Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990
Fróðleikur um félagsvísindi
Bókmenntir
GuðmundurHeiðar
Frímannsson
Samfélagstíðindi 1990, Tímarit
þjóðfélagsfræðinema við HI; Is-
lensk félagsrit, tímarit Félags-
vísindadeildar HI.
Það er engum ofsögum sagt, að
gróska sé í tímaritaútgáfu á ís-
landi. Ég kann engar skýringar á
þessari grósku og hef ekki séð
neinar sennilegar hjá öðrum. En
það er víst, að þessi aukna fjöl-
breytni tímarita hefur mætt þörf
hjá þeim, sem hafa áhuga á fræð-
um og vísindum af öllu tæi. Þau
íslensk tímarit, sem standa á göml-
um merg, sinna mest íslenskum
fræðum af öllu tæi, sögu, bók-
menntum og málfræði, eins og eðli-
legt er. Á síðustu árum hefur fjöl-
breytni efnis aukizt í sumum tíma-
ritum eins og Skírni. En með auk-
inni langskólamenntun hefur
skapazt þörf á vettvangi í ýmsum
fræðum fyrir agaða, fræðilega rök-
ræðu á íslenzku um viðfangsefni
margvíslegra fræða. Þetta á ekki
sízt við um ýmis félagsvísindi, en
ég þykist vita, að sama eigi við um
ýmsar aðrar fræðigreinar.
í flestum greinum vísinda og
lista verða íslendingar að ljúka
menntun sinni erlendis. Þetta er
að ýmsu léyti kostur. Menn draga
dám af umhverfi sínu og það er
eftirsóknarvert fyrir litla þjóð, að
fræðimenn hennar komi úr sem
margbrotnustum kringumstæðum,
fræðilegum sem menningarlegum.
Það er flestum slíkum mönnum og
konum nokkur ögrun í því að koma
fræðum sínum yfir á íslenzku. Það
er ekki auðvelt verk. Rökvísleg
hugsun er meira vandaverk, en
maður hyggur yfirleitt, og íslenzk
tunga hefur ekki mótazt af lær-
dómsiðkunum heldur miklu fremur
af óblíðri náttúru og harðri lífsbar-
áttu. Smám saman er að mótast
þessi árin íslenzkt tungutak, sem
hæfir margvíslegum lærdómi samt-
íðarinnar og fortíðarinnar.
Félagsvísindadeild Háskóla ís-
lands hefur nú hafið útgáfu á tíma-
riti, íslenskum félagsritum, sem
ætlað er að birta fræðilega umræðu
um félagsvísindi á íslenzku. Öll
vinnubrögð við útgáfuna eiga að
vera sambærileg við það, sem ger-
ist erlendis í vísindalegum tímarit-
um.
í þessu fyrsta tölublaði fyrsta
árgangs eru fimm lengri greinar,
ein stutt og einn ritdómur. Rúnar
Vilhjálmsson ritar um samhjálp,
hvers eðlis hún er og hvaða hlut-
verki hún þjónar í lífi manna. Hann
kynnir hve takmarkaðar rökræður
fræðimanna hafa verið um skil-
greiningu hugtaksins og greinir frá
kenningum um hlutverk samhjálp-
ar við að veija menn áföllum og
efla andlegt heilbrigði. Björn
Bjarnason og Þórólfur Þórlindsson
skrifa um samband árangurs í próf-
kjörum Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík við val á frambbðslista
flokksins tii Alþingis og auglýsinga
í dagblöðum. Skoðaðar voru upp-
lýsingar úr þremur prófkjörum árin
1979, 1982 og 1986 og aðalniður-
staðan er sú, að auglýsingar hafi
ekki haft umtalsverð áhrif á röð
efstu manna í þessum prófkjöram.
Gísli Páisson greinir frá athug-
unum sínum á upplýsingum um
sókn báta frá Sandgerði á einni
vetrarvertíð og hvort sennilegt sé,
að sjálfstæði skipstjóra, sem er
skilgreint með ákveðnum hætti,
hafi afgerandi áhrif á afla. Niður-
staðan er, að svo sé ekki. Sigurður
J. Grétarsson ritar um inntak og
forsendur róttækrar atferlishyggju
í sálfræðikenningum bandaríska
sálfræðingsins Skinners, sem lézt
fyrr á þessu ári. Hann leitast við
að varpa ljósi á takmarkanir kenn-
ingarinnar en draga fram um leið
það sem tókst bezt. Daníel Bene-
diktsson ritar um íslenzka bókfræði
og meðal annars um, hvernig bezt
væri að standa að efnisgreiningu
og lyklun á íslenzku. Björn Stefáns-
son ritar örstutta grein um, hvern-
ig hægt sé að standa að framboði
innan félags án þess að flokka-
drættir skaði það og tekur dæmi
af kosningu á Búnaðarþing.
Nú væri hægur vandinn að gera
athugasemdir við sumt þetta efni.
En það má til dæmis merkja af
grein Sigurðar J. Grétarssonar, hve
erfitt er að fjalla á íslenzku um
kenningu Skinners með þeim fræði-
legu hugtökum, sem hann beitti,
án þess að textinn verði ankanna-
legur. En í þeirri grein er einmitt
ýmislegt vel gert. Þar er þó á bls.
90 vitnað í eitthvert rit heimspek-
ingsins Wittgensteins frá 1958,
sem hvergi er að finna í ritaskrá.
En þó þetta sé nokkur synd, þá er
þetta ekki höfuðsynd. En allar
þessar greinar sýnast mér uppfylla
kröfur, sem ber að gera til fræði-
legra ritgerða. Prentvillur fann ég
fáar.
Samfélagstíðindi hafa komið út
í 10 ár á vegum þjóðfélagsfræði-
nema. Þetta hefti ber þess á köflum
merki, að vera unnið af nemendum,
sem kannski hafa ekki náð fullum
tökum á viðfangsefnum sínum, en
það hefur þann höfuðkost að vera
snarplegt og skemmtilegt, þegar
bezt tekst til. Hins vegar er rit-
stjórninni stundum mjög ábóta-
vant. Sérstaklega er það bagalegt,
að í ritgerð eftir Gunnar Helga
Kristinsson hafa fallið niður neðah-
málsgreinar og línur úr meginmáli.
Verst er þó að birta fremst í heft-
inu annað eins fræðilegt kjaftæði
og er eftir Jack R. Rollwangen um
mannfræði og kvikmyndagerð.
Maður, sem ekki kann muninn á
skilgreiningum og rökfærslum, á
ekki að fá birtar eftir sig ritgerðir,
allra sízt í tímariti fyrir nemendur,
því að það gerir ekkert annað en
spilla skilningi þeirra á undirstöðu-
atriðum. Allt annað efni á fyllilega
rétt á sér í ritinu, þótt mér fyndist
sízt takast ritgerð um franskan
mannfræðing, Maurice Godelier.
Gunnar Helgi Kristinsson ritar
um, hvort íslenzka stjórnkerfið hafi
regluveldiseinkenni eða sé almenni-
legt búrókratí, Helgi Gunnlaugsson
um viðhorf íslendinga til afbrota,
Halldór Jónsson um uppbyggingu
samráðskerfís hagsmunaaðila og
ríkisins í sjávarútvegi og Stefán Jón
Hafstein um skoðanakannanir og
hlutverk þeirra. Bjarni Vestmann
birtir alveg prýðilega ritgerð um
siðferði 1 íslenzkum stjórnmálum. I
fjóram greinum er skipzt á skoðun-
um um tvö efni. Annars vegar deila
Birgir Hermannsson og Birgir Þór-
isson á bók dr. Hannesar H. Giss-
urarsonar Markaðsöfl og mið-
stýring og höfundurinn svarar fyr-
ir sig. Hins vegar deila heimspek-
ingarnir dr. Kristján Kristjánsson
og dr. Vilhjálmur Arnason um hvert
sé samband siðferðilegrar vitn-
eskju, vilja og verknaðar. í öllum
þessum ritgerðum kemur fram'
umtalsverður fróðleikur og í flest-
um þeirra skynsamleg hugsun. Þær
verðskulda allar sæmilega vahdleg-
an lestur.
Það er sérstök ástæða til að
benda á ritgerð Bjarna Vestmann
um siðferði í íslenzkum stjórnmál-
um. Hvort tveggja er, að hann er
að fjalla um mikilsvert efni og ger-
ir það skýrt og skipulega. Hann
dregur til dæmis fram aðalatriði,
þegar hann ræðir um það, sem
hann nefnir lagahyggju, en það er
sú skoðun, að íslenskir stjórnmála-
menn geti og skuli gegna embætt-
um sínum þar til þeir hafi verið
sakfelldir fyrir dómi, komi fram
grunur um misferli þeirra eða sið-
ferðisbrest. Hann nefnirýmis dæmi
en sérstaklega rekur hann Haf-
skipsmálið og afskipti stjórnmála-
manna af því.
Bjarni telur, að hluti vandans,
sem við er að fást við að bæta sið-
ferði í íslenzkum stjórnmálum, sé
þessi lagahyggja. Þetta er ekki
augljóslega rétt. Mér virðast að
minnsta kosti tvær röksemdir vera
næsta augljósar gegn þessari skoð-
un. í fyrsta lagi er hægt að rétt-
læta lagahyggjuna með þeirri meg-
inreglu réttarfars, og kannski sið-
ferðis, að menn séu saklausir, unz
sekt þeirra er sönnuð. Þess vegna
er eðlilegt, að þeim sé ekki meinað
að rækja skyldur sínar, íyrr en
þeir eru fundnir sekir. í öðru lagi
mætti rökstyðja lagahyggjuna með
umburðarlyndi. Það fylgir því ber-
sýnilega aukin dómharka að herða
siðferðiskröfurnar. Sumum kann
að sýnast, að aukin dómharka sé
ekki samrýmanleg umburðarlyndi,
sem flestum íslendingum er tamt
að líta á sem dyggð. Þessar tvær
röksemdir sýna það eitt, að það er
ekki augljóst, að lagahyggja sé
vandamál eða óæskileg. Það þarf
sérstök rök til að sýna, að svo sé.
Þegar siðferðiskröfur til stjórn-
málamanna á íslandi eru bornar
saman við þær kröfur, sem gerðar
eru í öðrum löndum, er ævinlega
rétt að hafa á slíkum samanburði
fyrirvara. Ýmislegt af því, sem
kallast siðferði, er lítið annað en
hræsni og kemur farsæld og vel-
farnaði samfélags og einstaklings
ekkert við. Ég get ekki betur séð
til dæmis en fræg afsögn Cecils
Parkinsons, sem er núverandi sam-
gönguráðherra á Bretlandi, eftir—
að opinbert varð, að hann hefði
getið barn með ritara sínum, eigi
ekkert skylt við siðferði. Fjölda-
margt af því, sem gert er í nafni
siðferðis í bandaríska þinginu, á
ekkert skylt við það. Það er raunar
markverð staðreynd, að það eru
fyrst og fremst fjölmiðlar, sem
halda á lofti siðferðiskröfum en
ekki allur almenningur. Það er eng-
in séríslenzk staðreynd, að stjórn-
málamenn, sem hafa verið ásakað-
ir um siðleysi, njóti verulegs stuðn-
ings almennings. íslenzkir fjölmiðl-
ar hafa hins vegar ekki verið reiðu-
búnir til að ganga hart fram í að
framfylgja siðferðiskröfum við
íslenzka stjórnmálamenn. Mér virð-
ist þetta vera skýringin á því, að
aðrar siðferðiskröfur eru gerðar til
stjórnmálamanna á íslandi en ann-
ars staðar. Það fer svo eftir því
hvort menh telja harkalegar sið-
ferðiskröfur æskilegar, hvort þeir
líta á þetta sem kost eða löst á
fjölmiðlum.
En nú er komið nóg og ástæða
til að benda áhugasömum íesendum
á að Iesa timaritið.
HAfKAUFj
Allt í jólabaksturinn
Sykur, 1 k9 59 Jumbó heslihnetukjarnar, 100 gr..„ 49
Finax hveiti, 2 k9 66 Royal lyftiduft, 200 gr 89
Ljóma smjöriíki, 500 gr 99 DS púðursykur, dokkur, 500 gr 69
Kjarna bökunarsmjörlíki, 500 gr 79 Hagvers döðlur, 500 gr 133
Skælskorsultur, 75ogr 169 Vita bökunarpappír, iomtr 139
(jarðarberja, hindberja, sólberja) Kjarna bökunarsultur, 1,2 kg 269
Odense marsipan ekonomi, 500 gr 239 (rabarbara, blönduð, sveskju)
Mónusúkkulaðispænir, i5ogr. 79 Vanillusykur 128
Valsa súkkulíki,4oogr 142 Negull 69
G.P. smjörpappír, minni 52 Tertubotnaforrn,23cm 119
Golden sýróp (Tate and Lyle) 1 kg.. 199 Jólakökuform, irtn 159
Flóru kakó,4oogr 186 Jólakökuform, stór 169
Jumbó hakkaðar möndlur, ioogr.... 76 Kristjáns laufabrauð, 20stk 689
Cindarella rúsínur, 500 gr 99 Laufabrauðsfita,2,5kg 495
DDSflórsykur, 500 gr 54 Jumbó kókosmjöl, 500 gr 74
TILBOÐ VIKUNNAR:
Kaupið góða vöru ódýrt