Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.11.1990, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1990 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Markahæstir Hans Guðmundsson, KA....99/11 ValdimarGrímsson, Val...96/15 Stefán Kristjánsson, FH, ....89/31 Konráð Olavson, KR,.....87/ 6 Gústaf Bjarnason, Selfossi, .80/ 8 Magnús Sigurðsson, Stj..77/27 Páll Ólafsson, KR,......74/11 Guðjón Árnason, FH,.....73/ 3 Aíexej Trúfan, Víkingi,.71/28 Birgir Sigurðsson, Víkingi, .70 Sigurður Bjarnason, Stj.69/ 7 Gylfi Birgisson, ÍBV....67/ 8 PetrBaumruk, Haukum, ....68/13 Sigurður Gunnarsson, ÍBV, .66/21 Ólafur Gylfason, ÍR.....66/22 Karl Karlsson, Fram.....65/ 1 Sigurp. Aðalsteinsson, KA, .61/11 OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 9 -105 Reykjavfk Símar 624631 / 624699 ■k Pitney Bowes Frimerkjavélar og stimpilvélar Véiar til póstpökkunar o. fl. Víkingurekki tapað stigi: „Enginn trtill enn í höfn“ Morgunblaðið/Einar Falur Sovétmaðurinn Alexej Trúfan hefur hleypt nýju blóði í lið Víkings — bindur vörnina saman og stjórnar sóknar- leiknum. Trúfan hefur leikið að undanförnu þrátt fyrir að eiga við handarmeiðsl að stríða, en fær nú góða hvíld. (|D ^ meiri ánægja^ fyrir liðin og ekki síður fyrir lands- liðið. Enda er athyglisvert að liðin, sem eru í neðri hluta deildarinnar, veita hinum mjög harða keppni. Áður var það gjarnan svo að tvö lið voru áberandi slökust, en það á ekki við um yfirstandandi keppni. Það hefur verið mikið af jöfnum leikjum og keppnin sýnir að það var rétt ákvörðun að íjölga liðum.“ „Handboltinn að breytast" Ekki verður sagt að leikirnir í vetur hafi almennt verið vel sóttir. Ástæðurnar eru sjálfsagt margar, en sýnt er að úrslitin ráðast ekki fyrr en í lokakeppninni og dregur það úr mikilvægi leikja í forkeppn- inni. Þá eru „stjörnur" ekki eins áberandi nú og oft áður — bestu leikmennirnir keppa með erlendum félagsliðum. Guðmundur segir að handboltinn sé ekki verri en áður, en breytingar eigi sér stað. „Það er viss blóðtaka að bestu skytturnar eru erlendis, en auk þess er handboltinn að breyt- ast. Leikurinn byggist æ meira á samvinnu allra leikmanna frekar en einstaklingsframtaki. Áður átti ein eða tvær skyttur 80% til 90% af öllum skotum, en nú er handbolt- inn kerfisbundnari og skipilagðari. Þetta virðist ganga í bylgjum — nú erum við með fleiri góða horna- og línumenn, en ljóst er að fátt er um skyttur og markvarslan er ekki eins góð og oft áður. Engu að síður er handboltinn ekki í lægð, þó frammi- staða liðanna í Evrópumótunum sé visst áhyggjuefni." Sterk heild Víkingur var í fallbaráttu í fyrra, en slapp fyrir horn. Nú er öldin önnur — liðið hefur sýnt mesta stöð- ugleika allra í mótinu. Sterkir menn bættust í hópinn eftir síðasta tíma- bil- og Árni Indriðason, einn besti þjálfari landsins, tók að sér að að- stoða Guðmund, svo hornamaður- inn gæti einbeitt sér að því að spila í leikjum. Guðmundur segir að umgjörðin sé eins og best verði á kosið og slíkt sé nauðsynlegt til að ná ár- angri, en áréttar að Víkingar séu jarðbundnir. „Við erum ekki uppi í skýjunum. Það er ekkert auðveldara en að missa forskot niður, jafnt í leik sem heildarstigum. Við erum ekki með afgerandi forystu í deild- inni og það er ávallt hættulegt að byggja á fölsku öryggi. Hins vegar erum við afslappaðri en í fyrra og það gengur meðan við beijumst í leikjum. Við erum með breiðan hóp og gott gengi gefur aukið svigrúm til að gefa fleiri mönnum tækifæri, en við getum ekki leyft okkur að sofna á verðinum.“ Liðin í mótun Línur hafa skýrst í deildinni og að mati Guðmundar halda fimm efstu liðin stöðu sinni, en baráttan um sjötta sætið í úrslitakeppninni um titilinn komi til með að standa á milli KR og ÍBV. „Þetta eru mjög ámóta lið en ég hallast frekar að því að Eyjamenn tryggi sér sætið ogþar skiptir heimavöllurinn öllu.“ Guðmundur segir að gera megi ráð fyrir jafnri og spennandi úrslita- keppni. „Staðan nú gefur ekki alveg rétta mynd af hinum liðunum. Bæði er að þau eru í mótun og eins hitt að meiðsl hafa sett strik í reikn- inginn, sérstaklega hjá Val og FH. Því hafa þau ekki náð að sýna sitt rétta andlit, en prófið verður í úr- slitakeppninni, sem verður mjög erfið fyrir öll lið.“ VÍKINGAR hafa ekki tapað stigi á yfirstandi íslandsmóti í hand- knattleik og eru fimm stigum á undan Valsmönnum, sem eru í 2. sæti. „Ég er ánægður með það sem komið er, en við höfum ekki unnið neitt — það er enginn titill enn í höfn,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson, þjálfari og ieikmaður Víkings, aðspurður um mótið. „Okkur hefur gengið allt í haginn og frammistaðan kemur mér einna helst á óvart, en það er mikið eftir og við þurfum að leggja mikið af mörkum til að ná settum markmiðum. Allt getur gerst og í úrslitakeppninni standa öll liðin nær jafnt' að vígi.“ Forkeppni 1. deildar karla í handknattleik er liðlega hálfn- uð. Síðustu níu vikur hafa verið leiknar 13 umferðir, en nú verður mgHMi gert tveggja vikna Eftir hlé á keppninni Steinþór vegna verkefna Guðbjartsson landsliðsins. Þrír leikir verða í viku- lokin við Tékka, í næstu viku verð- ur leikið gegn Bandaríkjamönnum og síðan tekur liðið þátt í móti í Danmörku. Aðstöðuleysi áhyggjuefni MORA sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. Síðan höfum við reynt að verða okkur úti um tíma hér og þar, en engu að síður höfum við þurft að æfa úti. Ástandið er slæmt og það er ijóst að okkur vantar íþróttahús í borginni. Staða þessara mála er áhyggjuefni fyrir handboltann." Fjölgun leikja skilar sér Tímabilið hefur lengst samfara fjölgun liða og fleiri leikja. Margir eru á þeirri skoðun að erfitt sé að undirbúa lið og fara vel í leikkerfi vegna þess hve þétt er spilað. Guð- mundur mælir breytingunni bót, en hefði viljað hafa niðurröðun leikja á annan hátt. „I fyrra sagði ég að leikirnir væru of fáir og því er ég ánægður með að fá fleiri leiki. Eins og málin eru nú er þetta ef till vill of stíft — betra hefði verið að spila á laugar- dögum og annanhvern miðvikudag eða eitthvað í þá áttina. En fleiri leikir skila sér, bæði Fyrirkomulagi keppninnar er með öðru sniði en áður og sýnist sitt hveijum utn breytinguna. Styttri tími er á milli leikja en áð- ur, leikirnir eru fleiri og æfingarnar færri. Reyndar hefur fjölgun leikja í Reykjavík haft þau áhrif að félög- in fá ekki þá tíma, sem þau vilja, til æfinga. Þegar hefur einn þjálf- ari sagt upp störfum, meðal annars vegna aðstöðuleysis, og Guðmundur segir að aðstöðuleysi félaganna sé áhyggjuefni. . „Við nýttum undirbúningstíma- bilið mjög vel og það hefur skilað árangri. Við byrjuðum æfingar 20. júní, höfum æft samfelll síðan og tókum þátt í móti í Svíþjóð fyrir keppnistímabilið. Hins vegar höfum við átt erfitt um vik með æfingar í vetur. Við eigum tvo æfingatíma vikulega í Laugardalshöll, en þeir falla yfirleitt niður. Sömu sögu er að segja af eina tímanum í íþrótta- húsi Seljaskóla. Þá eni eftir tveir tímar í litlum sal Réttarholtsskóla. í MORATEMP MORATEMP blöndunar- tækin eru með auðveldri einnar handar stillingu á hitastigi og vatnsmagni. c@) AUÐSTILLT GEIRMLINDUR KEMUR1BÆINN og skemmtir föstudags-og laugardagskvöldiö 3Q.ll.oq 112. ^ frá kl. 22.til 3. BORÐAFANTANIR S. 29900 HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS ■ Leikir u j T Mörk U j T Mörk Mörk Stig VÍKINGUR 13 6 0 0 150:121 7 0 0 177:151 327:272 26 VALUR 13 6 1 0 172:148 4 0 2 145:133 317:281 21 STJARNAN 13 4 0 2 139:135 6 0 1 181:164 320:299 20 FH 13 5 2 1 193:176 2 0 3 117:122 310:298 16 HAUKAR 12 3 0 2 122:125 4 0 3 159:164 281:289 14 KR 13 1 3 2 136:139 2 3 2 163:168 299:307 12 ÍBV 12 2 0 4 149:148 2 3 1 142:136 291:284 11 KA 13 3 0 4 166:148 1 1 4 136:143 302:291 9 GRÓTTA 13 1 0 6 152:166 2 1 3 134:139 286:305 7 SELFOSS 13 2 1 4 157:168 0 2 4 104:129 261:297 7 FRAM 13 1 3 2 127:135 0 1 6 137:165 264:300 6 ÍR 13 1 1 4 126:139 1 0 6 153:175 279:314 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.