væri síðasta tilraun flokksforystunnar til að sýna að flokkurinn nyti ein- hvers stuðnings á meðal almenn- ings. Merkustu frétt- ir áratugarins Lundúnum. Reuter. ATBURÐIRNIR í Austur- Evrópu að undanfórnu þykja merkustu iréttir þessa áratug- ar samkvæmt könnun sem fréttastofan Jfeuter liefur gert. Könnunin tók til 16 dagblaða og fréttastofa í Asíu, Afríku, Evrópu og Norður-Ameríku og þóttu eftirfarandi atburðir merk- astir: 1. Kommúnistaflokkar missa völdin í Austur-Evrópu; Berlínar- múrinn hrynur og járntjaldið rof- ið. 2. Míkhaíl Gorbatsjov verður leiðtogi^ovétríkjanna og kynnir umbótastefnu sína. 3. Mótmæli kínverskra lýð- ræðissinna á Torgi hins him- neska friðar kveðin niður með grimmdarlegum hætti. 4. Samningur stórveldanna um meðaldrægar kjarnorkueld- flaugar og árangurinn í afvopn- unarmálum. 5. íranar og írakar semja um vopnahlé í Persaflóastríðinu. 6. Sovéskar hersveitir fluttar úr Afganistan. 7. Tsjernobyl-slysið í Sov- étríkjunum veldur geislamengun í Evrópu. 8. Alnæmi breiðist út í heimin- um. 9. Borgarastyijöldin í Líbanon og gíslamálið. 10. Baráttan gegn kynþátta- aðskilnaði í Suður-Afríku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.