Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990
15
y«- Ai^v-.kvr X
vnivvmtn., ;
V*r iftmmnw<n*uu{».i .V iK-.TfMns: Ar*%nviHyr. .'v’
fvrtycm^r T>Mr^*lt)4{Aj- • '&nmgr ttVrr^n ■,
Vrir «n$rv*n*< ,
!'■'• ínrtrfr, tvl iVaVj tkw? «vyávcj* Von* fy-í^o*at
Vítfmrtc^ oí&fv«T*AHrt«nft*v*V-*r 1*«y<;.ocni»cIwKÍWaý'^^l
JÉaX .iw4jvri^t>4n»tytíW\lc»«4*í' f«*Á OUVJttrífc •*mV Mjk
- ,ÍUU »^ír*r^w^'tn^kfv*r,^iWf^ACT«54k« «!>««» kv>^nt>jýt \.. jK
' .t-nrv»>ilCVrw^tAré^T-v^.-'' ‘;’'f
,. filsbf%v 'íf" I
Skjöl í 800 ár
List og hönnun
Bragi Asgeirsson
r- w .....______________
j : '- ■ • ‘ ;r••
. '■■ ' ■ " -v.%' •. _• -y- *
. ' ’ri- '.iv , ,-uf.i.í 'v J
■• • ■'■ ,í'v.s«.?«S,__
PR.,- , " •"*■•• .'•■ ’•■•+.'*' . •« ■;>:•/.
I ••■ Ær.;'■•:.:. w •í.j
Það er dijúg veizla fyrir augað
ásamt ríkulegum fróðleik að
skoða sýninguna „Skjöl í 800 ár“,
sem um þessar mundir og til 30.
nóvember er haldin í Bogasal
Þjóðminjasafnsins.
Er hér, svo sem nafnið vísar
til, um að ræða sýningu á íslenzk-
um skjölum frá 1185-1989 og er
það þjóðskjalasafnið, sem stendur
fyrir sýningunni.
Eins og margur veit þá eru rit-
mál og myndlist skyldar listgrein-
ar og kemur það ekki síst fram í
nútímalist, sem leitar svo mikið
til ritmálsins og kalligrafíunnar í
hrynjandi og skipulagi.
Greinargóðar upplýsingar um
eðli sýningarinnar hafa komið í
fjölmiðlum, svo það verður ekki
endurtekið hér, en rétt er að
hvetja alla myndlistarmenn, sem
þykjast meðvitaðir um þróun og
eðli myndlistar að koma á vett-
vanginn.
Fyrir utan ótæpilegan fróðleik
um sögu þjóðarinnar í aldanna
rás, þá er hér svo mikið um mynd-
ræn atriði, að ég hreint féll í stafi.
Er mér vel ljóst hve mikið af
myndrænum atriðum má sækja
til liandrita ýmiss konar og þeirra
formrænu tilbrigða, sem þar koma
fram, hvort heldur í skriftinni
sjálfri eða hönnun skjalanna svo
og útliti þeirra eftir aldalanga
geymslu.
Má ég vísa til þess, að margur
myndlistarmaðurinn hefur einmitt
notfært sér ýmislegt úr smiðju
fortíðarinnar, er að þessum atrið-
um lýtur til að ná fram þeirri fyll-
ingu sem aldur og mismunandi
pappírstegundir orsaka.
Vissi maður ekki betur gæti
maður allt eins verið staddur á
núlistasýningu í Evrópu, er maður
virðir fyrir sér ýmis forn og máð
skjöl og einmitt þetta er t.d. heil-
mikill lærdómur fyrir myndlistar-
menn og myndlistarnema.
Þá er mjög vel að þessari sýn-
ingu staðið, og þótt húsakynnin
séu ekki stór, er rýmið svo vel
nýtt, að maður verður mjög margs
vísari við skoðun skjalanna og
annarra muna, sem til sýnis eru,
ásamt því að í næsta sjónmáli eru
ýmis dýrmætustu skjöl og handrit
þjóðarsögunnar, sem ættu að
sjálfsögðu að vera til sýnis á áber-
andi stað í húsakynnum Þjóð-
minja- og Þjóðskjalasafnsins.
Gætu menn þá farið með útlenda
gesti þangað og bent hróðugir á
merka viðburði í þjóðarsögunni,
eins og t.d. hina frægu fundar-
gerð frá þjóðfundinum 1851, þar
sem á er rituð hin örlagaríka setn-
ing „vér mótmælum allir“.
Falleg og greinargóð sýningar-
skrá hefur verið gefin út í tilefni
framtaksins og eru sýningargestir
hvattir til að festa sér hana og
gefa sér rúman tíma til að skoða
það sem til sýnis er.
Fjórar frumsamdar
bækur frá Isafold
BÓKAÚTGÁFA ísafoldarprentsmiðju hf. mun senda frá sér fjór-
ar frumsamdar bækur fyrir komandi jól. Bækurnar eru Herná-
mið - hin hliðin, eftir Louis E. Marshall, Fórnarpeð, eftir Leó
E. Löve, Þegar stórt er spurt..., eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur,
og Endurfundir, eftir Erlend Jónsson.
í bókinni Hernámið - hin hliðin
segir Louis E. Marshall frá dvöl
sinni á íslandi á síðari hluta stríðs-
áranna, en hann var þá yfirmaður
í Bandaríkjaher.
Fórnarpeð eftir Leó_ E. Löve er
önnur saga höfundar. í henni segir
frá ungum blaðamanni sem kemst
á snoðir um fjármálahneyksli.
Barnabókin Þegar stórt er
spurt... er sjálfstætt framhald
bókarinnar Þið hefðuð átt að trúa
mér! sem Gunnhildur Hrólfsdóttir
sendi frá sér fýrir síðustu jól.
Endurfundir er smásagnasafn
eftir Erlend Jónsson en áður hefur
ísafold gefið út smásagnasafn Er-
lendar, Farseðlar'til Argentínu.
Samtök herstöðvaandstæðinga:
Enn þörf á baráttu
þrátt fyrir breytingar
„NIÐURSTAÐA umræðna á ráðstefnu okkar um helgina var sú,
að þó forsendur séu vissulega breyttar þá sé enn þörf á þrýsti-
hópi, sem berst fyrir því að erlendur her fari af landi brott,“
sagði Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Samtaka herstöðvaand-
stæðinga. Á ráðstefnu samtakanna var rætt hvort aðstæður í
heiminum hefðu breyst svo, að tímabært væri að leggja samtökin
niður.
Ingibjörg sagði að sumir hefðu
túlkað þíðu í heimsmálum þannig,
að herinn færi' fljótlega af landi
brott. „Það var einróma álit ráð-
stefnugesta, að ólíklegt væri að
herinn færi án frekari baráttu og
því ákváðum við áframhaldandi
starf. Það feist meðal annars í
Keflavíkurgöngu í ágúst á næsta
ári, að því tilskildu að ekki verði
hér heræfingar þá, eins og heyrst
hefur. Verði æfingar munum við
einbeita okkur að því að mótmæla
þeim.“
Ingibjörg sagði að um tvö þúsund
manns væru félagar í Samtökum
herstöðvaandstæðinga, þó ekki
væru þeir allir virkir. „Breyttar for-
sendur í heimsmálum hafa í för
með sér breytt rök gegn starfsemi
ókkar. Áður heyrðum við oftast að
ef bandarískt herlið færi kæmi rúss-
neskt í þess stað. Nú eru rökin
þau, að Islendingar hafí ekki efni
á að láta herinn fara, af efnahags-
legum ástæðum. Aronskan hefur
tekið við af Rússagrýlunni.“
HEFUR ÞU flHUGfl A HUSNÆÐIA SPAHI
Nú erum við mættir ú nýjun leik ásamt íslenskri hjálparhellu, Helgu ióhannsdóttur.
Kauptu beint frd byggingaraðilanum — engir milliliðir
Hér gefst einstakt tækifæri tii að sjá framboðið
af einbýlishúsum, raðhúsum og íbúðum,
- og ef þú leikur golf, þá eru hér tveir golfvellir
- þeir bestu á Spáni!
EINSTAKT
TÆKIFffiRI
Ef þú ákveður þig í
þessum mánuði þá
býðst5% afsláttur
af heildarverðinu.
Við útvegum
bankaábyrgð
á byggingartímanum,
15
ara
ábyrgð á
húsnæðinu
INTERNATIONAL HB
INTERNATIONAL S.A.
Þtl
ÆTTIR ÞÁ
AÐ KOMA
Á SÝNINGU
OKKARA
Hótel Sögu