Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 20
G R A F 1T 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 verölækkun ÁLAMBA- MÁNAÐA- •••■•/. Nú gefst þér tækifæri til að spara, svo um munar, í matar- innkaupum til heimilisins. Um er að ræða takmarkað magn af fyrsta flokks lambakjöti úr A-flokki frá haustinu ’89. Notaðu tækifærið -áður en það verður um seinan SAMSTARFSHOPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS Perestroika keisarans eftirAgnar Þórðarson Nýlega sendi einn kunnasti rit- höfundur Frakklands, Henri Troy- at, (fæddur í Moskvu) frá sér bók um Alexander annan, sem var Rússakeisari árin 1855 til 1881 að hann var myrtur ásamt konu sinni í hestvagni á leið til Vetrarhallar- innar við fyrirsát stjórnleysingja. Er frægt málverk til af þeim at- burði sem margir kannast við. Á banasænginni hafði faðir hans, Nikulás fyrsti, sem haldið hafði um stjórnartaumana í járngreipum, lagt áherslu á það við son sinn að slaka ekki á klónni þegar hann tæki við völdum. Alexander var þá þijátíu og sjö ára gamall, mildur og skarpskyggn og af allt annarri manngerð en faðir hans. Henri Troyat segir í bók sinni, að Alex- ander annar hafi verið sá af öllum keisurum Rússaveldis sem síst hafi unnið til þes að vera hataður af þegnum sínum og láta lífið fyrir morðingja hendi. Hann hafði umbætur og mildara stjórnarfar mjög í huga þegar hann settist á valdastól, en var jafnframt sannfærður um að takmarkalaust vald hans væri af guðlegum vilja. Tókst honum smám saman að þoka málum svo áleiðis, þrátt fyrir óbif- andi trú sína á guðlegt vald, fylgdu umbætur í kjölfarið og slökun á til- skipunum fyrri stjórnar. En hann lenti á milli tveggja elda, annars vegar voru fijálslyndir menn og Vesturlandasinnar sem sökuðu hann um að ganga ekki nógu langt í framfaraátt, hins vegar snerust íiialdsmenn á sveif með hreyfingum slavneskra þjóðrembusinna gegn nýjungum á stjórnarfarinu, kennslumálum, hermálum og rétt- arbótum. Hann lét banna opinberar hýðingar, gaf bankaviðskipti frjáls og losaði um höft á járnbrautarfé- lögum sem þöndu sig brátt þvert yfir Siberíu. Hann kom þinginu, dúmunni, á legg og lét endurskoða héraðsstjórnir, en umfram allt hefur hann skráð nafn sitt á spjöld sög- unnar fyrir afnám átthagafjötranna 1861, þegar fimmtíu milljónir ánauðra manna af rúmum sextíu milijónum íbúa landsins hlutu frelsi samkvæmt tilskipun. Á alþjóðavettvangi var hann umsvifamikill, hann barði niður uppreisn Pólveija og hernaðurinn gegn Tyrkjum vakti andstöðu, en hann þandi út landamæri ríkisins, innlimaði alla Síberíu, Tachkent, Samarkand og Turkestan. Á mörgum sviðum reyndi Alex- ander annar að aðlaga þjóð sína RUT Glæsibæ RUT Kópavogi RUT Eiðistorgi esse samtíðinni og nýjum lífsstíl sem við í dag könnumst við undir heitinu perestroika. Sú perestroika endaði í blóðbaði. Keisarinn var rifinn á hol af sprengju. Henri Troyat út- skýrir hugsanagang byltingar- mannanna á eftirfarandi hátt: Því sem við beijumst fyrir er ekki end- urnýjun keisaradæmisins, heldur einfaldlega afnám kúgunar og of- beldis. Þó að við gleymum því ekki að hann hefur aflétt ánauðinni, komið á réttarkerfi, bannað líkamsrefsingar breytir það engu í okkar augum að hann er keisari, góðui' eða illur skiptir ekki máli, hann er tákn valds sem verður að afmá. Hugsjónamennirnir sáu drauma sína um byltingu alþýðunnar verða að engu, fólkið kunni ekki að meta boðskap þeirra, tilraunin til upp- reistar í sveitum landsins fór ger- samlega út um þúfur, tortrygginn almúginn snerist harkalega gegn menntamönnum og framseldi þá jafnvel í hendur lögreglunnar. Hryðjuverk baráttumannanna sem hófust 1878 og stóðu allt til 1881 skildu eftir sig svartan slóða. Þeir voru ofsóttir, handteknir, sendir í útlegð eða hengdir, aftökur og hefndarmorð gengu á víxl, hers- höfðingjar, aðalsmenn, ráðherrar og stjórnsýslumenn voru ráðnir af dögum, og þá var keisaranum fyrst og fremst kennt um. Hvað eftir annað slapp hann naumlega undan tilræðismönnum, fimm sinnum var skotið á hann, sprengja sprakk í járnbrautarlest sem hann var í, meira að segja var tilraun gerð til að sprengja Yetrar- höllina í loft upp. Keisarinn fylltist vonleysi yfir viðbrögðunum við umbótastefnu sinni á báða bóga og dró sig inn í sjálfan sig. Hann tók að eldast, ein- mana og dapur, en þó bættist hon- um upp einsemdin þegar hann komst í náin kynni við Katrínu Dolgrouk sem gerðist fylgikona hans við hirðina og hann gekk síðan að eiga við andlát konu sinnar. Eftir það var hann gagntekinn af þeirri einu hugsun að láta krýna hana með viðhöfn, segja af sér og setjast síðan að á sólarströnd Frakklands. Ekkert annað en þessi brennandi ást skipti hann framar neinu máli. En það átti ekki fyrir honum að liggja að komast undan illræðismönnum á sólarströndina með sína heittelskuðu, svo sem að framan greindi, en þau dóu saman. Á þessum árum voru hryðjuvei'k stjórnleysingja í algleymingi sem Alexander þriðji kæfði með grimmdaræði. Bolshevikar í októberbyltingunni 1917 voru ekki á einu máli um hvaða leyti hermdarverk gætu þjón- að málstað þeirra. Þau hafa verið réttlætt við sér- stakar aðstæður af sumum Marxist- um, hins vegar tók Lenín aldrei afstöðu gegn pólitískum hryðju- verkum. Höfundur er rithöfundur. Ljóðabók eftir Geir- laug Magnússon ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu ljóðabókin Sannstæður eftir Geirlaug Magnússon. Bókin hef- ur að geyma 45 ljóð og skiptist í þijá hluta, Sannstæður, Jarð- tengsl og Slitrur af samræðulist. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Ljóð Geirlaugs einkennast af sterkum myndum og mergjuðu tungutaki, og þar er snúist gegn auðkeyptri bjartsýni og gefnum sannindum. Geirlaugur Magnússon fæddist árið 1944, stundaði nám í Póllandi og Frakklandi, og er nú búsettur á Sauðárkróki. Sannstæður er níunda ljóðabók hans. Bókin er 62 bls., prentuð í Prent- smiðjunni Odda. Ragna Sigurðar- Geirlaugur Magnússon dóttir hannaði kápu. Bókin er gefin út bæði innbundin og í kilju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.