Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 57 gæfan reyndist þeim hjónum hverf- ul þau þijú ár, sem þau bjuggu þarna. Þau misstu tvö börn sín, fæddist annað þeirra andvana, en hitt dó nýfætt. Um þær mundir var verið að hætta verslunarrekstri í Skógarneshólmi og stóð faktors- húsið autt, tveggja hæða timburhús á steyptum kjallara. Þangað fluttu þau og þar fæddist sonurinn, Gunn- laugur Einar árið, 1930, nú húsa- smíðameistari í Stykkishólmi kvæntur Maríu Guðmundsdóttur og eiga þau eina dóttur og fjóra syni auk barnabarna. Á þessum stað leið þeim hjónum vel og minnast þess margir hve gott var að heim- sækja þau í Hólminn, alúðin ogg gestrisnin í fyrirrúmi, sem þeim var í blóð borin, allt undur hreint og snyrtilegt og húsmóðirin sæl og glöð í þessu glæsilega húsi. Utræði hafði verið úr Hólminum frá ómuna- tíð og var svo enn, enda oftast nægur fiskur á miðunum, bæði í Álum og Meldjúpi, þegar gaf á sjó og sjósóknin eftirlætisiðja hús- bóndans. En að því kom, að hús öll í Hólminum voru seld til niðurrifs. Það var árið 1933, sem faktorshús- ið var flutt að Vegamótum, fyrsta hús sem þar var reist, en hefur nú verið rifið fyrir skömmu. Þau Krist- ján fluttust nú vestur að Búðum í Staðarsveit og bjuggu þar í þrjú ár. Þar var í heiminn borinn yngsti sonurinn, Hörður, nú trésmíða- meistari og byggingaeftirlitsmaður hjá Innkaupastofnun ríkisins. Hann býr í Reykjavík kvæntur Birnu Lár- usdóttur og eiga þau tvo syni. Frá Búðum fluttust þau Jóhanna og Kristján loks í Stykkishólm árið 1936. Á þessum árum var eins og Kristján festi hvergi yndi til lengdar utan heimaslóða og hefur það eflaust staðið í vegi fyrir því, að fjölhæfni hans og dugnaður nyti sín sem skyldi. Hvar sem hann var nið- ur kominn bar hugurinn hann alltaf heim í Skógarnes. Þar voru rætur hans og þar og hvergi annars stað- ar átti hann heima. Þar hefur hann fundið sál sína fara að streyma í föllum sjávar um hinar björtu fjör- ur. Heim í Skógarnes var þó lítið að sækja, því að hugur hans stóð jafnan til annarra og meiri hluta en hefðbundins búskapar í sveit. í Stykkishólmi bjuggu þau hjón síðan til æviloka og voru fyrir löngu orðin eins og hveijir aðrir innfædd- ir Hólmarar, enda vel látin af öllum. Þar byggðu þau sér vandað íbúðat'- hús árið 1941 og stundaði Kristján lengst af báta- og skipasmíðar. Eitthvert hugleiknasta verkefni hans á þessum tíma var smíði Miklaholtskirkju á árunum 1945- 1946. Það hafði valdið honum og öðrum miklum sárindum, þegar kirkjan var flutt þaðan að Fáskrúð- arbakka árið 1937 og grunnurinn stóð auður þar sem kirkja hafði staðið nær því frá upphafi kristni í landinu. Stóð hann ásamt mörgum fleiri dyggilega við hlið þeirra sæmdarhjóna, Ásdísar og Magnús- ar frá Miklaholti, sem höfðu ötula forgöngu um endurreisn kirkjunn- ar. Alla tíð var mjög gestkvæmt á heimili þeirra hjóna hvort sem þau bjuggu í sveit eða þéttbýli, endá voru allir sem þangað komu miklir aufúsugestir. Okkur systkinum var ætíð tekið þar með kostum og kynj- um og áttum við þar ávallt öruggt innhlaup, er við þurftum að dveljast í Stykkishólmi til lækninga eða annars. Undirritaður dvaldist þar t.d. nær heilan vetur, þegar hann var ellefu ára, og hlaut þar mikið og gott atlæti ekki síður en þeirra eigin börn. Þegar Sigríður systir haris hætti búskap árið 1948 og fluttist til Reykjavíkur fór Ytra-Skógárnes í eyði og árið eftir eignaðist Kristján ■ loks jörðina. Þar dvaldist hann svo í tómstundum sínum meira og minna sumar hvert með fjölskyldu sinni meðan kraftar entust. Þar átti hann mai'gar sínar sælustu stundir. Hann dyttaði að gamla íbúðarhúsinu frá 1892 og hélt því í horfinu og er það nú orðið næsta dýrmætt frá sjónarmiði byggingar- sögu. Hann fékk lagðan bílveg heim í hlað, en áður var ekki fært þang- að á bílum nema um Löngufjörur þar sem sæta þurfti sjávarföllum. Kristján var maður hreinskiptinn og stefnufastur og þurfti enginn að vera í vafa um skoðanir hans hvorki í stjórnmálum né á öðrum sviðum. Þeim hafði orðið vel til vina strax í æsku, honum og Sigurði Ágústssyni alþingismanni og kaup- manni í Stykkishólmi, en faðir Sig- urðar,_ Ágúst Þórarinsson bróðir séra Árna, var lengi verslunarstjóri fyrir Tang og Riis í Skógarnesi á uppvaxtarárum Kristjáns. Hélst traust vinátta þeirra án þess skugga bæri á meðan báðir lifðu. Þegar kraftar tóku að þverra fluttist Kristján á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi og síðustu tvö árin var hann á spítalanum. Naut hann frábærrar umönnunar hjúkrunarfólks og fjölskyldu sinnar og leit dóttii' hans til hans nær því á hveijum degi. Allt þetta kunni Kristján vel að meta og var innilega þakklátur í huga hvenær sem hann var heimsóttur. Hann hélt skýrri hugsun og frábæru minni þar til nokkrum dögum áður en hann lést, þótt bæði sjón og heyrn væri farin að daprast. Útför Kristjáns verður gerð frá Stykkishólmskirkju í dag, fimmtu- daginn 22. nóvember. Óllum aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Einar H. Kristjánsson t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN FINNBOGADÓTTIR, Langholtsvegi 202, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Árni Hrólfsson, Halla Reynisdóttir, Sumarliði Hrólfsson, Ásta Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför INDLAUGAR BJÖRNSDÓTTUR frá Gerði, Sóleyjargötu 1, Vestmannaeyjum. Svanur Jónsson og fjölskylda, Hallbera Jónsdóttir og fjölskylda. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, Álfhólsvegi 93, Kópavogi. Guðfinna Jónsdóttir, Helgi Jónsson. Búnaðarfélag Aust- ur Landeyja 100 ára Hvolsvelli. AUSTUR-Landeyingar héldu upp á aldarafmæli Búnaðarfé- lagsins í Gunnarshólma föstu- dagskvöldið 16. nóveinber. Þar voru samankoinnir hreppsbúar og gestir úr nágrannahreppum og víðar. Alls um 150 manns. Afmælishátíðin hófst með því að Kristján Ágústsson frá Hólmum bauð gesti velkomna. Að loknu af- mæliskaffi rakti Elvar Eyvindsson frá Skíðabakka sögu félagsins í stórum dráttum. Þar kom fram að saga Búnaðarfélagsins er um leið framfarasaga sveitarinnar. Félagið lét sig ekki aðeins varða málefni landbúnaðarins, í raun lét félagið sig varða. öll málefni sem snertu mannlegt líf. í fundargerðabókum félagsins er að finna fyrstu heimild- ir um jarðarbætur bænda. Það stóð fyrir verkfærakaupum, heimsókn- um sérfræðinga, afleysingaþjón- ustu, kvöldvökum og ferðalögum bænda og mörgu öðru. Auk þessa voru kjaramál bænda að sjálfsögðu á verkefnaskránni. Til gamans iná nefna tillögu frá 1965 þar sem mótmælt var lögum um hægri handar akstur og þess vænst að þau kæmu aldrei til framkvæmda. Tillagan var samþykkt samliljóða. Fyrsti formaðúr félagsins var Jón Bergsson frá Hólmum. Að þessu loknu voru haldnar fjöl- margar ræður og félaginu færðar mai'gar og góðar gjafir. Voru það fulltrúar búnaðarfélaganna í ná- grenninu. Steinþór Gestsson frá Hæli færði félaginu gjöf frá Búnað- arfélagi íslands og Sveinn Sig- mundsson, framkvæmdastjóri Bún- aðarfélags Suðurlands, afhenti fé- laginu afreksbikar. I ræðunum kom fram að félagið beitti sér fyrir stofnun fyrsta hrossaræktarfélags á landinu. Magnús Finnbogason frá Lágafelli, sagði að árið 1961 hafi verið minn- isstæðasta árið í sögu félagsins. Þá var sveitinni breytt úr mýrarsveit í valliendi með skurðgreftri. Við þetta varð gífurleg ræktunarbyltirig í sveitinni. Sveinbjörn Benediktsson og Guð- björn Ingvarsson fluttu gamanmál að ræðuhöldunum loknum. Hermdi sá síðarnefndi eftir stjórnmála- mönnum og sveitungum af mikilli snilld. Þá var stiginn dans fram eftir nóttu. Morgiinblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Stjórn Búnaðarfélagsins og undirbúningsnefnd, Stjórn Búnaðarfélagsins skipa Kristján Ágústsson formaður, Ragnar Guðlaugsson og Elvar Ey- vindsson. Um undirbúning afmælis- veislunnar sáu þau Viðar Mar- mundsson, Ólafur Bjarnason, Else Gunn Graff, Garðar Guðmundsson og Gerður Elimars. Var mikill hátíðar- og menning- arblær yfir samkomunni og skemmtu menn sér hið besta. - S.Ó.K. Smásögur eftir Isabel Allende ÚT ER koinin hjá Máli og inenn- ingu bókin Eva Luna segir frá eftir skáldkonuna Isabel Allende. í kynningu útgefanda segir m.a.: „I bókinni eru 23 smásögur um jafnmörg tilbrigði ástarinnar. Hér segir af skuggalegum stigamönnum og háttprúðum hefðarmeyjum sem elskast með ærslum og glæfra- mönnum sem stíga í vænginn við annálaðar sómakonur, tinandi gam- almenni hefja upp langþráð bónorð, mæðgur keppa um hylli farand- söngvara, draumar rætast og skýja- borgir hrynja.“ Eftir Isabel Aliende hafa komið út á íslensku bækurnar Hús and- anna, Ást og skuggar og Eva Luna. Eva Luna segir frá er nýjsta bók hennar, kom út á frummálinu fyrr Isabel Allende á þessu ári og er íslenska útgáfan meðai þeirra fyrstu í Evrópu. Tóm- as R. Einarsson þýddi bókina úr spænsku. Eva Luna segir frá er 218 bis., prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Ingibjörg Eyþórsdóttir hannaði kápu. + Unnusta min og móðir okkar, SALBJÖRG I. JÓNATANSDÓTTIR frá Hrísey, Mánagötu 6, Reykjavík, er látin. Jarðarförin hefur farið fram. Þórður Jónasson, Ósk Norðfjörð Óskarsdóttir, Hjördís G. Óskarsdóttir, Sigríður T. Óskarsdóttir, Kristján J. Óskarsson, Vilhelmina Norðfjörð Óskarsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengamóður og ömmu, HELGU FJÓLU PÁLSDÓTTUR, Kleppsvegi 30, Sæmundur Sæmundsson Sigríður T. Sæmundsdóttir, Guðni Kristinsson, Margrét Sæmundsdóttir, Jón Marvin Guðmundsson, Sæmundur Sæmundsson, Elísabet Kristjánsdóttir og barnabörn. 'WttftvoVtjí SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIR • ALLA- FJÖLSKYLDUNA • Stinga ekki eúr fínustu merinóull «Mjög slitsterk ®Má þvo við 60°C SKÁTABÚÐIN SNORRABRAUT 60, S. 624145 BLUEBIRD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.