Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 42
-42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 SIEMENS Sameining siúkrahúsa Frystikistur og frystiskápar Siemens frystitækin eru eins og aörar vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki: traust, endingargóö og falleg. Lítiö inn til okkar og skoðiö úrvalið. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 eftir Árna Björnsson Þegar rætt er um mikilsverð mál á íslandi er það fremur regla en undantekning að þyrla upp mold- viðri, sem á stundum verður svo dimmt að ekki sér til átta. Gildir þá einu hvert umræðuefnið er. Inn í umræðuna blandast ólíkustu hlut- ir svo sem fordómar af margvísleg- um toga, hagsmunir, trúarbrögð og stjórnmálaskoðanir, svo nokkuð sé nefnt. Það tíðkast ekki að beita rökum, enda er umræðum ekki ætlað að leiða til rökrænnar niður- stöðu, því hún er venjulega fyrir- fram ákveðin. Allt fimbulfambið endar því oftast í einskonar andlegu tómarúmi og gleymist þegar blikur næsta moldviðris fara að hrannast upp á fjölmiðlahimninum. Umræðan undanfarið um boðað frumvarp heilbrigðisráðherra um nýskipan stjórna sjúkrahúsa í Reykjavík er hér dæmigerð. Inn í hana hafa blandast hagsmunir, valdabarátta og fordómafullar full- yrðingar um aukna miðstýringu eða valddreifingu, sem jafnvel hefur lit- að prófkjörsslag Sjálfstæðisflokks- Það kemst ekki hvaða naut sem er inn í Argentínu. Fimmtudagskvöld eru prime ribs" kvöld. Naut kvöldsins: Kom í heiminn: Undan: Þyngd: Eigandi: Heimahagar: Slátrað: Sláturhús: Flokkur: Verkandi: Sýrustig: Matreitt: 17.febrúar1988 Magnaog Búbót 216,6kg LárusÁgústsson Indriðakot, V-Eyjafjöllum 5. nóvember 1990 ÞríhyrninguráHellu UNIIF Kjöthf., Jónas Þór 5,57 f kvöld á Argentínu KÁTAMASKfNAN / HVlTA HÚSIÐ / Sf A ins í Reykjavík. Formælendur frum- varpsins hafa haldið því fram, að tillaga heilbrigðisráðherra muni leiða til mikils sparnaðar og hag- ræðingar í sjúkrahúskerfinu og hafa stjarnfræðilegar tölur verið nefndar í því sambandi. Andstæð- ingar frumvarpsins halda því hins vegar fram, að sparnaður verði enginn. Tilagangurinn sé aðeins sá, að-herða enn frekar tök heilbrigðis- ráðuneytisins á sjúkrahúsunum, sem þó séu nóg fyrir. Formælendur frumvarpsins tala um valddreif- ingu, andstæðingar um aukna mið- stýringu. Minna hefur verið rætt um, hvort sú breyting, sem verður á stjórnun sjúkrahúsmála, muni hafa í för með sér betri og skilvirk- ari þjónustu fyrir þá, sem á henni þurfa að halda. Forsaga þessa máls er í stuttu máli, að í árslok 1988 gengu foryst- umenn Landakotsspítala og Borg- arspítala á fund heilbrigðisráðherra þeirra erinda að leita samþykkis hans um að sameina þessi sjúkra- hús rekstrarlega, í grundvallarat- riðum þannig, að bráðaþjónusta Landakotsspítala yrði smátt og smátt flutt yfir á Borgarspítalann, en Landakotsspítalinn fengi það hlutverk að þjóna langlegu- og öldr- unarsjúklingum beggja þessara stofnana. Ráðherra mun ekki hafa litist illa á þessar hugmyndir en vildi skoða málið í víðara sam- hengi. í febrúar 1989 skipaði hann því nefnd undir forystu aðstoðar- manns síns, Finns Ingólfssonar, en hún var skipuð tveim fulltrúum frá hveiju hinna stóru sjúkrahúsa í Reykjavík, tveim fulltrúum frá ráð- uneyti heilbrigðismála og einum fulltrúa frá Reykjavíkurborg. Nefndinni var gefið nafnið Samein- ingarnefnd sjúkrahúsa. Þau sjónarmið, sem fram hafa komið opinberlega, eru annars veg- ar sjónarmið nefndarmanna frá Landakotsspítala, Borgarspítala og borgarstjórn Reykjavíkur og hins vegar frá heilbrigðisráðuneytinu eða formanni nefndarinnar, aðstoð- armanni heilbrigðisráðherra. Það hefur ekki komið fram _að fulltrúar Ríkisspítalanna, Davíð A. Gunnars- son og undirritaður, hafi lagt neitt til mála og mætti af því ætla að þeir hafi verið sammála öðrum hvorum þessara aðila. Því finnst mér rétt að láta vita af því að fleiri sjónarmið voru viðruð í sam- einingarnefndinni. Hlutverk nefndarinnar skyldi vera að stuðla að samstarfi, jafnvel sameiningu stóru sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík. Það kom strax í ljós, að skoðanir nefndarmanna Árni Björnsson „ Árangurinn hvað varðar hina sjúku, en þeir skipta líka máli, hefur orðið verri þjón- usta, flakk milli sjúkra- stofnana o g lengri bið- listar.“ voru skiptar um það, hvernig skipa bæri sjúkrahúsmálum í Reykjavík í framtíðinni. Fulltrúar Landakots- spítala og Borgarspítala, ásamt fulltrúa Reykjavíkurborgar lögðu til að stefnt væri að því að hér í Reykjavík störfuðu tvö nokkurn veginn jafn stór sjúkrahús, sem hefðu samvinnu um ákveðna þætti læknisþjónustu, hefðu sjálfstæðan fjárhag og væru sjálfráð um verk- efnaval og mannaráðningar. Með þessu móti töldu þeir að eðlileg samkeppni væri tryggð og þar með einnig gæði þjónustunnar. Að sjálf- sögðu skyldu bæði sjúkrahúsin starfa sem bráðasjúkrahús fyrir Reykjavíkursvæðið og landið allt, þar sem það ætti við. Þessum mark- miðum skyldi náð með því að flytja bráðaþjónustu og aðra þá þjónustu sem krefðist sérhæfingar og tækni- búnaðar af Landakotsspítala á Borgarspítala, en breyta Landa- kotsspítalanum í langlegu- og öldr- unarspítala. Til þess að framkvæma þessar hugmyndir, þyrfti að gera ákveðnar breytingar á báðum spí- tölunum varðandi búnað og starfs- aðstöðu. Þó þessar aðgerðir kostuðu talsvert í byijun myndu þær leiða til sparnaðar þegar til lengri tíma væri litið. Fulltrúar Ríkisspítalanna töldu hins vegar að með hliðsjón af tækni- þróun í læknisfræði og smæðar þjóðarinnar væri eðlilegt að stefna að því að hér starfaði eitt „hátækni- sjúkrahús" sem stæði undir nafni. Því væri eðlilegast að stefna að sameiningu Landspítalans og Borg- arspítalans í áföngum, án þess að afstaða væri tekin tii þess, hvort framtíðaruppbygging yrði á lóð Borgarspítalans eða Landspítalans eða hugsanlega einhvers staðar annars staðar. Þannig mundi dýr- asti tæknibúnaður nýtast best og þjónusta í þrengri sérgreinum, sem efniviður er takmarkaður, verða frá Múlalundi... § þær duga sem besta bók. Múlalundur i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.