Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 Athugið verð, úrval og gæði Minnislisti! Sniðugt að geyma hann saumavélina. □ Úrval jólaef na ó góóu verói í föndur, jóladúka o.fl. □ Einnig amerísk bómullarefni í kjóla, teppi o.fl. Einnig margar gerðir af eftirfarandi: □ Barnamyndaefni í föt og gardínur. □ Ungbarnaefni vatteruð, einföld og í vöggusett. □ Ungbarnateppi ófölduð. Frotteefni. □ Sportefni vindblússu- og kópuefni, borno og full- orðins. □ Joggingefni, einlit, munstruð og stroff. □ Bómullarjersey einlit og munstruð. □ Hjólabuxna teygjujersey og gullmunstrað teygjujersey. □ Stretsefni og reiðbuxnoefni. □ Teygjuefni í leikfimi- og sundföt. □ Nóttkjólaefni, nóttsloppoefni. □ Sloppavelúrefni einlit. □ Kjólavelúrefni einlit, munstruð, skýjuð og vatteruð. □ Flauel gróft, milligróft, fínt barnaflauel, slétt bómullarflauel, fínflauel, slétt, munstruð og krumpuóferð. □ Kópuefni einlit ullar, inkamunstur, loðefni og loðfóðurefni. □ Silki, nóttúrusilki, burstað og slétt, microsilki (poly). □ Samkvæmisefni. □ Dansbúningaefni, pallíettuefni, polyester, taft, teygjuefni, tjull o.fl., o.fl. □ Vestisefni. □ Blazerjakkaefni. □ Draktaefni. □ Poly/ullarefni. □ Fínfóður og venjulegt. □ Gallaefni einlit, rósótt og röndótt. □ Vattúlpuefni. □ Vattbarnagallaefni. □ Vatt í metravís. □ Vatt í rúmteppi. □ Púóafylling, troð. □ Klippiefni púðaborð, dúkkur o.fl. □ Burdasnió sníðablöð og föndurblöð. VIRKA FAXAFEN112 (sjá kortaf svæðinu á bls. 16-17), SÍMI687477, KLAPPARSTÍG 25, SÍMI24747. ÍFaxafeni eingöngu: □ Diskamottuefni. □ Áklæói □ Gardínuefni. □ Vattefni og óvatteruð, eins. □ Brúðarkjólaefni. Ávarp til þjóðarinnar: Geðsjúkir læknast ekki með þögiiinni Láta mun nærri að fimmti hver ísléndingur glími við geðsjúkdóma einhvern tíma á ævinni. Þessir sjúkdómar snerta því beint eða óbeint, hverja einustu fjölskyldu í landinu. Oft er þó minna rætt um þá en aðra sjúk- dóma. Þessi almenna þögn er vafalítið ein ástæða þess, að baráttan fyrir málefnum geðsjúkra er hvorki hávær né árangursrík. Nýsköpun og framsækni er lítil á þessu sviði heilbrigðismála saman- borið við flest önnur. Geð- veikt fólk var hornrekur fyrrum og svo er því miður enn að sumu leyti. Eins og aðrir sjúkdómar Geðsjúkdómar eru um flest eins og aðrir sjúkdómar. Þeir eru al- varlegir og kvalafullir og þeir eru einstaklingnum og þjóðinni dýrir. Geðsjúkdómar eru stór hluti af heilbrigðisvandamálum hverrar þjóðar, og um þá þarf að ijalla opinskátt og af fullri einurð, eins og hveija aðra sjúkdóma. Enginn ætti að bera kinnroða fyrir andleg mein sín fremur en líkamleg. Stór hópur Einn stærsti hópur fatlaðra á íslandi er fólk sem veikst hefur af geðsjúkdómum. Ófullnægjandi er að sérhæfð geðheilbrigðisþjón- usta í landinu er nær einskorðuð við tvo þéttbýliskjarna. Lögum verði framfylgt Nauðsynlegt er að lög um mál- efni fatlaðra nái einnig í reynd til þeirra sem fatlaðir eru vegna geð- sjúkdóma og að þeir njóti sömu félagslegrar aðstöðu og aðrir fatl- aðir, samkvæmt lögum þessum. Málefni geðsjúkra fanga eru heil- brigðis- og dómsmálayfirvöldum sem og þjóðinni allri til vansæmd- ar. Áherslubreytinga er þörf Endurmeta þarf hvemig fé til geðheilbrigðismála er varið. Draga þarf úr síendurteknum dýrum innlögnum og leggja þess í stað meiri rækt við þjónustu við geðsjúka utan veggja sjúkrahús- anna. Þar vega þyngst úrbætur í atvinnu- og húsnæðismálum. Stórauka þarf fræðslu á meðal almennings um þennan mála- flokk. Fordómarnir víki Brýnt er að félagsmála- og heilbrigðisyfirvöld stuðli að auk- inni umræðu og upplýsingum um geðheilbrigðismál. Uppræta þarf iamandi áhrif vonleysis og sektar- kenndar sem einkennt hafa við- horf í garð geðsjúkra og byggjast á gömlum fordómum og vanþekk- ingu. Enginn má sitja hjá Við viljum hvetja alla, sem áhuga hafa á þessum málaflokki eða hafa komist í snertingu við hann á einn eða annan hátt, til að leggja hönd á plóginn í málefn- um geðsjúkra, svo að beina megi málum þeirra í þann farveg að vel sæmi siðmenntaðri og velmeg- andi þjóð. Enginn veit hveijum klukkan glymur næst. Anna Karín Júlíusdóttir félagsmálastj. Anna Valgarðsdóttir húsmóðir Arnar Sverrisson sálfr. Ásgerður Ingimarsdóttir framkv.stj. ÖBÍ Ásta M. Eggertsdóttir framkv.stj. Ásta Thoroddsen hjúkrunarfr. Ásþór Ragnarsson sálfr. Birgir Ásgeirsson sjúkrahúsprestur Bjarni Kristjánsson framkv.stj. Björg Bjarnadóttir lektor Björk Bjarkadóttir yfirfangav. Björn Baldursson þýðandi Bogi Arnar Finnbogason þýðandi Bragi. Guðbrandsson félagsmálastj. Brit Bieltvedt félagsmálastj. Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir Dóra Hafsteinsdóttir ritstj. Einar Ingi Magnússon aðstoðarm. félagsm.stj. Elías Mar rithöfundur Elín Þóra Friðfinnsdóttir kvikmyndagerðarm. Franzisca Gunnarsdóttir Gísli Theodórsson ritstj. Guðbjörg Eygló Þorgeirsdóttir sjúkranuddari Guðbjöif Ingólfsdóttir félagsmálastj. Guðjón Ingi Stefánsson framkv.stj. Guðmundur Gíslason forstöðum. fangelsa Guðríður Ólafsdóttir framkv.stj. Guðrún Agnarsdóttir læknir Guðrún Broddadóttir hjúkrunarforstj. Guðrún Ágústsdóttir aðstoðarm. ráðh. Gunnar Kvaran sellóleikari Gústaf Lilliendahl forstj. Gyða Haraldsdóttir sálfr. Gylfi Jónsson prestur Hanna Unnsteinsdóttir félagsráðgj. Heiðar Sigurðsson feldskeri Helga Ólöf Halldórsdóttir skrifstofust. Helga Torfadóttir hjúkrunarfr. Helgi Guðmundsson ritstf. Helgi Seljan félagsmálafulltr. Hildur Finnsdóttir prófarkalesari Hildur Helgadóttir hjúkrunarfr. Hjörtur Torfason hæstaréttardómari Hrefna Guðmundsdóttir kaupm. Hulda Baldursdóttir deildarstj. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir blaðam. Ingólfur Sveinsson geðlæknir Jóhann P. Sveinsson hdl. Jóhanna Þráinsdóttir þýðandi Séra Jón Bjarman sjúkrahúsprestur Jón Björnsson félagsmálastj. Jón Páls$on iðnráðgjafi Karl Óskarsson kvikmyndagerðarm. Kolbrún Oddbergsdóttir rekstrarstj. Kristín Sigursveinsdóttir iðjuþjálfi Kristín Valgarðsdóttir skrifstofust. Kristrún Eymundsdóttir kennari Lára Björnsdóttir framkv.stj. Magnús Þorgrímsson framkv.stj. Margrét Ólafsdóttir sálfr. María Kristjánsdóttir umsj.fóstra Marta Bergman félagsmálastj. Matthías Viktorsson félagsmálastj. Már Viðar Másson sálfr. Nanna Þorláksdóttir hjúkrunarrit. Ólafur Þór Jónsson bifvélav. Óli Jón Gunnarsson bæjarstj. Ólöf Ríkarðsdóttir varaform. ÖBÍ Pétur Hauksson geðlæknir Ragnheiður S. Jónsdöttir féhirðir Ragnheiður Sigrún Pálsdóttir kennari Sigfínnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur Sigfús J. Johnsen félagsmálastj. Sigmundur Sigfússon yfirlæknir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Sigrún Bára Friðfínnsdóttir framkv.stj. Sigrún M. Proppé myndmeðferðarfr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfr. Sigurður A. Magnússon Sigurður Blöndal skógfr. Sigurður Á. Friðþjófsson fréttastj. Sigurður S. Snorrason líffr. Sigurlaug Sveinsdóttir húsmóðir Skúli Bjarnason yfírlæknir Snorri Sigurðsson skógfr. Soffía Lárusdóttir framkv.stj. Sólveig Eggertsdóttir myndlistarm. Sveinn Allan Morthens framkv.stj. Sveinn Einarsson Veturliði Guðnason Ýrr Bertelsdóttir þýðandi Þorbjörn Broddason Þormóður Svafarsson félagsráðgj. Þórelfur Jónsdóttir dagvistarfulltr. Þórhildur Ólafs guðfr. Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarm. Ævar Árnason sálfr. ■ SÓLHEIMAR í Grimsnesi og foreldra- og vinafélag Sólheima verða með árlegan jólabasar í Templarahöllinni á Eiríksgötu 5 í Reykjavík kl. 14.00 sunnudaginn 25. nóvember nk. Jólabasar Sól- heima er árleg sala á framleiðslu- vörum heimilisins. Til sölu verður m.a. lífrænt ræktað grænmeti, hand- steypt bývaxkerti, tréleikföng og handofnar mottur og dúkar. Einnig verða á boðstólum jólakransar, lífrænt ræktað krydd og te, mjólkur- sýrt grænmeti og piparkökuhús verður aðalvinningur hlutaveltunn- ar. Foreldra og vinafélag Sól- heima verður jafnframt með hefð- bundinn kökubasar og fatasölu auk kaffiveitinga. Allur ágóð af sölunnf. fer til uppbyggingar á starfsemi Sólheima. ■ SKÁKSAMBAND íslands heldur Unglingameistaramót ís- lands 1990 (fyrir skákmenn f. 1970 og síðaij dagana 22.-25. nóvember. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsun- artími 1 klst. á 30 leiki og 20 mín. til viðbótar til að ljúka skákinni. Skákstjóri er Ólafur H. Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.