Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 43 markvissari og betri. Þetta þyrfti ekki að þýða að hér í Reykjavík væri rekið eitt sjúkrahúsbákn, því reka mætti lækningar í stærstu sérgreinum og lækningar sem ekki þyrftu dýran tækjakost á fleiri en einum stað og á fleiri en einu sjúkrahúsi. Því mætti reka Landa- kotsspítalann áfram eins og hingað til eða breyta honum í einkasjúkra- hús, án þess að sú hugmynd væri útfærð nánar. Fulltrúar heilbrigðisráðuneytis- ins lögðu megináherslu á sparnað, þeirra hugmyndir voru í grundvall- aratriðum í því fólgnar að fækka verulega svokölluðum útideildum sjúkrahúsanna og gera Landakots- spítalann að öldrunarspítala, sem bæði Borgarspítalinn og Landspít- alinn hefðu aðgang að. Jafnframt lögðu þau áherslu á samhæfingu í starfi sjúkrahúsanna og töldu að með því mætti spara verulegar fjár- hæðir án þess að rýra þjónustuna. Fljótlega varð ljóst, að ekki mundi nást samstaða í nefndinni um sameiginlega niðurstöðu. í mars í vor lögðust reglulegir fundir niður og lágu niðri í allt sumar. Daginn áður en fjárlög voru lögð fram á alþingi, voru nefndarmenn svo skyndilega kallaðir saman í þeim tilgangi að ljúka störfum og skila áliti. Á nokkrum fundum nefndarinnar hafði sú hugmynd stungið upp koll- inum, að fyrsta skrefið til að sam- hæfa rekstur sjúkrahúsanna þriggja væri að setja á stofn ein- hverskonar samstarfsnefnd eða samstarfsráð sem hefði fyrst og fremst stefnumarkandi hlutverk varðandi áætlanagerð, fjármál og skiptingu verkefna milli sjúkra- húsanna. Þessi hugmynd var þó aldrei rædd til hlítar. Á þessum síð- asta fundi nefndarinnar lá þó fyrir tillaga frá formanni um sjúkrahús- málaráð sem gegna skyidi því hlut verki sem hér hefur verið nefnt, auk þess skyldi þetta ráð sjá um ráðn- ingu sérfræðinga til hinna einstöku sjúkrahúsa. Niðurstaða fundarins varð sú, að nefndarmenn sögðust geta fallist á tillöguna um sjúkra- húsmálaráð, þó með þeim skilyrðum að það fengist ekki við mannaráðn- ingar og ijármál yrði í höndum stjórna einstakra sjúkrahúsa. Fyrir þennan fund hafði einn nefndar- manna, Ólafur Örn Arnarson for- maður læknaráðs Landakotsspítala, sagt sig formlega úr nefndinni vegna ummæla formanns hennar á ráðstefnu sem haldin var seinni- partinn í sumar á vegum Hjúk- runarfélags íslands og heilbrigðis- ráðuneytisins, en sú ráðstefna fjall- aði um sparnað í heilbrigðiskerfinu. Ummæli formannsins á þessari ráð- stefnu voru á þá leið, að leggja bæri Landakotsspítala niður sem bráðasjúkrahús og gera hann að öldrunarsjúkrahúsi. Það vakti nokkra undrun nefnd- armanna að allt í einu bráðlá á að ljúka störfum nefndar, sem legið hafði í sumardvala í fimm mánuði. Því var borið við að heilbrigðisráð- herra væri á förum til útlanda og vildi fá niðurstöðu af starfi nefndar- innar áður en hann hleypti heim- draganum. Nefndarmenn, þar á meðal þrír lögfræðingar, féllust þó á að verða við þessum tilmælum ráðherra. Daginn eftir fundinn und- irrituðu allir nefndarmenn tillögu formanns um sjúkrahúsmálaráð. Samkvæmt tillögunni skyldi þetta ráð vera stefnumarkandi og ráðgef- andi fyrir heilbrigðisráðuneyti og stjórnir hinna einstöku sjúkrahúsa. Fulltrúar Ríkisspítalanna skiluðu séráliti varðandi samsetningu ráðs- ins. Þeir töldu að fulltrúar frá Al- þingi ættu að sitja í nefndinni og að vægi Ríkisspítala væri ekki í samræmi við stærð þeirrar stofnun- ar. Ástæðan fyrir því að svo mikið lá á kom í ljós á næstu dögum. Fyrst að fjárlög voru lögð fram á Alþingi, þar sem sjúkrahúsunum þremur var ætluð sameiginleg írjár- veiting. Þá kom og fram frumvarp frá heilbrigðisráðherra, þar sem lagt var til að sett skyldi á stofn sjúkrahúsmálaráð fyrir sjúkrahúsin þijú í Reykjavík og skyldi þetta ráð skipta fé milli sjúkrahúsanna, sjá um ráðningu sérfræðinga og auk þess marka framtíðarstefnu um rekstur sjúkrahúsanna í höfuðborg- inni. Nokkrir nefndarmanna brugðust ókvæða við þessu útspili heilbrigðis- ráðherra og töldu að formaður nefndarinnar hefði blekkt sam- ' starfsmenn sína illilega. En formað- ur brá fyrir sig trúnaðarskyldu við yfirmann sinn, ráðherrann. Ég tel ómaklegt að væna formanninn um blekkingar en vil fremur líta á vinnubrögð hans sem eðlileg fyrir ungan stjórnmálamann á frarrta- braut. Hann vissi auðvitað að nefndarmenn mundu ekki skrifa undir álitið, ef þeim væri kunnugt um áform heilbrigðisráðherra og trúnaður er trúnaður. ' Það má eflaust lagfæra margt í sjúkrahúsakerfi landsins. Sjúkra- hús eru dýrar stofnanir og til þeirra þarf að gera þá kröfu að fyllstu hagkvæmni sé gætt í rekstri án þess að skerða gæði þjónustunnar sem þeir veita. Þess vegna er ástæða til að kveða nánar á um starfssvið þeirra, einkum þegar um er að ræða starfsemi sem krefst dýrra tækja, svo og starfsemi sem vegna fæðar þjóðarinnar gefur tak- mörkuð tækifæri til reynslu og þjálfunar. Sjúkrahús sem tæki slíka starfsemi að sér yrði jafnframt aðal kennslusjúkrahús. Það þyrfti ekki að vera neitt sérstakt bákn og má í því sambandi minna á að í svokall- aðri Weeks-áætlun sem gerð var á sjöunda áratugnum var gert ráð fyrir að á Landspítalalóð yrði eitt sjúkrahús með u.þ.b. 800 rúmum og þó aðstæður hafi breyst og Weeks-áætlunin sé því á ýmsan hátt úrelt, er ekki þar með sagt að sú stefna hafi verið i'öng, að byggja eitt sjúkrahús sem væri aðal kennslu- og hátæknisjúkrahús landsins. Lokaorð v Umræðan um heilbrigðiskerfið hér á landi hefur undanfarið nær eingöngu snúist um kostnað og það, hvernig spara megi hluta af þeim kostnaði. í sparnaðarskyni hefur verið gripið til ýmissa ráða, m.a. að loka sjúkrarúmum. Sparn- aðurinn hefur orðið næsta lítill, því enn stefnir í hallarekstur tveggja stærstu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Árangurinn hvað varðar hina sjúku, en þeir skipta líka máli, hefur orðið verri þjónusta, flakk milli sjukra- stofnana og lengri biðlistar. Ég tel mjög vafasamt að hægt sé að lækka kostnað við heilbrigðisþjón- ustuna svo nokkru nemi. Hins veg- ar er löngu orðið tímabært að spyija, hvort við höfum efni á þeirri heilbrigðisþjónustu sem við veitum okkur og ef svo er ekki, hvar eða hvernig eigum við að draga úr henni? Eigum við að vera sjálfum okkur nógir, eða svo til varðandi sérhæfð- ar lækningar, eða eigum við að ieita til annarra, og þá hverra? Eig- um við að láta sjúklinga greiða meira fyrir læknishjálp almennt eða einstök læknisverk, og þá hver? Er yfirbygging heilbrigðiskerfisins orðin of mikil? Eru læknar of marg- ir? Er það rétt stefna að greiða all- an kostnað sjúkrastofnana úr ríkis- sjóði og ef svo er ekki, hvernig á að skipta kostnaðinum? Eigum við að fækka sjúkrahúsum? Þessara og margra fleiri spurninga, tel ég að væntanlegt sjúkrahúsmálaráð þurfí að spyija og fá svör við áður en það fer að ráðskast með starfsemi einstakra stofnana, sem til þessa hafa gegnt hlutverki sínu á viðun- andi hátt. Stofnun sjúkrahúsmálaráðs get- ur verið vænlegt skref í þá átt að samræma starfsemi sjúkrahúsa, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu, heldur á landinu öllu. Höfuðatriðið er að koma málum þannig fyrir, að hvert sjúkrahús gegni ákveðnum verkefnum sem séu í samræmi við staðsetningu og búnað'. Sjúkrahúsin eiga að vera fjárhagslega sjálfstæð innan ramma fjárlaga og þau skulu vera ábyrg jjagnvart heilbrigðisráð- herra og landlækni, varðandi gæði þeirrar læknisþjónustu sem þeim er ætlað að veita. Sjúkrahúsmála- ráð á að móta stefnu í sjúkrahús- málum og hafa umsjón með að þeirri stefnu sé fylgt, en það er næsta ólíklegt að árangur verði af starfi þess, ef það hefur feril sinn á að beita valdi í málum, sem hing- að til hafa verið í höndum sjúkra- hússtjórnanna. Eðlilegra er að byija á skipulagsstarfi til að byggja ákvarðanir á. Höfundur er yfirlæknir iýtalæknadeildar Landspítalans. BLUEBIRD Nærfatnadur FYRIR NUTIMA MANNINN Verðlaunahafar í sam- keppni um reykbindindi Meira en tvö þúsund Islendingar skráðu sig í samkeppni norrænu krabbameinsfélaganna „Hættum að reykja — til vinnings". Þessi þátt- taka tryggði íslandi sigur. í hveiju landi fengu nokkrir þátt- takendur verðlaun. Hér á landi voru þeir tíu. Dregið var úr öllum inn- sendum þátttökutilkynningum en skilyrði fyrir verðlaununum var al- gjört tóbaksbindindi þan'n tíma sem keppnin stóð, en það var frá 15. októbertil 12. nóvember. Verðlaun- in voru af ýmsu tagi svo sem tölva, ferðir, myndbandstæki og peningar á sparisjóðsbók. Þeir sem þau hlutu voru: Ágúst Haraldsson, Reykjavík, Ása Sigríður Sveinsdóttir, Sand- gerði, Ástríður Ástmundsdóttir, Þorlákshöfn, Berta Margrét Finn- bogadótth', Skagafirði, Gunnar Þór Jacobsen, Reykjavík, _ Lilly Svava Snævarr, Reykjavík, Ólafur Sigur- jónsson, Reykjavík, Níels Skjaldar- son, Kópavogi, Sigurbjörg Snorra- dóttir, Eyjafirði, og Svava Eggerts- dóttir, Hveragerði. Stuðningsmenn þeirra allra fengu í verðlaun vöruúttekt fyrir tíu þúsund krónur hver. Ennfremur voru nöfn þriggja stuðningsmanna dregin út sérstaklega og fengu þeir verðlaun hliðstæð þeim sem þátt- takendum voru veitt. Þeir eru: Arn- fríður Arnardóttir, Sauðárkróki, Emilía Guðrún Harðardóttir, Húsa- vík og Halldóra Gísladóttir, Kópa- vogi. Öll framangreind verðlaun voru gefin af fyrirtækjum til stuðn- ings þessu átaki. Þrjú kort frá Listasafni Islands LISTASAFN íslands hefur látið gera eftirprentanir af verkum ís- lenskra myndlistarmanna í eigu safnsins og eru nýkomin út þijú kort litprentuð á tvöfaldan karton af eftirtöldum verkum: Guljfjöll 1946 eftir Svavar Guðna- son, íslandslag, eftir Jóhannes S. Kjarval og National Museum Was- hington, 1979 eftir Erró. ■ ■■■■ Hann er fallegur og rennilegur, lætur vel að stjóm og þýðist þig á allan hátt. Rúmgóður, ríkulega búinn og ótrúlega spameytinn. Hann er HONDA CIVIC. Greiðsluskilmáiar fyrir alla. Verð frá kr. 799.000- staðgr. 0HONDA HONDA AISLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S4S9900 ÍHiMOlVDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.