Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 FELAGIÐ GEÐHJALP VILL VEKJA ATHYGLI Á: RÁÐSTEFNA Á VEGUM GEÐHJÁLPAR, GEÐVERNDAR- FÉLAGS ÍSLANDS OG LANDLÆKNISEMBÆTTISINS: Hvemigmábæta þjónustu við fólk með geðræna fötlun? Rúgbrauðsgerðinni, fimmtudag 29. nóvember 1990, kl. 8:30 - 16:45. Ráðstefnan er öllum opin. Skráning í síma 25990 kl. 13:00 - 17:00 fyrir 23. nóv. Gjald kr. 1000. Dagskrá: Skráning Setning: ....................Ólafur Ólafsson, landlæknir Ávarp:............Guðmundur Bjamason, heilbrigðisráðherra Ávarp: ..........Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra Rannsóknir:...........................Tómas Helgason Hagir eftir útskrift:.................Pétur Hauksson Atvinnu- og búsetumál:.............Magnús Þorgrímsson Þjónusta heilsugæslustöðva og samræming við þjónustu geðdeiida: ..HjálmarFreysteinsson og y Sigmundur Sigfússon Umræða í hópum Hádegisverður Réttur neytenda: ...............Sigrún Friðfinnsdóttir, Sigurlaug Sveinsdóttir og Anna Valgarðsdóttir Þjónusta við aðstandendur:......Ingibjörg Pála Jónsdóttir Líf utan stofnanna, þjónusta sveitarfélaga við geðsjúka:.Bragi Guðbrandsson Meðferð og æskilegt meðferðarumhverfi:. Margrét Bárðardóttir Endurhæfing:.........................Ingólfur Sveinsson Umræða í hópum Niðurstöður hópa kynntar. Umræður og tillögur um framhaldsstarf Fundarstjórar: Sigmundur Sigfússon og Helgi Seljan Gert er ráð fyrir örstuttum umræðum í lok hvers framsöguerindis. Fikki fleiri koU- steypur, takk! eftir Kristínu > Astgeirsdóttur Það er einkennilegt hve okkar litlu þjóð hefur gengið illa að finna varanlegar og góðar lausnir á þeirri frumþörf landsmanna að hafa þak yfir höfuðið. Það hefði átt að vera auðvelt mál að skipu- leggja húsnæði fyrir þá kvart millj- ón manns sem hér býr nú, ef beitt hefði verið fyrirhyggju, framtíðar- sýn og félagslegum lausnum. Þess í stað hefur orðið hver kollsteypan á fætur annarri, með sveiflum, flóðum og stíflum, sem valdið hafa fjölskyldum og þjóðfélaginu öllu miklum skaða. Býggingarsjóðir ríkisins standa nú frammi fyrir miklum vanda og við, þegnar þessa þjóðfélags, frammi fyrir þeirri spurningú hvort við viljum veija tugum millj- arða úr sameiginlegum sjóðum okkar næstu áratugi til að bæta fyrir þau mistök sem gerð hafa verið, eða hvort til eru aðrar lausn- ir. Mistökin felast í miklum vaxta- mun, vanmati á eftirspum og því að gera engan greinarmun á efn- um fólks og aðstæðum í almenna kerfinu. Við stöndum einnig frammi fýrir þeirri grundvallar- spumingu hvert hlutverk ríkisins eigi' að vera í húsnæðismálum framtíðarinnar og hvernig koma megi í veg fyrir fleiri kollsteypur. Afleiðingar séreignarstefnunnar Að mínum dómi á séreignar- stefnan sem hér hefur verið við lýði um áratugaskeið mesta sök á þeim vanda sem við stöndum frammi fýrir ásamt láglaunastefn- unni. Nánast allir aðilar þjóðfé- lagsins hafa kokgleypt séreignar- stefnuna sem upphaflega var óskabam Sjálfstæðisflokksins. Af- leiðingin er sú að áram saman hefur fólk neyðst til að leggja út í íbúðarkaup hvort sem greiðslu- geta leyfði það eða ekki. Aðrar leiðir reyndust ekki færar. Sveitar- félög, sérstaklega Reykjavíkur- borg, hafa hunsað það hlutverk sitt að tryggja nægjanlegt fram- boð á leiguhúsnæði sem valdið hefur mikilli spennu á húsnæðis- markaðnum og oft ótímabæram húsnæðiskaupum. Til skamms tíma áttu félaga- samtök sem beittu sér í húsnæðis- málum erfítt uppdráttar, enda mikil tregða meðal ráðamanna við að greiða nýjum félagslegum lausnum í húsnæðismálu.m leið. Félagslegar lausnir fyrir þá sem verst standa að vígi hafa hvergi THOMSOIM £í SJÓNVÖRP Á TILBOáÍVERÖÍl & SAMBANDSINS V/Miklagarð - S. 685550 nærri dugað til. Þær tekjur sem miðað var við, ef komast átti inn í verkamannabústaði, vora allt of lágar. Það leiddi svo aftur til þess að til varð hópur sem hvorki átti kost á félagslegu húsnæði né réð við íbúðarkaup á almennum mark- aði. Nú dugar ekki lengur að stökkva Á síðustu tveimur áraum hafa miklar breytingar verið gerðar á húsnæðiskerfinu til að reyna að bjarga því sem bjargað varð og einnig til að finna varanlegar lausnir. Annars vegar var húsbréf- akerfinu komið á, hins vegar voru gerðar veralegar breytingar á fé- lagslega húsnæðiskerfinu, í þá veru að gera sveitarfélögum og félagasamtökum auðveldara að kaupa/byggja félagslegt húsnæði. Húsbréfakerfinu er ætlað að létta af ríkissjóði miklum lánveit- ingm og láta seljendur íbúðarhús- næðis um að lána. íbúðarkaup á almennum markaði byggjast hér eftir á því að fólk geti staðið und- ir slíkum kaupum, það verður að gera greiðsluáætlanir og efla sparnað. Nú dugar ekki lengur að stökkva ut í sundlaugina og svamla í þeirri von að allt reddist. Kvennalistinn hefur staðið að þeim breytingum sem að ofan greinir og sat undirrituð bæði I húsbréfanefndinni og þeirri nefnd sem endurskoðaði félagslega hús- næðiskerfið. Við kvennalistakonur höfum þó neglt ýmsa varnagla á leiðinni, svo sem þá að tryggja verði að gerðar breytingar bitni ekki á þeim sem lægst hafa laun- in, að félagslega húsnæðiskerfíð verði eflt og ekki síst að húsbréfa- kerfið fái að þróast í friði. Eftir stendur hvemig bregðast á við þeim vanda sem holskeflan frá 1986-1989 skilur eftir sig. Þá var hleypt af stað mikilli skriðu, allir fengu niðurgreidd lán hvort sem þeir þurftu á þeim að halda eða ekki. Afleiðingin er sú að Byggingarsjóður ríkisins situr uppi með miklar skuldir við lífeyr- issjóðina sem greiða verður upp á næstu áratugum með einhveijum ráðum. Hver eiga þau ráð að vera? Vandann verður að leysa Ein leið til lausnar er sú að láta ríkissjóð einan um vandann. Það myndi kosta niðurskurð á öðram sviðum. Eins og öllum á ljóst vera er þröngt í búi ríkissjóðs (af ýms- um ástæðum). Ekki verður við það unað a skuldasúpa byggingarsjóð- anna verði til að skera enn frekar niður framlög t.d. til skóla- og heilbrigðismála. Önnur leið er sú að ganga á eigið fé sjóðanna og lýsa svo yfir gjaldþroti þegar þar að kemur, láta komandi kynslóðir bara um að leysa vandann. Sú leið er heldur ekki ásættanleg, við eigum að bera ábyrgð á okkar gerðum, ekki að varpa henni á annarra herðar. Þriðja leiðin er sú sem m.a. BSRB hefur bent á, að afla tekna á annan hátt t.d. með sérstökum skatti. Hugmyndin er allrar athygli verð en vandséð að fjármagnsskattur dugi fyrir skuld- um byggingarsjóðanna og vægast sagt, ólíklegt að meiri hluti sé fyr- ir slíkum skatti á Alþingi nú, hvað þá eftir næstu kosningar, ef svo fer sem horfir. Fjórða leiðin er sú að hækka vexti á lánum sem tek- in voru eftir mitt ár 1984 (það er heimilt og undir það hafa lántak- endur skrifað. Þetta þarf þó að skoða betur með tilliti til þeirra sem tóku lán milli 1984 og 1986 og tilheyra misgengishópnum) og reyna þannig að hala inn fyrir skuldunum. Það er Ijóst að þótt vextir Verði hækkaðir upp í 5% dugar það ekki til og því óhjá- Kristín Ástgeirsdóttir „ Af reynslu minni úr stjórn Verkamannabú- staðanna í Reykjavík veit ég hvílík neyð er á ferð hér í borg og til skammar hve Reykja- víkuríhaldið stingur hausnum í sandinn muldrandi sína séreign- ardrauma, í stað þess að leysa vandann." kvæmilegt að ríkissjóður bæti við því sem á vantar, svo framarlega sem ekki fínnast aðrar leiðir. Við kvennalistakonur höfum bent á fjórðu leiðina, þótt okkur sé það hreint ekki ljúft. Það er óæskilegt að vextir hækki á löngu teknum lánum, en breytilegir vext- ir era nú einu sinni það sem fólk býr við á almennum lánamarkaði. Þeir sem nú taka lán á almennum lánamarkaði þurfa að borga allt að 7-8% vexti og því má spyija hvort ekki sé réttlátt í slíku neyð- arástandi að þeir sem fengið hafa niðurgreidd lán á undanförnum áram leggi sitt af mörkum, að því tilteknu að þeir sem verst standa að vígi fái sínar vaxtabætur. Lífeyrissjóðirnir ekki sökudólgurinn Kvennalistakonur hafa sætt ámæli fyrir þá stefnubreytingu í vaxtamálum sem ákveðin var á síðasta landsfundi okkar í Hrafna- gilsSkóla. Við hefðum auðvitað getað hrist hausinn og sagt, látum þá sem komu vitleysunni af stað bera ábyrgðina, þeir verða að leysa þetta (Alexander, Ásmundur og Þorsteinn Pálsson). Við viljum ekki hlaupa frá vandanum, við reynum að leita lausna. Okkur hefur meðal annars verið bent á að nær væri a koma lögum yfir lífeyrissjóðina sem stundi vaxta- okur. Slíkar hugmyndir era á mis- skilningi byggðar. Lífeyrissjóðirnir fylgja vaxtasveiflum í landinu og því nær að beita tiltækum ráðum og góðri efnahagsstjórn til að lækka vexti. Lífeyrissjóðirnir reyna eins og eðlilegt er að ávaxta inneign sinna félagsmanna og veitir ekki af ef hugsað er til þess mikla fjölda launafólks sem á næstu áram og áratugum mun fá lífeyrisgreiðslur úr sjóðunum í ell- inni. Menn óttast að sjóðimir muni ekki standa undir þeim greiðslum þegar þar að kemur. Þegar tnarkaðurinn ræður för Halldór Blöndal alþingismaður ræddi í nýlegri grein í Morgun- blaðinu um þann mikla kjaramun sem nú er milli þeirra sem fá fyrir- greiðslu í félagslega húsnæði- skerfinu og þeirra sem kaupa gegnum húsbréfakerfið. Það er einkennilegt að þeir sem um ára- bil hafa boðað fijálst markaðs- kerfi bregðast hinir verstu við þegar markaðurinn fer að virka. Húsbréfakerfíð lýtur lögmálum markaðarins, þar stjórnar ferðinni framboð og eftirspurn húsnæðis, svo og almenn lána- og vaxtakjör. Þeir einir sem við ráða leita inn í þetta kerfi. Þessi grundvallaratriði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.