Morgunblaðið - 14.12.1989, Side 52

Morgunblaðið - 14.12.1989, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 NY BOK EFTIR DANIELLE STEEL □ öfraheimar segir frá Zoyu, 17 ára frænku keisarans, sem þarf að flýja land. Hún sest að í París þar sem hún kynnist bandarískum liðsforingja. Þau giftast og eiga nokk- ur auðug og hamingjurík ár í Ameríku en þá setja óvæntir erfiðleikar strik í reikninginn ... Þetta er saga um baráttu og ást, skrifuð á þann hátt sem Danielle Steel einni er lagið. SETBERG ¥ . Gleymdi ríkisstjórnin áform- um sínum um Héraðsskóg'? Skogstefna a Egilsstöðum: Egilsstödum. EFA GÆTIR um að ríkisstjórnin ætli að standa við ákvörðun sína frá í vor um stórátak í ræktun nytjaskóga á Fljótsdalshéraði. Ekki er ætlað neitt fé í þetta verkefhi á fjárlögum næsta árs og því ríkir nokkur óvissa um framhald málsins. I ákvörðun ríkis- stjórnarinnar sem tekin var á hátíðarfundi á Þingvöllum í vor felst að gera eigi stórátak í ræktun nyfjaskóga á Fljótsdalshéraði sem miða að því að fullnýta skógræktarland þar á næstu 40 árum. Verkefhisstjórnin hefur sótt um 62 milljónir til þessa verkefhis á árinu 1990. Sú fjárþörf lá fyrir þegar ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun. Á fjölmennri ráðstefnu um skógræktarmál sem haldin var á Egilsstöðum kom þessi efi berlega fram og lýstu fundarmenn áhyggj- um sínum yfir óvissu um framtíð þessa verkefnis. Hermann Ottós- son verkefnisstjóri Héraðsskóga taldi að á þessari stundu væru Héraðsskógar aðeins samþykkt ríkisstjórnarinnar og pappír frá verkefnisstjóra. Því væri brýnt að bændur gætu treyst því að staðið yrði við gefin fyrirheit í þessu máli. Nú þegar hefðu um 50 bænd- ur úr 6 hreppum lýst yfir áhuga á þátttöku í verkefninu. Ljóst hefði verið þegar ríkisstjórnin ákvað að hrinda í framkvæmd þessu skóg- ræktarátaki á Fljótsdalshéraði að árlegur kostnaður við verkefnið yrði um 60 milljónir króna. Með þessari ákvörðun hefði ríkisstjórn- in ákveðið að hrinda í framkvæmd átaki sem næði til að rækta skóg á landsvæði sem væri 15 sinnum stærra en allur Haliormsstaða- skógur og 6 sinnum stærra en allt skógarsvæði sem nú er til stað- ar í Fljótsdalshéraði. Hermann Ottosson segir að ber- lega hafi komið í ljós viss tor- tryggni bænda varðandi efndir þeirra áforma ríkisstjórnarinnar að hefja ræktun nytjaskóga á Fljótsdalshéraði. Til að fyrirbyggja að efndir verði litlar sem engar telur Hermann að stilla verði Hér- aðsskógum upp sem sjálfstæðu óháðu verkefni með sjálfstætt framlag til framkvæmda á fjárlög- um hvers árs. Þetta framlag verði bundið verkþáttum í fram- kvæmdaáætlun Héraðsskóga til 10 ára. Þetta þýði í raun að land- búnaðarráðherra geri bindandi og lögfestan samning við Héraðs- skóga um greiðslu á verkþáttum skógræktarátaksins. Á móti samn- ingi á milli Héraðsskóga og land- búnaðarráðherra leggur Hermann til að Héraðsskógar geri samning við hvern jarðeiganda. Sá samn- ingur mundi taka á skyldum Hér- aðsskóga við að tryggja fram- kvæmdir á viðkomandi jörð og skyldum bænda við skóginn. Þetta telur Hermann Ottosson verkefn- isstjóri einu færu leiðina til að tryggja framkvæmdir og að allir standi við sitt. Áhersla á fjölnytjaskóg Helgi Hallgrímsson líffræðingur benti á að náttúrulegur skógur hefði yfirleitt hagstæð áhrif á lífríkið. Skógurinn styrkti og bætti jarðveginn og hindraði jarðvegs- rof. Hann framkallaði sérstakt veðurfar og yki gróðursæld og gróðurmagn. Einhæfur timbur- skógur væri þó ekki æskilegur Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Ráðstefnugestir á skógstefnunni. Mark útvarp og kassettutæki 6.820 stgr. Singer saumavélar frá 19.277 stgr Vöfflujárn 4.480 stgr &SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VID MIKLAGARÐ Black & Decker borvél 7.979 stgr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.