Morgunblaðið - 22.11.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.11.1990, Qupperneq 1
80 SIÐUR B 266. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sáttmáli nýrrar Evrópu markar þáttaskil í sögnrmi Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleið- togi, eiginkona hans, Raísa Gor- batsjova, George Bush Banda- ríkjaforseti og Barbara Bush nutu ballettsýningar í Versölum tilheiðurs leiðtogunum á Fundi RÖSE. Síðar var öllum leiðtogun- um boðið til kvöldverðar. A myndinni sést Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra ofar- lega til vinstri. - segir George Bush Bandaríkjaforseti París. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. LEIÐTOGAR 32 Evrópuríkja auk Kanada og Bandaríkjanna undir- rituðu í gær í París sáttmála um öryggi og samvinnu í Evrópu. I honum er skilgreindur grundvöllur samstarfs ríkjanna og lýst yfir að nýir tímar „lýðræðis, friðar og einingar" séu runnir upp. Þar er og kveðið á um þær stofnanir sem setja skal á fót til að festa samstarf ríkjanna 34 í sessi. Með Parísarsáttmálanum er brotið blað í sögu Evrópuríkja og kalda stríðið endanlega kvatt. „Með því að undirrita samninginn eru kaflaskil í heimssögunni. Kalda stríðinu er lokið,“ sagði George Bush Bandaríkjaforseti við frétta- menn í gær. Frakkar styðja SÞ-ályktun um heimild til árásar: Bush segir stórveldin vera einhuga í Kúvæt-deilunni Jcddah, Nikosiu. Reuter. í sáttmálanum eru helstu mark- mið samstarfs Evrópuríkja tiltekin og lögð áhersla á grundvallaratriði sem varða frelsi, mannréttindi og friðsamleg samskipti. Svipuð ákvæði voru í Helsinkisáttmálan- um frá árinu 1975, en þar voru einnig ákvæði um að hvert ríki virti rétt annarra til að velja sér þjóðfélagsskipan sem nú eru víðs fjarri. Samkvæmt Parísarsáttmálan- um gangast þjóðirnar undir þá ófrávíkjanlegu skyldu að treysta lýðræði í sessi og standa vörð um það. Fjallað er um efnahagslegt frelsi og rétt allra til mannsæm- andi afkomu. Sáttmálinn kveður og á um sameiginleg verkefni að- ildarríkjanna í framtíðinni svo sem á sviði mannréttinda, öryggis, efnahagssamvinnu og umhverfis- verndar. Sömuleiðis er stefnt að samstarfí um menningarmál, mál- efni farandverkafólks og Miðjarð- arhafsins. Komið verður á fót sam- eiginlegum stofnunum í Vínarborg, Varsjá og Prag. í lokaávarpi sínu sagði Franijois Mitterrand Frakklandsforseti að nú hefðu ríkin 34 sömu heimsmynd og ættu sér sameiginleg gildi. Hann lagði áherslu á að hinum fögru hugsjónum yrði nú alls stað- ar hrint í framkvæmd og hætt yrði að skilgreina eingöngu réttindi eins og Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) hefði snúist um í fimmtán ár. Einnig yrði að endurskoða 'allt formlegt samstarf ríkjanna eins og innan Atlantshafsbandalagsins,' Evrópu- bandalagsins og Evrópuráðsins. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, vakti athygli á því að fund- urinn hefði alls ekki snúist um það efni sem lengi vel var búist við að yrði efst á baugi þ.e.a.s. samein- ingu Þýskalands. Vart var á hana minnst, „það er eins og menn séu orðnir henni vanir“, sagði Kohl. Þess í stað var mikið fjallað um ótryggt efnahagssástand í Austur-Evrópu, yfirvofandi hung- ursneyð í Sovétríkjunum og hætt- una á því að milljónir manna flýðu þaðan til Vestur-Evrópu. Einnig notuðu leiðtogarnir tækifærið til að ráðgast um sameiginlegar að- gerðir gagnvart Saddam Hussein Iraksforseta. Það þótti varpa skugga á fund- inn að utanríkisráðherrum Eystra- saltsríkjanna var vísað frá þrátt fyrir vilyrði um setu sem áheyrnar- fulltrúar og heiðursgestir. Blaða- mannafundur sem þeir héldu í nafni íslands og Danmerkur vakti óskipta athygli. Samkvæmt heim- ildum í París mun andstaða Ing- vars Carlssons, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafa komið í veg fyrir aðild Svía að blaðamannafundinum og samkvæmt sömu heimildum þótti Norðmönnum ekki við hæfi að standa uppi í hárinu á nýbökuð- um handhafa friðarverðlauna Nób- els á þennan hátt. Sjá ennfremur fréttir á á bls 31. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti segir einhug ríkja milli Bandaríkjamanna og Sovét- manna i Persaflóadeilunni. Bush og eiginkona hans, Barbara, komu í gær til Saudi-Arabíu þar sem þau hugðust halda Þakkar- gjörðardaginn hátíðlegan með bandarískum hermönnum. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti segist styðja hug- myndir Bandaríkjamanna um ályktun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem aðildarríkjun- um verði veitt heimild til að stöðva með hervajdi yfirgang Saddams Husseins íraksforseta. Forsetinn sagðist hafa skýrt Bush frá þessu á sunnudag. Mitt- errand tók fram að ekki mætti lita svo a að alyktunm heimilaði árás án frekara samráðs. Talsmaður Hvíta hússins í Washington, Marlin Fitzwater, skýrði frá því í gær að Bush for- seti myndi eiga viðræður við Hafez-al Assad, forseta Sýrlands, í Genf á föstudag. Sýrlendingar hafa sent um 20.000 manna herlið til varnar Saudi-Arabíu. Samskipti Sýrlendinga og Bandaríkjamanna hafa undanfarin ár verið slæm vegna stuðnings Assads við hryðjuverkahópa. Að sögn Fitz- waters hafa Tyrkir og Egyptar hvatt til fundar leiðtoganna tveggja. ______ 176 farast í flugslysi Moskvu. Reuter. SOVÉSKA sjónvarpið skýrði frá því í gærkvöldi að 176 manns hefðu farist er farþegaþota hrap- aði í nánd við borgina Jakútsk í Síberíu á miðvikudag. „Vængirnir duttu af Aeroflot- þotu sem var á leið til lendingar. Allir sem voru um borð, farþegar og áhöfn, létu lífið,“ sagði í frétt sjónvarpsins. Fréttastofan Interfax hafði áður skýrt frá því að þotan væri af gerðinni Iljúsín -62 en taldi að flestir hefðu komist lífs af. Leiðtogakjör breska Ihaldsflokksins: Thatcher segist alls ekki ætla að draga si g í hlé Lundúnum. Reuter. HART hefur verið lagt að Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, að draga sig í hlé eftir að henni tókst ekki að tryggja sér tilskilinn meirihluta í fyrstu umferð leiðtogakjörs breska íhaldsflokksins á þriðjudag. Forsætisráðherrann ítrekaði þó í gær að hún yrði áfram í framboði í annarri umferðinni næsta þriðju- dag. „Ég berst áfram - til sigurs,“ sagði Thatcher er hún hélt frá Downing Street 10 til þinghússins í Lundúnum. Frestur til að skila inn framboðum í annarri umferð-- inni rennur út á hádegi í dag og heimildarmenn innan íhalds- flokksins sögðu að Douglas Hurd utanríkisráðherra og John Major fjármálaráðherra myndu mæla með framboði hennar. Þeir hafa báðir verið taldir líklegir fram- ■bjóðendur i kjörinu en í gær þótti allt benda til þess að Thatcher og Michael Heseltine gæfu ein kost á sér. Sir Geoffrey Howe, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra, sem einnig hefur verið orðaður við framboð, sagði að hann byði sig ekki fram gegn Thatcher. Thatcher fékk 204 atkvæði á þriðjudag og þarf 187 til að ná endurkjöri í annarri umferðinni. Stjórnmálaskýrendur töldu í gær að margir þeirra, sem studdu Thatcher í fyrstu umferðinni, séu nú á báðum áttum. Sjá ennfremur „Margaret Thatcher hvött ..." á bls. 31. Margaret Thatcher og Douglas Hurd á leið til hátíðarkvöld- verðar í tilefni leiðtogafundar RÖSE í París.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.