Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 2

Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 Nokkrir kaupmenn neita að kaupa ijúp- ur af veiðimönnum Telja verðið alltof hátt KAUPMÖNNUM hefiir gengið heldur illa að útvega rjúpur íyrir jólin, en að sögn Péturs Péturssonar kaupmanns hjá Kjötbúri Péturs í Reykjavík stafar það af því að skotveiðimenn vilja fá hátt verð fyrir þær eða 450 krónur fyrir stykkið. Það þýðir að með 20% álagningu og 25% söluskatti kostar ijúpan 675 krónur út úr búð. Pétur Pétursson kaupmaður hjá Kjötbúri Péturs segir þetta verð vera móðgun við neytandann og hefúr ákveðið, ásamt fleiri kaupmönnum, að kaupa ekki ijúpur af veiðimönnum á þessu verði. Pétur segjst hafa gert ráð fyrir að kaupa stykkið á 280-290 krón- ur og selja aftur á 440-450 krón- ur. I fyrra kostaði ijúpan 390 krónur og þótti það hátt verð, enda varð vart við samdrátt í söl- unni. Hann sagði að líkt og í fyrra hafi gengið sögusagnir um að lítið væri af ijúpu í nágrenni Reykjavíkur. Hann telur skýring- una ef til vill felast í því að líklega væru um 100 fleiri skotveiðimenn á ferðinni á þessum slóðum en í fyrra. „í rauninni er ekki skortur á ijúpu því bæði eiga stórmarkaðir og skotveiðimenn rjúpiir frá í fyrra. Hins vegar vilja veiðimenn- irnir fá óheyrilegt verð fyrir þær. Ég óttast að þetta verði til þess að fólk hætti að treysta því að fá íjúpur í jólamatinn og snúi sér að annarri villibráð. Nú er til dæmis gott framboð á villigæs. Tveggja kílóa reytt og sviðin gæs kostar um 1.460 krónur," sagði hann. Dræm loðnu- veiði vegna tunglskins AÐEINS þrír bátar tilkynntu Loðnunefiid um afla í gær, rúm 1.000 tonn. Þeir fóru allir inn til Raufarhafiiar til löndunar. Sjómenn telja töluvert af loðnu á veiðisvæðinu, en hún stendur of djúpt til að nást al- mennilega, jafnvel í dýpstu nætumar. Skýringin er talin mikið tunglsljós, en lesbjart er sagt á nóttunni þama úti. Veið- um má halda áfram fram yfir 17. desember, vilji áhöfnin það, en annars er um það ákvæði í samningum, að veiðum skuli hætt þann dag og þær hefjist ekki að nýju fyrr en eftir ára- mót. Bátarnir, sem fóru til Rauf- arhafnar í gær, voru Skarðsvík með 550 tonn, Fífill 330 og Svanur 260 tonn. Nokkrir bátar vom með slatta á miðunum og koma því væntanlega einhveijir þeirra inn í dag með afla. Fiskaflinn 200 þúsund tonnum minni en 1988 FISKAFLI landsmanna var um síðustu mánaðamót tæp 1.360.000 tonn, nálægt 200.000 tonnum minni en á sama tíma i fyrra. Hver afli í desember verður er ekki Ijóst. í desember í fyrra öfluðust 176.249 tonn, þar af 129.000 tonn af loðnu. Áætla má að afli nú verði á bil- inu 50.000 til 100.000 tonn þennan síðasta mánuð ársins og heildar- afli því 1.400.000 til 1.450.000 tonn. Þetta ár yrði þvi niunda eða tíunda gjöfulasta aflaárið í sögunni. Nú munar mestu um loðnubrest- inn, en heimildir til veiða á ýmsum öðrum fisktegundum hafa verið skornar niður frá fyrra ári. Loðnuaflinn frá áramótum nem- ur 642.640 tonnum á móti 797.638 í fyrra. Munurinn er rúm 150.000 tonn. Þorskafli nú er tæpum 20.000 tonnum minni. Nokkru minna hefur veiðzt af síld, rækju, humri, skar- kola og karfa, en afli af öðrum teg- undum hefur aukizt lítillega eða óverulegar breytingar hafa orðið á honum. Afli togara er tæpum 30.000 tonnum minni nú, bátaaflinn rúmlega 60.000 tonnum minni, en smábátamir auka hlut sinn um 5.000 tonn, eða áttung. Heildaraflinn í nóvember var 138.763 tonn í ár, en 244.872 í fyrra. Aðeins fengust 35.000 tonn af loðnu nú, en 142.000 þá. Þorsk- afli var 4.000 tonnum minni, en karfaafli jókst að sama skapi. Sam- drátturinn nú kemur harðast niður á þeim stöðum, sem byggt hafa afkomu sína á loðnuvinnslu á haust- vertíð, svo sem Bolungarvík, Siglu- firði og bræðslunum austur um land. Heildarafli síðustu ár hefur 13 sinnum farið yfir milljón tonn að þessu ári meðtöldu. Árin 1965 og 1966 var aflinn um 1,2 milljónir tonna, borinn uppi af síld. Næst fór aflinn yfir milljónina 1977, tæpar 1,4 milljónir, borinn uppi af loðnu. Síðan þá hefur loðnan haldið aflan- um yfir milljón tonnum að undan- skildum ámnum 1982 og 1983, er loðnuveiðar brugðust. Sala hlutabréfa í Stöð 2: Sömu fyrirtæki at- huga helgarsjónvarp HLUTI þeirra fyrirtækja, sem ver- ið hafa í viðræðum um kaup á ‘hlutabréfúm í fyrirtækjunum sem reka Stöð 2, hefúr einnig til athug- unar að taka þátt í uppbyggingu helgarsjónvarpsins sem Sýn hf. hyggst koma á fót. Upphaflega Útbreiðsla eyðni einna minnst á Norðurlöndum ÚTBREIÐSLA eyðni í Evrópu er einna minnst á Norðurlöndum, í Bretlandi, Hollandi og V-Þýskalandi. I þessum löndum eru tæp- lega 7.000 eyðnisjúklingar, þar af eru um 80% hommar og tví- kynhneigðir, og virðist nýgengi sjúkdómsins í þeim hópi hafa minnkað í grein eftir Ólaf Ólafsson land- lækni í Morgunblaðinu í dag kem- ur fram að útbreiðsla eyðni á Vesturlöndum er nú mest meðal fíkniefnaneytenda og að erfitt sé að ná árangri í baráttu við sjúk- dóminn þar sem fíkniefnaneysla er mikil og samfélagshjálp lítil að vöxtum. Utbreiðsla eyðni hefur fram að þessu verið hröðust í Bandaríkjunum og þar er fjöldi sjúklinga rúm 98 þúsund. Fram hefur komið að á sjötta tug íslendinga héfur greinst með eyðni. Flestir eru hommar eða tvíkynhneigðir. Vitað er um 4 til- felli þar sem sjúkdómurinn ámit- aðist við blóðgjöf. Nú er allt blóð sem gefið er skimað þannig *að þeirri smitleið hefur verið lokað. Sjá Útbreiðsla eyðni á Vest- urlöndum bls. 28. voru þijú fyrirtæki aðallega í við- ræðum við Stöð 2, Hekla, Vífilfell og Hagkaup, en fleiri fyrirtæki hafa bæst í hópinn, þar á meðal Prentsmiðjan Oddi hf. Bjöm Br. Bjömsson hjá Sýn hf. sagði að áætlanir um helgarsjónvarp, sem tæki til starfa fyrir vorið, væru tilbúnar. Nú væri verið að leita eftir fjármagni til uppbyggingarinnar. Það mál væri til skoðunar hjá nokkr- um fyrirtækjum og einstaklingum, þar á meðal hluta þeirra fyrirtækja sem væm í viðræðum um kaup á hlutabréfum í Stöð 2. Hert verðlagseftirlit: Verðlagsstjóri ræðir við ráð- herra í dág VERÐLAGSSTJÓRI mun í dag eiga fúnd með viðskiptaráðherra þar sem fjallað verður um með hvaða hætti verður staðið að hertu verðlagseflirliti eftir að virðisaukaskattur verður tekinn upp í stað söluskatts. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði að Verðlagsstofnun ynni nú að undirbúningi herts verðlagseftir- lits í samvinnu við stjómvöld, en vildi ekki tjá sig um hvemig hugs- anlega yrði að því staðið. Kristinn Björnsson Kristinn Bjöms- son ráðinn for- stjóri Skeljungs STJÓRN Olíufélagsins Skeljungs hf. hefur ákveðið að ráða Kristin Bjömsson forstjóra félagsins frá miðju næsta ári, en þá lætur Indr- iði Pálsspn af því starfi að eigin ósk. Indriði Pálsson staðfesti þetta við Morgunblaðið, en hann hefur óskað eftir að láta af störfum frá og með 1. júlí á næsta ári. Stjóm Skeljungs tók endanlega ákvörðun um ráðningu Kristins Bjömssonar á fundi í gær. Kristinn Bjömsson er 39 ára. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1975 og starfaði sjálfstætt sem lögmaður þar til hann tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Nóa- Síríusi. Eiginkona Kristins er Sólveig Pétursdóttir lögmaður. Indriði Pálsson hefur starfað hjá Olíufélaginu Skeljungi í 30 ár, þar af í 19 ár sem forstjóri fyrirtækisins. Lögreglufélag Suðurnesja: Herlögreglu- menn í störf í auknum mæli STJÓRN Lögreglufélags Suður- nesja hefur harðlega mótmælt þeirri ákvörðun stjórnvalda að fækka í liði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og telur að þessi fækkun hafi þegar haft í íor með sér alvariegar afleiðingar, samanber þá atburði sem hafa átt sér stað i og við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ennfremur segir í ályktun sem stjórnin hefur látið fara frá sér: „Og hvað varðar löggæslu á varnar- svæðinu sjálfu, hafa herlögreglu- menn í auknum mæli gengið í störf íslenskra lögreglumanna og er það afturför um tugi ára auk mikillar kjaraskerðingar. Þess má einnig geta að áðurnefndir herlögreglu- menn eru með öllu ómenntaðir hvað íslenskt réttarfar varðar.“ Hótel Loftleiðir: 110 herbergi endurnýjuð ÁKVEÐDD hefúr verið að end- urnýja 110 herbergi á Hótel Lofl- leiðum og er undirbúningsvinnan þegar hafin. Áætlaður kostnaður við verkið er rúmlega 150 milljón- ir króna. Að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hvaða húsgögn verða valin og er um tvo kosti af fjórum að ræða, íslensk húsgögn, þýsk, sænsk eða ítölsk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.