Morgunblaðið - 22.11.1990, Side 4

Morgunblaðið - 22.11.1990, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 22. NÓVEMBER YFIRLIT í GÆR: Um 500 km suðaustur af Hvarfi er vaxandi 990 mb lægð, sem hreyfist norðaustur. Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1.020 mb hæð. Hlýna mun í veðri, fyrst vestanlands. SPÁ: Sunnan- og suðaustanhvassviðri og rigníng suðaustan- og austanlands, en allhvöss eða hvöss austan- og norðaustanátt og rigning á Vesturlandi, á Suðvesturlandi mun hægari en skúrir. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðan- og norðaustan- hvassviðri eða stormur um vestanvert landið, en hægari austan- og norðaustanátt austanlands, á Vestur- og Norðurlandi veröur snjókoma eða él, en úrkomulítið sunnan- og suðaustanlands. Frost 1 til 3 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskyiað Hálfskýjað Skýjað Alskyjað ^ Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■| 0° Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V Él = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [T Þrumuveður Borgarráð: 2,5 millj. til Múlalundar og 2 millj. í Glit hf. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að leggja fram 2,5 miHjónir til greiðslu á húsaleigu Múlalundar við Skeifuna 3. Á síðustu árum hafa borgaryfir- völd tvívegis styrkt rekstur vinnu- stofunnar í Skeifunni um 2 milljón- ir króna. Þá samþykkti borgarráð, að greiða 2 mjlljónir króna upp í fyrir- huguð kaup á hlut borgarinnar í Glit hf. á næsta ári en endanlegt kaupverð er 5 milljónir króna. 24 öryrkjar.og aðrir með skerta starfs- orku hafa hafið störf hjá iðjudeild Glits hf., þar af 21 á vegum ráðn- ingarstofu Reykjavíkurborgar. Lukkutríó björgunarsveitanna: Bæjarstjórn Húsavíkur: Aðalvinningurinn ekki enn genginn út SKAFMIÐAR Lukkutríós björgunarsveitanna eru upp umir hjá sveit- unum en talsvert af miðum mun enn til á sölustöðum; „einhver þús- und miða,“ segir Birgir Ómarsson hjá Lukkutríói. Aðal vinningur- inn, einbýlisús í Grafarvogi, er ekki genginn út. „Meðan enn er óskafinn miði lif- um við í voninni,“ sagði Birgir og vísaði til þess að aðstandendur vildu fyrir alla muni að vinningurinn gengi út. Gefnir voru út miljón miðar og sá sem færir eiganda sínum einbýlishús „getur verið fremstur eða aftastur. Þó það þurfi ekki að vera þá eru mestar líkur til þess að hann sé enn óskafinn." Sala miðanna stóð í eitt ár og vinningshafar hafa eitt ár héðan í frá til að vitja vinninga. Húsið stendur því óráðstafað í að minnsta kosti þann tíma. Birgir sagði ákveð- ið að þó vinningsmiðinn kæmi ekki í leitirnar yrði húsið ekki selt á al- mennum markaði. „Við ætlum ekki að hagnast á því ef húsið gengur ekki út,“ sagði hann en ekki væri ákveðið hvað gert yrði við það. „Við höfum lifað í voninni um að einhver birtist hér með miðann, það er mestur ágóði fyrir okkur að vinn- ingar gangi út.“ Morgunbladið/Þorkell Frá vinstri Hannes B. Þorsteinsson fyrrverandi aðalféhirðir, Ingólfur Guðmundsson markaðsstjóri ein- staklingsviðskipta, Einar B. Ingvarsson fyrrverandi útibússtjóri, sem ásamt Hannesi veitti ráðgjöf við undirbúning að stofnun Vörðunnar, Sverrir Hermannsson bankastjóri, Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri, Jóhann Ágústsson aðstoðarbankasljóri og Kristín Rafnar forstöðumaður markaðssviðs. Landsbanki íslands: Aukin þjónusta við eldri borgara ÁKVEÐIÐ hefur verið að endur- skipuleggja og auka þjónustu Landsbanka Islands við borgara, sextíu ára og eldri. Þjónustan hefur verið nefnd Varðan og hefur um 50 manna hópur reyndra starfsmanna bankans fengið sérstaka þjálfun, sem þjónustufulltrúar viðskiptavin- anna. Að sögn Sverris Her- mannssonar bankastjóra, er hér um nýja heildarþjónustu að ræða fyrir aldraða en þeir eru fjöl- mennasti hópur viðskiptavina bankans og fjölgar með ári hveiju. Undirbúningur að Vörðunni hef- nr staðið í rúmt ár og í könnun sem Landsbanki Islands gerði á þeirri fjármálaráðgjöf, sem eldri borgur- um stendur til boða, kom í Ijós sér- staða þessa hóps. Oft er verið að taka ákvarðanir um fjármál og meðferð eigna án þess að nægar upplýsingar liggi fyrir eða aðrar upplýsingar um fyrirgreiðslu og ýmis réttindi eins og lífeyris- og bótaréttindi Tryggingastofnunar ríkisins, skattamál og leiðir til varð- veislu og ávöxtun fjármuna. „Vörð- unni er ætlað að sinna víðtækri þjónustu undir einu merki og efla um leið tengsl við viðskiptavini bankans,“ sagði Brynjólfur Helga- son aðstoðarbankastjóri. Sagði hann að ráðgjöf yrði meðal annars veitt um tryggingar í samvinnu við Sjóvá - Almennar, boðið upp á greiðsluþjónustu sem felur í sér greiðslu á reikningum á ákveðnum dögum auk aðstoðar við heildarút- tekt á tekju og eignarstöðu. Þá má nefna upplýsingar um málefni lífeyrisþega hjá Tryggingastofnun ríkisins, og er í undirbúningi sam- starfssamningur bankans og Tryggingastofnunar um upplýs- ingamiðlun. Reyndir starfsmenn bankans hafa að undanförnu tekið þátt í námskeiði vegna verkefnisins og fær hver viðskiptavinur sem kýs að taka þátt í Vörðunni sinn sér- staka þjónustufulltrúa. Áhersla er lögð á að fulltrúinn sýni fullan trún- að og geri sér grein fyrir að oft þarf að taka viðkvæmar ákvarðan- ir. Að sögn Brynjólfs er hugsanlegt að þjónustufulltrúarnir sæki þá heim sem eiga erfitt með að koma sjálfir í bankana, sé þess óskað. Þjónusufulltrúar verða í öllum útibúum Landsbankans og einnig í útibúum Samvinnubankans frá næstu áramótum. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í: gær að fsl. tíma hlti veður Akureyri +3 skýjað Reykjavík +2 skýjað Bergen 2 skýjað Helsinki 4-9 snjókoma Kaupmannahöfn 4 skýjað Narssarssuaq t4 skýjað Nuuk +8 léttskýjað Ósló +3 snjókoma Stokkhólmur +2 þokumóða Þórshöfn 2 iéttskýjað Algarve 14 skýjað Amsterdam 6 hálfskýjað Barcelona 15 mistur Berlín 6 skýjað Chicago varrtar Feneyjar 11 Þokumóða Frankturt 7 skýjað Glasgow 8 iéttskýjað Hamborg 5 súld Las Palmas vantar London 6 skýjað LosAngeles 13 ! 1 Lúxemborg 4 skýjað Madríd 7 rigning Malaga 18 aiskýjað Mallorca 18 skýjað Montreal 2 alskýjað NewYork 5 léttskýjað Orlando vantar París 9 skýjað Róm 20 skýjað Vln 8 rigning Washington vantar Winnipeg 8 þoka Flugleiðir fái tæki- færi til að sýna hvers félagið er megmigt Húsavík. „í LJÓSI reynslu síðustu missera og með tilvísun til þess viðkvæma atvinnuástands, sem ríkir í héraðinu, mælir bæjarstjórn Húsavíkur með því að Flugleiðir hf. fái tækifæri til að sýna hvers félagið er megnugt í að efla samgöngur við héraðið, enda telur bæjarsljórnin sig ekki geta fullyrt að markaðurinn sé til skiptanna. Telji samgönguráð- herra hins vegar skynsamlegt að veita öðru flugfélagi hlutdeild í mark- aðnum á flugleiðinni [Húsavík-Reykjavík] mælir bæjarstjóm Húsavíkur með Flugfélagi Norðurlands," segir í ályktun, sem samþykkt var á fundi bæjarstjómar Húsavíkur á þriðjudag. Ályktunin var borin fram af Ein- grundvallist ekki síst á ferðatíðni og ari Njálssyni bæjarstjóra. Sam- gönguráðuneytið óskaði umsagnar bæjarstjórnar Húsavíkur um viðbót- arflugleyfi á leiðinni Húsavík- Reykjavík en það eru 20% af áætl- aðri flutningaþörf. Flugleiðum var á síðastliðnu ári veitt allt leyfið með því fororði að það yrði endurskoðað að ári liðnu. í ályktun bæjarstjórnar Húsavíkur segir einnig: „Bæjarstjórnin telur að mikilvægi flugvalla hvað varðar upp- byggingu brauta og öryggistækja stærð þeirra flugvéla er nota völlinn í almennu áætlunarflugi. Bæjarstjóm áréttar mikilvægi þess að ljúka upp- byggingu Húsavíkurflugvallar með tilliti til möguleika, sem meðal ann- ars liggja í útflutningi afurða frá fiskeldi, svo og ferðaþjónustu. Bæjarstjóm telur að Flugleiðir hf. séu í dag eina innlenda flugfélagið, sem ræður yfír því markaðskerfí að geta veitt erlendum ferðamönnum beint til Húsavíkurflugvallar og þar með Þingeyjarsýslu." Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.