Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B
266. tbl. 78. árg.
FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sáttmáli nýrrar Evrópu
markar þáttaskil í sögnrmi
Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleið-
togi, eiginkona hans, Raísa Gor-
batsjova, George Bush Banda-
ríkjaforseti og Barbara Bush
nutu ballettsýningar í Versölum
tilheiðurs leiðtogunum á Fundi
RÖSE. Síðar var öllum leiðtogun-
um boðið til kvöldverðar. A
myndinni sést Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra ofar-
lega til vinstri.
- segir George Bush Bandaríkjaforseti
París. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
LEIÐTOGAR 32 Evrópuríkja auk Kanada og Bandaríkjanna undir-
rituðu í gær í París sáttmála um öryggi og samvinnu í Evrópu. I
honum er skilgreindur grundvöllur samstarfs ríkjanna og lýst yfir
að nýir tímar „lýðræðis, friðar og einingar" séu runnir upp. Þar
er og kveðið á um þær stofnanir sem setja skal á fót til að festa
samstarf ríkjanna 34 í sessi. Með Parísarsáttmálanum er brotið
blað í sögu Evrópuríkja og kalda stríðið endanlega kvatt. „Með
því að undirrita samninginn eru kaflaskil í heimssögunni. Kalda
stríðinu er lokið,“ sagði George Bush Bandaríkjaforseti við frétta-
menn í gær.
Frakkar styðja SÞ-ályktun um heimild til árásar:
Bush segir stórveldin vera
einhuga í Kúvæt-deilunni
Jcddah, Nikosiu. Reuter.
í sáttmálanum eru helstu mark-
mið samstarfs Evrópuríkja tiltekin
og lögð áhersla á grundvallaratriði
sem varða frelsi, mannréttindi og
friðsamleg samskipti. Svipuð
ákvæði voru í Helsinkisáttmálan-
um frá árinu 1975, en þar voru
einnig ákvæði um að hvert ríki
virti rétt annarra til að velja sér
þjóðfélagsskipan sem nú eru víðs
fjarri.
Samkvæmt Parísarsáttmálan-
um gangast þjóðirnar undir þá
ófrávíkjanlegu skyldu að treysta
lýðræði í sessi og standa vörð um
það. Fjallað er um efnahagslegt
frelsi og rétt allra til mannsæm-
andi afkomu. Sáttmálinn kveður
og á um sameiginleg verkefni að-
ildarríkjanna í framtíðinni svo sem
á sviði mannréttinda, öryggis,
efnahagssamvinnu og umhverfis-
verndar. Sömuleiðis er stefnt að
samstarfí um menningarmál, mál-
efni farandverkafólks og Miðjarð-
arhafsins. Komið verður á fót sam-
eiginlegum stofnunum í Vínarborg,
Varsjá og Prag.
í lokaávarpi sínu sagði Franijois
Mitterrand Frakklandsforseti að
nú hefðu ríkin 34 sömu heimsmynd
og ættu sér sameiginleg gildi.
Hann lagði áherslu á að hinum
fögru hugsjónum yrði nú alls stað-
ar hrint í framkvæmd og hætt
yrði að skilgreina eingöngu réttindi
eins og Ráðstefnan um öryggi og
samvinnu í Evrópu (RÖSE) hefði
snúist um í fimmtán ár. Einnig
yrði að endurskoða 'allt formlegt
samstarf ríkjanna eins og innan
Atlantshafsbandalagsins,' Evrópu-
bandalagsins og Evrópuráðsins.
Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, vakti athygli á því að fund-
urinn hefði alls ekki snúist um það
efni sem lengi vel var búist við að
yrði efst á baugi þ.e.a.s. samein-
ingu Þýskalands. Vart var á hana
minnst, „það er eins og menn séu
orðnir henni vanir“, sagði Kohl.
Þess í stað var mikið fjallað um
ótryggt efnahagssástand í
Austur-Evrópu, yfirvofandi hung-
ursneyð í Sovétríkjunum og hætt-
una á því að milljónir manna flýðu
þaðan til Vestur-Evrópu. Einnig
notuðu leiðtogarnir tækifærið til
að ráðgast um sameiginlegar að-
gerðir gagnvart Saddam Hussein
Iraksforseta.
Það þótti varpa skugga á fund-
inn að utanríkisráðherrum Eystra-
saltsríkjanna var vísað frá þrátt
fyrir vilyrði um setu sem áheyrnar-
fulltrúar og heiðursgestir. Blaða-
mannafundur sem þeir héldu í
nafni íslands og Danmerkur vakti
óskipta athygli. Samkvæmt heim-
ildum í París mun andstaða Ing-
vars Carlssons, forsætisráðherra
Svíþjóðar, hafa komið í veg fyrir
aðild Svía að blaðamannafundinum
og samkvæmt sömu heimildum
þótti Norðmönnum ekki við hæfi
að standa uppi í hárinu á nýbökuð-
um handhafa friðarverðlauna Nób-
els á þennan hátt.
Sjá ennfremur fréttir á á bls
31.
GEORGE Bush Bandaríkjafor-
seti segir einhug ríkja milli
Bandaríkjamanna og Sovét-
manna i Persaflóadeilunni. Bush
og eiginkona hans, Barbara,
komu í gær til Saudi-Arabíu þar
sem þau hugðust halda Þakkar-
gjörðardaginn hátíðlegan með
bandarískum hermönnum.
Francois Mitterrand Frakk-
landsforseti segist styðja hug-
myndir Bandaríkjamanna um
ályktun á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna þar sem aðildarríkjun-
um verði veitt heimild til að
stöðva með hervajdi yfirgang
Saddams Husseins íraksforseta.
Forsetinn sagðist hafa skýrt
Bush frá þessu á sunnudag. Mitt-
errand tók fram að ekki mætti
lita svo a að alyktunm heimilaði
árás án frekara samráðs.
Talsmaður Hvíta hússins í
Washington, Marlin Fitzwater,
skýrði frá því í gær að Bush for-
seti myndi eiga viðræður við
Hafez-al Assad, forseta Sýrlands,
í Genf á föstudag. Sýrlendingar
hafa sent um 20.000 manna herlið
til varnar Saudi-Arabíu. Samskipti
Sýrlendinga og Bandaríkjamanna
hafa undanfarin ár verið slæm
vegna stuðnings Assads við
hryðjuverkahópa. Að sögn Fitz-
waters hafa Tyrkir og Egyptar
hvatt til fundar leiðtoganna
tveggja. ______
176 farast
í flugslysi
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKA sjónvarpið skýrði frá
því í gærkvöldi að 176 manns
hefðu farist er farþegaþota hrap-
aði í nánd við borgina Jakútsk í
Síberíu á miðvikudag.
„Vængirnir duttu af Aeroflot-
þotu sem var á leið til lendingar.
Allir sem voru um borð, farþegar
og áhöfn, létu lífið,“ sagði í frétt
sjónvarpsins. Fréttastofan Interfax
hafði áður skýrt frá því að þotan
væri af gerðinni Iljúsín -62 en taldi
að flestir hefðu komist lífs af.
Leiðtogakjör breska Ihaldsflokksins:
Thatcher segist alls ekki
ætla að draga si g í hlé
Lundúnum. Reuter.
HART hefur verið lagt að Margaret Thatcher, forsætisráðherra
Bretlands, að draga sig í hlé eftir að henni tókst ekki að tryggja
sér tilskilinn meirihluta í fyrstu umferð leiðtogakjörs breska
íhaldsflokksins á þriðjudag. Forsætisráðherrann ítrekaði þó í gær
að hún yrði áfram í framboði í annarri umferðinni næsta þriðju-
dag.
„Ég berst áfram - til sigurs,“
sagði Thatcher er hún hélt frá
Downing Street 10 til þinghússins
í Lundúnum. Frestur til að skila
inn framboðum í annarri umferð--
inni rennur út á hádegi í dag og
heimildarmenn innan íhalds-
flokksins sögðu að Douglas Hurd
utanríkisráðherra og John Major
fjármálaráðherra myndu mæla
með framboði hennar. Þeir hafa
báðir verið taldir líklegir fram-
■bjóðendur i kjörinu en í gær þótti
allt benda til þess að Thatcher og
Michael Heseltine gæfu ein kost
á sér. Sir Geoffrey Howe, fyrrum
aðstoðarforsætisráðherra, sem
einnig hefur verið orðaður við
framboð, sagði að hann byði sig
ekki fram gegn Thatcher.
Thatcher fékk 204 atkvæði á
þriðjudag og þarf 187 til að ná
endurkjöri í annarri umferðinni.
Stjórnmálaskýrendur töldu í gær
að margir þeirra, sem studdu
Thatcher í fyrstu umferðinni, séu
nú á báðum áttum.
Sjá ennfremur „Margaret
Thatcher hvött ..." á bls. 31.
Margaret Thatcher og Douglas
Hurd á leið til hátíðarkvöld-
verðar í tilefni leiðtogafundar
RÖSE í París.