Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 29 Davíð Pétursson, bóndi, Grund í Skorradal. 51 árs. Maki: Jóhanna Guðjóns- dóttir. Elínbjörg Bára Magnús- dóttir, sérhæfður fisk- vinnslumadur, Akranesi. 41 árs. Guðjón Guðmundsson, skrifstofustjóri, Akranesi. 48 ára. Maki: Guðný Jóna Ólafsdóttir. Guðjón Kristjánsson, kaup- félagsstjóri, Ásum í Saurbæ. 34 ára. Maki: Ingi- björg Sigurðardóttir. Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastj., Borgar- nesi. 51 árs. Maki: Guðrún Broddadóttir. Sigurður Rúnar Friðjóns- son, mjólkursamlagsstjóri, Búðardal. 40 ára. Maki: Guðborg Tryggvadóttir. Sturla Böðvarsson, bæjar- stjóri, Stykkishólmi. 44 ára. Maki: Hallgerður Gunnarsdóttir. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi SJÖ gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna næstu alþingiskosninga í Vest- urlandskjördæmi. Prófkjörið fer fram á sérstökum kjörfundi sem haldinn verður i Hótel Borgarnesi næstkomandi laug- ardag og hefst klukkan 13. Kosningarétt hafa aðal- og varamenn í kjördæmisráði, alls 142 fulltrúar. Kjördæmisráðsfulltrúarnir hafa verið kosnir í 19 sjálfstæðisfélög- um, 5 fulltrúaráðum og Kjördæ- missambandi ungra sjálfstæðis- manna á Vesturlandi. í upphafi fundarins er frambjóðendum gef- inn kostur á að kynna sig. Síðan er gengið til kosninga. Hver full- trúi á að kjósa fjóra frambjóðend- ur með því að númera nöfn þeirra. Að sögn Vífils Búasonar formanns kjördæmisráðs verður talið strax að lokinni kosningu og úrslit liggja fyrir síðdegis á laugardag. Sýning á Hótel íslandi SÝNING verður haldin á Hótel Islandi fimmtudaginn 22. nóv- ember kl. 20.30 á vegum Stefáns Thorarensen hf. Herrafataverslun Birgis sýnir vetrarlínuna frá Rodier, Gant og Nik Boll. Kynntur verður dömu- og herrailmur frá Elizabeth Arden. Hárgreiðslustofan Hár og förðun sýnir það nýjasta í hárgreiðslu. Tískuverslunin Gala sýnir vetr- arlínuna frá Ester Ken og Electre. Einnig koma fram Grétar Örvars- son og Sigríður Beinteinsdóttir. Kynnir er Heiðar Jónsson. Umsóknum um kirkju- garða hafnað UMSÓKNUM tveggja útfarar- fyrirtækja um lóð undir kirkju- garð í Reykjavík hefur verið hafnað í borgarráði. í álitsgerð borgarritara til borg- arráðs kemur fram, að sveitarfé- lögum innan sóknar er skylt að láta af hendi ókeypis kirkjugarðs- svæði. Auk þess er í lögum ákvæði um heimild fyrir utanþjóðkirkju- söfnuði, sem hafa löggiltan for- stöðumann, að taka upp sérstakan kirkjugarð. Upptaka heimagraf- reita er hins vegar sérstaklega bönnuð. Þá segir: „Aðrir aðilar en þjóðkirkjan eða utanþjóðkirkju- söfnuðir, sem hafa löggiltan for- stöðumann, geta ekki tekið upp kirkjugarð. Samkvæmt framanrit- uðu er borgaryfirvöldum því hvorki skylt né rétt að láta af hendi land undir kirkjugarð fyrir útfararfyrir- tækin tvö.“ í umsókn fyrirtækjanna kemur fram að lóðaumsóknin er til komin vegna kirkjugarðsgjalda, sem þá yrði gert tilkall til og nýtt til niður- greiðslu á útfararkostnaði eins og tíðkast hjá Kirkjugörðum Reykja- víkurprófastsdæmis. „Ekki er það beint í verkahring borgaryfirvalda að fjalla um þennan þátt málsins, en þó skal bent á, að eftir gildandi reglum er kirkjugarðsgjöldum ætl- að að mæta kostnaði vegna kirkju- garða. Heimild til annarrar ráð- stöfunar er ekki í lögum.“, segir í áliti borgarritara. ■ NÁMSKEIÐ í skyndihjálp verð- ur haldið á vegum Reykjavíkur- deildar RKÍ. Það hefst í dag kl. 20.00 í Fákafeni 11, 2. hæð. Kennsludagar 22., 26., 28. og 29. nóvember. Að loknu þessu nám- skeiði gefst þátttakendum kostur á að bæta við sig tveimur kvöldum sem verða 3. og 6. desember. Súkkulaðiterta með rommkremi Notaðu AKRA með öðru úrvals hráefni.... ogútkoman verður írábær! Súkkulaðiterta með rommkremi Léttþeytið 70 g AKRA smjörlíki, 90 g sykur, 90 g púðursykur og 3 egg. Hrærið saman við 150 g hveiti, V2 tsk. natron, 2 tsk. salt, 25 g kakó og 150 g mjólk. Bakið við 190°C í 20 mínútur. Rommkrem Hrærið saman 50 g kakó, 500 gilórsykur og 350 g AKRA smjörlíki og bætið í rommdropum eftir smekk. Skreytið kökuna. Verði ykkur að góðu! ARGUS/SIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.