Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JNÓVEMBER 1990 NEYTENDAMÁL ELDSVOÐAR bæði í fyrirtækjum og á heimilum eru alltof al- gengir hér á landi. Án efa væri hægt að koma í veg fyrir marga þeirra með meiri árvekni. Neytendasíðan hrindir hér af stað „átaki“ gegn eldsvoðum. Leitað var til Rafmagnseftir- lits ríkisins með upplýsingar um húsbruna og hvað beri að varast til að koma í veg fyrir eldsvoða. Guðbjartur Gunnarsson hjá rafmagnseftirlitinu mun sjá þættinum fyrir upplýsingum næstu vikurnar. í meðferð rafmagns og raf- magnstækja verður aldrei of var- lega farið, eins og fram kemur í eftirfarandi frásögn af bruna í eldhúsi, sem nýlega átti sér stað í Reykjavík, bruna sem gæti hafa átt sér stað hvar sem er á landinu: Snemma í þessum mánuði ákvað, ung móð- ir að bregða sér bæjarleið með fjögurra ára son sinn. Á meðan hún var að und- irbúa ferðina brá snáðinn sér fram í eldhús og kveikti á öllum hellunum á elda- vélinni án þess að moðir hans yrði þess vör. Þau höfðu ekki verið í burtu nema klukku- stund þegar ungir piltar í nágrenninu tóku eftir að reyk lagði frá glugga ibúðar- innar sem var á annarri hæð í sambýlishúsi. Guðbjartur segir að aldrei verði of oft brýnt fyrir húsráð- endum, að fara með gát þar sem rafmagn er annars vegar, — ekki síst þar sem börn eru og unglingar. Forvarnir felast í varkárni Góður siður er að fara ekki brugðu Mynd/Rafmagnseftirlit ríkisins skjótt við og Varúð: Fjögurra ára drengur kveikti á öllum eldavél- náðu í slökkvi- arhellunum án vitundar móður sinnar. Eldur kom tæki sem var á Upp 0g húsbúnaðurinn eyðilagðist af sóti og reyk. gangi hússins, klifruðu síðan upp á svalirnar, opnuðu eldhúsgluggann og tókst að kæfa eldinn sem læst hafði sig í eldhúsinnréttinguna. Hús- búnaðurinn eyðilagðist af sóti og reyk. Fyrir þrem árum eyðilagðist nýuppgert hús hér í Reykjavík af eldi. Gleymst hafði að slökkva á eldavélarhellu áður en húsráð- endur yfirgáfu húsið. úr húsi, fyrr en gengið hefur verið úr skugga um að slökkt sé á öllum eldavélarhellum. Skiljið aldrei eftir eldfima hluti eins og heklaða dúka, plastílát eða dagblöð á eldavélinni. Takið brauðrist, hraðsuðuketil og straujárn alltaf úr sainbandi að lokinni notkun. M. Þorv. Gætið varkárni - forðist eldsvoða Morgunblað/Sverrir Hilmar B. Jónsson matreiðslumpistari kynnir gæði dilkakjöts í loftskiptum umbúðum. Hann leggur áherslu á að kjötið sé látið standa í 1 'A klst. án umbúða áður en það er matreitt. Nýtt dilkakjöt í loftskipt- um umbúðum á markaði í síðustu viku kynnti Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari nýtt og ófrosið dilkakjöt í loft- skiptum kolsýrufylltum umbúð- um, í „Matreiðsluskólanum okkar“. Að kjötkynningunni stóðu afurðastöð Kaupfélags Borgarfjarðar í Borgarnesi og fæðudeild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Þarna er um nýja pökkunaraðferð á kjöti að ræða, sem lengir geymsluþol á fersku og ófrosnu kjöti og ger- ir það meyrt. Aðferðin byggist á góðri kælingu kjötsins eftir slátrun, góðu hreinlæti og pökkun í kolsýru. Kjotið er látið hanga í 16-24 tíma í kjötsal eftir slátrun, til að koma í veg fyrir kæliherpingu (sem valdið getur seigju í kjöt- inu). Kjötið er brytjað; læri, fram- stykki og hryggur eru skorin frá og snyrt, þ.e. fita fjarlægð. Hveiju stykki er komið fyrir í poka úr „herpifilmu" sem hleypir í gegn- um sig litlu magni af kolsýru og súrefni. Síðan eru 5-6 kjötstykki (pökkuð) látin í stóran geymslu- poka í pappakassa, loftið er dreg- ið úr geymslupokanum og kolsýra er sett í staðinn. Límt er fyrir pokann og gengið frá kassanum Geir Björnsson sölusljóri lyá Kaupfélagi Borgarfjarðar, Gunnar Guðmundsson forstöðumaður afurðadeildar Kaupfélags Borgar- fjarðar og Guðjón Þorkelsson forstöðumaður fæðudeildar Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins stóðu að kynningu á gaspökkðu ófrosnu dilkakjöti. og kjötið geymt í kæli við 0-2°C. Tilraunir sem gerðar voru í fyrra sýndu að kjötið geymist vel í 8 vikur við þessar aðstæður, en það er 3-4 vikum lengri tími en hægt var að ná með öðrum aðferð- um. Þegar geymslupokinn er opnað- ur hverfur kolsýran úr kjötinu og geymist það í 3-4 daga í kæli. Ef nauðsynlegt reynist að geyma kjötið lengur verður að geyma það í frysti. Dilkakjöt í kolsýrufylltum loft- skiptum umbúðum á að uppfylla óskir neytenda um ófrosið, meyrt dilkakjöt og mun það standa neyt- endum til boða í kjötverslunum fram að jólum. M. Þorv. Súpa á svölum degi Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Úr þessu megum við gera ráð fyrir kaldara veðri, en haustið hefur verið afar gott hér í höfuðborginni, sumarblóm sjást enn í görðum og lauf á tijám. Það er líka greinilegt á mannfólkinu að blíðan er kær- komin og á förnum vegi er talað um að veturinn styttist talsvart við þetta langa haust. En með kólnandi veðri, sem allt- af fylgir vetrarkomu, förum við að huga að dálítið öðruvísi mat. Þegar það er gert koma t.d. upp í hugann heitar og matarmiklar súpur. í verslunum er fáanlegt margvíslegt súpuduft í pökkum og má sjálfsagt gera sæmilegan mat úr þeim, en til að vera viss um innihald og næringargildi er auðvitað best að laga súpuna frá grunni heima. Nú er fáanlegt gott úrval af grænmeti og því tilvalið að notfæra sér það til súpugerðar. Nýtt brauð úr grófu korni er sjálfsagt meðlæti með súpunni ítölsk súpa 3-4 meðalstórar hráar kartöflur, 2 meðalstórar gulrætur, 1 laukur, 1 msk. smjör, 1 msk. olífuolía, 1 ds. niðursoðnir tómatar, 7 dl grænmetissoð (súputening- ur og vatn), 2 hvítlauksrif, salt, pipar, smávegis estragon og timian eftir smekk. Kartöflurnar afliýddar og skorn- ar í sneiðar, gulræturnar hreinsaðar og rifnar á grófu járni, og laukurinn skorinn smátt. Grænmeti sett í pott með smjöri og olíu, iátið hitna án þess að taka lit. Saman við er sett grænmetissoð, marin hvítlauksrif, salt og pipar. Súpan látin malla við vægan straum þar til grænmetið er meyrt, en þá eiai tómatarnir settir saman við og hitað í gegn. Kiyddað eftir smekk. Gott er að bera með ristað osta- brauð. Kartöflusúpa 500 g kartöflur, 2 púrrur, 1 lítil sellerírót, 2 iaukar, salt og pipar, 1 'A 1 grænmetissoð (súputening- ur og vatn). Púrrurnar sneiddar þunnt, lauk- urinn skorinn smátt og brugðið í smjör í potti. Síðan eru grófrifnar hráar kartöflur og sellerí sett út í ásamt heitu grænmetissoðinu, kryddað að smekk og látið malla við vægan straum þar til grænmet- ið er meyit. Súpan borin fram með heitu brauði og rifinn ost settur yfir súpuna um leið og borið er fram ef vill. Sellerísúpa 1 búnt sellerístönglar, '!■: lítri vatn, 1 stór hrá kartafla, 2 msk smjör, 1 msk hveiti, '/i 1 heit mjólk, salt, múskat (má sleppa), 2 harðsoðin egg. Suðan látin koma upp á vatninu, sellerístönglunum ásamt grænu blöðunum bætt í og svo rifinni kait- öflu. Látið sjóða þar til grænmetið er nær meyrt. -Smjör og hveiti sett í pott, gerð- ur úr því jafningur og þynnt með mjólkinni, hrært vel á milli og látið sjóða, kryddað. Jafningnum er hellt yfir grænmetið, hrært vel og súpan látin jafnast, hún á að vera þykk. Brytjuð harðsoðin egg sett út í, hituð með, og þá er súpan tilbúin til neyslu. Brauð haft með og smjör ef þurfa þykir. Grænmetis-fiskisúpa 4-5 kartöflur, hráar, 3 púrrur, 1 msk smjör, 1 lítri vatn, 1-2 fisk-súputeningar, afgangur af soðnum fiski, Vs 1 mjólk (hægt að sleppa ef vill eða setja minna magn), graslaukur, dill eða steinselja, salt og pipar. Kartöflurnar afhýddar og skorn- ar í sneiðar, púrran sneidd þunnt, sett í smjör í potti og látið mýkjast við vægan straum. Súputeningar leystir upp í sjóðandi vatninu, hellt yfir grænmetið og látið sjóða þar til allt er meyrt. Það er hægt að blanda grænmetinu vel saman í blandara eða með því að núa því í gegnum sigti. Soðnum fiskbitum bætt út í og hitaðir með. Súpuna má þynna með mjólk ef vill, en ekki skaðar að setja smá ijóma- slettu út á að lokum. E.S. Það er auðvitað hægt að sjóða roðflett fiskistykkin í súpunni eins og verið væri að sjóða á venju- legan máta í vatni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.