Morgunblaðið - 22.11.1990, Side 28

Morgunblaðið - 22.11.1990, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR' 22. NÓVEMBER 1990 Skoðanakönnun Hagvangs: Islendingar ráða helst ekki fólk með geðræn vandamál í SKOÐ AN AKÖNNUN sem Hagvangur framkvæmdi fyrir timaritið Geðhjálp kemur fram að fjórir af hverjum tíu Islend- ingum treystu sér ekki til að ráða fólk með geðræn vandamál til vinnu. Þetta kemur fram í könnun sem unnin var af Má Viðari Mássyni sálfræðingi í Hæfileikakeppni grunnskóla- nemenda, Skrekkur “90, verður haldin í Háskólabíó þriðjudag- inn 27. nóvember nk. og hefst kl. 16:00. Keppnin kemur í stað spurningakeppni skólanna sem haldin hefur verið undanfarin ár. tímaritinu Geðhjálp sem er ný- lega komið út. Þessar upplýsingar eru í sam- ræmi við staðhæfingu Magnúsar Þorgrímssonar, formanns Geð- hjálpar, sem segir að geðsjúkir séu 25% allra öryrkja hér á landi og þeir eigi erfiðast allra hópa öryrkja að ráða sig í vinnu. Að sögn undirbúningshópsins, þótti tími til kominn að breyta til og brydda upp á einhveiju nýju þar sem margir voru orðnir þreytt- ir á spumingakeppnunum og var því ákveðið að halda keppni um hæfileika manna í leik, dansi, söng o.fl. Spurt var hvort það hefði ein- hver áhrif á val á starfsmönnum ef þeir væra drykkjusjúklingar, eyðnisjúklingar, haldnir geðrænum vandamálum eða hjartasjúkdóm- um. Spurningin var lögð fyrir 771 íslending á aldrinum 16-67 ára. Sjötti hver aðspurðra setti hjartasjúkdóm umsækjenda fyrir sig og u.þ.b. fjórði hver aðspurðra setti það fyrir sig að umsækjendur væra smitaðir eyðni. íjórir af hverjum tíu voru hins vegar mót- fallnir því að ráða fólk með geðræn vandamál í vinnu en fæstir, eða sjö af hveijum tíu vildu ráða of- drykkjumenn til starfa. Meðal þess sem höfundur könn- unarinnar telur að fólk setji fyrir sig varðandi ráðningar fólks með geðræn vandamál er að batalíkur eru taldar litlar, áhrif sjúkdóms á persónuleika sé til staðar, lítil þekking á sjúkdómnum, viðvera 'sjúkdóms, traflun á vinriu, röskun á samskiptum og minni áreiðan- leiki starfsmanns. Skrekkur ‘90: Grunnskólanemar keppa um hæfileika Kór Öldutúnsskóla og stjórnandi kórsins, Egill Friðleifsson, í Hafnar- borg í Hafnarfirði. Á fræðslufundi nemendaráða grunnskóla Reykjavíkur sem hald- inn var í september sl. kom fram tillaga frá unglingum um að efna til hæfileikasamkeppni milli skóla og vora fulltrúar nemenda skipaðir í undirbúningsnefnd. Allir grannskólar í Reykjavík hafa rétt tíl þátttöku í keppninni. Dómnefnd verður skipuð úr hópi listamanna og verðlaunafarand- gripurinn Skrekkur “90, verður afhentur skólanum sem sigrar, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir framlegasta atriðið. Morgunl>laðið/KA Benedikt Tómasson, Elfa Dögg Leifsdóttir, Klara HaUgrímsdóttir og Linda Alfreðsdóttir hafa séð um undirbúning keppliinnar. Umferðarþing haldið í Reykjavík UMFERÐARÞING, hið fyrsta hér á landi, verður haldið í Ráðstefna um fjármál sveitarfélaga SAMBAND íslenskra sveitarfé- laga efnir til tveggja daga ráð- stefnu um fjármál sveitarfélaga í Súlnasal Hótels Sögú í dag, fimmtudag 22., og föstudag 23. nóvember. Á ráðstefnunni verður m.a. fjall- að um reynsluna af fyrsta ári breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga, um uppgjör ríkisins við sveitarfélög vegna stofnfram- kvæmda í kjölfar breyttra verka- skipta og um áhrif virðisaukaskatts á sveitarfélög. Ráðstefnuna sækja á þriðja hundrað sveitarstjórnarmenn. Borgartúni 6 í Reykjavík í dag 22. og 23. nóvember nk. Að setningarathöfn lokinni verður umræðum skipt í íjóra hluta. Fyrst verður gefin mynd af umferðarmálunum í dag. Þvínæst verður fjallað um almenn mál. Þá um hverju þurfi að breyta í um- ferðarmálum og loks um framt- íðarsýn, en þar eru innifalin ýmis nýmæli. Landsfundur um slysavarnir sem haldinn hefur verið nokkur undanfarin ár fellur að þessu sinni inn í dagskrá umferðarþings, enda var gert ráð fyrir að hann fjallaði að miklu leyti um umferðarmál. Landlæknisembættið ásamt fleiri aðilum hefur staðið að landsfundi um slysavarnir. Umferðarþing hefst kl. 9.15 í dag, fimmtudaginn 22. nóvember, með setningarathöfn óg því lýkur síðdegis föstudaginn 23. nóvemb- er. Þingið er öllum opið. Þátttöku- gjald er 2.500 krónur og er innifa- lið í því kaffíkostnaður og léttur hádegisverður báða dagana. Hafnarborg í Hafnarfirði: 150 söngvarar koma fram í afmæli Kórs Oldutúnsskóla í TILEFNI af 25 ára afmæli Kórs Öldutúnsskóla verður haldið afmælishóf í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag, fimmtudaginn 22. nóvember. í hófinu, sem hefst klukkan 20, komafram 150 söngvar- ar, sem sungið hafa með kórnum. Yngstu söngvararnir eru átta ára en þeir elstu á fertugsaldri. Þá verða sýndar myndir og mynd- bönd úr sögu kórsins og boðið upp á veitingar, að sögn Egils Frið- leifssonar stjórnanda og stofnanda Kórs Öldutúnsskóla. Allir eru velkomnir í afmælishófið á meðan húsrúm leyfir, sérstaklega þeir, sem verið hafa félagar í kórnum. Egill Friðleifsson upplýsir að Kór Öldutúnsskóla komi fram ásamt Elly Ameling í Háskólabíói 16. desember næstkomandi. Hann segir að ákveðið hafi ver- ið að minnast 25 ára afmælis Kórs Öldutúnsskóla með hljómplötuút- gáfu, afmælistónleikum, tónleika- ferð til Bandaríkjanna, afmælisriti og afmælishátíð. Hljómplata með söng kórsins kom út í mars síðast- liðnum og afmælistónleikar kórsins fóru fram í Viðistaðakirkju í apríl. Þar komu fram um 120 kórfélag- ar, meðal annars Mömmukórinn undir stjórn Brynhildar Auðbjarg- ardöttur tónmenntakennara. Mömmukórinn er hópur fyrrver- andi kórfélaga en margar þeirra eru orðnar mæður og af því er nafnið dregið. Egill Friðleifsson hefur verið tónmenntakennari við Öldutúns- skóla frá árinu 1965 og stofnaði kór Öldutúnsskóla þá um haustið. „Það var fyrir tilviljun að stofnda- ginn bar upp á 22. nóvember, sem er dagur heilagrar Sesselju, vernd- ardýrlings tónlistarinnar, segir Egilí. Hann upplýsir að áhugi nem- enda fyrir kómum hafi ekki verið mikill í fyrstu og einungis tólf stúlkur hafi mætt á’fyrstu æfing- una. Hins vegar hafi strax mynd- ast mjög áhugasamur kjarni meðal kórfélaga, sem hafi borið starfið úppi næstu árin. „Tilgangúrinn með stofnun kórsins var fyrst og fremst sá að gefa nemendum skölans kost á að þjálfa raddir sínar og músíkalska hæfileika. Starfið efldist hins vegar ört með yaxandi áhuga nemenda og aukinni reynslu stjórnanda. Kórinn kom í fyrsta skipti fram í útvarpi í maí 1966 og ári síðar í sjónvarpi. Þá voru kórfélagar orðn- ir 48 talsins, eða fjórum sinnum fleiri en i upphafi. Því voru tekin upp inntökupróf, sem síðan hafa haldist, þar sem mun fleiri nem- endur hafa viljað starfa í kórnum en unnt hefur verið að sinna,“ seg- ir Egill. Hann upplýsir að Kór Öldutúns- skóla hafi farið 13 sinnum til út- landa og sungið í fjölda landa í fimm heimsálfum. Egill segir að kórinn hafi til dæmis sungið í Kína, Hong Kong, Bandaríkjunum, Túnis og Ástralíu og til gamans megi geta þess að kórinn hafi verið á launum hjá kínverska ríkinu á meðan kórinn ferðaðist um Kína. Hann segir að Kór Öldutúnsskóla berist árlega íjöldi boða um þátt- töku í kóramótum og tónlistarhát- íðum víða um heim, til dæmis hafi kórnum verið boðið að syngja í Seoul í Suður-Kóreu, svo og Ástr- alíu árið 1992. Skáldsaga eftir Einar Má Guðmundsson BÓKIN Rauðir dagar eftir Ein- ar Má Guðmundsson er komin út hjá Almenna bókafélaginu. í kynningu AB segir m.a.: „í bókinni segir frá ungri stúlku sem flyst að heiman til að hefja sjálf- stætt líf í Reykjavík. Sögusviðið er höfuðborgin um 1970, umflotin þeim ókyrru straumum sem þá orkuðu á ungt fólk: Atvinnuleysi, landflótti, húsnæðisskortur, rót- tækni, uppreisnargirni og ekki síst ástin ráða hér ríkjum á tímum sem lítt hefur verið sinnt til þessa í bókmenntum.“ Skáldsagan Rauðir dagar er 246 bls. að stærð. Kápu hannaði Grafít. Prentun og bókband ann- aðist Prentsmiðjan Oddi hf. Einar Már Guðmundsson. „Kór Öldutúnsskóla fór í sína fyrstu utanlandsferð árið 1968, þegar hann tók þátt í norrænu barnakóramóti í Helsinki í Finn- Iandi,“ segir Egill. „Þá heyrði ég í fyrsta skipti í hinum fræga Tapi- ola-kór frá Finnlandi og þar kvað við alveg nýjan tón, fágaðri og fegurri en éjg hafði nokkru sinni áður heyrt. Eg og stjórnandi Tapi- ola-kórsins, Erkki Pohjola, urðum miklir vinir og ég lærði mikið af honum. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa frá upphafi sýnt kórnum velvild og stuðning og skólastjóri Öldut- únsskóla, Haukur Helgason, hefur ætíð stutt við bakið á okkur. Þá er eftir að telja upp alla hina, ein- staklinga, foreldra, félög, fyrirtæki og stofnanir, sem lagt hafa kórnum lið. Án aðstoðar alls þessa fólks hefði Kór Öldutúnsskóla aldrei getað tekist á við þau mörgu verk- efni, sem að baki eru,“ segir Egill Friðleifsson. c 1 I I I I f I I I I I —I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.