Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 Norðurlandamót landsliða í körfuknattleik verður ekki haldið í vor eins og til stóð. Fjór- ar af fimm þjóðum sem ætluðu að taka þátt í mótinu í Osló leika í undanriðlum EM í Reykjavík í byrjun maí, aðeins hálfum mánuði eftir að Norðurlandamótið átti að fara fram. Fjórar norðurlanflaþjóðir keppa í riðlinum á íslandi: Noregur, Danmörk og Finnland, auk íslend- inga, en tvær þjóðir komast áfram. Norðurlandamótið átti að vera stór þáttur í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópukeppnina og KKÍ vinnur nú að því að fá aðra leiki í staðinn. Sambandið hefur þegar boðið Skotum og Austurrikismönnum að koma og leika á íslandi. Mörg verkefni eru framundan hjá íslenska landsliðinu. Liðið keppir á Smáþjóðamótinu í Wales 11.-16. desember. í riðli með ís- lendingum verða Wales, Kýpur og Malta og í hinum riðlinum Luxemburg, Gíbraltar og San Marínó. Danska iandsliðið leikur þijá landsleiki milli jóla og nýárs. Fyrsti leikurinn, sem jafnframt verður fyrsti landsleikurinn i nýja íþróttahúsinu á Stykkishólmi, fer fram 28. désember. Daginn eftir verður leikið í Njarðvík og síðasti leikurinn verður í Reykjavík 30. desember. Loks tekur íslenska landsliðið þátt í Smáþjóðaleikunum í And- orra í lok maí. KNATTSPYRNA / FRAKKLAND Bryndís Ólafsdóttir. Bryndís til SFS Bryndís Ólafsdóttir, sundkona úr Þór Þorlákshöfn, hefur ákveðið að skipta yfir í Sundfélag Suðarnesja, SFS. Bróðir hennar, Magnús, hefur þegar skipt yfir í SFS og þriðji fjölskyldumeðlimur- inn, Arnar Freyr, er einnig að hugsa um að skipta yfir í SFS. Bryndís er í Fjölbrautarskólanum á Selfossi og lýkur þaðan stúdents- prófi í vor. Hún hefur þegar fengið æfingaáætlun frá Martin Rademac- her, þjálfara SFS. Mikil gróska er í sundlífinu hjá SFS og eru nú um 100 manns sem æfa reglulega hjá félginu, sem sigr- aði í bikarkeppni 2. deildar fyrir skömmu. SFS er með fimm æfinga- hópa og er sá yngsti fyrir 8 ára og yngri og sér unnusta Rademac- her, Biathee Butler, um þjálfun þeirra yngstu. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin: SUNNUDAGUR: LA Clippers - Seattle. Utah Jazz - Minnesota. Portland - Chieago.... LA Lakers - Golden State. ÞRIÐJUDAGUR: Charlotte - Atlanta... Detroit Pistons - Miami Heat.. Sacramento - Washington. Houston - N.Y. Knicks. Minnesota - Dallas...... Seattle - New Jersey.... Golden State - Orlando... Staðan: (fiöldi leikja, sigrar og töp): AUSTURDEILD: Atlantshafsriðill: Boston Celtic............ New York Knicks.................10 6 t Philadelphia’76ers............ 9 5 1 Miami Heat...................... 9 3 6 Washington Bullets.............. 9 2 7 New Jersey Nets .-..............10 2 8 Miðriðill: Detroit Pistons................. 9 7 2 Milwaukee Bucks................. 9 6 3 Cleveland Cavaliers.............10 6 4 Charlotte Hornets..............11 6 5 ChicagoBulis....................10 5 5 AtlantaHawks....................1Ó \ 6 Indiana Pecers.................. 9 4 5 VESTURDEILD: Miðvesturriðill: Houston Roekets.................10 6 4 San Antonio Spurs............... 7 5 2 Dallas Mevericks................ 9 5 4 UtahJazz........................ 8 4 5 Minnesota Timberwolves..........10 4 6 OrlandoMagic....................10 3 7 Denver Nuggets.................. 9 18 Kyrrahafsriðill: Portland Trail Blazers.......... 9 9 0 Golden State Worriors...........10 8 2 Phoenix Suns.................... 8 5 3 Seattle Supersonics............. 8 4 4 Los Angeles Clippers............ 9 4 5 Los Angeles Lakers.............. 7 2 5 Sacramento Kings................ 7 16 Knattspyrna ítalska bikarkeppnin, þriðja umfcrð, síðari leikir: Samanlögð úrslit í sviga: Fiorentina—Napólí.............0:0 (1:2) Cremonese—Sampdoria...........2:3 (3:4) Písa—Juventus.................1:2 (3:5) Bari—Atalanta.................3:0 (3:1) Evrópukeppni U-21 árs: Kýpur—Svíþjóð......................1:1 Grikkland—Israel................:....2:2 78: 65 103: 94 ,125:112 115: 93 128:121 ■ 106: 90 87: 82 ,115: 88 92: 91 105: 88 123:120 9 7 2 „Leik á miðj- unni gegn Montpellier<< - segirArnórGuðjohnsen, sem leik- ur með Bordeaux í Frakklandi ARNÓR Guðjohnsen hefur leik- ið sem miðherji með Bordeaux að undanförnu, en hann fær nýtt hlutverk gegn Montpellier um helgina. „Þjálfarinn hefur fært mig aftur á miðjunna á æfingum og þá stöðu sem ég kann best við mig í - hægra megin á miðjunni," sagði Arnór Guðjohnsen í stuttu spjalli við Morgunblaðið í gær. Eg hef hef komið mikið til með hveijum degi, enda var ég lagt á eftir þegar ég byrjaði að leika með Bordraux. Þergar ég kom til Bordeaux fann ég það best hvað ég átti langt í land. Ég var búinn að vera á Islandi í fjóra mánuði án þess að leika með félagsliði," sagði Arnór, sem kann mjög vel við sig í Bordeaux. Bordeaux hefur ekki gengið vel og er nú í tíunda sæti í frönsku 1. deildarkeppninni. „Við höfum verið óheppnir í tveimur síðustu leikjum okkar. Sótt og sótt, en ekki náð að skora. Aftur á móti höfum við í bæði skiptin mátt horfa á eftir knettinum í netið hjá okkur undir lokin. Við leikum næst gegn Mont- pellier á útivelli og verður það erfið- ur leikur hjá okkur.“ „Það vantar meiri festu í leik liðs- ins, sem getur miklu meira en staða þess gefur til kynna.. Heimavellir hafa miklu meira að segja hér í Frakkiandi en í Belgíu. Nær undan- tekningarlaust standa heimaliðin uppi sem sigurvegarar,“ sagði Arnór. Leikmenn í frönsku 1. deildar- keppninni fá stutt jólafrí í ár. Arnór leikur með Bordeaux á Þorláks- messu, en heldur síðan til Reykjavíkur 24. desember. „Ég næ rétt heim í jólasteikina," sagði Arnór. Morgunblaðið/Bemharð Valsson Arnór Guðjohnsen á æfingu með Bordeaux. Daum byrjar gegn Köln Christoph Daum, nýráðinn þjálf- ari Stuttgart, verður í sviðs- ljósinu á Neckar-leikvanginum í Stuttgart á laugardaginn. Þá leikur Stuttgart gegn Köln, en Daum var rekinn frá Köln eftir sl. keppn- istímabil. Leikmenn Stuttgart eru ánægðir með að Daum sé kominn til félags- ins. „Hann er maðurinn sem getur breytt hugsunarhætti leikmanna," sagði Guido Buchwald, fyrirliði 'Stuttgarts. Þá er ljóst að Stuttgart mun ekki kaupa nýja leikmenn á næst- unni, því að það hefur verið kostn- aðarsamt fyrir félagið að reka tvo þjálfara á stuttum tíma - fyrst Arie Haan og síðan Willie Enten- mann. Stuttgart þarf að borga þeim samtals 36 miilj. kr. ÍÞRÓmR FOLK ■ ÁSGEIR Sigurvinsson mun leika með mörgum gömlum köppum ágóðaleik í Bremen á sunnudaginn. Asgeir leikur með Porías-úrvalslið- inu, sem ferðast víða um heim og leikur. Með liðinu leikur t.d. Karl- Heinz Riimmenigge, Gerd Mull- er, Paul Breitner og Wolfgang Overath, svo einhveijir séru nefnd- ir. ■ PAUL Parker, enski varnar- maðurinn sem leikur með QPR, verður frá keppni í nokkrar vikur vegna meiðsla. Hann fótbrotnaði í bikarleik á þriðjudag. I BRYAN Robson, fyrirliði Man- chester United, lék með liði sínu í fyrsta sinn í fyrrakvöld eftir fimm mánaða hvíld vegna meiðsla. Hann lék í 18 mínútur gegn Glasgow Celtic .í góðgerðarleik. Hann sagð- ist vonast til að geta farið að leika aftur á fullu. I PER Frandsen, danski lands- liðsmaðurinn sem leikur með B 1903 í Kaupmannahöfn, gerði fimm ára samning við franska liðið Lille í gær. Frandsen er 20 ára og hefur leikið tvo landsleiki fyrir Dani. Kaupverðið var ekki gefið upp. ■ A USTUR-Þ ÝSKA knatt- spyrnusambandið, sem var stofnað 1958, var lagt niður í gær. NBA-DEILDIN Worlhy er í vondum málum James Worthy, framheiji Los Angeles Lakers, er í vondum málum þessa dagana. Hann er sakaður um að hafa átt viðskipti við vændiskonur, sem voru reynd- ar tvær lögreglukonur, og þurfti að sitja í fangelsi einn dag. Hann hefur ávaiit verið fyrirmynd ann- arra teikmanna og því kom það mjög á óvart er lögreglan handtók hann í Dallas. Los Angels Eakers lék við Dall- as í síðustu viku en þegar leikur- inn hófst sat Worthy í steininum. Hann var látinn laus þegar leikur- inn var byijaður og gekk inní salinn þegar fyrri hálfleik var að ljúka. Áhorfendur, sem fengið höfðu fregnir af öllu saman, tóku „vel“ á móti honum. Hann lét það ekki á sig fá, lék síðari hálfleikinn og gerði 28 stig. Hann fær líklega um 5.000 dollara sekt en þar ekki að sitja inni. Tweir góðir úr leik Tveir af sterkari leikmönnum deildarinnar verða ekki meira með í vetur. Roy Tarpley, einn besti maður Dallas, og Johnny Daw- kins, bakvörður Philadelphia, slitu báðir krossbönd í hné um helgina og vérða ekki meira með í vetur. James Worthy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 266. tölublað (22.11.1990)
https://timarit.is/issue/123628

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

266. tölublað (22.11.1990)

Aðgerðir: