Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER 1990 SOKKAR OG SOKKABUXUR TÁKN UM GÆÐI Hádegisveröur á Hótel Holti Verðfrákr. 995.- Næstu vikur verður á Hótel Holti sér- stakt tilboö í hádeginu, sem samanstend- ur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti, sem hver velur að vild. Þríréttaöur hádegisverður á viðráðanlegu verði án þess að slakað sé á gæðakröfum. Bergstabastrœti 37, Sími 91-25700 Nýtt 'J Herrailmur >J Italskur v Glæsilegur i Útsölustaðir: Clara, Kringlunni, Laugavegi og Austurstræti Snyrtivöruverslunin, Glæsibæ og Laugavegi 76, Gullbrá, Nóatúni, Apótek Keflavíkur, Vörusalan Akureyri Samviskufangar Mannréttindasamtökin Anmesty International vilja vekja athygli al- mennings á máli þessara samvisku- fanga. Amnesty vonar að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum mönnum og skipi sér á bekk með þeim, sem berjast gegn mannréttindabrot- um á borð við þau, sem hér eru virt að vettugi. íslandsdeild Amnesty gefur einn- ig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja til skrifstofunnar, Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 16-18 í síma 16940 íran. Ali Ardalan er fyrrum opin- ber- starfsmaður á eftirlaunum. Hann er 73 ára gamall, kvæntur og þriggja barna faðir. Hann var handtekinn í júní sl. ásamt rúmlega tuttugu öðrum sem skrifað höfðu undir opið bréf til Rafsanjani leið- toga landsins, þar sem ríkisstjórnin var gagnrýnd fyrir að framfylgja ekki stjórnarskrárbundnum réttind- um. í bréfínu kom einnig fram gagnrýni á stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahags- og utanríkismálum. Ali Ardalan var skipaður fjár- málaráðherra árið 1979 í skamm- lífri ríkisstjórn Mehdi Bazargan. Hann er formaður framkvæmda- nefndar Samtaka til varnar frelsi og sjálfstæði írönsku þjóðarinnar (ADFSIN). Hann sat í fangelsi í fjögur ár frá 1981 og aftur í nokkra mánuði árið 1988 vegna stuðnings við opið bréf, þar sem krafist var að endir yrði bundinn á stríðið milli íran og Irak. Ali Ardalen þjáist af hjartasjúk- dómi og slæm heilsa hans ásamt háum aldrei veldur Amnesty áhyggjum. Ardalen mátti sæta bar- smíðum þegar hann var handtekinn á heimili sínu í Teheran 19. júní sl. Fregnir herma að hann hafi einn- ig mátt sæta barsmíðum og illri meðferð í Erin-fangelsinu þar sem hann er taiinn vera í haldi ásamt öðrum föngum sem tengjast mál- inu. Fregnir herma einnig að fang- ar hafi verið neyddir til að ,játa á sig sakir“ fyrir framan sjónvarps- myndavélar og órfægja stjórnmála- þátttöku sína og starfsemi ADFSIN og forseta þeirra, Mehdi Bazargan. „Játning" eins fangans var sýnd í ★ GBC-Pappírstætarar Þýsk framleiðsla Ýmsar stærðlr og gerðir fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 9 -105 Reykjavík Sfmar 624631 / 624699 FINNSKI ÚTFLUTNINGSFYRIRTÆKI Vió erum finnskt útflutningsfyr- irtæki, sem óskar eftir að kom- ast í samband við innflytjend- ur/heildsölu á Islandi. Vörur okkar eru aóallega framleidd- ar! Finnlandi (timburhús, gúmmívörur o.fl.). Þeir, sem hafa áhuga, hafi samband við okkur og fái nán- ari upplýsingar. Vió veróum staddir á Hótel Sögu dagana 22.-26. nóvem- ber. Hafið samband við Mr. Hannen eða sendið okkur teló- fax: 90358 21 342717. íranska sjónvarpinu 6. ágúst sl. og er talið mjög líklegt að fanginn hafi verið þvingaður til að gera ,játninguna“. Amnesty telur alla þá sem hafðir eru í haldi vegna opna bréfsins vera samviskufanga, þar sem þeir voru handteknir vegna . friðsamlegrar stjómmálaþátttöku. Á meðal fang- anna eru fyrrum ráðherraa og aðr- ir samstarfsmenn Mehdi Bazargan fyrrverandi forsætisráðherra. AD- FSIN-samtökin sóttu um löglega skráningu samkvæmt lögum um stjórnmálaflokka frá 1981, en fengu ekkert svar opinberlega. Hins vegar var gefin út tilskipun um að leysa upp samtökin 14. júní sl., tveimur dögum eftir a handtökur hófust. Vinsamlegast skrifíð kurteislegt bréf og farið fram á að Ali Ardalan verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: His Exellency Hojatoleslam AIi Akbar Hashemi Rafsanjani President of the Islamic Republik of Iran The Presidency. Palestine Avenue, Azerbaijan Int- ersection Teheran Iran Máritanía: Ladij Traoré er 53 ára verkalýðsleiðtogi, kvæntur og átta bama faðir. Hann var handtekinn í höfuðborginni Nouakchott, í októ- ber 1989 og hefur síðan verið í haldi án ákæru og réttarhalda. Á árunum 1968-1976 var Ladij Traoré háttsettur embættismaður í hinum ýmsu ráðuneytum. Um tíma átti hann bókaverslun í Nouakchott en starfaði síðast sem framkvæmd- astjóri lyfjafyrirtækis. Hann er í forystu Verkamannasambands Má- ritaníu og sem forseti samtaka Son- inkémanna í landinu er hann tals- maður þeirra. Ladij Traoré hefur áður verið samviskufangi. í apríl 1983 var hann handtekinn og sakaður um fjárdrátt, en sýknaður af sérstökum dómstól í janúar 1985. Svo virðist sem raunveruleg ástæða fangelsun- ar hans hafi verið ósætti milli hans og annarra hásettra embættis- manna. Engin opinber skýring hefur ver- ið gefín á handtöku Ladij Traoré í október en hún virðist tengjast gagniýni hans á ríkisstjórnina fyrir að vísa svörtum íbúum Máritaníu úr landi. Einnig virðist hún tengjast mikilvægu hlutverki innan lýðræð- ishreyfingarinnar (MND). Hreyf- ingin á sér langa sögu; þetta er stjórnmálahreyfing mismunandi þjóðarbrota sem vinnur að sam- vinnu og bættu samkomulagi milli svartra og hvítra íbúa landsins, sem eru af arabískum uppruna. Brottvísun svartra Máritaníubúa úr landi, sérstaklega fólks af Hal- pulaar ættflokknum, hófust í apríl 1989 eftir að vart var við.ókyrrð í ýmsum bæjum landsins og einnig í Senegal. Ríkisstjórn Senegal sendi Márit- aníubúa aftur til síns heima og hið sama gerði ríkisstjórn Máritaníu við fólk frá Senegel. Ríkisstjórn Márit- aníu, sem aðallega eru arabar, hef- ur að undanförnu vísað svörtum íbúum í þúsundatali úr landinu. Fjöldi manna var fyrst handtekinn og pyntaður og sumir þeirra sem neituðu að yfirgefa landið drepnir af öryggissveitum Máritaníu. Vinsamlegast skrifið kurteislegt bréf og farið fram á að Ladij Traoé verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: Son Exellence M. le Colonel, Maaouya Ould Sid Ahmed Taya Président du Comité militaire salut national La Présidence B.p. 184 Noukachott République Islamique de-Mauritanie Guatemala: Luis Miguel Solís Pajarito er 25 ára leiðtogi þjóðar- ráðs landflótta fólks (CONDEG). Hann „hvarf" 3. maí 1990 og er ekki vitað hvar hann er niðurkom- inn. Luis Miguel Solís Pajarito er fjög- urra barna faðir og fulltrúi CON- DEG í skipulögðum viðræðum ríkis- stjómarinnar við ýmsa hópa þjóðfé- lagsins. Þessum viðræðum var kom- ið á skv. friðarsamningi Mið-Amer- íkuríkja. Mörgum einstaklingum er þátt hafa tekið í þessum viðræðum, sem fulltrúar ákveðinna þjóðfélags- hópa, hefur verið hótað lífláti og var einn þeirra myrtur við aðstæður sem bentu til að öryggissveitir landsins hefðu komið þar nærri. Seinni hluta dags 3. maí sl. yfír- gaf Luis Miguel Solís Pajarito skrif- stofur CONDEG) og hefur ekkert til hans spurst síðan. Fregnir herma að fylgst hafi verið með ferðum hans og að 27. apríbsl. hafi hópur vopnaðra manna í borgaralegum klæðum gert tilraun til að ræna honum. Árið 1982 neyddist hann til að flýja heimili sitt í Rió Blanco í E1 Quiche vegna andstöðu við áætlun um borgaralegt eftirlit. Fað- ir hans og þrír bræður „hurfu“ í byijun níunda áratugarins, Eigin- kona hans er meðlimur í hópi sem berst fyrir því að finna horfna ætt- ingja. Fyrir hönd Luis Pajarito var far- ið fram á að hann yrði leiddur fyr- ir dómara sem úrskurðaði um lög- mæti frelsissviptingarinnar, en þrátt fyrir það er ekki vitað hvar Luis Miguel Solís Pajarito er að finna, þó svo að opinberir embættis- menn segi að mál hans sé í rann- sókn. Vinsamlegast sljrifið kurteislegt bréf og farið fram á að hvarf hans verði tafarlaust rannsakað og að hann verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: Brig Gral. Juan Leonel Bolanos Minister of Defence Palacio Nacional Guatemala Guatemala Ljóðabók eftir Óskar Arna Óskarsson BÓKAFORLAGIÐ Norðan Niður hefur gefið út þriðju ljóðabók Óskars Árna Óskarssonar: Tin- dátar háloftanna. Bókin skiptist í þrjá kafla, Tin- dátar háloftanna, 22 og Ferðaskiss- ur úr Skagafirði. í kynningu útgefanda segir að höfundur bjóði lesendum í ferðalög margvísleg um ljóðheima háalofta, öng- og breiðstræta, þjóð- jafnt sem sýsluvega. Tindátar háloftanna er 64 blað- síður og prentuð hjá prentsmiðjunni SÁST á Sauðárkróki. Óskar Árni Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.