Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 4
VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 4. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Við Hvarf er vaxandi lægð, sem mun hreyfast austnorðaustur. Skammt vestur af íslandi er 1.034 mb hæð. í nótt fer að hlýna, fyrst vestanlands. SPÁ: Sunnnan- eða suðvestanótt. Sums staðar allhvasst um sunn- an- og vestanvert landið, með skúrum eða rigningu. Annars staðar hægara og úrkomulítið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðvestanátt, allhvöss vestanlands, en hægari annars staðar og skúrir eða slyddué! sunnan- og vestan- til á landinu. HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðvestan- og norðanátt, kaldi eða stinningskaldi vestantil á landínu, en heldur hægari austanlands. Él víða vestan- og suðvestanlands, annars staðar að mestu úrkomu- laust. Frost 3 til 4 stig. A Norðan, 4 vindstig: •D- Heiðskírt / / / / Rigning V Skúrir Y Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar * 1 vindstyrk, heil fjöftur Lóttskýjað * / * * er tvó vindstig. ■ 'T * Vindstefna / * / * Siydda V Slydduól Hálfskýjað f * f V ] 0' HJtastig: 10 gráöur á Celsíus M Skýla* * * * * * * * Snjókoma Él — Þoka m Alskýjað 5 5 9 Suld oo Mistur = Þokumófta MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBÉR 1990 Um 4 tonn af skemmd- um laxi ófundin í gær UM FJOGUR tonn af skemmdum laxi, sem tekin voru úr frystigeymslu í Hafnarfirði í síðustu viku, voru enn ófundin í gær, að sögn Harðar Jóhannessonar hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Yfir- heyrslur yfir aðilum er tengjast þessu máli fóru fram í gær, og sagði Hörður þær ekki hafa leitt í ljós hvar fiskurinn er niðurkominn. Við athugun heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðarsvæðis í verslunum í gær fundust nokkur flök af reyktum laxi, sem reyndust vera skemmd, en þau eru ekki talin vera úr þeim birgðum sem leitað er að. Fiskurinn sem um ræðir varð sjálf- dauður í fiskeldisstöðinni íslaxi á Vestfjörðum, en hann var tryggður hjá Reykvískri endurtryggingu. Að sögn Ólafs Sigurðssonar, verkfræð- ings hjá Reykvískri endurtryggingu, urðu rúmlega 19 tonn af físki sjálf- dauð hjá Islaxi, og hefur stöðinni verið bætt tjónið að fullu. Hann sagði að megnið af fiskinum sem drapst hefði farið í gúanó, en forráðamenn stöðvarinnar og sá aðili sem keyptl afganginn hefðu samið sín á milli um þau kaup, og væntanlega hefði það verið gert í þeirri von að eitt- hvað fengist fyrir fiskinn ef tjónið yrði ekki bætt. Hann sagði að þegar fregnir hefðu síðan borist af því að fiskurinn hefði verið innsiglaður í frystigeymslu í Hafnarfirði hefði tjón fiskeldisstöðvarinnar verið greitt að fullu. Guðmundur H. Einarsson, for- stöðumaður heilbrigðiseftirlits Hafn- arfjarðarsvæðis, sagði að starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins hefðu farið í verslanir í gær til að kanna hvort umræddur fiskur væri þar á boðstól- um. Hann sagði að skemmd laxaflök frá sama aðila og keypti fiskinn af íslandslaxi hefði fundist í tveimur verslunum, en sá fiskur hefði verið dágsettur áður en fiskurinn var tek- inn úr frystigeymslunni í Hafnar- firði. Rannsókn lögreglunnar beinist fyrst og fremst að því að hafa upp á þeim um það bil 4 tonnum af fiskin- um sem ófundinn er, en í síðustu viku fundust samtals um 720 kg af fiskinum í reykhúsi á Grandagarði o g á vöruflutningamiðstöð í Reykjavík. Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi: Eins og um alvöru sé að ræða - segir Guðjón Petersen „TILFINNINMGIN hjá okkur er eins og við séum einfaldlega að vinna þetta í alvöru. Þetta er tek- ið mjög alvarlega," sagði Guðjón Petersen framkvæmdasljóri Al- mannavarna ríkisins í samtali við Morgunblaðið í gær. Almanna- varnir, ásamt almannavarna- nefndum byggðarlaganna á höf- uðborgarsvæðinu, ýmsum ríkis- stofnunum og stórfyrirtækjum á svæðinu æfa nú sljórnunarleg við- brögð við náttúruhamförum. Daglega berast upplýsingar um framvindu mála og aðilar bregð- ast við þeim eins og um raunveru- leika væri að ræða, það er að segja skipuleggja aðgerðir og við- búnað, en vettvangsæfingar fara ekki fram. „Við fáum nýjar upplýsingar dag- lega um hvað er að „gerast" í náttú- runni og vitum ekki hvað gerist í dag fyrr en klukkan þrjú, þegar skýrsla kemur til okkar. Það er líka verið að æfa okkur að taka afstöðu til mála eftir því hvemig þau þró- ast,“ sagði Guðjón. „Náttúruhamfarirnar" sem æf- ingin byggist á eru umbrot á sprungusveimi, þar sem skjálfta- virknin á upptök sín við Kleifarvatn. Æfingin byggist á því, að umbrotin endi með eldgosi. „Það ánægjulega við þetta er að í gegn um æfinguna það sem af er, hafa nú þegar komið fram fjölmarg- ar tillögur um það sem Vatnsveitan, Hitaveitan, Landsvirkjun og fleiri hafa séð að megi gera. Það sem á að koma út úr æfingunni er einmitt að menn hafi náð að gera sér full- komlega grein fyrir því hvar veik- leikarnir eru og hvað þurfi að bæta. Það er til dæmis mjög athygli- svert að Landsvirkjun er þegar búin að gera sér grein fyrir því hvernig þeir ætla að veija sitt línukerfí gagn- vart öskufalli sem gæti valdið skammhlaupi," sagði Guðjón. Aætlanir eru gerðar um margvís- legar varnáraðgerðir, meðal annars að veija Keflavíkurveginn gegn hraunrennsli með vamargörðum. Guðjón sagði reynslu af Heimaeyjar- gosinu og Kröflueldum koma að miklum notum við þá áætlanagerð. Æfíngin hófst síðastliðinn fímmtu- dag og er áætlað að henni ijúki á laugardag. Þetta er umfangsmesta æfing af þessu tagi, sem Almanna- varnir hafa staðið fyrir. Hlutafé aukið um 50 milljónir króna ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka hlutafé Skipasmíðastöðvar Þor- geirs og Ellerts hf. á Akranesi um 50 miHjónir króna. Akranes- bær ætlar að leggja 25 milljónir króna í fyrirtækið og Byggða- stofnun hefur samþykkt að lána nýjum hluthöfum sömu upphæð, að sögn Gísla Gíslasonar, bæjar- stjóra á Akranesi. Gísli segir miklar líkur á að ís- lenska jámblendifélagið hf. á Grund- artanga, Sjóvá-Almennar hf. og sveinafélag málmiðnaðarmanna á Akranesi gerist hluthafar í fyrirtæk- inu, en ekki er enn ljóst hve mikið fé hver þessara aðila leggur fram. Þá liggja beiðnir um þátttöku í hluta- fjáraukningu fyrir hjá Sementsverk- smiðju ríkisins á Akranesi og lífeyris- sjóði málm- og skipasmiða. „Að því gengnu að við náum þess- um 25 milljónum saman, sem við erum mjög bjartsýnir á, þá taka gildi aðrar hliðarráðstafanir, niðurfærsla skulda, lagfæring vaxta og annað í þeim dúr. Það verður unnið að því um leið og við höfum náð þessu hlut- afé saman,“ sagði Gísli, og bætti við að eftir „þá lagfæringu á fyrirtækið að hafa möguleika á að standa und- ir því sem áfram mun á því hvfla. Staða fyrirtækisins var orðin ger- samlega vonlaus og það er ljóst að töluverð vinna verður við þetta á næstu tveimur til þremur vikum, en eftir það eigum við að geta verið með fyrirtæki sem á að geta spjarað sig.“ Um 80 manns starfa nú hjá fyrir- tækinu. Þeir voru um 150 þegar mest var fyrir nokkrum árum, að sögn Gísla, en hafa verið yfir 100 að jafnaði undanfarin ár. „Fjöldi starfsmanna nú er þvi með því minnsta um langt skeið og við teljum að botninum sé náð. Við erum mjög ánægðir með útlitið í þessu, vonum að með þessu sé hlutunum snúið við almenfit í bænum, og héðan í frá verði ekki um annað en góðar fréttir að ræða úr atvinnulífínu á Akranesi. Við erum bjartsýnir," sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri. Nauteyrarhreppur: — ___ Obreytt úr- slit kosning’a KOSNINGAR til hreppsnefndar Nauteyrarhrepps fóru fram á laugardag, en félagsmálaráðu- neyti úrskurðaði ógildar kosning- ar, sem fram fóru 9. júní siðastlið- inn. Niðurstöður kosninganna á laugardaginn eru óbreyttar frá kosningunum í júní hvað varðar aðalmenn I hreppsnefnd. Hreppsnefndarkosningarnar í Nauteyrarhreppi voru á sínum tíma kærðar vegna þess að í kjörklefa lá frammi yfirlýsing frá fyrrverandi hreppsnefndarmanni um að hann gæfí ekki kost á sér sem aðalmaður í hreppsnefnd. Félagsmálaráðuneytið taldi þetta bijóta í bága við kosninga- lög, og því bæri að ógilda úrsliti kosninganna. Alaðmenn voru kjöniir: Snævar Guðmundsson, Melgraseyri, Kristján Steindórsson, Kirkjubóli, Reynir Stefánsson, Hafnardal, Benedikt Eggertsson, Nauteyri og Ástþór Ágfústsson, Múla. í stjórnstö Almannavarna Viðbúnaðaræfing Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu: W VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri +3 skýjað Reykjavík 4 hálfskýjað Bergen 5 skúr Helslnki 6 alskýjað Kaupmannahöfn 8 rigning og súld Narssarssuaq +1 snjókoma Nuuk vantar Ósló 8 léttskýjað Stokkhólmur 8 skýjað Pórshöfn 5 hálfskýjað Algarve 16 súld Amsterdam 8 þokumóða Barcelona 11 mistur Berlfn 6 þokumóða Chicago vantar Feneyjar 5 skýjað Frankfurt 3 súld Glasgow 8 léttskýjað Hamborg 7 þokumóða Las Palmas vantar London 7 mistur LosAngeles 14 heiðskírt Lúxemborg 4 alskýjað Madrld 8 léttskýjað Malaga 16 skýjað Mallorca 15 skýjað Montreal 5 skýjað NewYork 5 alskýjað Orlando 17 hálfskýjað París 6 alskýjað Róm 8 skýjað Vín +5 hrfmþoka Washington vantar Winnipeg +11 snjókoma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.