Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 31
Leiðtogafundur RÖSE í París MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 31 Opiö í kvöld Eldhúsiö opiöfrá k.l. 18-24 Yfirmatreiöslumaöur David Wallachfrá New York Dansaö til kl. 01.00 Tónlistarstjóri: Árni Jónsson A öga ngs ey ri r: kl. 18-21.30 FRÍTT kl 21.30 -24.15 kr. 500.- Velkomin til Ömmu Lú w* k/ Eír* rs m matsölu- og skemmtistaöur Kringltnmi 4, sími 689686 SIEMENS Metsölublað á hverjum degi! Sameigmlegum stofnun- um verði komið á fót í Prag, Vínarborg og Varsjá íslendingar greiða 0,20% af kostnaði við RÖSE París. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í Parísarsáttmálanum, en svo hefur sáttmáli sá, er leiðtogar aðildarríkja Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu undir- rituðu í gær, verið nefndur, er kveðið á um að koma skuli á fót sameiginlegum stofnunum til að vinna að tilteknum verkefnum. Jafnframt er sagt fyrir um hvernig samskiptum ráðherra og embættismanna aðildarríkjanna eigi að vera háttað. Næsti leiðtogafundur er ákveð- inn í Helsinki árið 1992 og þar eftir í lok framhaldsfunda ráð- stefnunnar sem áætlaðir eru ann- að hvert ár. Stofna skal ráðherrar- áð sem í eiga sæti utanríkisráð- herrar aðildarríkjanna. Mælt er fyrir um að ráðið skuli koma sam- an eigi sjaldnar en einu sinni á ári, í fyrsta sinn í Berlín í janúar á næsta ári. Nefnd háttsettra embættismanna verður komið á fót til að undirbúa ráðherrafundi og framkvæma ákvarðanir þeirra. Daglegur rekstur þessa samstarfs verður í höndum framkvæmda- stjórnar með aðsetur í Prag. Þá var og samþykkt að stofna til skrifstofu í Vínarborg með það hlutverk að fyrirbyggja að hættu- ástand skapaðist innan Evrópu. í Varsjá verður sett upp skrifstofa til að fylgjast með framkvæmd kosninga í aðildarríkjunum og tryggja að farið sé eftir ákvæðum sáttmálans. Ákveðið var að fela ráðherrum í samvinnu við þing- menn aðildarríkjanna að koma á fót sameiginilegum fundum full- trúa allra þjóðþinga aðildamkj- anna. Rík áhersla er lögð á að manna- haldi og útgjöldum vegna sameig- inlegra stofnanana verði haldið í lágmarki. Samkvæmt kostnaðar- skiptingunni verður framlag'þeirra sem mest borga 9,1% af útgjöldum en lægstu framlög 0,20%. Islend- ingum er ætlað að leggja fram 0,20% af árlegum útgjöldum RÖSE. Strangar reglur gilda um mannahald. T.d. er óheimilt að ráða fleiri en einn starfsmann frá hveiju aðildarríki nema annað sé ekki auðið. Þá er og gert ráð fyr- ir því að aðildarríkin greiði sjálf laun þeirra starfsmanna sem þau tilnefna til starfa hjá stofnunum RÖSE. Það vekur athygli að hvergi er vikið berum orðum að Evrópu- ráðinu og því er bersýnilega ekki ætluð bein þátttaka í samstarfinu þrátt fyrir að margir leiðtoganna legðu áherslu á að forðast ætti að setja á fót stofnanir til að sinna verkefnum sem þegar væru á ann- arra herðum. í ávörpum Ieiðtoganna kom fram mikill áhugi á frekari samn- ingum til að draga úr líkum á að hættuástand skapaðist í Evrópu. Lögð var áhersla á mikilvægi þess að þróun í átt til frelsis héldist í hendur við batnandi afkomu. Nokkrir letðtoganna lýstu áhyggj- um sínum vegna málefna minni- lilutahópa í álfunni. Af öðrum niðurstöðum funda- haldanna í París undanfarna þijá daga má nefna samning Varsjár- bandalagsins og Atlantshafs- bandalagsins um fækkun hefð- bundinna vopna á landi í Evrópu og griðasáttmála milli sömu aðila. Einnig lýstu nokkrir fulltrúar Austur-Evrópu-ríkja því yfir að hernaðarsamstarfi Evrópuríkja yrði hætt innan tíðar. Reuter Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, lítur á úr sitt er hann kemur til lokafundar leiðtogafundarins í París. Litlu raftœkin frá SIEMENS gleöja augað og eru afbragðs jóiagjafir! kaffivélar hrærivélar brauðristar vöfflujárn strokjám handþeytarar eggjaseyðar djúpsteikingarpottar hraðsuðukönnur dósahnífar áleggshnífar kornkvamir ,aaclette“-tæki veggklukkur vekjararklukkur rakatæki bílryksugur handryksugur blástursofnar hitapúðar hitateppi o.m.fl. Lítið inn til okkar og skoðið vönduð tœki. Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið! Vaxandi otti við hungur í Sovétríkjumim; Líkur á fjöldaflótta til V-Evrópu í vetur Ósló, Brussel, París. Reuter. SKUGGI efnahagsvandans í Sovétríkjunum og nýfrjálsum ríkjum Austur-Evrópu hvíldi yfir leiðtogafundi Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) í París. Wilfried Mart- ens, forsætisráðherra Belgíu, sagði að ekki væri aðeins hætta á að fólksflutningar frá fátækum löndum A-Evrópu og Afríku til V-Evrópu færðust gífurlega í aukana á næstunni heldur væri það fullvíst. Belgískur embættismaður sagði í gær að straumurinn gæti á skömmum tíma sligað fióttamannastofnan- ir í löndum V-Evrópu. Að sögn Belgans hafa margir flóttamenn, sem neitað hefur verið um landvist vegna þess að þeir eru eingöngu á flótta undan fátækt, notfært sér allar smugur í innflytjendalöggjöf eins V-Evr- ópuríkis þar til yfir lauk en hald- ið síðan til annars og leikið sama leikinn þar. Hann sagði stjórn- málamenn yfirleitt óttast að verða sakaðir um hatur á útlend- ingum ef þeir sporni við lögbrot- unum og þeir láti málin því af- skiptalaus. Talsmaður norska hersins segir að komi til þess að fjöldi Sovétmanna flýi hungur og aðra vesöld í landi sínu í vetur, m.a. yfir landamærin til Noregs, verði hægt að aðstoða fólkið með því að grípa til neyðarbirgða Atl- antshafsbandalagsins í landinu. Um er að ræða matvæli, teppi og tjöld sem geymd hafa verið til notkunar ef Sovétherinn gerði innrás. Umræddar birgðir eru geymdar neðanjarðar ásamt vopnum og skotfærum í grennd við lgndamærin. Skortur á undirstöðumatvör- um virðist yfirvofandi í Sov- étríkjunum og nýlega birti mál- gagn kommúnistaflokksins, Pravda, frétt á forsíðu með fyrir- sögninni: „Er hætta á hungri?“ Á leiðtogafundi RÖSE afhentu fulltrúar Sovétríkjanna vestæn- um ríkjum lista yfir þær vörur sem mestur skortur er á og þeir vilja kaupa. Ýmsir leiðtogar, þ.á m. Helmut Kohl Þýskalands- kanslari og George Bush Banda- ríkjaforseti segjast munu beita sér fyrir aðstoð við Sovétmenn. Ekki mun þó vera rætt um bein- ar matargjafir heldur segjast Sovétmenn ætla að greiða fyrir vörurnar. Samgöngukerfi þeirra, sem er afar lélegt, er helsta hindrunin í vegi fyrir því að hægt verði að bregðast fljótt við mögulegri hungursneyð. Mat- vælaskömmtun hefur verið ákveðin í Leníngrad og ljóst að borgarstjórn Moskvu grípur til sömu aðgerða á næstunni. Innan skamms hyggjast sov- ésk stjórnvöld auka mjög ferða- frelsi borgaranna og er talið að milljónir manna vilji þegar í stað komast á brott. Finnland á löng landamæri að Sovétríkjunum en fínnskir embættismenn segjast þó ekki óttast að skyndileg bylgja flóttamanna skelli á landinu. Ráðherra innflytjenda- mála í Svíþjóð, Maj-Lis Loow, segir að eina leiðin til að koma í veg fyrir fjöldaflótta til landsins sé að „láta þegar í stað og með ótvíræðum hætti i ljós að við ætlum aðeins að taka við pólitískum flóttamönnum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 266. tölublað (22.11.1990)
https://timarit.is/issue/123628

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

266. tölublað (22.11.1990)

Aðgerðir: