Morgunblaðið - 22.11.1990, Page 48

Morgunblaðið - 22.11.1990, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 KAFFÍNLAUST •• KVOLDKAFFI ...og þú sefur betur. sími 24000 KAUPMENN, KAUPFÉLÖG. VÖNDUÐ LEIKFÖNG Á ÆVINTÝRALEGU VERÐI. 8^Co. hf. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Q)91 - 24020 ÞVERHOLTI 18 Prófkjör Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi eí'tir Svein G. Hálfdánarson Aðferðir stjórnmálaflokka varð- andi uppstillingu í efstu sæti fram- boðslista sinna ertr nokkuð mismun- andi. Má segja að það spanni allt frá því að vera ákveðið af fáeinum tugum fulltrúa í kjördæmisráðum upp í það að vera framkvæmt með opnum prófkjörum allra þeirra sem styðja vilja viðkomandi flokk. Ef við skoðum framkvæmd þess- ara mála hér í Vesturlandskjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar liggur það þannig fyrir: 1. Sjálfstæðisflokkurinn lætur val- ið í hendur þröngs kjördæmis- ráðs og varamanna þar. 2. Framsóknarflokkurinn beitir sömu aðferð. 3. Alþýðubandalagið hefur ekki enn tekið afstöðu. En allt bendir til þess að ekki verði það opnara. 4. Alþýðuflokkurinn einn þorir og vill leggja valið í hendur þeirra kjósenda sem styðja vilja flokk- inn. Það liggur sem sagt ljóst. fyrir að Alþýðuflokkurinn í Vesturlands- kjördæmi efnir til opins prófkjörs laugardaginn 24. þessa mánaðar. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öll- um kjósendum í kjördæminu við komandi alþingiskosningar séu þeir ekki félagar í öðrum stjórnmála- flokkum. Allt frá því fyrir alþingiskosning- arnar 1978 höfum við alþýðuflokks- menn í Vesturlandskjördæmi gefið kjósendum okkar kost á að velja frambjóðendur í efstu sæti lista okkar á þennan hátt. Reynsla okkar er í heildina litið góð af þessu fyrir- komulagi. Nú þegar við enn einu sinni efnum til oþins prófkjörs vil ég eindregið hvetja þá Vestlendinga sem vilja ö'flugan jafnaðarmanna- flokk til að taka þátt í því. Ég er einn þeirra sem gef kost á mér í þessu prófkjöri. Eins og fram kemur í „prófkjörskynningu" flokksins hef ég komist talsvert í snertingu við ýmis félagsmál, sér- staklega. sveitarstjórnarmál og þetta líðandi kjörtímabil sem vara- þingmaður og yfirskoðunarmaður ríkisreikninga, ásamt öðrum störf- um fyrir og á vegum Alþýðuflokks- ins. Þessi reynsla mín, ásamt löng- um kynnum minum af mönnum og málefnum kjördæmisins, tel ég að sé góð undirstaða til frekari þjóð- málaþátttöku. Jafnaðarstefnan á mikinn og vaxandi hljómgrunn meðal íslend- inga. Markmið Alþýðuflokksins, jafnaðarmannaflokks Islands, er að skapa réttlátara þjóðfélag, byggt á hugsjónum lýðræðis, valddreifing- ar, félagshyggju og jafnréttis. Ég vil beita mér fyrir stefnumálum flokksins og minni hér aðeins á örfáa málaflokka sem mér eru hug- leiknir: 1. Áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum. 2. Endurskoðun fiskveiðistefnunn- ar, með það að megin markmiði að fiskimiðin séu sameign þjóð- arinnar alirar. 3. Samræmdan og réttlátan lífeyr- isrétt fyrir alla landsmenn. 4. Nýjan búvörusamning þarf að gera. Hann þarf að leita jafn- vægis milli markaðar og lífsaf- komu bænda. 5. Samgöngumál, þar er margt óunnið ekki síst hér í Vestur- landskjördæmi. 6. Jöfnun orkukostnaðar. Ekki Sveinn G. Hálfdánarson „Ég vil beita mér fyrir stefnumálum flokks- ins.“ verður lengur unað við það mis- rétti sem þar hefur viðgengist. Ég bið Vestlendinga að veita mér brautargengi í prófkjörinu næst- komandi laugardag til þess að gefa mér frekari möguleika til að vinna að þessum og öðrum þjóðþrifamál- um á grundvelli jafnaðarstefnunn- ar. Höfundur er varnþingmnður Alþýðuflokksins í Vesturlnndskjördæmi og frambjóðnndi í prófkjöri. Lánlausir ræningjar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Snögg skipti — „Quick Change“ Leikstjórar Bill Murray og Howard Franklin. Aðalleikend- ur Bill Murray, Geena Davis, Randy Quaid, Jason Robards, Philip Bosco, Kurtwood Smith. Bandarísk. Warner Bros 1990. Óvenjulega útsmogin og hug- myndarík gamanmynd um lán- lausa bankaræningja í New York, lauflétt og kænleg minnir hún hreint ekki lítið á Fiskinn Vöndu. Annars leikur lukkan við ræningj- ana þrjá, Murray, Davis og Qua- Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Úr öskunni í eldinn („Men at Work“). Sýnd í Regnboganum. Handrit og leikstjórn: Emilio Estevez. Aðalhlutverk: Emilio Estevez, Charlie Sheen. Bræðurnir Emilio Estevez og Charlie Sheen, synir leikarans Martin Sheen^ leika bræður í gam- anmyndinni Úr öskunni í eldinn, sem Estevez skrifar sjálfur hand- ritið að og leikstýrir. Þeir eru öskukallar, virkilega kátir piltar sem grínast á hvei'ju horni og senda tómar tunnurnar fljúgandi um loftin undir fjörugri tónlist. Annar þeirra (Estevez) sefur hjá stúlkum niðri á strönd á meðan hinn (Charlie) njósnar út um sto- fugluggann um kvenfólk í blokk- inni á móti. Eitt kvöldið skýtur hann með id, í úthugsuðu, bíræfnu bankar- áni. Það er ekki fyrr en þeir eru komnir heilu og höldnu í örugga fjarlægð frá ránsstaðnum að vandræðin hefjast. Og þvílíkar þrengingar! Hálfvillt, einhvers- staðar í sorahverfi, úttroðin af peningum, gengur þeim hreint ekki hænufet að komast útá flug- völl — í frelsið á Suðurhafseyjum. Tvímælalaust ein fyndnasta gamanmynd ársins, enda hug- myndaflug handritshöfunda með ólíkindum. Bæði er sögufléttan í kringum ránið fyndin og frumleg — þó óráðlegt sé að leika hana eftir — og eftirleikurinn er allur meinlausum loftrifflinum sínum í rassinn á manni sem honum sýn- ist vera að slá fallega konu í íbúð á móti og bregður heldut' í brún þegar hann finnur sama mann dauðan í ruslatunnu úti í bæ dag- inn eftir. Enginn mun trúa sögu hans svo það er ekki um annað að ræða fyrir bræðurna en að finna sjálfir morðingjann. Þetta annað leikstjórnar- og höfundarverkefni Estevez (hann gerði áður „Wisdom") er samtín- ingur úr ýmsum áttum, rislág mynd og ófrumleg með óttalega ómerkilegum söguþræði en hún er þekkileg, þökk sé að mestu leyti bræðrunum ágætu, og stund- um skopleg þrátt fyrir allt. í myndinni er keimur af öðrum eins og „Stakeout“, sem Estevez reyndar iék í sjálfur (Charlie bróð- ir hans vaktar stúlkuna í húsinu á móti og verður skotinn í henni) og „Weekend at Bernie’s" (Estevez dröslast ansi lengi með hinn makalausasti. Stórborgar- firringin ráðandi og hver mein- fyndin uppákoman tekur við af annarri. Þetta lánlausa tríó virðist dæmt til að lenda í klónum á öðr- um ræningjum eða lögreglunni. Þau Murray og Davis fara á kostum en Quaid stelur senunni í óborganlegum leik móðursjúks flautakolls sem gerir félögunum meira til bölvunar en hitt. Snögg skipti er geysi vel heppnuð í alla staði, einkum er framvindan jafn- spennandi og fyndin og persónu- sköpunin gengur eftirminnilega að óskum. Reyfaraþrennan er full- komin og margar aukapersónurn- ar fylla kostulega upp í myndina, arabinn, Bosco og Smith fara fremstir. Pottþétt, óvenju ánægju- leg afþreying, sannkölluð heilsu- bót í skammdeginu! líkið af manninum) og afgangur- inn er eltingaleikur við bófana um nótt, sem endar á ruslahaugunum. Það er kostur að myndin reynir aldrei að vera meira en hún er og tekur sjálfa sig mátulega hát- íðlega. Formúlan er allsráðandi og markið er sett lágt en þótt metnaðinn vanti sannarlega er útkoman þó skemmtun sem slagar upp í miðlunginn. Líkið í öskunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.