Morgunblaðið - 26.04.1990, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990
Sundlaugarbygging við Glerárskóla:
Gerð hurða, efiii og
írágangur ekki í sam-
ræmi við verklýsingu
Heildarkostnaður varð 75,8 milljónir, en tilboð
í bygginguna hljóðaði upp á 35,6 millj.
HEILDARKOSTNAÐUR við byggingu sundlaugar við Glerárskóla
var rúmar 75,8 milljónir króna, þar af er byggingarkostnaður 62,8
milijónir, hönnun, eftirlit og fúndarsetur nema 11,5 milljónum, stofii-
búnaður nemur 1,3 milljónum og kostnaður vegna Ióðar nemur
rúmum 118 þúsundum. Þetta kom fram í svari Sigfúsar Jónssonar
bæjarstjóra við fyrirspurn Ulfhildar Rögnvaldsdóttur bæjarfúlltrúa
vegna byggingar sundlaugarinnar.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýni gleðileikinn Draum á Jónsmessunótt í kvöld og á mánu-
dagskvöld og taka um 40 manns þátt í sýningunni sem er afar litskrúðug.
Leikfélag MA:
Sýnir Draum á Jónsmessunótt
LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri frumsýndi í Samkomu-
húsinu í gærkvöld gleðileikinn Draumur á Jónsmessunótt eftir
William Shakespeare í leiksljórn Jóns St. Kristjánssonar.
Um 40 manns taka þátt í sýn-
ingunni, sem er mjög viðamikil
og litskrúðug. í leiknum er lýst
samspili raunveruleika og óraun-
veruleika, ástar og haturs.
Misklíð í áflheimum veldur gey-
simikilli ringulreið um miðbik
verksins sem skekur alla tilveru
manna og álfa. Fjölmörgum ólík-
um persónum bregður fyrir, álf-
um, listaglöðum handverksmönn-
um og ástföngnum elskendum,
hertoganum í Aþenu og unnustu
hans.
Önnur sýning á verkinu verður
í kvöld, fimmtudagskvöldið 26.
apríl, og þriðja sýning á mánu-
dagskvöld, 30 apríl. Báðar sýning-
amar hefjast kl. 20.30, en LMA
mun aðeins sýna verkið á þessum
þremur sýningum. Miða er hægt
að panta í Samkomuhúsinu á milli
kl. 17-19.
Fréttatilkynning
Þar af eru 129 þúsund vegna lag-
færinga á skemmdum sturtum,
148 þúsund vegna viðgerða á úret-
an kvartsi á gólfi og 50 þúsund
vegna viðgerða á hurðum. Fyrir-
spum um það hvort í útboðsgögn-
um hafi verið gert ráð fyrir þeirri
tegund hurða og röra sem gáfu
sig fljótt eftir opnun laugarinnar,
eða hvort eftirliti með framkvæmd-
unum hafi verið ábótavant, svaraði
bæjarstjóri að gerð hurða, efni og
frágangur hafí ekki verið í sam-
ræmi við verklýsingu. Lagnir og
blöndunartæki áttu að vera inn-
múruð í vegg samkvæmt upphaf-
legri verklýsingu, en samkvæmt
ósk íþróttaráðs og beiðni bæjar-
verkfræðings var ákveðið að hafa
lagnir og tæki utanáliggjandi og
hafí arkitektar þvertekið fyrir að
hafa venjuleg galvanísemð rör frá
blöndunartækjum að sturtuhaus,
þrátt fyrir aðvaranir bygginga-
deildar.
Vonskuveður í Eyjafírði:
Björgnnarsveitarmenn o g lögregla
óku skólabörnum heim í blindbyl
Ökumaður fastur I Ólafsflarðarmúla
VONSKUVEÐUR gekk yfir Norðurland í gær og höfðu lögreglu-
menn og björgunarsveitarmenn á Dalvík og Ólafsfírði í nógu að
snúast því bjarga þurfti skólabörnum og öðrum til síns heima vegna
veðurofsans. Nokkur umferðaróhöpp urðu á Akureyri í blindbyl sem
gekk yfír eftir hádegi, en meiðsl urðu ekki á fólki. í Ólafsfjarðarm-
úla sat ökumaður fastur í bíl sínum ogRomst hvergi, né heldur björg-
unarsveitarmenn til að aðstoða hann.
Guðni Aðalsteinsson lögreglu-
þjónn í Ólafsfírði sagði að veðrið í
gær hefði verið eitt það versta sem
komið hefði i vetur, þó að oft hefði
það verið slæmt. „Það fór að hríða
hér upp úr hádeginu og úr varð
glórulaus bylur, þannig að vart sá
út úr augum," sagði Guðni. Lög-
reglumenn og félagar úr björgunar-
sveitinni Tindi fluttu skólaböm úr
skóla og heim'og gekk það áfalla-
laust. Þá var fólk einnig flutt heim
úr vinnu og á milli húsa. Götur
voru stöðugt mokaðar svo fært
væri um bæinn og voru þijú mokst-
urstæki stöðugt að í allan gærdag.
í Ólafsfjarðarmúla sat ökumaður
fastur í bíl sínum í sunnanverðu
Ófærugili og komst hann hvergi
vegna veðurs. Ekki hafði heldur
verið hægt að fara til móts við
hann þegar Morgunblaðið hafði
samband við lögreglu í gærkvöldi,
en reyna átti að fara út í Múlann
þegar veður gengi niður.
A Dalvík óku lögreglumenn og
félagar í björgunarsveit og hjálpar-
sveit skáta bömum heim úr skóla
og af barnaheimili. Bjöm Víkings-
son varðstjóri lögreglunnar sagði
að vitað væri um bíla sem sætu
fastir á leiðinni milli Akureyrar og
Dalvíkur og björgunarsveitarmenn
hugðust fara til móts við undir
kvöldið.
Á Siglufírði kyngdi niður miklum
snjó í óveðrinu. Illfært varð um
bæinn af þeim sökum, og beindi
lögreglan þeim tilmælum til fólks
að vera ekki á ferð um bæinn.
Rúta sem sótti farþega til flugvall-
arins á Sauðárkróki stöðvaði við
Ketilás í Fljótum um kl. 15, en þar
átti hún að halda kyrru fyrir þar
til óveðrinu slotaði.
Á Akureyri urðu nokkur óhöpp
í umferðinni sem rekja mátti til
blindbyls, en skyggni var afar
slæmt á tímabili. Áð sögn Gunnars
Randverssonar varðstjóra fór vind-
hraðinn upp í 68 hnúta þegar mest
var, en það er yfir 12 vindstig.
Margir ökumenn lentu í vandræðum
í Kræklingahlíð og á Moldhaugna-
hálsi og fóru lögreglumenn og
hjálparsveitarmenn þeim til aðstoð-
ar. Þá fékk lögreglan beiðni um að
aðstoða ökumenn á Öxnadalsheiði,
sem þar voru á ferði í fólksbílum,
en að sögn Gunnar komst fólkið í
jeppa og fór lögregla því ekki á
staðinn.
Annað ráð ITC-fundar á Akureyri
ANNAÐ ráð ITC á íslandi heldur
ráðsfund á Akureyri, laugardag-
inn 28. apríl.
Fundurinn hefst kl. 11. Á eftir
félagsmálahluta fundarins verður
Bókmenntakynning og verður
skáldkonan Jakobína Sigurðardóttir
og verk hennar kynnt. Kappræður
verða milli deilda en innan ráðsins
eru átta deildir, ITC Dögun Vopna-
fírði, ITC Fluga Mývatni, ITC Gerð-
ur Garðabæ, ITC Gná Bolungarvík,
ITC Irpa Reykjavík, ITC íris Hafn-
arfirði, ITC Kvistur Reykjavík og
ITC Mjöll Akureyri.
Um kvöldið verður efnt til há-
tíðar sem hefst með borðhaldi í
Laxdalshúsi. Verða þar ýmis
skemmtiatriði á dagskrá og einnig
mun stjórn næsta kjörtímabils
verða sett í embætti.
Fyrirspum Úlfhildar var í fímm
liðum, sú fyrsta um hver hafí ver-
ið upphæð tilboðs Híbýlis hf. á
byggingu laugarinnar framreikn-
uð. I svari bæjarstjóra kom fram
að tilboð Híbýlis frá 25. ágúst
'1987 hljóðaði upp á rúmar 35,6
milljónir króna, framreiknað til
þess tíma er laugin var tekin í
notkun i janúar á þessu ári er til-
boðið upp á rúmar 57,7 milljónir
króna. Þegar allar greiðslur vegna
samningsins eru framreiknaðar
fyrir hvem mánuð fyrir sig fram
til þess tíma er laugin var tekin í
notkun ásamt reiknuðum verðbót-
um upplýsti bæjarstjóri að á tíma-
bilinu frá september 1987 til sama
mánaðar 1989 hafí Híbýlí verið
'greiddar rúmar 55,4 milljónir
króna, undirverktökum vom
greiddar fyrir efni á tímabilinu
október á síðasta ári til mars á
þessu ári tæplega 7,4 milljónir
króna.
Heildarkostnaður við byggingu
laugarinnar framreiknaður til þess
tíma er hún var tekin í notkun
nemur 75.825.289 krónum. Sigfús
sagði rétt að hafa í huga að Akur-
eyrarbær hafí ekki staðið við
skuldbindingar sínar hvað varðar
eldri verksamning við fyrirtækið
heldur hafi verið dregið úr fram-
kvæmdahraða og verkið jafnvel
stöðvað alveg vegna íjárskorts.
^Forráðamenn Híbýlis hafí af þeim
sökum krafíst þess að gerður yrði
annar verksamningur við bæjar-
sjóð, þar sem m.a. var breytt regl-
um um útreikning verðbóta, en
reikna skyldi hvem verkþátt fyrir
sig, en ekki samkvæmt heildarvísi-
tölu.
í svari bæjarstjóra kom einnig
fram að kostnaður vegna viðgerða
og endurbóta eftir að laugin var
tekin í notkun er 327.517 krónur.
Athugasemd
„ ir við aðal-
skipulag
Frestur til að skila inn at-
hugasemdum við tillögu að aðal-
skipulagi Akureyrar 1987-2007
rennur út 11. maí næstkom-
andi. Tillagan liggur frammi hjá
skipulagsdeild og á bæjarskrif-
stofunni og hyggist menn gera
athugasemdir við tillöguna geta
þeir skilað þeim inn á fyrr-
greinda staði.