Morgunblaðið - 22.11.1990, Page 58

Morgunblaðið - 22.11.1990, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 fclk í fréttum Morgunblaðið/Kári Jónsson Verðlaunahafar í Laugarvatnshlaupinu 1990. Frá vinstri: Toby Tanser, Orri, Daniel Smári, Hulda og Þorbjörg. LAUGARVATN Fyrsta víðavangshlaup vetraríns Windsor Laugarvatni. Fyrsta hlaupið í víðavangshlaup- akeðju vetrarins fór fram laug ardaginn 10. nóvember. Keppend- ur voru níu í karlaflokki og þrír í kvennaflokki. Hlaupið var eftir skokkbraut íþróttamiðstöðvarinn- ar á Laugar vatni sem er þriggja kílómetra langur hringur, Fóru karlarnir þrjá hringi en konumar einn. Úrslit urðu sem hér segir: Karlar 6 km mín. 1. TobyTanser, Englandi 23,07 2. Daníel S. Guðmundsson, USASH 23,12 3. Orri Pétursson, UMFA 25,16 4. ÓlafurGunnarsson, ÍR 25,25 5. Sveinn Emstsson, ÍR 25,42 6. Halldór Matthíasson, UMFA 26,06 7. Ingvar Garðarsson, HSK 26,43 8. Jónas Tryggvason, HSS 27,25 9. Ámi V. Kristjánsson, KA 28,36 Konur 3 km 1. Hulda Pálsdóttir, ÍR 14,30 2. ÞorbjörgJensdóttir, ÍR 14,59 3. Guðrún B. Skúladóttir, HSK 15,58 - Kári kongatoSsraunir Gerði aðsúg að lafði Helen Ljósmyndari nokkur að nafni Simon Reynolds, 35 ára gam all, gerði harkalegan aðsúg að hinni ungu lafði Helen Windsor fyrir skömmu og sat um tíma í svartholinu fyrir vikið en gengur nú laus gegn tryggingu. Lafðin unga, sem er 21. krúnuerfingi Bretlands, rekur listagallerí skammt frá Kensingtonhöll í Lundúnum og morgun einn gekk þar í hús umræddur Simon Reyn- olds og óskaði eftir að fá að hitta ungfrú Windsor. Hún var upptekin og var Símoni sagt það, en hann brást þá ókvæða við og hafði í hótunum. Lafðin fékk af þessu einhvern pata og forðaði sér ofan í kjallara gallerísins ásamt framkvæmda- stjóra þess, en Reynolds boiaði dyraverði um koll og hljóp á eftir þeim. Þau lokuðu glerhurð á trý- nið á Reynolds, en hann þreif þá GLEDISTUND á Hard Rock Café Velkomin á Hard Rock Cafe, sími 689888 !ior0i Metsölublað á hvetjum degi! Paul og Linda í fremstu víglínu kröfugöngunnar. heSrigðismal McCartney-hjónin berjast gegn lokun sjúkrahúss Bítillinn góðkunni Paul McCart- ney er nú oddviti sveitunga sinna í þorpinu Rye í Sussex og nágrenni þess til þess að koma í veg fyrir að heilbrigðisyfirvöld loki Rye Memorial-sjúkrahúsinu. Á sama tíma og verið er að opna nýja heilsugæslustöð í Hastings, en þangað er 45 mínútna akstur frá Rye, þykir Rye-sjúkrahúsið vera orðið of dýrt í rekstri. Sjóðir séu tómir og ekkert eftir annað en að loka. Þessu vilja McCartney- hjónin ekki una og fyrir skömmu fóru þau fyrir 2.000 manna kröfu- göngu þar sem þess var krafist að hætt yrði við að loka sjúkrahús- inu. McCartney segir óbilgirni heil- brigðisyfirvalda með ólíkindum í þessu máli og máli sínu til stuðn- ings segir hann frá því að hann hafi boðist til að greiða úr eigin vasa laun starfsfólks til þess að halda bráðamóttökunni opinni þótt öðru'm deildum yrði lokað. „Þessu var neitað afdráttar- og umhugs- unarlaust og ég botna ekki í slíku,“ segir Paul. Hann segir einnig að gangan hafi þjónað þeim tilgangi að tjá heilbrigðisyfirvöldum að ein- hugur væri meðal íbúa Rye. Mary, dóttir Pauls og Lindu, hefur. þurft að leita á slysavarðstofu Rye Mem- orial og sömu sögu er að segja um fjölmarga íbúa bæjarins. Paul seg- ir að baráttan sé rétt að heíjast, en það muni þó skýrast fljótlega hvort stefnu yfirvalda verði hnekkt í þessu máli. til stól einn og þeytti honum í gegn um glerið og flaugst síðan á við framkvæmdastjórann, en lafð- in unga hrökklaðist dauðskelkuð inn i lítið herbergi og lokaði að sér, en gat ekki læst. Reynolds sneri framkvæmdastjórann af sér og hóf að kasta sér á hurðina, en lafðin hélt á móti. Var styrkleika- munur mikill á þeim og lét lafðin undan, en áður en fanturinn gat rofið vamirnar endanlega dreif að harðsnúið lið lögreglu og sjálf- boðaliða og var ljósmyndarinn þar með ofurliði borinn. Reynolds á nú yfir sér fangelsis- dóm. Hann hefur lítið viljað segja um atburðinn, annað en að það sé fjarstæða að hann sé með lafð- ina á heilanum. „Hún er bráðfal- leg, en ég er ekki geggjaður og því síður með hana á heilanum," segir Reynolds. COSPER Hvað er þetta? Er þetta arabíska?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.