Morgunblaðið - 22.11.1990, Síða 29

Morgunblaðið - 22.11.1990, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 29 Davíð Pétursson, bóndi, Grund í Skorradal. 51 árs. Maki: Jóhanna Guðjóns- dóttir. Elínbjörg Bára Magnús- dóttir, sérhæfður fisk- vinnslumadur, Akranesi. 41 árs. Guðjón Guðmundsson, skrifstofustjóri, Akranesi. 48 ára. Maki: Guðný Jóna Ólafsdóttir. Guðjón Kristjánsson, kaup- félagsstjóri, Ásum í Saurbæ. 34 ára. Maki: Ingi- björg Sigurðardóttir. Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastj., Borgar- nesi. 51 árs. Maki: Guðrún Broddadóttir. Sigurður Rúnar Friðjóns- son, mjólkursamlagsstjóri, Búðardal. 40 ára. Maki: Guðborg Tryggvadóttir. Sturla Böðvarsson, bæjar- stjóri, Stykkishólmi. 44 ára. Maki: Hallgerður Gunnarsdóttir. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi SJÖ gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna næstu alþingiskosninga í Vest- urlandskjördæmi. Prófkjörið fer fram á sérstökum kjörfundi sem haldinn verður i Hótel Borgarnesi næstkomandi laug- ardag og hefst klukkan 13. Kosningarétt hafa aðal- og varamenn í kjördæmisráði, alls 142 fulltrúar. Kjördæmisráðsfulltrúarnir hafa verið kosnir í 19 sjálfstæðisfélög- um, 5 fulltrúaráðum og Kjördæ- missambandi ungra sjálfstæðis- manna á Vesturlandi. í upphafi fundarins er frambjóðendum gef- inn kostur á að kynna sig. Síðan er gengið til kosninga. Hver full- trúi á að kjósa fjóra frambjóðend- ur með því að númera nöfn þeirra. Að sögn Vífils Búasonar formanns kjördæmisráðs verður talið strax að lokinni kosningu og úrslit liggja fyrir síðdegis á laugardag. Sýning á Hótel íslandi SÝNING verður haldin á Hótel Islandi fimmtudaginn 22. nóv- ember kl. 20.30 á vegum Stefáns Thorarensen hf. Herrafataverslun Birgis sýnir vetrarlínuna frá Rodier, Gant og Nik Boll. Kynntur verður dömu- og herrailmur frá Elizabeth Arden. Hárgreiðslustofan Hár og förðun sýnir það nýjasta í hárgreiðslu. Tískuverslunin Gala sýnir vetr- arlínuna frá Ester Ken og Electre. Einnig koma fram Grétar Örvars- son og Sigríður Beinteinsdóttir. Kynnir er Heiðar Jónsson. Umsóknum um kirkju- garða hafnað UMSÓKNUM tveggja útfarar- fyrirtækja um lóð undir kirkju- garð í Reykjavík hefur verið hafnað í borgarráði. í álitsgerð borgarritara til borg- arráðs kemur fram, að sveitarfé- lögum innan sóknar er skylt að láta af hendi ókeypis kirkjugarðs- svæði. Auk þess er í lögum ákvæði um heimild fyrir utanþjóðkirkju- söfnuði, sem hafa löggiltan for- stöðumann, að taka upp sérstakan kirkjugarð. Upptaka heimagraf- reita er hins vegar sérstaklega bönnuð. Þá segir: „Aðrir aðilar en þjóðkirkjan eða utanþjóðkirkju- söfnuðir, sem hafa löggiltan for- stöðumann, geta ekki tekið upp kirkjugarð. Samkvæmt framanrit- uðu er borgaryfirvöldum því hvorki skylt né rétt að láta af hendi land undir kirkjugarð fyrir útfararfyrir- tækin tvö.“ í umsókn fyrirtækjanna kemur fram að lóðaumsóknin er til komin vegna kirkjugarðsgjalda, sem þá yrði gert tilkall til og nýtt til niður- greiðslu á útfararkostnaði eins og tíðkast hjá Kirkjugörðum Reykja- víkurprófastsdæmis. „Ekki er það beint í verkahring borgaryfirvalda að fjalla um þennan þátt málsins, en þó skal bent á, að eftir gildandi reglum er kirkjugarðsgjöldum ætl- að að mæta kostnaði vegna kirkju- garða. Heimild til annarrar ráð- stöfunar er ekki í lögum.“, segir í áliti borgarritara. ■ NÁMSKEIÐ í skyndihjálp verð- ur haldið á vegum Reykjavíkur- deildar RKÍ. Það hefst í dag kl. 20.00 í Fákafeni 11, 2. hæð. Kennsludagar 22., 26., 28. og 29. nóvember. Að loknu þessu nám- skeiði gefst þátttakendum kostur á að bæta við sig tveimur kvöldum sem verða 3. og 6. desember. Súkkulaðiterta með rommkremi Notaðu AKRA með öðru úrvals hráefni.... ogútkoman verður írábær! Súkkulaðiterta með rommkremi Léttþeytið 70 g AKRA smjörlíki, 90 g sykur, 90 g púðursykur og 3 egg. Hrærið saman við 150 g hveiti, V2 tsk. natron, 2 tsk. salt, 25 g kakó og 150 g mjólk. Bakið við 190°C í 20 mínútur. Rommkrem Hrærið saman 50 g kakó, 500 gilórsykur og 350 g AKRA smjörlíki og bætið í rommdropum eftir smekk. Skreytið kökuna. Verði ykkur að góðu! ARGUS/SIA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.