Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 23 og þegar Gagn oggaman kom fyrst út: Ég á fínan fána. Fínan fána, sagði Fía. Og ég á fínan fána. Ég á fínan fána, sagði Fúsi. Gagn og gaman óli sá fúsa. fúsi á fána, níu fína fána. lof mér fá fána, fúsi, sagði óli. lof mér fá níu fína fána. barna- gaman Fúsi sá Fíu. Fúsi sá fola. Fúsi sá fola í for. Við lesum A Lestrarefni handa einfölduðum nemendum Það getur verið að það verði allt- af einhver þörf á námsefni af þessu tagi, en ekki getur það talist heppi- legt að það sé eina lestrarkennslu- efnið sem vert er að hafa í boði. Við samsetningu texta lestrarbóka fyrir börn hefur sú hætta verið á ferðinni að sjálfur nemandinn sé einfaldaður heldur hressilega í leið- inni. Málið á bókunum mótast af þeirn stöfum og hljóðum sem þarf að æfa, en ekki tilfinningum eða áhugasviði barnsins. Auk þess að gæta jafnvægis kynja þjónar mynd- efnið þeim tilgangi einum að styðja þjálfun hljóðanna sem stafir og orð kalla á. í heild minnir aðferðafræði af þessu tagi helst á þreytandi bíltúr um bæ og sveit. í framsætinú er hróðugur hópur höfunda og kennslufræðinga sem keppast við að „hljóða" og meta hvað hentar að horfa á. Það eru dregnar álykt- anir fyrir farþegana, saklaus börnin í aftursætinu, og bent á sitthvað sem fyrir augu ber ef hægt er að finna nógu einföld orð um það. Og það er þulið yfir í aftursætið en horft framhjá því að sumir farþeg- anna eru allan tímann að laumast til að líta í bækur og blöð þegar lítið ber á. En svona er ekið eins lengi og druslan hangir saman. Heillaráð Þeim kennurum fjölgar ört sem ná miklum árangri í lestrarkennslu 6 og 7 ára barna án þess að nota til þess sérstakar lestrarbækur. Þeirra í stað er brugðið á ráð sem m.a. byggja á því að auðvelda barn- inu að kynnast sjálfu sér og því máli sem það notar. Börnin fá tæki- færi til að lesa úr umhverfi sínu og túlka reynslu sína í myndum, með töluðum orðum og rituðum. Allt er þetta gert á eðlilegu, skiljan- legu máli. Öðrum kennurum hentar betur að nota bækur og það hlýtur alltaf að vera markmið að börn verði læs á hvers kyns bækur. Krafa tímans hljóðar upp á öðruvísi lestrarbækur en hafa verið notaðar til lestrar- kennslu og lestrarþjálfunar síðustu fimmtíu árin. Það gengur ekki leng- ur að leggja áherslu á eina bók sem byggir á einni aðferð. Það þarf að semja nýjar lestrarbækur. Þar að auki þarf fleiri bækuf og fjölbreytt- ari til lestrarþjálfunar í skólum, bækur sem gera ráð fyrir ólíkum nemendum og mismunandi vinnu- brögðum kennara. En umfram allt þarf af alúð að kynnast barninu sem ár hvert byrjar í skóla, læra málið sem það talar, fá að vita hvað það hefur lært á heimili og í leikskóla og sinna því í samræmi við það þegar byijað er í grunnskóla. Höfundur er ritstjóri hjá Námsgagnastofnun. SD ŒJ 48. leikvika -1. des. 1990 Röðin : 111-211-2X2-1XX 1.584.797-kr. 12 réttir: 1 röö kom fram og fær hún : 1.009.013-kr. 11 réttir: 54 raðir komu fram og fær hver: 5.424- kr. 10 réttir: 556 raðir komu fram og fær hver: 526- kr. Tólfan kom á Sparnaðarkerfi 4-4-144 sem kostar 1.440 kr. og var keypt á laugardaginn kl. 13:31 í söluturninum Skalla í Hraunbæ. HVER VANN 3 ODYRASTI ‘Þú ert að verða of seinn ef þú cetíar aðfá töku og myncCir fyrir jót aCCt að verða upppantað Ljósmyndastofan Mynd sími 5 42 07 Barna- og fjölskylduljósmyndir sími 1 26 44 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4 30 20 BRÆÐURNIR DJ ORMSSON HF Lágmúla 8. Sími 38820 Umboösmenn um land allt. Hafðu málin hárrétt! Vogimar frá Tefal vigta upp á gramm, hvort sem er í eldhúsinu eða baðherberginu. í matargerð og bakstri eru þær mesta þarfaþing, gera allar ágiskanir óþarfar og vinnuna þægilegri. Baðvogirnar sýna þér ávallt nákvæma þyngd og hjálpa tilvið að fylgjast velmeð línunum.Vigtaðu nákvæmt með hjálp Tefal voganna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.