Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 2
I
ALLT frá um 400 milljónum króna
upp í um tvo milijarða vantar til
að endar nái saman í rekstri Bygg-
ingarsjóðs ríksins frá mánuði til
mánaðar fyrstu 11 mánuði næsta
árs, eða ríflega milljarð króna að
meðaltali í mánuði. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er
gert ráð fyrir að staða sjóðsins
verði jöfn í árslok 1991;
Eins og komið hefur fram í frétt-
um Morgunblaðsins hefur þurft að
fjármagna starfsemi Byggingarsjóðs
ríkisins með lánum frá Seðlabanka
undanfama mánuði og samkvæmt
heimildum blaðsins er skuldin við
bankann nú um hálfur annar millj-
arður króna. Áætlanir um rekstur
sjóðsins og streymi greiðslna í hann
og út úr honum á næsta ári gera ráð
fyrir að hallinn verði að meðaltali
um einn milljarður króna.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi
1991 er áætlað að mismunur á
greiðslubyrði af teknum lánum og
veittum lánum verði einn milljarður
króna. Samkvæmt heimildum blaðs-
ins er gert ráð fyrir að innheimtar
afborganir, vextir og verðbætur verði
um 5,8 milljarðar á næsta ári og að
greiddar afborganir, vextir og verð-
bætur verði um 6,8 milljarðar króna.
Framlag ríkissjóðs er 50 milljónir á
þessu ári, en verður ekkert á næsta
ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Áætlað er að lífeyrissjóðir láni um
10,1 milljarð króna til Byggingar-
sjóðsins, sem síðan endurlánar um
3,6 milljarða til Byggingarsjóðs
verkamanna. Útlán eru áætluð um 5
milljarðar og á stærsti hluti þess að
greiðast út á fyrsta þriðjungi ársins.
Ekki hafa fengist upplýsingar um
hvemig eigi að fjármagna hallann á
næsta ári. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er hins vegar gert
ráð fyrir að skuldabréfakaup lífeyris-
sjóða muni vega nægilega þungt í
desember 1991 til þess að eyða hal-
Ianum og jafna stöðu Byggingarsjóðs
ríkisins í árslok.
Skautasvellið opnað almenningi
íviorgn n Diaoio/ KAa
Hið nýja vélfrysta skautasvell í Laugardal er nú tilbúið og verður
það opnað almenningi við hátíðlega athöfn klukkan 16.30 í dag.
I gær unnu starfsmenn við slípun og hreinsun áður en skautafólk-
ið fær að spreyta sig á svellinu.
Fundur Svæðisfélags smábáta á Reykjanesi:
Vilja landsfund smábátaeigenda
vegna óánægju með kvótann
Svívirðilegt ef Fiskiðjan hefur yfirboðið mig með láni úr Atvinnutrygginga-
sjóði, segir Brynjar B. Pétursson í Grindavík
Nauðgun á
veitingastað
KONA kærði á sunnudagsmorg-
un mann fyrir nauðgun. Að sögn
konunnar hafði maðurinn elt
hana inn á salemi á veitingastað
í Kópavogi og komið fram vilja
sínum.
Maðurinn, sem hefur gerst sekur
um fjölda áfbrota og var í síðustu
viku látinn laus eftir að hafa játað
að smygla eiturlyfjum til landsins
í barnaleikföngum, neitar sakar-
giftum.
Þá var kærð önnur nauðgun á
sunnudagsmorgun og átti hún sér
stað í Hafnarfírði.
Á FUNDI Svæðisfélags smábátaeigenda á Suðurnesjum, sem haldinn
var í Keflavík á sunnudaginn, var samþykkt ályktun, þar sem skorað
er á stjórn Landssambands smábátaeigenda að boða strax til fundar
með öllum smábátaeigendum á landinu og helstu ráðamönnum lands-
ins. I ályktuninni segir að þessi áskorun sé til komin vegna mikillar
óánægju smábátaeigenda með hlutdeild smábáta í heildarafla allra
skipa.
Á þessum fundi sagðist Brynjar
B. Pétursson í Grindavík hafa í sum-
ar boðið 10 milljóna króna stað-
greiðslu fyrir smábátinn Auðhumlu
KE, ásamt aflakvóta hans, sem ís-
landsbanki hefði eignast. Hann hefði
hins vegar fengið þær upplýsingar
frá lögmanni bankans að Fiskiðja
Sauðárkróks hefði yfirboðið hann.
Brynjar segir í samtali við Morgun-
blaðið að Fiskiðjan hefði fengið fyrir-
greiðslu hjá Atvinnutryggingasjóði
og það væri svívirðilegt ef fyrirtæk-
ið hefði notað peninga úr sjóðnum
til að yfírbjóða sig. Hann segir að
Auðhumla KE fái 80 tonna kvóta á
næsta ári. Skúli Alexandersson al-
þingismaður tók þetta upp í máli
sínu í umræðum á Alþingi í gær,
en Stefán Guðmundsson mótmælti
þessum fullyrðingum.
Um 150 manns sóttu fundinn í
Keflavík á sunnudaginn. Guðmund-
ur Gestsson í Keflavík, sem er for-
maður Svæðisfélags smábáta á
Reykjanesi, segir í samtali við Morg-
unblaðið að margir smábátaeigendur
séu óánægðir með þann aflakvóta,
sem þeir fái.
„Strax árið 1987 fór hluti stjórnar
Landssambands smábátaeigenda á
fund sjávarútvegsráðherra og varaði
við fjölgun smábáta. Þá var einnig
bent á að mælingareglur fískiskipa
Laxveiðin 1990:
Sambærileg heildarveiði
og metveiðisumarið 1988
Aukinn hlutur hafbeitarinnar réði mestu þar um
Heildarlaxveiðin 1990 nam 130.000 löxum sem er svipaður fjöldi
og veiddist sumarið 1988 sem var afburðagott veiðisumar. Stanga-
veiðin á liðnu sumri var þó víðast hvar léleg og svipuð og í fyrra,
eða um 30.000 laxar. Mestu munar hins vegar um að um 90.000 Iax-
ar voru dregnir á þurrt í hafbeitarstöðvum sem er mesta magn sem
hefur skilað sér á einni vertíð til þessa. Það á hins vegar rætur að
rekja til sívaxandi seiðasleppinga, því heimtur hafbeitarstöðva voru
almennt lélegar á nýliðnu sumri.
Þetta kom fram í erindi sem
Árni ísaksson veiðimálastjóri flutti
á fundi hjá Stangaveiðifélagi
Reykjavíkur fyrir nokkru. Sagði
hann það ennfremur deginum Ijós-
ara að veiðin hefði verið í miklum
öldudal síðustu tvö sumur eftir
mikla og góða veiði 1988. í erindi
sínu sagði Árni m.a. um þetta at-
riði: „Sé litið á tímabilið 1974 til
1990 kemur í ljós að þar eru tvær
áberandi lægðir, annars vegar 1982
til 1984 og svo 1989 til 1990. Þeg-
ar litið er á þessi tvö tímabil kemur
í ljós að þau einkenndust af óvenju
slæmu ástandi sjávar fyrir Norður-
landi, sem einnig kom fram í af-
komu og viðurværi ýmissa sjávar-
fiska svo sem þorsks og loðnu.
Einnig var á þessu tímabili áber-
andi laxaþurrð við Vestur-Græn-
land sem lýsti sér í því að græn-
lenskir veiðimenn gátu engan veg-
inn veitt upp í NASCO-kvóta sína.“
Síðar sagði Árni: „Eins og oft
áður er rýmunin hvað mest áber-
andi í kjördæmum þar sem smálax
ræður ríkjum svo sem á Reykja-
nesi, Vesturlandi og Norðurlandi
vestra, enda má segja að meginor-
sök daufrar veiði liggi í smálaxa-
bresti líkt og gerðist á fyrri hluta
þessa áratugar. Þó einnig væri um
verulega rýmun að ræða á Norð-
austur- og Austurlandi, þá hefur
hún mun minni áhrif á heildarveið-
ina, þar sem yfír 75 prósent af lax-
veiðinni er á vestanverðu landinu
og byggir að mestu á smálaxi."
væru kolrangar, þannig að menn
komust upp með að smíða 30-40
tonna báta og skrá þá undir 10 tonn-
um. Stjórnvöld sögðu hins vegar að
mjög slæmt ástand væri hjá skip-
asmíðaiðnaðinum í landinu og því
væri ekki hægt að taka af þeim
smíði 9,9 tonna stálbáta. Stjórnvöld
tóku því of seint af skarið," segir
Guðmundur.
Hann segir að margir togarar
hafí verið seldir frá Suðumesjum til
Norðurlands. Hins vegar sé nú kom-
in blómleg smábátaútgerð í Sand-
gerði til dæmis en fjöldi smábátaeig-
enda á Suðurnesjum verði að selja
báta sína, þar sem þeir geti ekki
gert þá út vegna þess hve Iítinn
aflakvóta þeir fái.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
segir í samtali við Morgunblaðið að
2.070 Smábátar fái rúmlega 43 þús-
und tonna aflakvóta í þorskígildum
á öllu næsta ári, miðað við að þá
verði veidd 300 þúsund tonn af
þorski. Af þessúm 43 þúsund tonn-
um fái 140 nýir smábátar, sem
bættust í flotann á þessu ári, um 6
þúsund tonna aflakvóta í þorskígild-
um, þar af um 5.300 tonn frá stór-
skipaflotanum. Smábátarnir fá því
að veiða að meðaltali um 21 tonn í
þorskígildum á næsta ári.
Örn segir að togaraútgerðir hafi
keypt að minnsta kosti 200 smá-
bátakvóta í ár. Greiddar hafí verið
115 krónur fyrir „varanlegan" kvóta
í vor en nú séu greiddar allt að 145
krónur fyrir kvótann. Togaraútgerð-
irnar hafa því greitt a.m.k. hálfan
milljarð fyrir kvóta, sem þær hafa
keypt af smábátum í ár en rúmlega
6 milljarðar fengjust fyrir allan smá-
bátakvótann.
Skúli Alexandersson, þingmaður
Alþýðubandalagsins, sagði í utan-
dagskrárumræðum á Alþingi í gær
að Fiskiðja Sauðárkróks hefði fengið
68 milljónir úr Atvinnutrygginga-
sjóði og sérstakt 45 milljóna króna
hagræðingarlán. Skúli vísaði til
ummæla Brynjars B. Péturssonar á
fundinum í Keflavík um yfirboð Fisk-
iðjunnar og fullyrti að fyrirtækið
hefði einnig yfírboðið útgerðarmann
á Snæfellsnesi við kaup á aflakvóta.
Stefán Guðmundsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, stjórnarmað-
ur í Fiskiðju Sauðárkróks, formaður
sjávarútvegsnefndar efri deildar Al-
þingis og varaformaður stjórnar
Byggðastofnunar, sagði aftur á
móti á Alþingi í gær að þetta væru
rakalaus ósannindi hjá Skúla Alex-
anderssyni.
Skúli sagði einnig á Alþingi í gær
að Síldarvinnslan á Neskaupstað
hefði fengið rúmar 100 milljónir úr
Atvinnutryggingasjóði og stjórn
Síldarvinnslunnar hefði samþykkt
að kaupa kvóta af smábátum á Nes-
kaupstað.
Sjá á bls. 39 frásögn af umræð-
um á Alþingi.
Gísli fluttur
í sænska
sendiráðið
GÍSLI Sigurðsson læknir er flutt-
ur í sænska sendiráðið í Bagdad
eftir að sænsku gíslunum í Irak
var sleppt úr landi.
Utanríkisráðuneytinu barst í gær-
morgun skeyti um að Gísli væri flutt-
ur úr hótelinu þar sem hann hefur
dvalist. 56 sænskir gíslar af hótelinu
fengu að fara úr landi á föstudag.
Að sögn Finnboga Rúts Arnarson-
ar starfsmanns utanríkisráðuneytis
er unnið að því af krafti að fá Gísla
lausan en of snemmt sé að skýra
frá því í hveiju þær tilraunir felast.
Fann loðnu við
Kolbeinsey
BÖRKUR NK fann stóra loðnu
við Kolbeinsey um helgina og
tólf loðnuskip voru á Kolbeins-
eyjarsvæðinu um hádegisbilið á
mánudag.
Lítið fannst hins vegar af loðnu
við Kolbeinsey aðfaranótt mánu-
dags og bræla var á miðunum að-
faranótt sunnudags, að sögn skip-
veija á Berki NK.
0001 HH8M383G' .1 RUOAniIUIUM GIGAJaUTJOHOM
MORGUNBI.ADIÐ ÞRIDJL'DAGUR 4. DESEMBER 1990
Byggingarsjóður
ríkisins:
Vantar millj-
arð á mánuði