Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER 1990 ÚTILJÓ$ GARÐLJOS Rafkaup ÁRMÚLA 24-SÍMAR 681518-681574 SÁMAST4Ð tölvur og allt sem þú þarft til tölvuvinnslu! victron VARA- AFLGJAFAR Láttu ekki næsta spennufall eða raf- magnsleysi valda tapi mikilvægra gagna úr tölvunni þinni. VICTRON varaaflgjafinn heldur tölvunni gangandi og kemur í veg fyrir gagnatap. TÆKNIVAL Skeifunni 17 s. 91-681665 Skyggnst inn í heim „sjó- ræningja og furðufuglau eftir Oddnýju Sv. Björgvins Muður að nafni Ingo Wershofen, kynnir sig sem Ieiðsögumann með fleiru, bar á borð fyrir lesendur Morgunblaðsins 31. októbersl. ein- hverja þá kostulegustu naglasúpu af órökstuddum fullyrðingum og hleypidómum undir fyrirsögninni „Fyrst hvarf síldin, síðan náttúran, og loks ferðamannatekjurnar". í miðri naglasúpunni er veist að mér persónulega vegna „viðtals" sem éjg tók við austunisku systkinin og Islandsvinina Christian og Elisa- beth Kneissl. Því get ég ekki orða bundist. Hvorki hefur síldin horfið, né hefur henni verið eytt. Bátar hafa vart undan að moka upp síldartorf- um, en það skortir erlenda kaup- endur með gjaldeyri! Og sú fullyrð- ing leiðsögumannsins að „hér á landi kippi menn sér ekki upp við þó að strendur Viðeyjar séu olíu- klæddar“ og einhveijir ómerkilegir sjávarfuglar drepist“ er slík fárán- leikakenning að eftir verður tekið og ekki beint góður formáli að lýs- ingu d Islandi, sem aðdráttarafli erlendra ferðamanna sem leiti ósnortinnar náttúru! Skyldi önnur leiðsögn hjá Wershofen vera í sam- ræmi við slíka efnismeðhöndlun? Ferðaheildsalar „sjó ræningjar" á íslenskri grund Ekki vandar IW þeim starfs- bræðrum sínum Elisabeth og Christian Kneissl kveðjurnar, þegar hann vitnar í „viðtal“ þeirra við úndirritaða í Ferðablaði Mbl. 25. ágúst sl., sem sagt hvorki „mín grein“ né „villandi auglýsing“! En þar sem hann veitist að mér persón- ulega, mun ég líta á nokkrar full- yrðíngar hans á móti staðreyndum tengdum Kneissl-systkinunum. Ferðamannatekjur á síðasta snúning vegna ágangs „sjóræn- ingja“ segir IW. Er sú reyndin? Nei, aldrei í sögu íslands hafa þær verið meiri, sem að sjálfsögðu byggist á margra ára starfi. En álíta menn í raun og veru að öll markaðsstarfsemi í þágu ferðamála sé óþörf, að samvinna við erlenda ferðaheildsala sé óþörf, að ferða- menn bíði í stórhópum eftir að komast til íslands? Þeir sem starfa að þessum málum vita betur! Trú- lega hefui' þurft mikið átak á sínum tíma að sannfæra forráðamenn umræddra fyrirtækja í Þýskalandi og Austurríki að hugleiða það yfir- leitt að senda viðskiptafólk sitt hingað. Heyrum hvað Davíð Vilhelms- son, framkvæmdastjóri Flugleiða í Frankfurt, segir: „Mér finnst kom- inn tími til að þeir sem taka á móti erlendum ferðamönnum á ís- landi, viðurkenni, að án erlendra ferðaheildsala, sem rnargir hveijir eru á meðal bestu íslandsvina og náttúruvemdarmanna sem ég hef kynnst væri íslenskur ferðaiðnaður í núverandi mynd ekki til.“ Munar okkur ekkert um 6.500 ferðamenn? Áður en Kneissl-systkinin fóru að kynna ísland (með bókaútgáfu, kynningarmyndum o.fl.) komu að- eins örfáir Austurríkismenn hing- að. Staðan núna: Sl. 6 sumur hafa 6.500 ferðamenn komið hingað á vegum Kneissl. Sl. sumar keypti Kneissl fæði fyrir 3,6 milljónir króna, nýtti íslenska farkosti í lofti og á landi og gistingu á íslenskum hótelum. Halda menn kannski að Flugleiðir muni ekki um hvort 6.500 farþegar nýti flugvélasætin — eða ekki — upp í erfiðar afborg- anir og vexti nýrra, glæsilegra far- kosta, til að hér sé hægt að halda uppi íslensku flugfélagi þegar öll höft eru að hverfa í flugsam- göngum og flug um allan heim að verða fijálst? Það skyldi nú ekki ve.ra að sum- arflugið til Salzburg byggist að verulegu leyti á viðskiptum við Kneissl, sem gerir okkur Islending- um kleift að fljúga beint þangað á hagkvæmum fargjöldum! Ætli austurrískum ferðamönnum brygði ekki í brún ef flugfreyjur byðu „sjó- ræningjana“ velkomna um borð. Gott að IW starfar ekki enn sem flugþjóhn! Studiosus og Kneissl — þyrnar í augum leiðsögumanna! Studiosus er ein virtasta ferða- skrifstofa Þýskalands (með 35 ára starfsferil) og sendir hópa sína um allan heim, ávallt undir leiðsögn þýskra fararstjóra\ Hún hefur skipt við Ferðaskrifstofu ríkisins (núna Ferðaskrifstofa íslands) í 20 ár og BSÍ í 15 ár! Bæði Studiosus og Kneissl leigja íslenskar rútur í allar sínar ferðir, með íslenskum bílstjór- um og skipta við íslensk hótel! Gunnar Sveinsson framkvæmda- stjóri BSÍ kveður svo fast að orði: „Viðskipti við Kneissl og Studiosus eru lifibrauð ákveðinna sérleyfis- hafa, gera þeim kleift að halda uppi samgöngum að vetrarlagi. Ef hópferðaakstur með ferðamenn væri ekki fyrir hendi,_er hætt við að áætlunarferðir á íslandi væri svipur hjá sjón!“ I samræmi við alþjóðlega þróun ferðast margir um Island á eigin bílum. IW ofbýður „að þessir sjó- ræningjar skuli leyfa sér að nýta fé ísienskra skattborgara með akstri á okkar vegakerfi, að þeir skuli leyfa sér að sleppa farþegum sínum lausum á okkar eftirlitslausu náttúruundur!" Lítum aðeins í eigin barm. Ætli íslenskir ferðamenn þræði ekki þjóðvegakerfi Evrópu- landanna, óáreittir, í góðum friði við guð og menn, lausir við prédik- ara eins og IW. Hvernig skyldi þeim finnast, ef þeim væri bannað að fara út úr bílum sínum til að skoða náttúruundur í öðrum lönd- um? Eftirlitslaus náttúruundur - fyrir hverjum? Hveijum er um að kenna nema okkur sjálfum, ef náttúruundur okkar eru eftirlitslaus? Elisabeth Kneissl segir í fyrrgreindu viðtali að hún veigri sér við að sýna lönd- um sínum fegurstu náttúruvætti íslands eftir tjaldhelgar íslendinga, slíkur sé umgangurinn! Og ekki eru nema örfáir mánuðir síðan að ís- lenskir unglingahópar gengu ber- serksgang í dýrmætum íslenskum náttúruperlum. Okkur hættir til að horfa framhjá umgengni íslendinga á sama tíma og við erum mjög dómhörð á erlenda ferðanienn. Kannski þurfum við sjálf ekki síst á góðri leiðsögn að halda — um eigið land!' Allir, sem ferðast hafa erlendis og bera saman umgengni þar og hér, sjá stóran mun á aga í fram- kvæmd ferðamála þar og því aga- leysi sem tíðum mótar íslenskt þjóðfélag. Þeir sem best þekkja til í íslenskum ferðamálum, segja að erlendir ferðamenn gangi mun bet- ur um landið en við sjálf. Auðvitað hafa erlendir ferðamenn gert sig seka um náttúruspjöll, en þau stafa oft af kunnáttuleysi og lélegum merkingum. Og það er samdóma álit þeirra sem best þekkja til, að umgengni hópa frá Kneissl og Studiosus hafi um langt árabil ver- ið til mestu fyrirmyndar. Erlendir og íslenskir leiðsögnmenn í viðtali mínu við Elisabeth Kneissl segist hún hafa leyfi sem leiðsögumaður á íslandi. Pappírana hef ég ekki séð og varðar ekki um þá, dreg fullyrðingu hennar ekki í efa. Enda er mér tjáð af þeim sem til þekkja að bæði Kneissl og Studi- osus fylgi íslenskum lögum út í ystu æsar og séu með uppáskrifuð leyfi frá Ferðamálaráði. IW vænir hana heldur ekki um lögleysu, en spyr af þeirri smekkvísi sem ein- kennir skrif hans:' „Situr konan sjálf í öllum farartækjum á vegum fyrirtækisins? Hvað um hina 20-30 furðufugla (góð einkunn fyrir er- lenda starfsbræður!) sem sitja í þeim sætum sem íslenskir leiðsögu- menn ættu að sitja í?“ Fyrr má nú rota en dauðrota! Eðlilegt að leiðsögumenn vilji vernda atvinnumöguleika sína, en þarf að ráðast gegn erlendum starfsbræðrum með fúkyrðum? Stétt sinni gerir IW engan greiða með slíkum starfsháttum. Hlutlægt mat er affarasælast! íslenskir hóp- ar kjósa íslenska fararstjóra á ferð- Oddný Sv. Björgvins „Hvernig væri að fólk sem kennir sig við ferðaþjónustu á íslandi fari að horfa á aðalat- riði í atvinnugreininni. — Og sumum virðist ekki veita af einangrun til að skilja eðli ferða- þjónustu, eins og er- lendi ráðgjafinn í ráð- stefnuhaldi lagði til í viðtali fyrir skömmu.“ um sínum um heiminn og veit ég engin frávik á því. Hér þekkja ís- lenskir leiðsögumenn best aðstæð- ur. Á fjarlægum slóðum gildir sama regla um þarlent leiðsögufólk. En fararstjórar sem fylgja sínu fólki veita því öryggi, tala sömurtungu, þekkja það frá fleiri ferðum. Þetta hlýtur að vera hverjum manni aug- ljóst sem lítur í eigin barm. Til hvers myndi bann á erlenda fararstjóra leiða? Vilja menn boð og bönn? Vill IW að samgönguráðherra banni hing- aðkomu og leiðsögn erlendra farar- stjóra með eigin hópum eða setji bann á hópana í heilu lagi? Á sama tíma og gagnkvæm réttindi á þess- um og öðrum sviðum eru að verða regla í þeim löndum sem eru að hverfa frá sérréttindum og bönn- um. Eigum við kannski að banna Magnúsi Magnússyni (ímynd ís- lands í Bretlandi) að koma hingað með hópa? Er ferðaþjónusta ekki alþjóðleg atvinnugrein? Erum við að hneigjast til svartnættis hér á Islandi? Og til hvers myndi slíkt bann leiða? Án efa myndi hver hópurinn á fætur öðrum afturkalla íslandsför — og þá kynni að fækka verkefnum fyrir Wershofen og fleiri. Jafnhliða mættu menn eiga von á því, að þau erlendu ríki sem til þessa hafa tekið með vinsemd á móti íslenskum ferðahópum með s^dUm H£im HÆÐ 160,9 otHUA4 Upp HÆÐ 133,4 HÆÐ 105,9 BREIDD 95,3 BREIDD 95,3 BREIDD 95,3 BREIDD 95,3 13.500 KR. 1 11.700 KR • 9.700 KR. 7.600 KR. ÓDÝRAR BÓKAHILLUR 4 HÆÐIR OG 4 BREIDDIR (95,3 cm, 130,5 cm, 165,7 cm og 200,9 cm á breidd) HVÍTAR, SVARTAR OG UÓS ASKUR habitat LAUGAVEGI 13 - REYKJAVlK - SlMI 625870 (INNGANGUR I HUSGAGNADEILD SMIÐJUSTlGSMEGIN)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.