Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Of snemmt fyrir skautana
Nokkur börn fóru á skauta á Tjörninni í Reykjavík í gær og töldu
sig hafa vissu fyrir því að ísinn væri traustur, en lögreglan vísaði
þeim frá. Að sögn lögreglu freistast börn gjarnan til að fara út á
ísinn um leið og hann myndast. Þegar hitastig er aðeins við frost-
mark er ísinn hins vegar mjög ótraustur.
Heimilt að anka botn-
fiskkvóta loðnuskipa
- segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ
Sjávarútvegsráðherra er heimilt, samkvæmt lögunum um sljórn
fiskveiða, sem taka gildi um næstu áramót, að auka botnfiskkvóta
loðnuskipa á kostnað annarra skipa á næsta kvótatímabili ef
loðnukvótinn verður ekki aukinn á þessari vertíð, að sögn Krislj-
áns Ragnarssonar formanns Landssambands íslenskra útvegs-
manna. Útgerðarmenn loðnuskipa funduðu með Halldóri Ásgríms-
syni sjávarútvegsráðherra um þessi mál í húsakynnum LÍÚ í gær.
Loðnukvótinn á þessari vertíð er 600 þúsund tonn en kvótinn var
900 þúsund tonn á síðustu vertið.
„Menn óttast að loðnukvótinn
verði ekki aukinn á þessari vertíð,
þannig að kvótinn verði helmingi
minni en undanfarin ár,“ segir
Kristján Ragnarsson. „Ef loðnu-
kvótinn verður ekki aukinn eru
ákvæði í nýju lögunum um stjórn
fiskveiða, sem kveða á um rétt
ráðherra til að jafna þetta áfall
með því að minnka botnfiskrétt-
indi annarra skipa.
Ég geri því frekar ráð fyrir að
ekki verði ljóst fyrr en í janúar
hversu mikið við megum veiða af
loðnu á þessari vertíð og þá kemur
upp þetta mat á stöðu loðnuflotans
gagnvart öðrum skipum og hvern-
ig með verði farið,“ segir Kristján
Ragnarsson.
Búnaðarbankinn hækkar útlánsvexti um 0,5%:
Verður að hugsa á fagleg-
11111 giTiiiui uni hag bankans
segir Guðni Ágústsson formaður bankaráðs
Búnaðarbankinn hækkaði út-
lánsvexti um 0,5% að jafnaði í
gær. Guðni Ágústsson formaður
bankaráðs Búnaðarbankans seg-
ir að þessi ákvörðun hafi verið
tekin eftir að í ljós kom að hækk-
un lánskjaravísitölu varð 5,9% á
ársgrundvelli.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði á flokksþingi
Framsóknarflokksins um síðustu
helgi, að afkoma bankanna væri
nú mjög góð, vaxtamunur hefði
hækkað frá síðasta ári og fulltrúar
flokksins í bankaráðum ríkisbank-
anna hefðu verið hvattir til að taka
ekki þátt í þeim skollaleik, sem
hann kallaði vaxtahækkanir um
þessar mundir.
Guðni Ágústsson er þingmaður
Framsóknarflokksins. Hann sagði
við Morgunblaðið, að vaxtahækkun
Búnaðarbankans hefði ekki verið
stórvægileg en ákvörðun um hana
væri tekin í ljósi hækkunar á láns-
kjaravísitölu. Bankaráðsmenn bæru
áÉyrgð á bankanum og yrðu að
gæta þess að samræmi væri milli
verðtryggðra og óverðtryggðra inn-
og útlána. „Ég hygg að forsætisráð-
herra sé því samþykkur. Það verður
að hugsa á faglegum grunni um
hag sparifjáreigenda og bankans,"
sagði Guðni.
Þegar hann var spurður hvort
Steingrímur hefði þá verið að fjalla
á óábyrgan hátt um bankamál,
sagði hann að Steingrímur hefði
talað út frá spá Seðiabankans um
4,8% verðbólgu en raunhækkunin
hefði orðið 5,9%. Hins vegar hefði
Búnaðarbankinn gert rétt í að bíða
með vaxtahækkanir um síðustu
mánaðamót.
„Afkoma bankanna virðist raun-
ar ætla að verða þokkaleg á árinu,
þótt hún verði væntanlega mun lak-
ari síðustu mánuði ársins. En menn
íslandsbanki:
Forsendur vaxtahækkun
ar hafa staðist fyllilega
verða að gá að því, að Alþingi hef-
ur sett bönkunum lög um að skila
ákveðnum hagnaði. Við í bankaráð-
unum verðum að gæta þess að
halda þessi lög,“ sagði Guðni.
Hann sagði aðspurður að það
ætti eftir að koma í ljós, hvort
meiri vaxtahækkun yrði um næstu
mánaðamót. „Vonandi gefur verð-
bólgan ekki tilefni til þess. En það
er mikilvægt að nú, þegar útlit er
fyrir að ró sé að komast á efna-
hagslífíð, fái bankamir að starfa í
friði eftir vinnureglum sem sátt
ríkir um. Ég gæti hugsað mér að
það sama yrði gert og í janúar .sl,
að aðilar vinnumarkaðarins og
bankarnir hittist og reyni að finna
aðrar vinnureglur við vaxtaákvarð-
anir, t.d: að miða við tvo mánuði
aftur og tvo mánuði fram í tímann,
sem myndi þýða hægari hreyfingar
á vöxtum eftir verðbólgunni sem
verður að sveiflast frá 2-3% í 8-10%
næsta ár frá mánuði til mánaðar
samkvæmt spá Seðlabankans,"
sagði Guðni.
íslendingar
höfðu,betur
gegn Itölum
ÍSLENSKA skáksveitin
keppti við sveit Ítalíu á
Olympíumótinu í Novi Sad í
Júgóslavíu í gær. Islendingar
hlutu 2,5 vinninga, en ítalir
1,5.
Jóhann Hjartarson vann Arl-
andi, Margeir Pétursson vann
Belotti, Jón L. Árnason gerði
jafntefli við Godena og Björg-
vin Jónsson tapaði fyrir Sanna.
Island hefur samtals hlotið
12 vinninga. Bandaríkin eru í
efsta sæti með 15 vinninga.
Sjá skákþátt á bls. 37.
Landvari vill
hækkun á
gjaldskrá
LANDVARI, landsfélag vörubif-
reiðaeigenda á flutningaleiðum,
hefur sent verðlagsráði beiðni um
10% hækkun á gjaldskrá, meðal
annars vegna hækkaðs olíuverðs.
Að sögn Guðmundar Arnaldsson-
ar, framkvæmdastjóra Landvara, er
í beiðninni ekki reiknuð áhrif virðis-
aukaskatts, og sagðist hann eiga von
á að félagið fengi leyfi til 2-4% hækk-
unar á gjaldskrá í samræmi við
hækkanir sem leigubifreiðastjórum
og sendibílstjórum voru heimilaðar.
- segir Tryggvi Pálsson bankastjóri
TRYGGVI Pálsson bankasljóri
íslandsbanka segir að nú sé
komið í Ijós að þær forsendur
sem bankinn hafi gefið sér fyr-
Hátekjuskattur eyði-
leggur skattkerfið
- segir Þorsteinn Pálsson
„EF NÚ ætti að leggja á svokallað hátekjuskattþrep myndi það eyði-
leggja þetta einfalda skattkerfi og draga úr vilja manna til vinnu,“
sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins á almennum
stjómmálafundi Landsmálafélagsins Varðar í gærkvöldi. Hann sagði
hátelyuskatt valda óréttlæti, ekki síst gagnvart ungu fólki sem þyrfti
að leggja hart að sér við öflun húsnæðis.
Þorsteirm sagði það hafa vakið
athygli að ríkisstjórnarflokkarnir
ætli ekki að draga fjöður yfir það
markmið sitt að stórauka ríkisútgjöld
og skattheimtu á næsta kjörtímabili.
„Eg hygg að í annan tíma hafi stjórn-
arflokkar ekki gengið til kosninga
með jafn ákveðnar yfirlýsingar um
að auka ríkisútgjöld og hækka
skatta, að komast í hóp þjóða sem
eyða mest úr sameiginlegum sjóðum
og taka mest frá einstaklingunum."
Þorsteinn sagði skattahækkunar-
stefnu vinstri flokkanna draga úr
hagvexti og möguleikum á því að
íslendingum verði búin sömu lífskjör
og öðrum þjóðum. „Þegar af þessari
ástæðu hljótum við að snúast hart
gegn skattahækkunaráformunum."
Þorsteinn sagði tekjuskatta hafa
hækkað um 40% í tíð núverandi ríkis-
stjómar. „Ef nú ætti að leggja á
svokallað hátekjuskattþrep eyðilegði
það þetta einfalda skattkerfi og
drægi úr vilja manna til vinnu. Það
kæmi líka óréttlátlega niður. Tekjur
okkar íslendinga eru mjög háðar
sveiflum og þetta gæti komið með
miklum þunga á til dæmis sjómenn
og ungt fólk sem þarf að leggja á
sig mikla vinnu til þess að auka tekj-
umar þegar það er að eignast sitt
fyrsta húsnæði. Hugmyndir af þessu
tagi bitna í raun á þeim sem síst
■ skyldi," sagði Þorsteinn Pálsson.
ir vaxtahækkun fyrr í þessum
mánuði, hafi staðist fyllilega.
Landsbankinn og sparisjóðirnir
hafa ekki tekið ákvörðun um
hvort vextir verði hækkaðir um
næstiT mánaðamót.
Tryggvi Pálsson sagði að við
vaxtahækkunina hefði verið reikn-
að með 5,5% verðbólgu í desember
og raunhækkun vísitölunnar nú
hefði svo svarað til þessarar verð-
bólgu og fyrri spár Seðlabankans.
„Við munum alltaf þurfa að styðj-
ast við spár fram í tímann við
vaxtaákvarðanir, og slíkar spár
eru alltaf nokkuð óvissar,“ sagði
Tryggvi. Hann sagði ekki ljóst,
hvort þörf yrði á frekari vaxta-
hækkun um næstu mánaðamót.
Ólafur Haraldsson aðstoðar-
sparisjóðsstjóri SPRON sagði að
útlit væri fyrir aukna verðbólgu í
desember og janúar og því mætti
eiga von á einhverri vaxtahækkun
um mánaðamótin. Ákvörðun þar
um yrði ekki tekin fyrr en rétt
undir mánaðamót.
Brynjólfur Helgason aðstoðar-
bankastjóri Landsbankans sagði
að von væri á nýrri verðbólguspá
Seðlabankans þessa dagana, og
einnig væri bankinn að viða að sér
upplýsingum. Fui\dur bankaráðs
yrði 29. þessa mánaðar þannig að
enn væri góður tími til að skoða
málið áður en ákvörðun yrði tekin
um hvort vaxtabreytingar yrðu um
mánaðamótin.
Morgunblaðið/KGA
Ritstjórar og útgefandi alfræðibókarinnar með fyrstu eintökin
í höndunum í Sundahöfn í gær. Frá vinstri: Sigríður Harðardótt-
ir, Örlygur Hálfdánarson og Dóra Hafsteinsdóttir.
Átján tonn af alfræði
FYRSTA sending af íslensku
alfræðiorðabókinni sem Örn og
Örlygur gefur út — þrjú þúsund
eintök — er komin til landsins
frá Belgíu þar sem hún er
prentuð. Alfræðibókin er í
þremur bindum, nær 1.900
blaðsíður, með 37 þúsund Uþp-
fletti- og lykilorðum, auk 4.500
ljósmynda, teikninga, korta og
taflna. Verkið er allt litprentað.
Kostnaður við verkið er kominn
í um 200 milljónir króna.
Fimmtán manna ritstjórn og
rúmlega eitt hundrað sérfræðing-
ar hafa unnið að gerð bókarinnar
í þtjú ár. Ritstjórar eru Dóra
Hafsteinsdóttir og Sigríður Harð-
ardóttir. Bókin vegur sex kíló, og
það voru því átján tonn af alfræði
sem komu í þessari fyrstu send-
ingu.
H.