Morgunblaðið - 22.11.1990, Side 26

Morgunblaðið - 22.11.1990, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 Ný valfrelsisstefna í húsnæðismálum eftirJón Rúnar Sveinsson Meginniðurstöðu fyrri greinar minnq,r hér í Morgunblaðinu um stöðu húsnæðismála má draga sam- an á eftirfarandi hátt: Verðtrygging og vaxtahækkanir um og eftir 1980 hafa leitt til þess að sá þröskuldur, sem fjölskyldurnar í landinu þurfa að yfirstíga til þess að eignast eigin íbúð, hefur hækkað svo mjög, að „sjálfseignarstefnan" er ekki lengur raunhæfur valkostur sem eina lausnin á húsnæðismálum þorra þjóðarinnar. Þessi staðreynd hlýtur að kalla á tvíhliða húsnæðisstefnu, sem leggur á valfrelsi þegnanna í húsnæðismál- um og býður upp á raunhæfa val- kosti fyrir alla aldurs- og tekjuhópa. Félagslegar íbúðir eiga að vera á boðstólum fyrir ungt fólk sem er að, hefja búskap, lágtekjuópa og alla þá sem ekki telja eignamyndun í húsnæði sérstakt markmið sitt í lífínu. Þeir, sem á hinn bóginn leggja mikið upp úr vönduðu og rúmgóðu, eigin húsnæði, eiga sömuleiðis rétt á nokkurri fyrirgreiðslu opinberra aðila, t.d. í gegnum húsbréfakerfið, en víðtæk niðurgreiðsla vaxtakostn- Viðtalstimi borgarfulltrua Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum ívetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 24. nóvember verða til viðtals Guðrún Zoéga, formaður félagsmálaráðs og í stjórn veitustofnana, og Katrín Gunnarsdóttir, í heilbrigðisnefnd, íþrótta- og tómstundaráði og ferðamála- nefnd. V V V V V V V V V V’ V V vy . 5* % 3 $ 3' 3' 3 3 2' 3' & 3* 3» aðar á vart rétt á sér gagnvart slíkri umframneyslu hinna betur stæðu. Efling leigumarkaðarins Það er óneitanlega sorglegt að enn skuli finnast hér á landi menn — sem jafnvel hafa gegnt æðstu embættum lýðveldisins — er opin- bera jafn fordómafulla afstöðu og kemur fram í orðaleppum eins og „leiguliðastefna", um þá nýju við- leitni, sem nú er uppi hérlendis til þess að auka framboð leiguhúsnæðis og bæta kjör leigjenda. Sá sem þann- ig talar hlýtur að telja leigjendur til annars flokks fólks. Hann gerir sér iíklega heldur enga grein fyrir því að þessi nýja „leiguliðastefna“ hefur verið mótuð í fullu samráði við aðila eins og samtök námsmanna, fatlaðra og aidraðra, en öll þessi samtök telja auknar byggingar leiguíbúða vera brýnt verkefni stjórnvalda. Nýju félagsíbúðalögin, sem tóku gildi þann 1. júní sl., eru skýrt merki um breytta húsnæðisstefnu, sem felur það í sér að jafnræði skuli hér eftir ríkja í lögum milli eignaríbúða og leiguíbúða. Þetta kemur fram strax í markmiðsgrein laganna (1. gr.), þar sem nú er skilmerkilega tekið fram að markmiðum húsnæðis- löggjafarinnar skuli ná bæði með því að „ ... auka möguleika fólks til þess að eignast eða ieigja hús- næði á viðráðanlegum kjörum". Samkvæmt orðalagi eldri löggjafar var einungis talað um að „eignast húsnæði á viðráðanlegum kjörum“ (léturbr. JRS). Að undanförnu hafa orðið nokkrar umræður um húsaleigubætur til leigjenda. Málið mun vera í athugun hjá stjórnvöldum og lagafrumvarp vera í smíðum. Húsaleigubætur eru að mínu mati einhver besta aðferð sem hugsanleg er til þess að bæta kjör hinna lægst launuðu, auk þess sem leigjendur hljóta að eiga sama rétt á niðurgreiðslu húsnæðiskostn- aðar og eigendur fá nú í gegnum vaxtabótakerfið nýja. Annað væri að sjálfsögðu ekki í anda þeirrar nýju markmiðsgreinar húsnæðislög- gjafarinnar, sem vitnað var til hér að framan. auknecht ÞÝSK GÆDATÆKIÁ GÖÐU VERÐI KÆUSKÁPAR FRYSTISKÁPAfí OG MARGT FLEIRA ELDAVÉLAR OG OFNAR UPPÞVOTTAVÉLAR ÞVOTTAVELAR ÞURRKARAR mim KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT SAMBANDSINS HÓLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VID MIKLAGARD Jón Rúnar Sveinsson „Húsaleigubætur eru að mínu mati einhver besta aðferð sem hugs- anleg er til þess að bæta kjör hinna lægst launuðu, auk þess sem leigjendur hljóta að eiga sama rétt á niður- greiðslu húsnæðis- kostnaðar og eigendur fá nú í gegnum vaxta- bótakerfið nýja.“ Gerbreytt staða húsnæðis- samvinnufélaganna Á árunum 1983 og 1984 voru stofnuð hérlendis fyrstu Búsetafé- lögin. Þrátt fyrir mikinn stuðning meðal almennings og að félagatala þeirra næði strax nokkrum þúsund- um, þá gætti andstöðu gegn hinni nýju hreyfingu, einkum í forystu Sjálfstæðisflokksins og hjá ýmsum forystumönnum verkalýðshreyfing- arinnar. Andstaðan við húsnæðissam- vinnufélögin er nú að mestu horfin, enda mikið til byggð á vanþekkingu og misskilningi. Um þetta húsnæðis- form á að mínu mati að geta ríkt ágæt samstaða, starf húsnæðissam- vinnufélaga snýst um íbúðabygging- ar en ekki um stjórnmál. Félögin hafa nú öðlast fástan sess í hús- næðismálum þjóðarinnar, sem ekki síst kemur fram í gerbreyttum áherslum nýrrar húsnæðislöggjafaiv af ört vaxandi fjölda félagsmanna og síðast en ekki síst af kröftugri byggingarstarfsémi víða um land. Hinar breyttu áherslur húsnæðis- löggjafarinnar í átt til jafnræðis milli eignarforma má m.a.' marka af því, að innan félagslega lánakerf- isins njóta leiguíbúðir og búseturétt- aríbúðir nú bestra lánakjara; lánuð eru 90% af byggingarkostnaði til 50 ára með 1% vöxtum. Til eignaríbúða í verkamannabústöðum er lánstím- inn nú skemmri, eða 43 ár, sem veldur því að greiðslubyrðin þar er 15% þyngri en þegar leiguíbúðir eða búseturéttaríbúðir eiga í hlut. Full lagaleg viðurkenning hús- næðissamvinnufélaganna verður svo vonandi tryggð með samþykkt stjórnarfrumvarps um húsnæðis- samvinnufélög og búseturétt, sem félagsmálaráðherra hyggst leggja fram á Alþingi á næstunni. Framtíð verkamanna- bústaðakerfisins Helsta sérkenni íslenska verka- mannabústaðakerfisins er lögform- leg einkaeign íbúanna á íbúðunum. Sá eignarréttur er hins vegar í reynd háður víðtækum takmörkunum. Fyr- ir það fyrsta er hann háður ströngum kvöðum um endursölu og eigandan- um aðeins reiknaður ákveðinn „áunninn eignarhluti" sem hann fær endurgreiddan er hann selur íbúðina, ásamt þeim 10—15% íbúðarverðsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.