Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUIÍ 22. NÓVEMBER 1990
65
GOLF
1 SUND
|
I
Seve Ballesteros í vandræðum. Algeng sjón enda gengið illa hjá snillingnum.
Hvaða lið
verður bikar-
meistari?.
Talið aðþaráttan
standi milli ÍA og Ægis
Bikarkeppni Sundsambands ís-
lands, 1. deild, fer fram í Sund-
liöll Reykjavíkur um helgina og
hefst á föstudagskvöld. ÍA er núver-
andi bikarmeistari, en nú er talið
að Ægir veiti Akurnesingum harða
keppni um titilinn, sérstaklega þar
sem Ragnheiður Runólfsdóttir, IA,
verður ekki með þar sem hún er
við nám í Bandaríkjunúm.
Baráttan verður ekki minni um
fallsætið. Þar er talið líklegast að
baráttan standi milli Vestra, UMSK
og Sundfélags Hafnarfjarðar. Arn-
þór Ragnarsson úr SH, sem nú
æfir í Danmörku, syndir ekki fyrir
SH um helgina og kemur það með
að veikja liðið töluvert.
„Ég er ekki
að brenna út
- segir Seve Ballesteros, sem hefur
gengið miög illa í ár
SPÁNVERJAR og aðrir aðdá-
endur golfsnillingsins Sever-
iano Ballesteros hafa miklar
áhyggjur af slæmu gengi hans
á golfvellinum á þessum ári.
Hann hefur algjörlega brugðist
þeim enda allt gengið á aftur-
fótunum hjá honum á golfvöli-
unum um allan heim í sumar.
Spánveijar hafa miklar áhyggj-
ur af þessu enda vanir allt
öðru úr hans átt. Fyrir skömmu
voru löng viðtöl við hann í blöðum,
útvarpi og sjónvarpi,
Kjartan L. en þar gat kappinn
Pálsson ekki gefíð neina
skrifar haldbæra skýringu
á þessu slæma gengi
í ár, t.d hroðalegu tapi fyrir Ronan
Rafferty í Sun Tory-bikarnum í
Skotlandi.
sigri í golfsögunni, tólf höggum á
undan næsta manni í World Series
í Bandaríkjunum, þar sem hann sló
öll met.
Olazabal, sem gerðist atvinnu-
maður árið 1986 og er núna 24 ára
gamall, segir um vin sinn Seve, að
hann leiki oftast alveg eins vel ef
ekki betur en áður. „Hann er bara
ekki alltaf eins heppinn og hann
var. Maður þarf að hafa heppni
með sér til að vera í fremstu röð og
í fyrsta sæti I golfi eins og öðrum
íþróttum." Seve er ekki búinn segir
hann. „Hann er svo sterkur og frek-
ur við sjálfan sig, að ég veit að
hann kemur aftur næsta sumar og
flengir okkur alla.“
Sigur í 55 mótum
Seve hefur aðeins sigrað í einu
móti á þessu keppnistímabili.. Það
var á Son Vida-vellinum á Mallorca
í mars sl. Telst það frekar lítill sig-
ur. Alls hefur kappinn sigrað í 55
stórmótum víða um heim, t.d. tvisv-
ar á bandaríska meistaramótinu
(Masters) og þrisvar á opna breska
meistaramótinu.
í ár hefur hann dottið út eftir
36 holur í þremur af stærstu mótum
heims opna bandaríska og breska
og bandaríska meistaramótinu.
Síðasti sigur hans í einu af stóru
mótunum var á breska meistara-
mótinu fyrir tveimur árum.
„Hef átt slæmt ár“
„Það fer verst í mig af öllu, þeg-
ar ég sé greinar eða heyri fólk
segja, að ég sé brenna út sem kylf-
ingur,“ sagði Seve í viðtölunum
hér. „Ég er ekki að brenna út og
á mikið eftir enn. Ég hef bara átt
slæmt ár, og það getur komið fyrir
alla. Flestir aðrir kylfingar mundu
kalla þetta gott ár hjá sér.
Ég spila ekki illa en hef púttað
illa á köflum. Ég hef látið ýmislegt
fara í taugarnar á mér og trufla
mig, sem ég var áður ekkert að
ergja mig yfir. Ég veit af þessu,
og þá er auðveldara að laga mistök-
in.
, Fólk verður líka að gera sér grein
fyrir því að það eru að koma betri
og betri kylfingar fram á sjónar-
sviðið á hverju ári. Ég lendi í 5. til
10. sæti í dag á skori sem nægði
mér til sigurs á sama velli fyrir
nokkrum árum. Keppnin er harðari
en áður og ég er kannski ekki eins
frekur og ég var.
Ég gifti mig í fyrra og eignaðist
fyrsta barnið mitt í ár. Ég vil helst
vera hjá þeim allan tímann og það
tekur hugann frá leiknum að vita
af þeim heima á Spáni og ég
kannski hinum megin á hnettinum.
Þetta er ný tilfínning hjá mér og
nokkuð_ sem ég hef ekki hugsað um
áður. Ég er alsæll með allt nema
golfið mitt þessa daga,“ sagði þessi
33 ára gamli golfsnillingur sem nú
hefur hrapað niður í sjöunda sæti
á listanum yfir bestu kylfínga
heims.
Spánveijar hugga sig við það að
þótt Seve hafí brugði.st í ár þá eigi
þeir annan sem taki sæti hans. Er
það Jose-Marie Olazabal, sem er
einn besti vinur Seve utan vallar
sem innan.
Ekki eins heppinn og hann var
Olazabal er nú í þriðja sæti á
heimshstanum yfir bestu kylfing-
ana. Á undan honum eru þeir Nick
Faldo og Greg Norman. Hann getur
státað sig af þremur sigrum í sum-
ar, á móti þessum eina hjá vini
hans Seve. Þar fyrir utan flaggar
hann einhveijum stórkostlegasta
i X
om
***&*<<■
Raögreiöslur
Póstsendum samdægurs
ASKIÐI SKELLI....
SKÁTABÚÐIN hefur nú verið stœkkuð til muna og
Dýður upp á meira úrval gf skíðaútbúnaði og
átnaði en nokkru sinni fyrr. I SKÁTABÚÐINNI fœrð
dú viðurkennd merki á góðu verði, fyrir byrjendur
afnt sem keppendur.
Skelltu þér á skíði í vetur og njóttu tignar fjallanna
með fjölskyldunni.
SKATABUÐIN
-SKAWK rRAMMK
SNORRABRALÍT 60 SÍM112045
Byrjaðu skíðaferðina í SKATABUÐINNI
- pú getur treyst á okkur alla leið.