Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 Minning‘: Krislján Gíslason frá Ytra-Skógamesi Fæddur 31. janúar 1897 Dáinn 13. nóvember 1990 Vinur minn Kristján Gíslason hefir haft vistaskipti. Sómi sinnar samtíðar. Ég vil þakka honum sam- vegustundirnar og allan þann fróð- leik sem hann miðlaði mér og ég sótti til hans. Taldi hann alltaf trúverðugan mann. Honum var óhætt að treysta. Já, í einu og öllu. Mér leið vel í nálægð hans. Við áttum mest samskipti eftir að ég flutti í Hólminn. Heimili hans var mér kært og ekki spillti hans góða kona. Ég kom aldrei að tómum kofun- um hjá Kristjáni, síður en svo. Hver er maðurinn að hans sé minnst var fyrr sagt og þessi orð eiga vel við Kristján. Hans er gott að minnast. Þau hjón voru af gömlum breið- firskum stofnum. Þar var enginn fúi. Dyggur Snæfellingur og eftir- minnilegur að því sem hann gekk. Minningasjóður minn er auðugri eftir að hafa kynnst Kristjáni. Fleiri orð þarf ég ekki. Hjartans þökk fyrir allt. Guð blessi hann og hans. Ágúst Lárusson frá Kötluholti Eftir langa og góða göngu um hérvistarsviðið hefur Kristján frá Skógamesi kvatt okkur. Hann var ekki í vafa um að hann var að leggja í leið til bjartari og betri heima. Hann efaði ekki orð frelsar- ans. Kristján hélt reisn og minni til seinustu daga, mundi vel liðna tíð og fróður um menn og málefni samtíðar sinnar. Kristján var Snæ- fellingur. Stykkishólmur var starfs- vettvangur hans meiri hluta lífsins. Hann var fæddur í Skógarnesi í Miklaholtshreppi, sonur Jóhönnu og Gísla Kristjánssonar, merkishjóna er þar bjuggu. Jóhanna var dóttir Ólafs Teitssonar bónda í Sviðnum. Kristján kvæntist Jóhönnu Ólafs- dóttur ættaðri úr Breiðafjarðareyj- um, alnöfnu móður sinnar, og íjög- ur börn þeirra komust upp. Jóhanna var honum góður lífsförunautur. Þeim hjónum kynntist ég vel strax og ég kom hingað. Við vorum sam- an í Sjálfstæðisflokknum, því hann var hér einn traustasti styrkur hans, fylginn sér í öllu. Alla sína vinnutíð vann kristján að trésmíði og gat að lokum sagt eins og einn af vinum hans: ég vona að enginn hafi tapað á því sem ég gerði fyrir hann. Þetta lýsir honum best. Kristján var alla tíð barn sveitar- innar. Hann vareinn af þeim íslend- ingum sem þótti svo vænt um landið að hann horfði ekki til sjálfs sín. Aldrei fór hann til útlanda og lítið og eins og hann sagði alltof lítið um sitt eigið land, hann var alltaf upptekinn við vinnu sína og i hvíldartímum var það svo heimil- ið. Þannig var hann. Miklaholts- kirkja ber honum skýrast vitni. Jóhanna kona hans lést fyrir rúmum 10 árum og það leyndi sér ekki, hversu mikið Kristján missti + Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR JÓNSSON bakarameistari, Barmahlíð 45, lést þann 21. nóvember. Júlía Sigurðardóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Fjólugötu 21, verður jarðsett frá Fossvogskapellu föstudaginn 23. nóvember Jkl. 15.00. Örn Ingólfsson, Hallgerður Jónsdóttir, Gunnar Páll Ingólfsson, Lillý Guðmundsdóttir, Valgerður Ingólfsdóttir, Sigurður Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNESÍNA KRISTÍN EINARSDÓTTIR frá Reynifelli, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Erfidrykkjur í hlýlegu og notalegu umhverfi Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfídrykkjur fyrir allt að 300 manns. í boði eru snittur með margvíslegu áleggi, brauðtertur, fíatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur, rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fí. Með virðingu, FLUGLEIDIR HÓTEL LðFTLEIÐIR REYKJAVlKURFLUGVELLI, 101 REYKJAVlK SlMI 91.22312 þá. En það bar hann eins og annað og þakklátur fyrir samfylgdina.. Þau eru orðin býsna löng kynni okkar Kristjáns. Hann var einn af þessum gömlu sterku stofnum, sem hægt var að treysta í hvetju sem var. Loforðin voru honum svo í blóð borin, að sá sem sveik gefm loforð var ekki hátt skrifaður. Hreinn og beinn, athugull og ákveðinn gekk hann hér um götur, heilsaði upp á mann, brosti og rétti hönd sína. Ef ég þurfti hans liðsinn- is, var það í té látið og ítrekun átti sér ekki stað, ef þurfti bið. Heimili þeirra hjóna var mér mikils virði og þá. sérstaklega fyrstu dagana sem ég átti heima í Hólminum og var að kynna mig. , Og eftir að hann kom á sjúkra- húsið, dvínandi að heyrn, naut hann þess að hafa gott útvarp jog fylgj- ast með. Það var gamari' að vera við rúmið hans og rifja upp gamla tíð. Minni hans var æ hið sama. Og sumt skrifaði ég upp eftir hon- um. Merkan samtímamann kveð ég nú. Heilan í skoðunum, heilan í athöfnum og heilan í vináttu. ís- landi óska ég þess að landið ætti eftir að fá marga Kristjána, trúa "ðg trausta þegna sem gleyma sjálf- um sér í vinnu fyrir betri tíma. Þakkir eru færðar kærum vini og samferðarmanni. Guð blessi hann á nýjum brautum. Árni Helgason Það er komið hausthljóð í sjávar- niðinn við bleika sandana í Skógar- nesi, hvítfyssandi boðaföll á hverju blindskeri og reykur brimsins við Leyningskletta stígur skýjum hærra. Aðfallið streymir um ósinn og færir í kaf leirur og flæðisker, fyllir hveija vík og vog kvikum gjálfrandi öldum. Áður varir hefst útfallið og þannig líða dægrin hvert af öðru með flóði og fjöru svo lengi sem heimur stendur, sól gyllir Jök- ulinn og nýsnævi prýðir kolla Ljósu- fjalla. I íjörunum við Hjallatanga er söngur fugla vorsins hljóðnaður, hvönnin í Varphólma fallin og söln- uð stráin í túni og töngum. Allt ber svip haustsins og nú er genginn til moldar sá sem þessum stað unni meira en nokkrum öðrum á jarðríki. Móðurbróðir minn, Kristján Gíslason, sem lést í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 13. þ.m., var fæddur í Ytra- Skógarnesi í Miklaholts- hreppi þann 31. dagjanúarmánaðar árið 1897, sonur hjónanna, sem þar bjuggu á árunum 1886 til 1917, Jóhönnu Ólafsdóttur frá Sviðnum á Breiðafirði og Gísla Kristjánssonar bónda og þjóðhagasmiðs. Stóðu ættir þeirra föstum fótum um Breiðafjörð og Snæfellsnes. Krist- ján ólst upp í Skógarnesi ásamt systur sinni, Sigríði, sem lést fyrir + Elskulegur eiginmaður mínn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, JÓN BJARNASON bifreiðastjóri, Hlíðarbraut 9, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 24. nóvem- ber kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hans, eru beðnir að láta Krabbameinsfé- lag A-Húnvetninga, Sálarrannsóknafélag Húnvetninga og deild 11-B á Landspítalanum, c/o Kristín Sophusdóttir, deildarstjóri, njóta þess. Sætaferðir verða frá Umferðarmiðstöð kl. 9.00. Pantanir í síma 91-22300. Sigurbjörg Sigríður Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Guðmundur Rúnar Jónsson, Jófríður Kristjánsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir og systkini hins látna. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRGUNNUR K. SVEINSDÓTTIR, Leifsgötu 20, Reykjavík, sem lést 13. nóvémber, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Rannveig Björnsdóttir, Guðmundur Karl Jónsson, Hildur Björnsdóttir, Pálmar Guðjónsson, Björn Björnsson, Guðný Aðalsteinsdóttir, Svava Björnsdóttir, Emil Gautur Emilsson og barnabörn. tveimur árum á 98. aldursári, og fjórum fóstursystkinum. Hann lærði ungur smíðar af föður sínum og varð hagur bæði á tré og járn og hinn mesti snillingur. Mátti segja að allt léki í höndum hans, ekki síst hin vandasama báta- og skipa- smíði þeirra tíma. Skírnar- og ferm- ingarfaðir hans, hinn kunni klerkur séra Árni Þórarinsson á Stóra- Hrauni, segir um hann í ævisögu sinni, sem rituð er af Þórbergi Þórð- arsyni: „Hann getur smíðað allt. Hann er húsasmiður, skipasmiður, járn- smiður, rennismiður, koparsmiður. Hann smíðaði sér rennibekk sjálfur. Söðlasmiður er hann ekki. En ef hann er spurður: „Heldurðu, að þú gætir smíðað hnakk?“, þá svarar hann: „Nú, það er ekki annað en að rífa einn hnakk í sundur. Svo er það búið.“ Þegar Kristján var þrettán ára skrapp hann eitt sinn út í Ólafsvík að gamni sínu. Meðan hann stóð þar við fór mótorbátur þaðan upp að Búlandshöfða í einhveijum er- indum. Kristján fékk að fara með. Þeir eru komnir miðja leið. Þá stöðv- ast mótorinn. Mótoristinn reynir að koma honum af stað, en getur ekki. Hann fer upp á þilfar og reynir að útbúa veifu til Ólafsvíkur þeim til hjálpar. Drengurinn er niðri í mót- orhúsi • á meðan. Allt í einu fer mótorinn í gang. Mótoristanum bregður við, hleypur niður og segir við Kristján hastur: „Þú hefur kom- ið við vélina. Það á enginn með að snerta hana nema ég“. Þá svarar drengurinn: „Mátti hún ekki fara á stað?“ Svo var það búið. Það þurfti ekki meira að gera við vélina en að drengurinn snerti hana.“ Þannig er frásögn séra Árna. Sumir hafa viljað bera brigður á sannfræði þeirra heiðursmanna séra Árna og meistara Þórbergs, þegar þeir lýsa mannlífi á Snæfells- nesi fyrr á tíð. Hvað sem því líður, þá held ég, að þessi lýsing á fjöl- hæfni Kristjáns se þó „minnst af mörgu login“, svo að notað sé orða- lag úr Sólarljóðum. Vorið 1920 hugðist Kristján flytj- ast til Reykjavíkur í atvinnuskyni, en fyrst þurfti hann að smíða sér bát til fararinnar. Ekki var þó auð- hlaupið að því að fá hentugt timbur til smíðinnar. Rekið hafði á fjörurn- ar í Skógarnesi stórt og mikið tré, sem í var hinn mesti kjörviður. Hann sá að viðurinn úr því mundi ekki duga í bátinn nema hann hand- sagaði allt tréð með stingsög. Ef notuð væri stórviðarsög, eins og venja var, fengist einu borði færra. Hann tók því fyrri kostinn og sýnir þetta vel elju hans og atorku, þegar leysa þurfti vandkvæði. Að smíðinni lokinni setti hann vél í bátinn og flutti búslóð sína á honum suður. Fór faðir hans með honum og voru þeir ekki nema hálfan dag að sigla um þveran Faxaflóa þar til þeir lentu við steinbryggjuna í, Reykjavík. Urðu sjóferðir hans æði margar um þessar slóðir. Syðra stundaði Kristján sjómennsku og húsasmíðar, byggði m.a. húsið, sem enn stendur á Freyjugötu lO.Vænst þótti Kristjáni þó um stóran dekk- bát, sem hann smíðaði og lengdi síðar og kallaði Júní af því að hann var sjósettur í þeim mánuði. Hann mældist fjögur tonn að stærð. Marga báta gerði Kristján upp og endursmíðaði og setti í þá vél, þar á meðal bátinn Hreggvið, sem faðir hans átti og smíðaður var upphaf- lega árið 1862 af afa hans og al- nafna, sem bóndi var og hrepp- stjóri á Arnarstapa og í Skógar- nesi. Hvolfir þessi bátur ennþá í Hjallatanganum í Skógarnesi, en er nú hrörlegur orðinn, sem vonlegt er. Þetta ár um jólaleytið trúlofaðist Kristján mikilli ágætiskonu, Jó- hönnu Ólafsdóttur, fæddri í Geirshlíð í Hörðudal 28. janúar 1897 og giftu þau sig árið eftir. Þau eignuðust saman fjögur börn, sem upp komust, en Jóhanna Iést þann 9. febrúar 1980. Þennan vetur þann 6. janúar 1921 lenti Kristján í sjóslysi, sem næstum kostaði hann lífið, er hann fór leiðsögumaður með skipinu Emmu, sem flytja átti vörur til verslunarinnar í Skógarnesi. Þá var þar útibú frá verslun Tang og Riis í Stykkishólmi og höfðu verið reist þar nokkur hús, s.s. sölubúð, vöru- geymslur og myndarlegt íveruhús fyrir verslunarstjórann. Hafnarskil- yrði voru þ' mjög erfið, engin bryggja, en brimasamt og grynn- ingar, svo vaða varð með allan varn- ing í land úr uppskipunarbáti. Hvolfdi léttbátnum í lendingunni og skipstjórinn, Egill Þórðarson, drukknaði, en Kristjáni og öðrum bátveijum tókst fyrir snarræði að bjarga á síðustu stundu. Frá þess- um atburði hefur Kristján sagt í ritinu Snæfellingi, 1. árg. 1988. í þessu neyðartilfelli tókst Kristján á hendur að sigla þessu stóra skipi heilu og höldnu aftur til Reykjavík- ur, þótt ekki hefði hann tilskilin réttindi. Sýnir það hve mikils trausts hann naut ungur sem skip- stjórnarmaður. Kristján hóf búskap í Ytra-Skóg- arnesi árið 1921 í tvíbýli við systur sína, en faðir þeirra, sem þá var orðinn ekkjumaður, átti jörðina og dvaldist þar áfram hjá dóttur sinni. Þar fæddist þeim Jóhönnu fyrsta barnið árið 1922, sonurinn Gísli, sem nú er búsettur í Stykkishólmi. • Síðar bjuggu þau í Reykjavík og á Akranesi og þar fæddist dóttirin 1924, Anna Ólafía, sem býr í Stykk- ishólmi gift Bjarna Sveinbjörnssyni hafnarverði. Þau eiga eina dóttur, Jóhönnu, gifta Ellert Kristinssyni framkvæmdastjóra og forseta bæj- arstjómar Stykkishólms og eiga þau þrjá syni. En „átthagabönd enginn slítur, æskunnar óðul aldrei gleymast", eins og segir í kvæði Sigurðar á Brúarhrauni. Kristján flyst aftur með fjölskyldu sína í Ytra-Skógar- nes og byggir sér lítinn bæ austan við túnið þar sem verið hafði leik- svæði hans í bernsku, kúaból og aðsetur huldra vætta og kallaði Bólabæ. Hugðist hann rækta þarna tún og koma sér upp bústofni, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.