Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 39 Morgunblaðið/Rúnar Þór Brunað í brekku „Frá frá, Fúsa liggur á.“ Einhvern veginn á þá ieið hafa börn bæjarins hrópað um leið og þau bruna niður brekkurnar. Þessir krakkar á Lundarseli mynd- uðu lest og þutu niður brekkuna á lóð dagheimilisins í gær, en veður var þá ákjósanlegt til útivistar þó svo örlítið hafi andað köldum í eftirmiðdaginn. Félag málmiðnaðarmanna: Útlend fiskiskip fái þjónustu á Akureyri Brýnt að finna ný verkefni í starfsgreininni, segir formaður félagsins FÉLAG málmiðnaðarmanna á Akureyri hefur skorað á ba'jarstjórn Akureyrar og þingmenn kjördæmisins, að stuðla að því að útlend fiskiskip geti sótt þjónustu til Akureyrar. Verulega hefur þrengt að málmiðnaðarmönnuin í bænurn og til dæmis hefur starfsmönnum Slippstöðvarinnar fækkað um hátt í tvö hundruð á skömmu tíma. Formaður félagsins segir menn berjast, fyrir lífi sínu í starfsgrein- inni, þannig að brýnt sé að finna ný verkefni. Milan Kundera Skáldsaga eftir Milan Kundera ÚT ER koniin hjá Máli og menn- ingu bókin Ódauðleikinn eftir tékkneska rithöfundinn Milan Kundera. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þetta er skáldsaga byggð á mörg- um ástarþríhyrningum og valsað er aftur og fram um evrópska sögu þótt aðalsögusviðið sé Frakkland nútímans. Meðal þeirra sem leiddir eru fram á sjónarsviðið eru Goethe og Hemingway sem lýst er í lifanda lífi og eiga svo spaklegar viðræður eftir dauðann. Sem fyrr er það að- alsmerki Milans Kundera hversu snjall hann er að tengja fjörlega frásögn við hugleiðingar um ástina, dauðann og ódauðleikann, mann- legt hlutskipti sem hann sér oft speglast í óvæntum hlutum. Odauðleikinn kom fyrst út í Frakklandi í janúar á þessu ári. íslenska útgáfan á bókinni er með þeim fyrstu utan Frakklands. Frið- rik Rafnsson þýddi bókina. Áður hefur komið út á íslensku skáldsaga Kundera Óbærilegur léttleiki tilver- unnar. Bókin er 316 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Robert Guillemette hannaði kápu. Matreiðslu- námskeið í jurtafæði NÚ í vikunni verður haldið mat- reiðslunámskeið í jurtafæði á matstofunni Næstu Grösum og byrjar í kvöld, fimmtudaginn 22. nóvember, og um helgina, laug- ardag og sunnudag. Þar verður farið í helstu undirstöðuatriði. Neysla jurtafæðis 'hefur mikið aukist en talsvert virðist vanta á að það sé rétt samansett. Nám- skeiðið er ætlað þeim sem vilja koma sér af stað og svo þeim sem vilja hafa þetta í bland. Fæðið sem uppistendur af heilu soðnu korni, grænmeti, baunum og þangi, fiski og jafnframt kjöti er matreitt eftir kúnstarinnar reglum Ying og Yang og ástandi hvers og eins. ■ KA TTA TVJNAFÉLA G fs- lands heldur kökubasar í Kringl- unni föstudaginn 23. nóvember kl. 11.00 á 1. hæð við gosbrunninn. Allur ágóði rennur til dýraspítal- ans Kaltholts. í frétt frá Katta- vinafélaginu segir að stefnt sé að því opna 110 fm dýrageymslu snemma á næsta ári og sé það von þeirra að félagar og aðrir velunnar- ar sjái sér fært að gefa kökur. Verður þeim veitt móttaka frá kl. 10.00 í Kringlunni. Á fundi í Félagi málmiðnaðar- manna fyrir skömmu var samþykkt að skora á bæjarstjórnina og þing- menn Norðurlandskjördæmis eystra að taka höndum saman og vinna að því að erlendi fiskveiðiflotinn, sem er að veiðum utan fiskveiðilög- sögu þjóðarinnar, geti óhindrað sótt þá þjónustu sem hann óskar til Ákureyrar. Kristján. Sléttbakur kom að landi með rúmlega 200 tonn af frystum fiski, þar af voru 106 tonn heilfrystur karfi, en afgangurinn flök. Afla- verðmæti var tæplega 36 milljónir króna. „Þetta var svona um milljón á dag sem við höfðum," sagði Kristján, en þeir voru mikið að veið- um úti fyrir Suðvéstur- og Vestur- landi. Hann kvað áhafnarmeðlimi syngjandi sæla og glaða við komuna í land, eftir rösklega fimm vikur á hafi. „Þetta er okkar lengsti túr til þessa, en það voru auðvitað aðstæð- urnar sem sköpuðu þetta. Við hefð- um átt að vera inni fyrir viku, en þar sem verkfall var yfii'vofandi vorum við lengur." „Við teljum fulla ástæðu til að kanna hvort ekki sé hægt að koma hlutunum þannig fyrir, að engar hindranir verði á því að sá floti sem er og verður á veiðum utan fisk- veiðilögsögunnar geti sótt hingað þjónustu," sagði Hákon Hákonar- son formaður Félags tnálmiðnaðar- manna á Akureyri,. Hákon sagði að ástæðan fyrir Kristján sagði að allir hefðu ver- ið því fegnir að koma að landi. „Að sjálfsögðu voru allir ánægðir að koma í land, þó svo að menn hafi ekkert verið að kvarta,“ sagði hann, en skipveijar voru iðnir við spila- og taflmennsku í frístundum. Áhöfnin taldi 26 er farið var frá Akureyri fyrir röskum fimm vikum, en til baka með skipinu komu 24. „Það veiktist einn þannig að það var send eftir honum þyrla og síðan þurfti annar að yfirgefa okkur þeg- ar við skutumst inn til Hafnarfjarð- ar að sækja kost,“ sagði Kristján. Sléttbakur fer aftur á veiðar á mánudag, en það verður síðasti túrinn á árinu. því að felagsmenn bæru þetta mál fram nú væri fyrst og fremst sú að verulega hefði þrengt áð starfs- vettvangi þeirra og þeim fyrirtækj- um sem starfa á þessu sviði í bæn- um. „Þarna gerum við tillögu um það að. forráðamenn bæjarins og þingmenn setjist niður og kanni málið ofan í kjölinn. Við viljum fá úr því skorið hvort þetta sé skyn- samlegt og framkvæmanlegt.“ Atvinnuástand á meðal málmiðn- aðarmanna er betra nú, en var á sama tíma á síðasta ári, að sögn Hákons, en hann sagði að óvissa um framhaldið væri mikil auk þess sem nú færu erfiðustu tímarnir í hönd. „Menn eru að betjast fyrir lífi sínu hér í þessari starfsgrein. Annað hvort verðum við að finna ný verkefni eða greinin mun halda áfram að hrörna með alþekktum afleiðingum," sagði Hákon. Álversathuganir Eyfirðinga: Iðnaðarráðu- neyti greiðir tæplega fímm millj. króna KOSTNAÐUR Eyfirðinga vegua athugana sem gerðar voru í tengslum við möguleika á að reisa álver á Dysnesi verður að tveimur þriðju hlutum greiddur af iðnaðarráðuneyti. Þar er um að ræða hátt á fiinmtu milljón króna. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra bar atvinnumáianefndarmönnum tíðindin á fundi nýlega, en Heimir Ingimarsson formaður nefndarinn- ar gerði bæjarfulltrúum grein fyrir þessu á bæjarstjórnarfundi. Á áður- nefndum fundi atvinnumálanefndar og iðnaðarráðherra var velt upp ýmsum hugmyndum varðandi at- vinnumál í framtíðinni „og iðnaðat'- ráðherra hét okkur þar allri sinni væntumþykju“, eins og formaður atvinnumáianefndar orðaði það. Fram kom í máli iðnaðarráðherra að kostnaður Eyfirðinga vegna ál- versathugana verði að tveimur þriðju hlutum greiddur, en þar er um að ræða hátt á fimmtu ntilljón, að sögn Heimis. Heildarkostnaður vegna álversathugana Eyfirðinga var á bilinu sex til sjö milljónir króna. Upphæðin verður greidd út í tvennu lagi, fyrri helmingurinn í desember og hinn seinni fljótlega á næsta ári. Tónlistarskólinn: Hólmfríður og Juliet á tónleikum HÓLMFRÍÐUR Benediktsdóttir sópran, og Juliet Faulkner, píanó leikari, halda tónleika á sal Tón listarskólans á Akureyri á laugar dag, 24. nóvember, og hefjast þeii kl. 14. Á efnisskrá eru íslensk og erlenc sönglög, lög úr bandarískum söng- leikjum og óperuaríur eftir Puccini. Hólmfríður lauk mastersnámi einsöng frá Indiana University Bloomington nú í sumar og er starf- andi söngkennari við Tónlistarskól- ann á Akureyri. Juliet Faulkner nam píanóleik við Royal Academy oí Music í London og er nú kennari við tónlistardeild Hafrálækjarskóla i Aðaldal. Sýning á tölvubúnaði á Hótel KEA föstudag kl. 10-18 og laugardag kl. 10-16. Sýndarverða HYUNDAI tölvur oq bókhalds- og upplýsingakerfið Bústjóri/Ps - raunverulegt stjórntæki. KAUPVANGSSTRÆTI4 Sími 96-26100 EntmkBúm Muireyri h.í. AUir mjög fegnir að vera komnir í land - segir Kristján Halldórsson skip- stjóri á Sléttbak eftir fimm vikna túr „ÞETTA var ágætis túr þó liann hafi verið langur," sagði Kristján Halldórsson skipstjóri á Sléttbak EA 304, en skipið kom til Akur- eyrar um miðnætti í fyrrakvöld eftir 36 sólarhringa útiveru. „Það er ljómandi góður mannskapur um borð og andinn því góður,“ sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.