Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990
IILlðflÍllDli
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005
SIEMENS
Fundur Sóknarstarfsmanna
mótmælir einnig tillögum sem
gera ráð fyrir að slysatryggingar
almannatiygginga verði að veru-
legu leyti felldar undan gildissviði
almannatrygginga, og ekki sé ljóst
af frumvarpinu né greinargerð,
hvernig þá verði séð fyrir atvinnu-
slysatryggingu.
„Af hálfu ASÍ hefur verið lögð
á það áhersla að í breyttu kerfi
verði tiyggt að launafólk njóti
ekki lakari réttar en skv. núgild-
andi lögum. Þá er gerð athúga-
semd við að biðtími eftir sjúkra-
dagpeningum eykst, og skilyrði til
greiðslu sjúkradagpeninga þreng-
ist, auk þess sem greiðslu sjúkra-
dagpeninga sem beinlínis er ætlað
að bæta tekjutap, er hlutur þeirra
sem stunda atvinnu utan heimilis
gerður verri en þeirra sem heima-
vinnandi eru. Þannig er gert ráð
fyrir að sá heimavinnandi eigi rétt
á 3/4 fullra dagpeninga, en sá sem
einnig vinnur utan heimilis allt að
hálfu starfi, eigi einungis rétt á
hálfum dagpeningum,“ segir í
ályktun fundarins.
Er skorað á þingmenn og ráð-
herra að íhuga vel afstöðu sína til
frumvarpsins og taka_ til greina
sérálit fulltrúa ASÍ/VSÍ við endur-
skoðun laganna.
w ^
OLYMPUS
VIDEOTÖKUVÉLAR
ALSJÁLFVIRKAR
UÓSNÆMI: 7 LUX - AÐDRÁTTAR-
LINSA: 8 x ZOOM — SJÁLFVIRKUR
F0CUS - TÍMA- OG DAGSETNINGAR-
MÖGULEIKAR — TITILTEXTUN: 5 LITIR
— LENGD UPPIÖKU: 90 MÍNÚTUR — RAF-
HLAÐA/HLEÐSLUTÆKl/MILUSNÚRA FYR-
ÍR SJÓNVARP OG MYNDBANDSTÆKI —
VEGUR AÐEINS: l.l KG.
SÉRTILBOÐ KR. 64.950.- stgr.
E3Q Afborgunarskilmálar g]
VÖNDUÐ VERSLUN
Jóhann P. Einars-
son - Minning
Fæddur 14. nóvember 1908
Dáinn 11. nóvember 1990
Jóhann Pétur Einarsson verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju í
dag, 22. nóvember kl. 13.30.
Hann fæddist að Litlu-Gröf,
Borgarhreppi, Mýrasýslu, 14. nóv-
ember 1908 og var því rétt 82 ára
þegar hann andaðist. Foreldrar
hans voru Bergljót Guðmundsdótt-
ir frá Gröf í Miðdölum og Magnús
Einar Guðmundsson frá Þorgils-
staðarhlíð í Dalasýslu. Jóhann
Pétur ólst upp í foreldrahúsum en
missti móður sina 1917 þegar
hann var aðeins átta ára. Hann
dvaldist í föðurhúsum og studdi
föður sinn við búskap í Litlu-Gröf
allt til þess að faðir hans lést 1934.
Jóhann stundaði nám við Héraðs-
skólann á Laugarvatni 1934-1936
og var lausamaður, heimilisfastur
í Fróðhúsum þau ár. Eftir það
vann hann við bústörf á Korpúlfs-
stöðum þar til hann gerðist starfs-
maður hjá Ölgerðinni Agli Skal-
lagrímssyni haustið 1940. Vann
hann þar óslitið í 46 ár.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Sigrún Pálsdóttir, kennari, en þau
giftust 4. apríl 1941. Sigrún er
ættuð frá Sauðanesi, Torfalækjar-
hreppi, Austur-Húnavatnssýslu.
Þau eignuðust sjö börn: Pál verk-
fræðing, Magnús Einar sem lést
aðeins tveggja mánaða, Magnús
Einar verkfræðing, Gunnar lög-
fræðing, Skúla verkfræðing, Er-
lend fóðurfræðing og Gunnhildi
skrifstofustjóra. Barnabörn þeirra
hjóna eru nú sextán.
Jóhann Pétur og Sigrún stofn-
uðu heimili á Skólavörðustíg 17A
í Reykjavík árið 1941 en fluttu
að Þvervegi 38 í húsið Helgastaði
í Skeijafirði 1949. 8. desember
1957 misstu þau aleigu sína þegar
eldur kom upp í timburhúsinu
Þvervegi 38. Nokkrum mánuðum
síðar fluttu þau í Álfheima 72 og
vora þar í sautján ár. Þá byggðu
þau hús í Fýlshólum 3 og bjó Jó-
hann Pétur þar til æviloka.
Jóhann Pétur ræktaði garðá-
vexti af mikilli kostgæfni í tóm-
stundum sínum, aðallega kartöflur
og rófur, samhliða vinnu sinni hjá
Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni.
Starf hans hjá Ölgerðinni fólst
m.a. í eftirliti með gerjun á pilsn-
er, maltöli og hvítöli svo og átöpp-
un. Vinnan krafðist mikils starfs
af hans hendi, helgar jafnt sem
virka daga. Vann hann stöðugt í
kæligeymslum og hlaut viðumef-
nið „Jói í kuldanum" af þeim
ástæðum. Hann var sístarfandi
alla sína ævi og var ávallt heilsu-
góður og hraustur. Þó hrakaði
heilsunni mikið síðustu árin eink-
um eftir að hann lét af störfum.
Jóhann Pétur var góður maður
og traustur. Við þökkum honum
sambúðina og kveðjum hann með
sökauði.
Aðstandendur
Starfsmannafélag Sóknar:
Aformum um að tekju-
tengja lífeyri almanna-
trygginga mótmælt
Á fundi Sóknarstarfsmanna á sjúkra- og umönnunarstofnunum,
sem haldinn var 8. nóvember, voru samþykkt mótmæli við þeirri
ætlan ráðamanna að lífeyrissparnaður launafólks verði tekjutengd-
ur öðrum bótum úr almannatryggingakerfinu. I ályktun fundarins
segir að tekjutenging grunnlífeyris stangist á við grundvallarsjón-
armið um samspil almannatrygginga og starfsemi lífeyrissjóða.
Er tekið undir skoðun miðstjórnar ASI í þessu efni og það sérálit
sem fulltrúar ASI/VSI lögðu fram í nefnd þeirri er vinnur að
endurskoðun almannatryggingakerfisins.
HUÓÐKÚTAR OG
PÚSTRÖR
frá viðurkenndum fram-
leiðendum í Ameríku og
Evrópu í flestar gerðir
bíla, t.d.:
* TOYOTA
* FORD SIERRA
* MAZDA
* FIAT
* MITSUBISHI
* SUBARU
* O.FL. O.FL.
6ÆÐAVARA - 60TT VERÐ
PfiSTSENDUM
Opið laugardaga ki. 10-13.
Bílavörubú6in
FJÖÐRIN
Skeifan 2 simi 82944
1 i 1&C0MÍ * ú [rÖIÓ
3 Meirn en þú geturímyndað þér! co
Fjolhœf hrœrivel!
MK 4450
Blandari, grænmetiskvöm og hakka-
vél fylgja með.
Allt á einum armi.
Hrærir, þeytir, hnoðar, blandar,
brytjar, rífur, hakkar og sker.
• Isl. leiðarvísir og uppskriftahefti.
• Einstakt verð: 13.960 kr.
SMTTH & NORLAND
NÓATÚNI4 - SÍMI28300