Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 * Ast er... . . . að taka honum opnum örmum. TM Rag. U.S. P*t Off.—«11 rights resarvad © 1990 Lo* Angales Times Syndtcnte Lilla mín, borðaðu nú hafra- grautinn svo þú verðir stór og stæðileg eins og hún mamma þín ... HÖGNI HREKKVÍSI Með morgunkaffínu Ég kaupi allar. Ég er að gefast upp með drenginn ... Þorvaldur Garðar á réttri leið Til Velvakanda. íslendingum er öðru fremur eðlis- leg nautn af óförum náungans og er þetta skapgerðargen komið frá skandinavískum forfeðrum okkar sbr. norska orðið „skadefryd“. Þeg- ar Þorvaldur Garðar alþingismaður féll í prófkjöri sjálfstæðismanna á Mig langar til þess að vekja á því athygli, að nýlega hefur Árnes- ingakórinn í Reykjavík gefið út hljómplötu með íslenskum og er- lendum lögum eftir ýmSa höfunda, þ. á m. eftir nokkra vel þekkta Ár- nesinga. Þetta er önnur platan, sem kórinn gefur út á 23ja ára söngferli sínum. Stjórnandi kórsins á fyrri plötunni var Þuríður Pálsdóttir en á nýju plötunni er Sigurður Bragason stjórnandi. Á þessari plötu eru mörg falleg, bæði þekkt og óþekkt lög, sem ánægjulegt er að setja á fóninn hjá sér, ef maður vill eiga rólega og notalega stund heima í stofu hjá sér. Einsöngvararnir, sem syngja með kórnum, þau Kolbeinn Ketils- son, tenor, Unnur Wilhelmsen, Vestfjörðum nýlega fór sæluhrollur um gárungana en fáum var litið til baka á langan feril þingmannsins á þessum tímamótum hjá honum og umbjóðendum hans. Því var ekki nema von að frumkvæði Þorvaldar Garðars í varnarmálum á Alþingi yrði lítilsigldum tilefni nýrrar hlát- sópran, Magnús Torfason, bassi, Rannveig Bragadóttir, mezzosópr- an, og Sigurður Bragason, bariton, (stjórnandinn), — eru öll af yngri kynslóðinni, og sum þeirra þegar farin að hasla sér völl á erlendum óperusviðum. Píanóleikari kórsins er Ulrik Ola- son og aðrir hljóðfæraleikarar eru Ólafur Flosason, óbó, Martial Nard- eau, þverflauta, Gunnar Hrafnsson, kontrabassi, Erik Mogensen, gítar, Eðvarð Lárusson, gítar. Plötuumslagið er verulega stílhreint og fallegt. Þeir, sem hafa gaman af blönd- uðum kórsöng, ættu ekki að láta plötu þessa framhjá sér fara. Árni Sighvatsson, söngkennari ursroku. Hann benti réttilega á að utanríkisráðherra væri fastur í kaldastríðshugsunarhætti og ræddi af áræði og framsýni um þá tíma þegar varnarliðið (bandaríski her- inn) færi úr landi og hvað hann vildi að tæki við. Þorvaldur á enga kommafortíð, sem Jon Baldvin, og hann þarf því ekki að rembast við að vera katólskari en páfinn. Þing- mál Þorvaldar um samhæfða yfir- stjórn öryggismála er athyglisvert því þar er leitað einföldunar á stjórnkerfi, en gallað að því leyti að það tekur ekki á hinum erfiðu en óhjákvæmilegu hugtökum þjóð- legra hervama: Þegnlegum rétti og skyldu. Ræða hans var þó skref til sameiningar þeirra fýlkinga sem í fjóra áratugi hafa verið andstæður í grundvallarmáli þjóðlegs sjálf- stæðis og fullveldis. Jón Hjálmar Sveinsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Athyglisverð plata Vegrollur Til Velvakanda. Ég vil taka undir með þeim sem skrifað hafa og fundið að þeim ósið að sauðfé er nánast rekið á beit í vegköntum víða um landið, og það eins þar sem umferð er mjög hröð og mikil, eins og t.d. á Reykjanes- braut. Vegrollurnar sækja auðvitað í nægræðinginn sem grær í veg- kantinum og gerir sér ófáar ferðir yfir- akbrautina. Þetta skapar mikla slysahættu en að sjálfsögðu bera bændur enga ábyrgð. Furðulegt er að þeim haldist þetta uppi ár eftir ár. Banna ætti allan lausagang búfjár (og hesta) í grennd við hrað- brautir og mætti beita háum sekt- um til að binda endi á þetta ófremd- arástand. Ökumenn eru skyldaðir til að aka með ljósum, nota bílbelti og sjá til þess að ökutækirí séu í fullkomnu lagi á hvetjum tíma en engum dettur í hug að stemma stigu við lausagöngu búfjár og stórgripa við hraðbrautirnar. Skýtur þarna ekki skökku við? Ólafur Víkveiji skrifar Víkverji hitti kunningja sinn, sem vildi taka undir með Sig- urjóni Rist í Þjóðviljanum, þar sem hann hvetur Eyfirðinga að fara að öllu með gát við nafngift eyfirsku hreppanna þriggja, sem sameinaðir voru á dögunum. „Kallar ekki sam- eining hreppanna, gömul og ný reisn og gróin saga á nafnið Grund- arþing?" spyr Siguijón í grein sinni. Víkveiji tekur heils hugar undir þetta með kunningja sínum og Sig- uijóni. xxx Eftirfarandibréf hefur borist frá Boga Ágústssyni, frétta- stjóra Ríkissjónvarpsins: Dagblöð á íslandi iðka þann hvimleiða sið að halda úti nafnlaus- um dálkum þar sem almennar vinnu- og siðareglur blaðamennsku eru ekki í hávegum hafðar. Iðulega nota ritstjórnir slíka dálka til að vega úr skjóli nafnleysis að öllum þeim sem þær telja sig eiga sökótt við. Við fréttamenn sem ætíð komum fram undir fullu nafni ættum auð- vitað að láta okkur slík skrif í léttu rúmi liggja og gerum það oftast. Ég leyfi mér þó að fara fram á það við ritstjóra-Morgunblaðsins að þeir setji blaðamönnum sínum þær sjálf- sögðu vinnureglur að leita skýringa eða viðbragða hjá þeim sem skrifað er um. Tilefnið eru skrif þess blaðamnns sem felur sig á bak við dulnefnið Víkveiji í Morgunblaðinu föstudag- inn 16. nóvember 1990, þar sem hinn ónefndi blaðamaður gerir at- hugasemd við það fréttastofa sjón- varpsins hafi sent stárfsfólk sitt úr landi til fréttaöflunar . . . „oft hefur það verið án mikilla tilefna". Sérstaklega er hnýtt í að fréttamað- ur hafi fylgst með álviðræðum í Lundúnum í síðustu viku. Ritstjórn Morgunblaðsins skal hér með upplýst um að Sigrún Stef- ánsdóttir, fréttamaður, var á Eng- landi til þess að afla efnis í frétta- þátt um allt annað efni. Þar eð nefndur fundur var á sama tíma, var henni einnig ætlað að fjalla um hann. Það var gert í samræmi við þá stefnu RÚV að nýta sem allra best það fé sem almenningur í landinu greiðir stofnuninni í afnota- gjöld. Vilji Víkveiji nú enn gera athuga- semdir við ferðalög fréttamanna skal honum bent á að undirritaður var í Færeyjum fyrr í þessari viku. Þar aflaði hann efnis af kosninga- baráttunni og þeim mikla efnahags- vanda og fólksflótta sem þessir grannar okkar eiga við að stríða. Það hefur ekki farið mikið fyrir fréttum af því á síðum Morgun- blaðsins svo ætla má að Víkveiji telji þá ferð tilefnislitla fyrst Morg- unblaðið sér ekki ástæðu til að fjalla um þessi mál. Víkveiji skal því upplýstur um að undirrituðum var boðið til Færeyja af Norður- landahúsinu á ráðstefnú sem fjall- aði m.a. um siðferði í blaða- mennsku. Þar hefði Víkveiji ef til vill átt að vera. XXX ví er nú til að svara að Norður- landahúsið í Færeyjum virðist ekki vera sömu skoðunar og Bogi að Víkveiji ætti erindi á ráðstefn- una um siðferði í blaðamennsku því hann fékk ekkert boð á þessa ráð- stefnu eins og Bogi. Og bréf Boga breytir ekki þeirri skoðun Víkveija að fréttamenn RUV fari oft til út- landa án mikilla tilefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.