Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990
23
0,5% hækkun
byggingar-
vísitölu
VISITALA bygging’arkostnaðar
fyrir desembermánuð hækkar
um 0,5%, samkvæmt útreikning-
um Hagstofunnar. Síðustu þrjá
mánuði hefur vísitalan hækkað
um 1,1%, sem samsvarar 4,5%
árshækkun. Síðastliðna tólf mán-
uði hefur vísitalan hækkað um
10,3%.
Vísitala byggingarskostnaðar,
sem gildir fyrir desember, er reikn-
uð eftir verðlagi um miðjan nóv-
ember. Reyndist hún vera 174,1
stig, eða 0,5% hærri en í október.
Samsvarandi vísitala miðuð við eldri
grunn, 100 í desember 1982, er 557
stig.
I frétt frá Hagstofunni segir að
hækkun steypu um 1,5% valdi 0,2%
hækkun vísitölunnar, en að öðru
leyti megi rekja hækkunina til verð-
hækkunar ýmissa efnisliða.
Samanburður
óraunhæfur
Olafur Sigurðsson, íþróttakenn-
ari í Stykkishólmi, hafði samband
við blaðið vegna þess sem haft var
eftir honum og birt í grein um
hreyfingarleysi barna sl. sunnudag,
Ólafur sagði að misskilnings hefði
gætt varðandi samanburð á íþrótta-
lífi í Stykkishólmi og Ólafsvík og
vildi árétta að allur samanburður á
íþróttalífi væri óraunhæfur. Hann
vildi einnig taka fram að allt
íþróttasamstarf milli skólanna á
norðanverðu Snæfellsnesi hefði ver-
ið mjög gott um árabil.
íslensk frí-
merki 1991
Isafoldarprentsmiðja hf. hefur
sent frá sér 35. útgáfu frímerkja-
verðlistans Islensk frímerki eftir
Sigurð H. Þorsteinsson.
Bókin íslensk frímerki 1991 er
120 blaðsíður og eru í henni skráð
og verðlögð öll útgefin íslensk
frímerki frá upphafi frímerkjaút-
gáfu.
I formála bókarinnar segir höf-
undur m.a.: „Þegar undirbúningur
minn að þessari útgáfu verðlistans
hófst gerði ég mér ljóst að langt
var síðan jafn mikil vei'ðhækkun
hafði orðið á íslenskum frímerkjum.
Þetta eru að því leyti sérstök gleði-
tíðindi að hér er um raunhæfa verð-
hækkun að ræða, langt umfram það
sem er almenn verðhækkun á öðr-
um innlendum markaði. Þar með
má telja lokið þeim öldudal sem
verð íslenskra frímerkja hefur verið
í undanfarin tólf ár.“
Upplyfting í kvöld?
MUNDU EFT1R OST1NUM
Hann eykur stemninguna.
P&Ó/SÍA • AUK/SÍA k9d2-500