Morgunblaðið - 14.12.1989, Side 29

Morgunblaðið - 14.12.1989, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 29 Matareitrun vegna sveppa eftir Franklín Georgsson og Jón Gíslason Fyrir nokkru birtu fjölmiðlar fréttir af matareitrunum í Banda- ríkjunum, sem upp komu eftir neyslu á niðursoðnum kínverskum sveppum. Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, veiktust u.þ.b. 100 einstaklingar í fjórum mismunandi matareitrunartilvikum. Matareitr- anirnar komu upp í mötuneytum háskóla og á sjúkrahúsi og á tveim- ur veitingastöðum í febrúar og apríl á þessu ári. Ástæður matareitrunar Franklín Georgsson Jón Gíslason frá aðildarríkjum Evrópubandalags- ins um að eiturefnið hafi fundist í sveppum. Framleiðsla annarra landa Þau vandamál sem upp hafa kom- ið varðandi sveppi frá Kína virðast tengjast framleiðsluaðferðum eða aðstæðum þar. Er nú unnið að úrbót- um á þessum vandamálum og hafa yfirvöld í Kína í þeim tilgangi óskað eftir aðstoð bandaríska matvælaeft- irlitsins. Matareitrana hefur ekki orðið vart vegna neyslu sveppa sem fram- leiddir eru í öðrum löndum. Þess má geta að samkvæmt innflutnings- skýrslum fyrir árið 1989 hefur stærstur hluti sveppa hér á markaði komið frá Hollandi, en niðursoðnir sveppir framleiddir í Kína eru um '/< hluti (u.þ.b. 25% af heildarinn- flutningi). Innflutningseftirlit í samvinnu við tollyfirvöld og inn- flytjendur hér á landi fylgist Holl- ustuvernd ríkisins með innflutningi kínverskra sveppa og eru tekin sýni til rannsókna áður en vörunum er dreift til sölu. Stofnunin hefur þegar hafið samstarf við framangreinda aðila og veitt upplýsingar um þær vörur sem eiturefni hefur fundist í við rannsóknir í öðrum löndum. Sýni rannsóknir að eiturefni hafi myndast í vörunni verður ekki veitt heimild til innflutnings og dreifing- Höfimdar eru starfsmenn rannsóknarstofu og heilbrigðiseftirlits Hollustu verndar ríkisins. Orsök matareitrananna var rakin til niðursoðinna kínverskra sveppa í tveggja kílóa dósum. Þetta varð til þess að allur innflutningur á niður- soðnum sveppum í tveggja kg dósum frá Kína, var bannaður til Banda- ríkjanna frá og með 19. maí síðast- liðnum. Þann 23. október tilkynnti Matvæla- og lyfjaeftirlit Banda- ríkjanna svo um algjört innflutnings- bann á niðursoðnum og niðurlögðum sveppum frá Kína, eftir að rannsókn- ir höfðu sýnt ennfrekari mengun í mörgum tegundum og mismunandi stærðum af umbúðum. Rannsóknir í Bandaríkjunum í Bandaríkjunum leiddu rann- sóknir í ljós að innihald dósanna var mengað eiturefni sem bakteríur af tegundinni Staphylococcus aureus framleiða. Þessar bakteríur eru út- breiddar í náttúrunni. Þær má t.d. finna í andrúmslofti, og vatni, margvíslegum matvælum, skólpi og líkama dýra og manna. Hjá dýrum og mönnum eru bakteríurnar al- gengastar í nefi, koki og á húð. Talið er að 30-50% heilbrigðra manna beri þessa bakteríu í nefi og þær geta auðveldléga borist í mat- væli við handfjötlun. Mest er hættan ef fólk með sár, kýli, ígerðir eða slæ- man hósta meðhöndlar matvæli. Myndun eiturelhisins í matvælum geta bakteríurnar náð að fjölga sér við 10-45°C. Ef fjöldi þeirra verður mjög mikill geta þær myndað nægjanlegt eiturefni („enterotoxin") til að orsaka matar- eitranirnar. Eitrið sem bakteríurnar framleiða er óvenju hitaþolið og þol- ir t.d. suðu í allt að 30 mínútur. Hins vegar er baktería sjálf viðkvæm fyrir svo háum hita og drepst hratt við venjulega suðu. Upphitun mat- væla sem innihalda eiturefni þessa baktería er því ekki alltaf fullnægj- andi aðferð til að koma í veg fyrir matareitrun. Sjúkdómseinkenni Helstu sjúkdómseinkenni matar- eitrunar eru flökurleiki, uppköst, niðurgangur og mikill magaverkur. Fyrstu einkennin koma fram 1-6 klst. eftir neyslu mengaðra matvæla og standa yfirleitt ekki lengur en 1-2 daga. Langflestir ná sér fullkom- lega og mjög sjaldgæft er að eitrun- in hafi alvarlegar afleiðingar á langtíma heilsufar þeirra sem fyrir henni verða. Rétt meðferð matvæla Eins og fyrr segir geta þessar bakteríur fjölgað sér í matvælum við ákveðin skilyrði. Sem dæmi um fæðutegundir má nefna mjólk og tjóma, margskonar krem og búð- inga, kökur, soðna skinku, ýmsa soðna kjötrétti og iítið súrar sósur og salöt. Sérstaklega eru varasöm matvæli sem við framleiðslu og geymslu eru mikið meðhöndluð af starfsfólki, en það er oft uppspretta mengunar af völdum þessarar bakt- eríu í matvælum. Gott hreinlæti ásamt góðri og stöðugri kæligeymslu matvæla er besta vörnin gegn þessari tegund matareitrunar. Mikilvægt er að ganga þannig frá matvælum í kæli- geymslum að þau nái að kólna í gegn á tiltölulega stuttum tíma. „í samvinnu við tollyfír- völd og innflytjendur hér á landi fylgist Holl- ustuvernd ríkisins með innflutningi kínverskra sveppa og eru tekin sýni til rannsókna áður en vörunum er dreift til sölu.“ Rannsóknir á íslandi Þegar fréttir bárust til íslands af banni við innflutningi kínverskra sveppa til Bandaríkjanna, var strax hafist handa við að rannsaka niður- soðna kínverska sveppi sem seldir eru hér á landi. Hollustuvernd rikis- ins aflaði upplýsinga um innflutning kínverskra sveppa og heilbrigðiseft- irlitið tók sýni af sveppunum og sendi til rannsóknar hjá stofnuninni. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 20 sýni af öllum kínverskum tegund- um niðursoðinna sveppa, sem seidar eru hér á landi, verið rannsakaðar Eitrið hefur ekki greinst i þessum sýnum. Stofnuninni er heldur ekki kunnugt um matareitranir sem gætu tengst neyslu sveppa. Merkin umbúða Þó að hér á landi séu að hluta til seld sömu vörumerki kínverskra sveppa og seld hafa verið í Banda- ríkjunum, þá virðist hér vera um aðra framleiðslu að ræða samkvæmt framleiðslumerkingum á dósunum. Merkingar þessar (dulmerki/kódi) benda til þess að niðursoðnir svepp- ir, sem fluttir eru hingað til lands, séu framieiddir í öðrum verksmiðjum en þeir sem valdið hafa eitrunum í Bandaríkjunum. Þetta getur verið tilvikið, þó svo um sömu vörumerki sé að ræða, þar sem margar niður- suðuverksmiðjur í Kína framleiða niðursoðna sveppi undir sama vöru- merki. Eftirlit í öðrum löndum Hollustuvernd ríkisins hefur verið í stöðugu sambandi við systurstofn- anir sínar á Norðurlöndunum og einnig hefur verið afiað upplýsinga frá matvælaeftirliti í Bandaríkjun- um. Eiturefnið hefur ekki fundist við rannsóknir á sveppum í Svíþjóð, en hins vegar hefur það fundist í einu vörumerki í Danmörku, Noregi og Finnlandi. Þá hafa tollayfirvöld í Finnlandi stöðvað innflutning á einni vörusendingu, þar sem eitur- efnið fannst við rannsókn á vör- unni. Engar tilkynningar hafa borist Þ.ÞORGRfMSSON&GO Ármúla 29, Reykjavík, simi 38640 Jólagjöf, sem endist og yljar lengi! er tilvalin gjöf sem hentar öllum -fráöllum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.