Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER 1990 • 0 \ Lóninu Hótel Loftleiðum Vegna fjölda áskorana endurtökum við okkar vinsæla villibráðarhlaðborð í Lóninu á Hótel Loftleiðum föstudaginn 23. og laugardaginn 24. nóvember. Við stöndumst ekki freistinguna og birtum matseðilinn í allri sinni mynd: Þar sem búast má við mikilli aðsókn borgar sig að panta.borð strax í síma 2 23 21. Verið velkomin. HÓTEL LÖFTLElfllR FORRÉTTUR: Heilsteiktur hreindýravödvi Ofnsteikt villigæs Pönnusteikt lundabringa Smjörsteikt rjúpubringa Ofnsteikt önd Hrei n dý rapottréttu r EFTIRRÉTTIR: Heit eplakaka Ferskir ávextir Ostar Villibráóarseyói Hreindýrapaté Sjávarréttapaté Grafinn silungur AÐALRÉTTUR: Píanótónleikar _________Tónlist Jón Ásgeirsson Anna Málfríður Sigurðardóttir píanóleikari kom fram á tónleik- um EPTA, evrópusambandi píanókennara, sl. mánudags- kvöld í íslensku óperunni og flutti tónverk eftir J.S. Bach, Beethoven, Chopin, Rakhm- anínov og Liszt. Tónleikarnir hófust á Toccötu í D-dúr (BWV 912), eftir J.S. Bach og er talið að hún sé samin 1710. Ekkert er vitað um verkið að öðru leyti en að það ber ýmis einkenni, sem heyra má í Prelúdíu og fúgu í D-dúr (BWV 532), sem talið er að Bach hafi samið tveim til þremur árum síðar, eða 1712-13. Mörg hljóíh- borðsverkin frá þessum tíma bera það glöggt með sér, að Bach er að kanna tónverk annara höf- unda og ýmis stílbrigði og nýj- ungar í leiktækni og er D-dúr tokkatan mjög ólík ýmsu því sem hann samdi, bæði hvað snertir samstígt raddferli, hljómskipti og tematísk vinnubrögð. Flutningur Málfríðar var nokkuð harður en skýr og vel mótaður. Sama má segja um flutninginn á C-dúr-sónötunni, op. 2 nr. 3, eftir Beethoven, þó brygði fyrir fallega mótuðum tónhendingum, einkum í hæga þættinum. Skersóið var glæsi- lega flutt og sömuleiðis var margt fallega gert í síðasta kaf- lanum, þó nokkuð gætti þar óró- leika, sem kom fram í því að hún Anna Málfríður Sigurðardóttir stefndi sér í of mikinn hraða, svo þessi glæsilegi þáttur missti nokkuð af settleika sínum. Rómantíkin var í fyrirrúmi seinni hluta tónleikanna og ljóst er að Málfríði hefur aukist þrek og leikkraftur sem kom henni til góða í Fís-dúr-Impromptunni og As-dúr-Ballöðunni eftir Chopin, sem voru bestu verk tónleikanna. Tvær prelúdíur nr. 2 og 4 úr op. 23, eftir Rakhmanínov, voru henni á köflum erfiðar en þessi glæsilegu píanóverk eru illmeð- færilegir fingurbrjótar. Tónieik- unum lauk með Harmonies du Soir eftir Liszt. Málfríður ræður yfir mikilli tækni sem hún á samt eftir að vinna úr og móta, einkum er varðar túlkun og útfærslu blæ- brigða. Þrátt fyrir það er Málfríð- ur eftirtektarverður píanóleikari sem líklegur er stórræðanna. Þau Þórhallur Sigurðsson, Margrét Guðmundsdóttir og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sínum. ■ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ er nú á fei ð um grunnskóla borgarinnar með leiksýninguna Næturgalinn sem leikhópur hefur samið eftir hinu þekkta ævintýri H.C. Andersen. Þátttakendur í sýningunni eru leik- ararnir Helga E. Jónsdóttir, Jón Símon Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir og Þórhallur Sigurðsson og flautu- leikarinn Arna Kristín Einarsdótt- ir. Tónlistin er eftir Lárus Grímsson og leikmuni gerði Jón Páll Björnsson. Guðmundur Steinsson var skrifari hópsins en hreyfingar og líkamsþjálfun annað- ist Sylvia Von Kospoth. Sýningun- um í grunnskólum Reykjavíkur lýkur í lok nóvember og verða þær þá orðnar um 90 talsins en síðan er ætlunin að sýna Næturgalann eins víða í grunnskólum landsins og kost- ur er. Næstu sýningar eru: í í Selás- skóla fimmtudag 22. nóvv- í Fella- skóla föstudag 23. nóv., í Oldusels- skóla mánudag 26. nóv., í Hóla- brekkuskóla þriðjudag 27. nóv., í Seljaskóla miðvikudag 28. nóv. Komdu d sima Þar Sími duou í Krin gefur að líta mikið úrval af símum af öllum stærðum og gerðum, kjörnum til jólagjafa. Símadagar í Kringlunni 21.- 24. nóvember. talandi dœmi um góöajólagjöf. y&sí PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir I Kirkjustræti.Kringlunni og Ármúla 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.