Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 28

Morgunblaðið - 14.12.1989, Page 28
68(>i aaaMaaaa .m huoauutmmm aiQAjaviuoHOM 28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 Eðalhádegisverðir á HótelHolti í desember verður á Hótel Holti sérstakur matseðill í hádeginu. Forréttir, aðalréttir og eftirréttir sem hver velur að vild. Þríréttaður hádegisverður á viðráðanlegu verði án þess að slakað sé á gæðakröfunum. Forréttir Hreindýrapáte Innbökuð skinka Pastasalat með kjúklingi Grænmetissúpa Spínat ravioli með reyktum lax Abalréttir Hreindýrasmásteik Waldorf Hamborgarhryggur í jólaskapi Steikt heilagfíski með rækjum og kapers í rauðaldinsósu Spaghetti Vongoli með skeldýrum Eftirréttir Heitt jólapúns og munngæti eða Tiramisú Forréttur, aðalréttur og eftirréttur kr. 995 Bergstabastrœti 37, Sími 91-25700 Utbreiðsla eyðni á Vesturlöndum eftir Ólaf Ólafsson Á fundi Evrópudeildar Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar í París nú á dögunum kom fram að út- breiðsla eyðni í löndum Evrópu er misjöfn (júnílok 1989). I. Norðurlönd, Bretlandseyjar, V-Þýskaland og Holland: Fjöldi eyðnisjúklinga 6.905, þ.e. 0,045 á 1.000 íbúa. Nær 80% af eyðnitil- fellum eru meðal homma og tvíkynhneigðra. Allt frá 1987 virð- ist nýgengi sjúkdómsins í þeim hópi ekki hafa aukist og jafnvel minnkað. Um 6% tilfella eru sprautunotendur, en tíðni meðal þeirra og gagnkynhneigðra eykst lítið (mynd 1). Orsakir hægrar eða lítillar útbreiðslu sjúkdómsins: Breytt kynhegðun homma. Áhrif lyfja. Ááðrar óþekktar ástæður. Mikil samfélagsleg aðstoð við HlV-sýkta og eyðnisjúklinga. II. Austurríki, Belgía, Frakk- land, Grikkland, írland, ísrael, Lúxemborg, Malta, Portúgal og Sviss: Fjöldi eyðnitilfella 8.506, þ.e. 0,08 á 1.000 íbúa. Um 50% tilfella eru meðal homma og 20% meðal sprautunotenda. Mesta aukningin meðal gagnkynhneigðra er í Belgíu, Grikklandi og Portúgal (mynd 2). III. Spánn og Ítalía: Tíðni 0,065 á 1.000 íbúa. Rúm 60% tilfella meðal sprautunotenda en 17% til- fella meðal homma. Stöðug hröð hækkandi tíðni meðal sprautunot- enda en fá tilfelli meðal annarra hópa (mynd 3). Komið hefur á óvart hve fíkniefnavandinn er mik- ill i þessum löndum. Orsakir mikillar aukningar á tilfellum: Mun erfiðara að fá sprautunot- endur til samstarfs um fyrirbyggj- andi aðgerðir en Samtök homma. Samfélagshjálp við HlV-sýkta og eyðnisjúklinga rýr að vöxtum. IV. Útbreiðsla eyðni í öðrum löndum Evrópu er hæg og fá til- felli. V. Önnur ríki. Bandaríkin i Norður-Ameríku. Fjöldi eyðnisjúklinga 98.255, þ.e. 0,4 á 1.000 íbúa, þ.e. 6-10 falt fleiri en í Evrópuríkjum. Rúm 60% tilfella eru meðal homma en 27% Ólafúr Ólafsson „Við verðum að halda vöku okkar, þó að sum- ir haldi að „hættan“ sé liðin hjá. Við svífiim t.d. í mikilli óvissu um út- breiðslu sjúkdómsins meðal gagnkyn- hneigðra.“ meðal sprautunotenda. Útbreiðsl- an virðist vera hröðust meðal sprautunotenda og svipar þvi til ástandsins í Suður-Evrópu. Mest ber á-eyðni á vissum svæðum, t.d. New York og Miami, en þar er fíkniefnavandamálið landlægt. I almennri athugun á sjúkrahús- sjúklingum kom í ljós að á þessum svæðum er tíðni HlV-sýkinga um 1% meðal 15-16 ára og 2-3% með- al 21 árs. Meðal heimilislausra t.d. í New York er tíðnin milli 7 og 15%. Há tíðni eyðni meðal unglinga hefúr valdið mönnum miklum áhyggjum en samkvæmt upplýs- ingum í bandaríska læknablaðinu (JAMA 1989; 262 : 516-522) búa 2/3 HlV-sýktra í Baltimore við engar eða ónógar sjúkratrygging- ar. Með hverju ári sem líður kemur betur í ljos að lönd sem búa við mikla stéttaskiptingu þar sem samfélagshjálp er rýr að vöxtum verða verst úti í þessum faraldri og geta orðið smithreiður eða eru þegar orðin það. f Afríka: mikil óvissa ríkir um útbreiðslu eyðni í Afríku. Sjúk- dómurinn^ er algengastur í Mið- Afríku. Ýmsir telja að allt að 300.000 hafi dáið af völdum sjúk- dómsins. Sumir sérfræðingar álykta að 1,5-2 milljónir manna munu deyja á árunum 1990-2000! Niðurstöður: Af framangreindu er Ijóst að í heild eru 8 af hveijum 10 eyðni- sjúklingum hommar, tvíkyn- hneigðir og/eða sprautunotendur. Sjúkdómurinn þrífst langbest í stórborgum en síst i dreifbýli. Aðal gróðrarstía sjúkdómsins eru fá- tækrahverfi stórborganna en þar safnast saman meðal annars at- vinnuleysingjar og fíkniefnaneyt- endur sem hafa viðurværi sitt af vændi enda búa þeir við litla eða enga samfélagslega aðstoð. Á tímabilinu júní 1988 til júní 1989 jókst tiðni eyðnitilfella meðal sprautunotenda í Evrópu um 117% en meðal homma og tvíkyn- hneigðra um 58%. Greinilegt er að erfitt er að ná árangri í baráttunni við eyðni í löndum þar sem fíkni- efnaneysla er mikil og samfélags- hjálp lítiL að vöxtum. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur fram að þessu verið hröðust í Bandaríkjunum og er nú 7-15% í vissum hópum (heim- ilislausra). Þegar smittíðnin er orð- in svo há sem að framan greinir er hætta á að sjúkdómurinn breið- ist mjög ört út. Það skiptir aðrar þjóðir miklu máli hvernig Banda- ríkjamenn taka á þessu máli en vitaskuld eru gerðar meiri kröfur til auðugra þjóða sem veija hlut- fallslega mun hærri upphæðum til heilbrigðismála en aðrar þjóðir. Við verðum að halda vöku okk- ar, þó að sumir haldi að „hættan" sé liðin hjá. Við svífum t.d. í mik- illi óvissu um útbreiðslu sjúk- dómsins meðal gagnkynhneigðra. Sjúkdómurinn virðist breiðast hægar út í þeim hópi en fáir koma til HlV-prófa. Ekki má gleyma því að meðgöngutími sjúkdómsins er 5-10 ár og smithættan er trúlega mest þegar sjúklingur er að fá ein- kenni. Landlæknisembættið mun halda áfram fræðsluaðgerðum í svipuð- um. mæli og áður í samvinnu við Landsnefnd um alnæmisvarnir þ.e. með þunga áherslu á skóla og vinnustaði. Höfundur er landlæknir. ER ÞINN SÍMIÚTIÍ KULDANUM? SAAB 9000 MIÐI NUMEI ?????? SAAB 900 CITROENAX Sparisjóöur Reykjavíkurog nágrennis Vinningar eru skattfrjálsir .________VERÐ KR-------- 1 500.00 1 Upplýsingar um vinninga í símsvara 91-686690 og á skrifstofu félagsins í síma 91 -84999 DregiA 23. desember 1989 SIMAHAPPDRÆTT11989 STYRKTARFÉLAG LAMAÐRAOG FATLAÐRA Háaleitisbraut 11-13 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.