Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 31 Hörð átök í Berlín á milli lögreglu og hústökumanna Berlín. Reuter. UM 3.000 þýskir lögreglumenn réðust inn í Mainzer Strafte í Friedrichsain-hverfinu í Berlín í mestu átök í borginni frá árinu 1981. Slíkir atburðir hafa gerst æ algengari í Austur-Berlín að undan- förnu. Ungir nýnasistar og knatt- spyrnubullur hafa hvað eftir annað átt í átökum við lögreglu. SJÚKRAÞJÁLFUN Erik Joost van Erven, löggiltur sjúkraþjálfari, mun hefja störf í Sjúkraþjálfun Kópavogs hf., Fannborg 5, Kópavogi frá 1 5. nóvemþer 1 990. Sími 45488. gær til að ryðja byggingar þar sem herskáir hústökumenn höfðu komið sér fyrir. Borgar- yfirvöld höfðu óskað eftir þess- um aðgerðum eftir að brotist höfðu út átök, sem talin eru hin hörðustu í borginni í áratug. Hústökumennirnir köstuðu stein- um og bensínsprengjum á lögreglu- mennina frá húsþökum og tókst þeim í fyrstu að koma í veg fyrir að lögreglan kæmist inn í húsin. Þá-var gripið til þess ráðs að senda þangað sérsveitir sem komust inn um glugga húsanna með þyrlum. Síðar áttu þeir í átökum við hús- tökumenn á húsþökum. Talsmaður þýska innanríkisráðu- neytisins, Werner Throniker, sagði að lögreglan hefði handtekið að minnsta kosti 135 menn, þar á meðai borgarstjórnarmann róttæk- linga. Tíu lögreglumenn urðu fyrir meiðslum. Sjónarvottar sögðu að hnífar hefðu verið teknir af nokkr- um hústökumannanna, sem voru þýskir, franskir ítalskir og hollensk- ir. Hústökumennirnir höfðu reist götuvígi sem lögreglan ruddi í burtu með jarðýtum. Þeir grófu einnig djúpa skurði í götuna. Walter Pomper, borgarstjóri Berlínar, sagði í útvarpsviðtali að borgaryfirvöld myndu ekki láta hústökur viðgangast lengur. Hann lítur átökin við hústökumennina mjög alvarlegum augum þar sem hann berst nú fyrir því að Berlín verði höfuðborg sameinaðs Þýska- lands. Borgaryfírvöld segja að þetta séu Rúmenía: Segir njósna- foringja hafa pyntað sig Búkarest. Reuter. RÚMENSKUR verkamaður af þýskum uppruna, Werner Som- merauer, 54 ára gamall, sem var handtekinn árið 1987 í andkom- múniskum mótmælum verka- manna i borginni Brasov, sagði í gær að hann hefði verið pyntað- ur af fyrrverandi yfirmanni leynilögreglunnar, Iulian Vlad hershöfðingja. Vlad er í fangelsi í Búkarest þar sem hann mætir fyrir rétt vegna fjöldamorðs á mótmælendum í upp- reisninni í desember á síðasta ári þegar einræðisherranum fyrrver- andi, Nicolae Ceausescu, var steypt af stóli og hann tekinn £if lífi. Sommerauer sagði í lýsingu sinni á yfirheyrslunum yfir sér eftir mót- mælin í Brasov árið 1987 að Vlad hefði fært sig úr skónum og barið sig með viðarkylfu á iljarnar. Hann hefði einnig barið sig á bakið og lófana þar til þeir voru orðnir bláir. Sommerauer nefndi átta aðra yfirmenn og sagði að þeir hefðu tekið þátt í yfirheyrslum, pynting- um og fangelsun verkamannanna sem tóku þátt í mótmælunum í Brasov. Hann nefndi einnig nöfn nokkurra annarra fórnarlamba. Ofbeldi braust út við mótmælin í Brasov eftir að lögregla kom í veg fyrir að verkamenn kveiktu í ráð- húsi borgarinnar. Um 300 verka- menn voru handteknir og 20 drepn- ir eða hurfu og margir voru flutti til afskekktra héraða. Mótmæli gegn ríkisstjórninni hafa verið skipulagðar víða í Rúm- eníu í dag til að minnast óeirðanna. HOOVER O FUNAI ^ív!af=ik: CARMEN ■<?> SPÁÐU í VERÐIÐ HOOVER Ryksuga Compact 1000Wött KR. 11.990.- O funai Örbylgjuofn HOOVER Þvottavél A 2400 • 1300 SNÚNINGA VINDUHRAÐI • RYÐFRÍTT STÁL f TROMLU 06 BELG • SPARNAÐARKERFI • EINFALDAR OG SKILMERKILEGAR ISL. LEIÐBEININGAR KR. 69.990. • METSÖLUOFNINN OKKAR • EINFALDUR EN FULLKOMINN • MJÖG HENTUG STÆRÐ KR. 21.660.- O fUnai Myndbandstæki VCR 7500 HOOVER. Þurrkari D 6328 • 4,5 KG RYÐFRlR STÁLBELGUR • SNÝR I BÁÐAR ÁTTIR • 120 MlN. TlMASTILLIR • GEFUR LÍÓSMERKI AÐ PURRK LOKNUM _4£^0^ KR. 39.990.- FUNAI Hljómtæki —-— HQ (HIGH QUALITY) KERFI ÞRÁÐLAUS FJARSTÝRING STAFRÆN AFSPILUN (DIGITAL) SJÁLFLEITUN SÍÐUSTU UPPTÖKU HRAÐUPPTAKA • RAKAVARNARKERFI (bEW) • SJÁLFVIRK BAKSPÓLUN • FJÖLHÆFT MINNI • SJÁLFLEITUN STÖÐVA • EINFALT QG FULLKOMIÐ GRUnDIG KR. 29.999.- F 20 • 2x50 WATTA ÚTGANGSSTYRKUR • 5 BANDATÓNJAFNARI • CD INNGANGUR, PLÖTUSPILARI REIMDRIFINN • TVÖFALT KASETTUTÆKI „HIGH SPEED DUBBING" • 30 STÖÐVA MINNI Á ÚTVARPI FM STEREO MW-LW • 8 LIÐA VÖNDUÐ FJARSTÝRING KR. 23.655.- Rakvél Frá KR. 3.570. G FUNAI Upptökuvél FCP100 • 6-FALDUR AÐDRÁTTUR „200M" • FÓKUS SJÁLFVIRKUR EÐA HANDVIRKUR • ÞYNGD 1,4 KG ÁN RAFHLÖÐU • LOKUNARHRAÐI 1/1000 SEK • MYNDSKOÐUNARSKERMUR • ALLIR FYLGIHLUTIR MEÐ I VERÐI KR. 69.990.- * Öll vert miSast við staðgreiðslu HEIMILISKAU P H F • HEIMILISTÆKJADEILD FÁLKAHS • Suðurlandsbraut 8 - Sími 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.