Morgunblaðið - 22.11.1990, Síða 41

Morgunblaðið - 22.11.1990, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 4r Sauljánda þing Sjómannasambands íslands: Verðlagningarkerfi verði breytt í átt til frjálsra fiskmarkaða SAUTJÁNDA þing Sjómannasambands íslands (SSÍ), sem lauk ný- lega í Reykjavík, leggur áherslu á að verðlagningarkerfinu verði þegar breytt í átt til frjálsra fiskmarkaða. Fyrsta skrefið í þeirri þróun, sem sé óhjákvæmileg, hljóti að vera tenging lágmarksverðs Verðlagsráðs sjávarútvegsins við fiskverð á innlendu og erlendu fisk- mörkuðunum. Þingið leggur til að fyrsta skrefið í átt til fijálsrar verðmyndunar á fiski verði stigið í næstu fiskverðsákvörðun. „Vinnslan á um 80% af fiskiskipa- flotanum. Vinnslan getur því flutt tap eða hagnað milli veiða og vinnslu eftir þörfum hveiju sinni. Margsinnis hefur því verið bent á það af Sjó- mannasambandi íslands að það verð- lagningarkerfi, sem nú er notað til að verðleggja afla upp úr sjó, er löngu orðið úrelt og stenst ekki kröf- ur tímans,“ segir í ályktun þings SSÍ um atvinnu- og kjaramál. Þá telur þingið Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins vera tímaskekkju og skorar á stjórnvöld að leggja sjóðinn nú þegar niður. Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins hafi verið lagður niður í vor en í hans stað stofnaður Verð- jöfnunarsjóður sjávarútvegsins gegn Skáldakvöld í Nýhöfn STEINUNN Ásmundsdóttir heldur í samvinnu við listasal Nýhafnar, Hafnarstræti 18, skáldakvöld í kvöld, fimmtu- daginn 22. nóvember, kl. 20.30. Steinunn er jafnframt kynnir kvöldsins. I Nýhöfn koma fram þau Berglind Gunnarsdóttir, Bjarni Bjamason, Gunnhildur Sigur- jónsdóttir, Kristján Hreinsson og Olafur Gunnarsson og einn- ig verður lesið úr verkum Ás- dísar Jennu Ástráðsdóttur og Rúnars Helga Vignissonar. Aðgangseyrir kr. 200. Til að forðast röskun á upplestri er fólk beðið um að mæta stund- víslega. vilja flestra hagsmunaaðila í sjávar- útvegi. í ályktun þingsins um atvinnu- og kjaramál segir einnig, meðal annars: „Sjómenn hafa í gegn um tíðina orð- ið að taka á sig kjaraskerðingar þeg- ar verðfall hefur orðið á fiskafurðum á erlendum mörkuðum. Á sama hátt gera sjómenn kröfu til að njóta þess þegar markaðsverð á fiskafurðum hækkar. Nú keppast fulltrúar fisk- vinnslunnar við að fullvissa þjóðina um áframhaldandi taprekstur fisk- vinnslu en hagnað á útgerð. Þetta gerist þrátt fyrir verulegar hækkanir á markaðsverði sjávarafurða erlendis og er liður í áróðursstríðinu fyrir komandi fiskverðsákvörðun, sem taka á gildi 1. desember næstkom- andi. Tenging skiptaverðs og olíu- kostnaðar afnumin í áföngum Á árinu 1983 var fiskverð til út- gerðar hækkað með lögum án þess að sú hækkun kæmi til hlutaskipta. Afleiðing af lögunum frá 1983 er tenging skiptaverðs til sjómanna við olíuverð. Sautjánda þing SSÍ leggur áherslu á að þessi tenging skipta- verðs og olíukostnaðar útgerðar verði afnumin í áföngum. Þingið er mótfallið hvers konar sölu á aflakvótum skipa, eins og oft áður hefur komið fram í ályktunum frá Sjómannasambandinu. Þingið fellst á að heimilt’sé að flytja afla- heimildir milli skipa sömu útgerðar og milli skipa innan sama byggðar- lags. Jafnframt fellst þingið á að heimilt sé að skipta á veiðiheimildum einstakra tegunda, enda sé um jöfn skipti að ræða. Að öðru leyti verði sala veiðiheimilda bönnuð, enda sam- rýmist sala aflaheimilda ekki 1. grein laganna um stjórnun fiskveiða varð- andi sameign íslensku þjóðarinnar á nytjastofnum við íslandsstrendur. Varðandi sölu skipa vill þingið breytingar á skattalögum þannig að söluverð skipa umfram trygginga- matsverð verði skattlagt sérstaklega til að koma í veg fyrir óeðlilega verð- lagningu á skipum, sem hafa miklar veiðiheimildir. Skatturinn skal tekinn óháð rekstrarafkomu og renna til Hafrannsóknastofnunar til reksturs rannsóknarskipa og rannsókna á nytjastofnum á íslandsmiðum. Sautjánda þing SSÍ minnir á nauð- syn þess að íslendingar sem eyþjóð haldi úti öflugum kaupskipaflota vegna flutninga að og frá Iandinu. Þingið varar stjórnvöld við óeðlilegri tilhneigingu íslenskra kaupskipaút- gerða til að leigja erlend kaupskip með erlendum áhöfnum til að sinna flutningum fyrir landsmenn. Öllum aðgerðum útgerðarmanna í þá átt að manna skipin erlendum áhöfnum verður mætt af fullri hörku. Þingið telur að íslendingar eigi sjálfir að sjá um alla flutninga í þágu þjóðar- innar.“ Áhersla lögð á nýliðafræðslu í ályktun þingsins um öiyggis- og tryggingamál segir einnig, m.a.: „Sautjánda þing SSÍ leggur áherslu á nýliðafræðslu og skorar á íjárveit- inganefnd að veita Slysavarnaskóla sjómanna fjárhagslegan rekstrar- grundvöll, svo einnig megi stórefla starfsfræðslu tengda öryggismálum meðal sjómanna og þeiiTa, sem hug hafa á sjómennsku. Markvisst verði unnið að öryggis- og starfsfræðslu sjómanna. Þá krefst þingið þess að Álþingi samþykki nú þegar kaup á annarri björgunarþyrlu, svo og að mótuð verði stefna varðandi Land- helgisgæsluna, sem lýtur að end- urnýjun og rekstri skipa og flugflota hennar." Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Hörður Torfason Hörður Torfason í Norræna húsinu FYRIR stuttu kom út frá Herði Torfasyni plata Lav- mælt í Danmörku. Hörður kemur hingað til lands í stutta heimsókn um helgina og heldur eina tónleika, í Nor- ræna húsinu á sunnudag kl. 21.00. Framkvæmdir við höfnina á Húsavík Húsavík. VERKLEGAR framkvæmdir á vegum Húsavíkurbæjar voru mestar við höfnina enda undirstöðuatvinnuvegur bæjarins sjávarútvegurinn eins og áður. Stærsta verkefnið var að ljúka við grjótvörn við Norðurgarðinn og kostaði sú framkvæmd 10,5 millj. króna. Jafnframt var gengið frá St St. 599011227 VIII I.O.O.F. 5 = 1721122872 = SK. I.O.O.F. 11 = 1721122872 = Frá Félagi eldri borgara Gönguhrólfar hittast nk. laugar- dag kl. 10.00 á Hverfisgötu 105. ÍÍMnhj ólp Almenn söng og bænasamkoma verður í Þríbúðum í kvöld kl. 20.30. Stjórnandi Gerður Krist- dórsdóttir. Allir velkomnir. Skipholti 50b, 2. hæð Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir innilega velkomnir. Ungt fóík YWAM - ísland Samkoma verður I Grensáskirkju I kvöld kl. 20.30. Séra Guömund- ur Örn Ragnarsson prédikar. Allir velkomnir. V 7 KFUM V AD-KFUM Fundur I kvöld kl. 20.30 í Langa- gerði 1. Biblfulestur Heilagur andi, seinni hluti i umsjá dr. Einars Sigurbjörnssonar. Allir karlar velkomnir. Hjálpræóis- herinn Kirkjustrsti 2 I kvöld kl. 20.30 kvöldvaka I umsjón hjálparflokksins. Söngur og hljómleikar. Kaffi og með- læti. Happdrætti til ágóða fyrir Panamatrúboðið. Hugvekja: Hanna Kolbrún Jónsdóttir. Verið velkomin. timarit um dulræn málefni. Síðara hefti 1990 er komið út. Meðal efnis er eftirfarandi: Að hafa hugrekki til að syrgja. Hvernig getum við sjálf fengið skilaboð að handan? Andlegir hæfileikar notaðir í neikvæðum tilgangi. Hátíðir fyrir handan. Kennarar líf sins í kringum okkur. Óvenjuleg flugferð. Sköpunarmáttur bænarinnar o.fi. Afgreiðsla og pöntun áskrifta hjá Sálarrannsóknafélagi ís- lands, Garðastræti 8, annari hæð, sími 18130. athafnasvæði innan gijótfyllingar- innar og það sléttað með fínhörpuðu malarefni og við það hefur vinnuað- staða við garðinn batnað verulega og aukið athafnasvæði skapast og er nú verið að koma þar upp bráða- birgðalýsingu. Verkefni næsta árs er að reka niður stálþil við garðinn og koma á hann varanlegu slitlagi. Á síðastliðnu ári var gefður var- anlegur vegur í fjörunni neðan við Stangarbakka eða frá Búðará að Þorvaldarstaðará en þar iiggur veg- urinn upp á þjóðveginn. Þessi vegur er jafnframt bijóstvörn fyrir bak- kann, sem hefur nú verið lagður ofan vegar og á svo að ári að græða hann upp til að binda jarðveginn og hefta sandfok. Þessar fram- kvæmdir kostuðu um 2 milljónir króna. Mikið vandamál hefur verið að Norðurgarðurinn - kísilgúr í gámum. Morgunblaðið/Silli nokkur hluti frárennslis bæjarins hefur lent inni í höfninni en nú eru hafnar framkvæmdir við að koma öllu frárennsli út fyrir hafnarsvæð- ið. Hafnar eru framkvæmdir við þá hoiræsagerð. í fyrsta áfanga, sem nú er unnið að og verið að ljúka, er bygging holræsadælubrunns við Naustalæk og úr honum á að dæla út fyrir Norðurgarð öllu því skolpi sem nú rennur inn í smábátahöfn- ina. Áformað er að þessu verki verði lokið á næsta ári. Þessar fram- kvæmdir hafa þegar kostað 6 millj. kr. Næsta stóra framkvæmdin er dýpkun hafnarinnar, en kostnaður við þá framkvæmd er áætlaður um 60 millj. kr., en þær eru háðar fjár- veitingu frá ríkinu sem enn er ekki vitað hver verður. Verkstjóri við þessar fram- kvæmdir hefur verið Guðmundur Hjartarson frá Vita- og hafnar- málaskrifstofunni. - Fréttaritari Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Fljótsdalshéraðs Sjö kvölda tvímenningskeppni er lok- ið og varð staða efstu para eftirfarandi: Pálmi — Ólafur 1261 Þorvaldur — Páll S. 1247 Sigurður S. — Sveinn G. 1204 Oddur — Sigurlaug 1179 Jónína — Sveinn H. 1159 Jón Bjarki — Sigurjón 1149 Hefst nú þriggja kvölda hraðsveita- keppni sem er öllum opin. Bridsfélag kvenna Sl. mánudag hófst 3ja kvölda Butler með þátttöku 30 para og urðu úrslit fyrsta kvöidið þannig: Ingunn Bernburg — Gunnþ. Erlingsdóttir 50 Kristin Jónsdóttir - Erla Ellartsdóttir 50 AðalheiðurTorfad. - EsterValdemarsd. 46 Sigríður Eysteinsd. - Bryndís Þorsteinsd. 44 AldaHansen-NannaÁgústsdóttir 40 Ólöf Þorsteinsd. - Ólöf Ólafsdóttir 38 Hildur Helgadóttir - Ólafía Þórðard. 37 Halla Bergþórsd. -SoffíaTheodórsd. 37 Ólafía Jónsd. - Ingunn Hoffmann 37 Bridsklúbbur hjóna Hraðsveitakeppnin hófst sl. þriðju- dag og mættu aðeins 12 sveitir, hægt er að bæta við fleiri sveitum og er skráð í síma 22378 (Júlíus), spilað var í tveimur riðlum 5 og 7 sveita og urðu úrslit þannig fyrsta kvöldið eftir um- reikning minni riðilsins: Sveit: J.Á. H.Ó. 605 Eddu Thorlacius 584 H.E.S.Ó. 575 Drafnar Guðmundsdóttir 550 Sigrúnar Steinsdóttur 550 Meðalskor 540. Sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar sigraði Blönduósi. SVÆÐISMÓTI í brids á Norður- landi vestra iauk um síðastliðna helgj. Mót þetta sem er úrtökumót fyrir íslandsmótið í sveitakeppni í brids var haldið á hótelinu á Blöndu- ósi og sigraði sveit Ásgríms Sigurbj- önssonar frá Siglufirði. Sigursveitina skipuðu þeir Ásgrímur Sigurbjörnsson, Jón_ Sigurbjörnsson, Steinar Jónsson og Ólafur Jónsson. I öðru sæti var sveit Jóns Arnars Bernds- en frá Sauðárkróki og í þriðja sæti var sveit íslandsbanka á Blönduósi. Alls tóku sjö sveitir þátt í þessu móti og eru þrjá efstu sveitirnar öruggar í und- anúrslit íslandsmótsins í sveitakeppni í brids. Keppnisstjóri var Aibert Sig- urðsson frá Akureyri. Jón Sig. Bikarkeppni á Norðurlandi Bikarkeppni sveita í brids verður spiluð á Norðurlandi eins og venjulega og verður ein umferð spiluð fyrir ára- mót. Sú sveit sem fyrr er nefnd þegar sveitir eru dregnar saman á heimaleik og sér heimasveitin um spilastað og móttöku. Skráning sveita fer fram hjá Óla Kristjánssyni á Húsavík, í síma 41314, Helga Steinssyni á Syðri-Bægisá, í síma 26826, Frimanni Frímannsyni á Akureyri, í síma 24222, Reyni Helga- syni á Akureyri, í síma 25788 á kvöld- in og Jóni Sigurbjörnssyni á Siglufirði, í síma 71350. Skráningargjald er kr. 4000 á sveit, öllu spilafólki á Norðurlandi vestra og eystra er heimil þátttaka. Núverandi bikarmeistari Norður- lands í brids er sveit Grettis Frímanns- sonar á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.