Morgunblaðið - 09.10.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.10.1990, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 Bókaútgáfan Iðunn orðin umsvifamest í bóksölu á landinu Rekur nú bókaklúbb og átta búðir BÓKAÚTGÁFAN Iðunn gerði um helgina samning við prentsmiðj- una Odda um kaup á bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar í Aust- urstræti, í Mjódd, í Nýja bæ, í Kringlunni og blaðasölu í Fríhöfninni í Leifsstöð. Verslanirnar hafði Oddi keypt af Almenna bókafélaginu sama dag. Auk verslananna rekur bókaútgáfan þrjár bókabúðir, sem hún átti fyrir, sér um Islenska bókaklúbbinn og rekur eina umfangs- mestu bókaútgáfu landsins. Með þessum kaupum er Iðunn orðin stærsti bóksali landsins með 8 verslanir. Jón Karlsson forstjóri Iðunnar sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki halda að útgáfan færðist of mikið í fang með kaupum á verslun- unum. Þróunin væri sú sama hér heima og erlendis, þar sem fyrir- tækjum af þessu tagi fækkaði um leið og þau stækkuðu. „Við höfum heldur ekki gert þetta með neinum asa,“ sagði Jón. „Bókaútgáfan rak Iengi sína eigin bókabúð en fyrir nokkrum árum keyptum við Bóka- búðir Braga til þess að öðlast þá þekkingu sem til þurfti áður en við færðum frekar út kvíarnar," sagði hann. Jón sagði einnig að bókaútgáf- unni væri sómi að því að taka við verslununum af Almenna bókafé- laginu. „Verslanimar eru með elstu starfandi fyrirtækjum í landinu og Almenna bókafélagið hefur alltaf lagt mikla áherslu á reksturinn og menningarlegu hliðina. Við munum gera það áfram,“ bætti Jón Karls- son við. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Sviffhiga skall tiljarðar Svifflugmaður þótti sleppa ótrúlega lítið skaddaður er fluga hans skall til jarðar þegar verið var að draga hana á loft á Sandskeiði á laugardag. Vír milli svifflugunnar og vélarinnar sem dró hana á loft slitnaði og steyptist flugan til jarðar úr nokkurri hæð. Hún lenti á grasi utan flugbrautarinnar og rann þaðan í læk þar sem hún staðnæmdist. VEÐURHORFUR í DAG, 9. C 'KTÓBER YrlKU I 1 u/tK. VdXof)UI aUSLaii*' öy nOIÖauS og norðvestanvert landið en hæg breytileg ótt um. Rigníng var um nær allt land. Hiti var 1-7 í öðrum landsh stig. an~ ut- SPÁ: Norðaustanátt um allt land, víöast kaldi Siydda eða rigning norðanlands en annars þ« 0-7 stig. eða stinningska irrt að mestu. Idi. Hiti 1 VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Frernur hœg austlæg átt, svalí og vlða næturfrost inn til landsins. Þurrt sumstaðar vest- anlands, en víða skúrir eða slydduél I öðrum landshlutum. •D- N: y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- 10 1 Hitastig: 0 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrirnar • Skúrir Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. * Él Þoka Léttskýjað / / / / / / / Rigning V / / / — Þokumóða Hálfskýjað * / * 5 5 ? Súld Skýjað / * / * Slydda oo Mistur / * / * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma R Þrumuveður w ^ . 9 t + 4 VEÐUR Lt iOiAt\ VÍÐA UM HEIM Kh IK.UU t gær bo 191» TifTid hítl veÖur Reykjavfk Bergen Helslnki 7 sk«að 8 skýjað Kaupmannah 5fn 9 skúr Nuuk 2 skýjað Óstó 9 léttskýjað Stokkhólmur Þórshðfn 6 skýjað 11 rigning Algarve Amaterdam 23 beiðskírt 12 úrkoma Barcelona 21 skýjað Beríln ,9 skúr vnicögo Feneyjar 18 þofcumófta rrðitmui i Glasgow 11 rigning LasPalmas 26 skýjað LosAngeles 17 tóttskýjað Lúxernborg Madrid 8 skýjað 16 halfskýjað Malaga Mallorca 22 iéttskýjað 17 skruggur Montreal NewYork 7 skúr 20 þokumóða Orlando Parrs 22 rignbtg 12 skýjað Róm \J(n 24 iéttskýjað vin Washington Winnipeg vantar +7 léttskýjað Sjálfstæðisflokkurínn: Saulján taka þátt í / x*i ••• • * profkjon 1 SAUTJÁN höfðu tilkynnt um þátt- töku í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík þegar framboðs- frestur rann út á hádegi í gær. Um helgina gáfu þeir Davíð Odds- son, borgarstjóri og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Bjarnason, aðstoðarritstjóri, út yfirlýsingar um þátttöku í próf- kjörinu. Kjörnefnd vegna próf- kjörsins kom saman í gærkvöldi og var þá ákveðið að gera ekki tillögu um fleiri frambjóðendur. Aðrir sem taka þátt eru Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður, Friðrik Sóphusson, alþingismaður, Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingis- maður, Geir H. Haarde, alþingismað- ur, Guðmundur H. Garðarsson, al- Reykjavík þingismaður, Guðmundur Hallvarðs- son, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Guðmundur Magnús- son, sagnfræðingur, Hreinn Lofts- son, lögfræðingur, Ingi Björn Al- bertsson, alþingismaður, Kristján Guðmundsson, húsasmiður, Lára Margrét Ragnarsdóttir, hagfræðing- ur, Olafur Isleifsson, hagfræðingur, Rannveig Tryggvadóttir, húsmóðir og þýðandi, Sólveig Pétursdóttir, lög- fræðingur og varaþingmaður og Þuríður Pálsdóttir, yfirkennari Söng- skólans. Einn aðili til viðbótar, Friðrik Ey- steinsson, skilaði inn framboði, en það var úrskurðað ógilt af yfirkjör- stjórn, þar sem ekki fylgdi með til- skilin fjöldi gildra meðmælenda. Sjálfstæðisflokkurinn á Reykjanesi: Gunnar G. Schram fer ekki í prófkjör GUNNAR G. Schram, prófessor, ætlar ekki að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Gunnar skipaði fimmta sæt- ið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar. „Ég mun ekki gefa kost á mér í haginn og óska öllum vinum mínum prófkjörinu í Reykjaneskjördæmi nú í nóvember þar sem ég hef í hyggju að hasla mér völl á öðrum vett- vangi,“ sagði Gunnar aðspurður um þátttöku í prófkjörinu. „Það er ljóst, eins og skoðanaknannir sýna, að Sjálfstæðisflokkurinn á mjög auknu fylgi að fagna um land allt miðað við síðustu kosningar. Landið er þess vegna að rísa úr sæ fyrir okkur sjálf- stæðismenn. Þetta gildir ekki síst um Reykjaneskjördæmi. Ég vona að sjálfstæðismönnum gangi þar allt í og félögum í kjördæminu velfarnaðar í þeirri baráttu sem framundan er.“ Þegar hann var spurður hvaða verkefni það væru sem hann hygðist starfa að svaraði Gunnar: „Þar hef ég fyrst og fremst í huga ýmis verk- efni í utanríkismálum og alþjóðlegum umhverfismálum ekki síst sem tengj- ast þeirri bröðu þróun sem nú er að verða í málefnum Evrópu og hugsan- legri þátttöku okkar í þeirri þróun.“ Gunnar verður jafnframt áfram prófessor í lagadeild Háskóla íslands. Kaupþing* selur hlutabréf Fróða FRJALST framtak hefur falið Kaupþingi að selja hlutabréf sín í útgáfufyrirtækinu Fróða að nafnvirði 40 milljónir króna. Við stofn- un Fróða í byrjun þessa árs vai hefur þegar verið ráðstafað 64 eru óseldar. Fróði hefur með höndum alla útgáfustarfsemi sem Fijálst fram- tak hafði áður. Þar er m.a. um að ræða útgáfu 15 tímarita og bóka- útgáfu sem farið hefur vaxandi á undanförnum árum. Kaupþing hefur lagt mat á hlutabréfm í Fróða út frá stöðu og framtíðarhorfum fyrirtækisins og verður gengi bréfanna í upp- • hlutafé ákveðið 162 milljónir og milljónum þannig að 98 milljónir hafi skráð 1,0. í upplýsingariti Kaupþings um hlutabréfasöluna kemur fram að Kaupþing leggur 18% ávöxtunarkröfu á ári til grundvallar. Gert er ráð fyrir að hagnaður yfirstandandi árs verði rúmlega 30 milljónir króna. Sala hlutabréfanna hefst í dag hjá Kaupþingi. L > ) > i } ) i > i -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.