Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 68
Forystumenn samtaka atvinnurekenda um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar:
Tveg-gja milljarða hækk-
un á sköttum fyrirtækja
TALSMENN samtaka atvinnurekenda, þeir Einar Oddur Kristjáns-
son, Víglundur Þorsteinsson og Vilhjálmur Egilsson, segja að áform
ríkisstjórnarinnar í skattamálum fyrirtækja á næsta ári muni leiða
til rúmlega tveggja milljarða króna raunhækkunar á sköttum þeirra
nái þær fram að ganga. Þá sé jafnframt fyrirsjáanleg 4% raungengis-
hækkun á árinu 1991, og saman muni þetta leiða til þess að lagðar
verði byrðar á framleiðsluna í landinu sem hún geti ekki staðið undir.
Ilíisaleigu-
bætur mest
7500 krónur
ámánuði
í TILLÖGUM fjármálaráðherra til
ríkisstjórnar um hátekjuskatt og
aðrar breytingar á skattalögum
er gert ráð fyrir því að húsaleigu-
bætur geti að hámarki orðið 7.500
krónur að meðaltali á mánuði hjá
barnafólki, bæði einstæðum for-
eldrum og hjónum, 6.000 kr. hjá
barnlausum hjónum og 4.000 hjá
einstaklingum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er reiknað með að meðal-
bætur þeirra liðlega 10 þúsund fjöl-
skyldna sem talið er að fái bætur
verði mun lægri: 2.250 kr. á mánuði
hjá einhleypingum, 6.250 hjá ein-
,_,__Stæðum foreldrum, 1.500 hjá barn-
lausúm hjónum og 3.000 hjá hjónum
með börn.
Sjá ennfremur á miðopnu.
Möguleg
sala salt-
síldar til
Póllands
PÓLSKIR síldarkaupmenn koma
hingað til viðræðna við Síldarút-
vegsnefnd á morgun og telur Ein-
ar Benediktsson, framkvæmda-
stjóri nefndarinnar, að mögulega
náist samningar um sölu á nokkru
magni af saltsíld til Póllands þessa
dagana. Pólverjar keyptu á
síðustu tveimur árum um 35.000
tunnur af saltsild héðan og var
þar í raun um hlutagreiðslu að
ræða upp í nýsmíði þriggja fiski-
skipa fyrir Islendinga.
Einar Benediktsson segir, að fyrir
nokkru hafi Rybex, innkaupastofnun
pólska ríkisins, verið svipt einkaíeyfi
á innflutningi saltsíldar og hafi full-
trúar Síldarútvegsnefndar þá þegar
hafið viðræður við á annan tug hugs-
anlegra kaupenda í Póllandi um
mögulega sölu saltsíldar þangað.
Nýlega hefðu síðan farið fram í Pól-
landi viðræður við þessa aðila. Niður-
staða þess væri sú, að á morgun
kæmu fulltrúar nokkurra þessara
fyrirtækja til frekari viðræðna í
Reykjavík.
SAMKOMULAG um kaup íslend-
inga á svartolíu og gasolíu af
——Sovétmönnum á næsta ári var
gert í gær í Moskvu, en samn-
ingaviðræðum um bensínkaup er
hins vegar ólokið. Þeim var frest-
að þar til í desember, og verða
þá líklega í London.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að ef ekki næðust „greiðslu-
tryggingar og öryggi um greiðslu-
viðskipti fyrir okkar útflutningsvör-
ur“, þá komi til álita að gefa olíuvið-
í samtölum við talsmenn atvinnu-
rekenda kemur fram að hugmynd-
irnar hafi í för með sér að skatt-
skipti frjáls. „Þá hljótum við að
endurskoða þetta. Það þýðir ekki
endilega að hætt verði að kaupa
olíuvörur af Sovétríkjunum, heldur
er það spurning um hvar olíufélögin
telja slík kaup hagstæðust. En það
er ekki komið að því ennþá. Það
verður látið á þetta reyna,“ sagði
ráðherra. Samninganefndin í
Moskvu rekur þar það erindi Jóns
að reyna að ná samkomulagi við
utanríkisráðuneyti Sovétríkjanna
og gjaldeyrisyfirvöld þar í landi „um
einhvers konar greiðslumiðlun á
byrði atvinnulífsins hér á landi verði
sú langhæsta í OECD-löndunum,
og með þeim sé verið að sníða fram-
milli olíukaupa og okkar útflutn-
ingssölu", eins Jón orðaði það.
íslenskir útflytjendur skrifuðu
viðskiptaráðherra bréf í síðustu
viku þar sem þess var farið á leit
að reynt yrði að tengja olíukaupin
nú vanefndum Sovétmanna á við-
skiptasamningi yfirstandandi árs,
en þeir hafa kennt gjaldeyrisskorti
um vanefndirnar.
Nú hefur verið samið um svipað
olíumagn og verið hefur, um 200
þúsund tonn af svartolíu og 110
þúsund tonn af gasolíu. Verð mið-
leiðslunni í landinu svo þröngan
stakk að það stefni ekki aðeins þjóð-
arsáttinni í hættu heldur þjóðfélag-
inu í heild.
Þeir segja að áform um að lækka
tekjuskattshlutfall á næsta ári úr
50% í 45%, og með því að leggja
niður heimildir til að leggja 15%
af hreinum hagnaði í fjárfestingar-
sjóði, muni hafa í för með sér
10-12% raunskattahækkun, þar
ast við heimsmarkaðsverð eins og
það verður skráð í Evrópu hveiju
sinni.
„Olíufélögin telja það mjög mikil-
vægt að ná samningum um þetta
venjulega olíumagn, okkur er það
mjög mikilvægt að hafa það eins
tryggt og kostur er. Það er óvissa
framundan í þessum efnum, en
auðvitað er grundvöllur þessara við-
skipta — þegar horft er til baka —
að líka séu viðskipti í hina áttina.
Og ef það reynist ekki ganga hljót-
um við að endurskoða þetta allt.“
sem hjaðnandi verðbólga hafi í för
með sér að ríkissjóður fái óbreyttar
rauntekjur af tekjusköttum fyrir-
tækja með 45% tekjuskatti.
Samkvæmt tillögum fyrirtækja-
skattanefndar fjármálaráðherra er
talið nauðsynlegt að fella niður að-
stöðugjald og finna sveitarfélögun-
um aðrar leiðir til tekjuöflunar, en
á þessu ári greiða fyrirtæki landsins
ríflega 5 milljarða í aðstöðugjald. í
samtölum við talsmenn samtaka
atvinnulífsins kemur fram vantrú á
að aðstöðugjaldið verði fellt niður,
og er í því sambandi bent á að raun-
hækkun tekna sveitarfélaga á
síðasta áratug hafi verið 19,7%
umfram aukningu á vergri þjóðar-
framleiðslu.
Sjá viðtöl á miðopnu.
Deilt um
rækjuverð
ísafirði.
RÆKJUSJÓMENN á ísafirði
liafa ákveðið að róa ekki fyrr
en samkomulag Iiefur náðst
um rækjuverð. Þar sem verð
hefur verið lágt undanfarið
fyrir rækju á mörkuðum er-
lendis hugðust verksmiðju-
eigendur lækka verð til sjó-
manna. Því una þeir ekki og
hafa ákveðið að hætta róðr-
um þar til um semst. Veiýu-
lega hefur veiðum verið hætt,
undir miðjan desember.
Viðskiptaráðherra um viðræðurnar við Sovétmenn:
Samið um olíukaup en frjáls
viðskipti koma enn til álita
Frekari viðræður um bensínkaup og greiðslutryggingar í London í næsta mánuði