Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 52
MORGIÍNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGÚR1 4. DKSEMBER 1090 Minning: María Isafold Emilsdóttir Tengdamóðir mín, María ísafold Emilsdóttir, andaðist hinn 25. nóv- ember sl. í hárri elli. Hún var fædd í Grafarkoti í Reykholtshreppi, Borgarfirði, hinn 7. mars 1898 og voru foreldrar hennar þau Þuríður Gísladóttir og Emil Petersen. María var næstelst átta systkina, en systkini hennar voru Gísli, Laufey, Bjarni, Tryggvi, Böðvar, Adolf og Þuríður. Eftirlif- andi eru nú þau Gísli, Tryggvi og Þuríður. Bamung flutti tengdamóðir mín með fjölskyldu sinni til Akureyrar, en þar var hún tekin í fóstur af föðurömmu sinni, Guðrúnu Jóns- dóttur, og ólst upp hjá henni. Á þessum árum fóru börn snemma að vipna fyrir sér, ekki síst þar sem þröngt var í búi og þar var María engin undantekning. Um fermingu fór hún í vist til Sigurðar Hlíðar dýralæknis og Guðrúnar konu hans og var þar árum saman. Þau hjóriin reyndust henni með afbrigðum vel Og við þau batt hún vináttubönd, sem héldust alla tíð. Ung að árum giftist hún Frið- geiri Jónssyni, en hann lést af slys- förum árið 1927. Gísli bróðir Maríu hafði farið til Winnipeg með fjöl- skyldu sína. María ákveður að feta í fótspor bróður síns og flytur til Winnipeg og vinnur þar næstu tvö árin við að sauma lampaskerma. Römm er sú taug er rekka dreg- ur, stendur þar. Og árið 1930 slæst María í hóp með Vestur-íslending- um og kemur heim til íslands á Alþingishátíðina. Þar gripu forlögin í taumana hjá þessari ungu, glæsi- legu konu. Hún kynntist Tómasi Olasyni, kaupmanni í Skóbúð Reykjavíkur, og ákveður að fara ekki aftur vestur. Fær vinnu við verslunarstörf í Reykjavík og hinn 7. febrúar 1931 ganga þau Tómas í hjónaband. Þau áttu saman langa og góða ævi, en Tómas lést 28. desember 1987 þá níræður að aldri. Þau eignuðust tvö börn. Ásthildur er ffedd 1931. Hún var gift Snorra Rögnvaldi Gunnarssyni, en hann lést árið 1979. Bjuggu þau lengst af í Vancouver í Kanada og er Ásthildur búsett þar enn. Þau eign- uðust einn son, Sturlu Tómas. Torfi Bjarni er fæddur 1935, kvæntur undirritaðri. Þeirra böm eru Sigríð- ur María og Tómas Ingi. Barna- barnabörnin eru þijú. Ekki sat tengdamóðir mín ein- ungis yfir kjötkötlum heimilisins. Þau Tómas ráku verslanir í Reykjavík og vann hún iðulega við afgreiðslustörf í þeim. En árið 1944 taka þau saman föggur sínar og flytja til Bandaríkjanna, þar sem þau bjuggu um níu ára skeið. Flutt- ust þau þá aftur heim til íslands og settu upp lítið iðnfyrirtæki, sem m.a. framleiddi fallegar þjóðbún- ingabrúður. Unnu þau að þessari iðju meðan heilsan leyfði. María fram að áttræðu og Tómas nokkr- um árum lengur. Þetta er í stórum dráttum ævi- saga tengdamóður minnar, óvenju- legrar manneskju sem átti litríka ævi. María Emilsdóttir var glæsileg heimskona. Hún var fædd höfðingi. Uppeldi hennar á hinni dönsku Akureyri hefur sjálfsagt mótað hana töluvert og síðan bætist við hve ung hún hleypir heimdraganum og kynnist öðrum þjóðum. Hún var höfðingi heim að sækja, greind, afburða skemmtileg og með létta og glaða lund. Börn og unglingar hændust að henni vegna þessara eiginleika og þau eru ótalin bömin, bæði skyld og vandalaus, sem köli- uðu hana „Maríu ömmu". Tengdamóðir mín hafði unun af að vera innan um fólk. Sá sem hafði hana í samkvæmi hjá sér þurfti ekki að óttast að sú veisla yrði stirfin eða þunglamaleg. Hún laðaði fólk að sér með léttleika sínum og hlýju. Hún fór aldrei í manngreinarálit, talaði eins við alla, hvar í stétt eða stöðu sem þeir voru. Hún las mikið, ekki síst hafði hún yndi af ljóðum og kunni firn af þeim utanbókar. Fyrir rúmu ári, þá farin að heilsu og minnið farið að gefa sig, fór hún með alla Gils- bakkaþulu fyrir mig, en hana hafði hún lært sem bam hjá Guðrúnu ömmu sinni. Mér féll sú gæfa í skaut, þegar ég var nýfermdur unglingur, að kynnast Maríu og Tómasi. Tóku þau mér einstaklega vel og með okkur tókst innileg vin- átta. Vildu þau hjón alla tíð hag minn sem bestan og voru samstiga í að styðja við bakið á fjölskyldu sinni. María dvaldist á öldrunardeild Landspítalans síðustu 7 ár ævi sinnar. Seinni árin var hún að líða inn í óminnið, en þá var eins og hún dveldi æ oftar við bernskuár sín á Akureyri. Hún var aftur kom- in til hennar Guðrúnar ömmu sinnar, sem skýldi henni fyrir næð- ingum lífsins. Starfsfólki Öldmnardeildarinnar skal hér þakkað af heilum hug fyr- ir alla umönnun við Maríu og allan þann kærleika, sem það sýndi henni þessi löngu ár, sem hún var að mestu ósjálfbjarga. Og nú er komið að leiðarlokum. Góð kona er gengin. Við drúpum höfði í þökk. Þökk fyrir að hafa átt hana öll þessi ár. Minningarnar um hana munu ylja okkur um ókomna tíð og yfir þeim minningum er birta eins og yfir þeirri hátíð sem nú gengur brátt í garð. Blessuð sé minning Maríu Emils- dóttur. Anna Ingvarsdóttir María systir mín er dáin 92 ára og níu mánaða. Hún fæddist í Graf- arkoti í Reykholtshreppi, Borgar- firði. Þar voru þá foreldrar okkar til húsa, Emil Petersen og Þuríður Gísladóttir. Á því sama ári fóm þau að Hvítárvöllum til barónsins, sem þar bjó þá, þar voru þau eitt ár, fluttu þá til Ákureyrar með börnin sín þrjú, Gísla, Maríu Isafold og Laufeyju, sem fædd var á Hvítár- völlum. Þegar til Akureyrar kom fengu þau leigða íbúð með öðrum neðst í Búðargilinu, þar skammt frá bjó þá föðuramma okkar Maríu, Guð- rún Jónsdóttir. Til hennar fór María, þar sem þröngt var í Skafta- húsinu og móðir okkar komin að því að ala sitt fjórða barn. Svo vel féll ömmu við Maríu að hún tók hana í fóstur og lét hana aldrei frá sér fara. Næstu tíu árin var María hjá ömmu vetur sem sumur og átti þar góða daga þar .sem amma var ern og vanri fyrir sér með fatasaum- um og hannyrðum en það lærði hún ung og vann að ævina alla. Tíu ára gömul fór María í sveit og var eftir það léttastúlka á bæjum í Eyjafirði. Fermd var hún 14 ára og hafði þá gengið í Akureyrar- skóla í fjóra vetur enda var hún Fyrir nokkrum vikum hitti ég Skarphéðin í miðbæ Reykjavíkur. Við ákváðum að ég liti til hans fljót- lega. Það dróst, en um þessa helgi ætlaði ég að láta af þessu verða. En á miðvikudag -las ég dánart'regn hans í blöðunum og átti að jarða hann daginn eftir. Á mínum aldri eru menn yfirleitt orðnir vanir því að heyra dánarfregnir kunnugra, og hættir að láta sér bregða. Samt sem áður brá mér illa við þessa fregn. Mér fannst við eiga svo margt ósagt hvor við annan. Skarphéðinn fæddist og ólst upp í Fjörðunum og í Flateyjardalnum, alla veturna hjá ömmu og sóttist námið vel. Fermingarvorið réð amma Maríu í vist við barnagæslu og eftir það var hún oftast í ársvist- um, lengst hjá Sigurði Híðar dýra- lækni. Þar var hún bamfóstra og ílengdist á því góða heimili við inn- anhússtörf og varð heimilisvinur þess fólks, lagaði sig að háttum þess og átti þar góða daga. Hún gekk ætíð vel til fara, var fríð sýn- um og íturvaxin og bar vel uppi gott líferni, greind var hún og flug- næm, glaðvær og sönghneigð. Þannig lifði María systir mín hóg- látu og menntandi lífi öll sín upp- vaxtarár. María var tvígift, fyrri maður hennar, Friðgeir Pétur Jónsson, var fæddur 22. febrúar 1880, ættaður og uppvaxinn á ströndinni út vestan Eyjafjarðar. Hann var lengi vinnu- maður á Möðruvöllum í Hörgárdal hjá Stefáni Stefánssyni skólastjóra þar og síðan á Akureyri. María og Friðgeir gengu í hjónaband í nóv- ember 1918, gift á Möðruvöllum. Þann vetur var Friðgeir vetrarmað- ur á Dagverðareyri, María vann við hannyrðir inni á baðstofupalli og beið sín þar. Vorið 1919 fóru þau að Kjarna við Akureyri, fengu þar bráðabirgðarúm í baðstofu og þar ól María sitt fyrsta barn, sveinbarn sem fæddist andvana. María og Friðgeir dvöldu á Kjarna aðeins fram yfír barnsfæð- inguna, fengu þá leigt á Oddeyr- inni, sem var hentugra fyrir Frið- geir þar sem hann var verkamaður þá á Tanganum og verkamannsgat- an skemmri. Næstu árin voru þau hér og þar í leiguíbúðum á' Akur- eyri, hann vann utan dyra, hún inni við hannyrðir sem hún lærði hjá ömmu sinni. Síðast vann Friðgeir í ullarverksmiðjunni Gefjuni og þar fórst hann af slysförum rétt fyrir jól 1927, lenti í ullartætaranum sem hann vann við. Á samveruárum Maríu og Frið- geirs kynntist ég henni í fyrsta sinn, hafði þá aðins einu sinni séð hana áður. Þá var ég í kaupstaðarferð frá Gili í Öxnadal gangandi með poka um öxl og var að leggja á stað heimleiðis. Þá kom til mín ung stúlka fín og falleg og heilsaði mér með kossi, sagðist vera systir mín. Þéssi viðkynning gekk mér svo að hjarta að ég gleymi því aldrei og naut mjög minningarinnar. Þegar María stóð ein uppi að manni sínum látnum þá tók hún þá ákvörðun að fara af landi burt og til Kanada fór hún þá á vordög- um. Þá var Gísli bróðir okkar flutt- ur vestur og sestur þar að, þangað fór María fyrst en var síðan í Winnipeg í tvö ár og vann fyrir sér sveit sem lá vestur úr Skjálfanda- flóa meðan þar enn var sveit. Þar er nú löngu allt komið í auðn og búendur horfnir. Hann veiktist af lömunarveiki á bamsaldri og bar þess menjar alla tíð síðan, Lífssaga hans var því ekki dans á rósum. Hann vann lengi almenna verka- mannavinnu, þrátt fyrir bæklaða fætur og liði lífinu með reisn, sem margir sem eiga að heita fullfærir til gangs mættu öfunda hann af. Skarphéðinn kvartaði ekki. Þetta er orðið ansi slæmt, sagði hann í síðasta skiptið sem ég hitti hann. Margan kaffibollann hef ég drukkið við hannyrðir. Vorið 1930 fór María aftur heim til íslands og þá til Reykjavíkur, þar fékk hún vinnu við búðarstörf og þar kynntist hún seinni manni sínum, Tómasi Ólasyni verslunar- manni, hann var fæddur 6. ágúst 1897 (dáinn 28. desember 1987). Foreldrar hans voru hjónin Elínborg Tómasdóttir og Óli Jón Jónsson frá Stakkhamri í Hnappadalssýslu. Eftir að María giftist Tómasi breyttust mjög ástæður hennar all- ar, Tómas var kaupmaður og efna- hagur hans stóð á traustum grunni og sérstaklega mun efnahagurinn hafa stóraukist á stríðsárunum. Á þessuin árum eignuðust þau tvö börn: Ásthildi Jónu Tómasdóttur, f. 15. júní 1931, og Torfa Bjarna Tómasson, f. 20. maí 1935. Ásthild- ur er búsett í Vancouver í Kanada, Torfi Bjarni í Reykjavík. Að því kom að þau María og Tómas hættu verzlun á Laugaveg- inum, fengu peninga yfirfærða til Bandaríkjanna og fluttu enn vestur um haf. Þau hjón ferðuðust mikið um, sérstaklega í Kanada, og lifðu góðu lífi. En þeim til íslands stóð hugurinn og því tóku þau enn sam- an föggur sínar og fluttu heim til Reykjavíkur. Heimkomin settu þau hjón upp einkaiðnað sem þau unnu bæði að og við það vann Tómas fram á síðasta dag. Sambúð þeirra Tómasar og Maríu var til fyrirmyndar og bar þar aldrei skugga á enda voru þau samrýnd í öllum sínum áformum og framkvæmdum og segja má að eftir að María giftist Tómasi lifði hún öðru lífi í þessu lífi. Bæði töldu þau það mikla lífshamingju að hafa lifað lífinu saman svo langan dag. María systir mín var frændrækin og vinmörg, trygglynd og trúföst og góð urðu okkar kynni systranna og eins okkar Tómasar, hann hafði áhuga á ættfræði og við þau fræði áttum við samleið. Þegar móðir okkar Maríu dó 1908 vorum við átta alsystkinin. María ein átti sér þá öruggt hæli, öll hin fóru sitt á hvað. Nú eftir andlát Maríu systur okkar erum við þijú á lífi, við Þuríður í Reykjavík og Gísli, sem er okkar elstur, á heimili í Kanada. ÖH munum við sakna Maríu systur okkar af heitu hjarta, til hennar bárum við þann hug. Lengst af ævi sinnar var María heilsuhraust og lífsglöð, nú á seinni árum glataði hún sinni góðu heilsu, og dvaldi þá á öldrunardeild Land- spítalans en var þá enn svo gæfu- rík að hún naut þeirrar bestu umönnunar sem á verður kosið hjá tengdadóttur sinni, Önnu Ingvars- dóttur, og Torfa syni sínum. Börnum og öðrum afkomendum Maríu færi ég mínar samúðarkveðj- ‘ ur með þökkum og af alúð. Blessuð sé minning Maríu systur minnar. Tryggvi Emilsson Þeir þóttu flottir strákar, bræður hans pabba. Og þá konurnar þeirra. Mamma segir að þetta fólk hafi aldrei verið alveg eins og annað fólk. Það kom að vestan og kunni sig í boðum, söng og dansaði leng- ur og betur en aðrir. Og nú eru þau öll farin, systkinin að vestan, fyrst Óli, svo Ágúst í Mávahlíð, Kristín, Tómas, pabbi og loks Unnur í Gröf. Og makarnir líka, hver af öðrum. Skarphéðinn Jóna- tansson - Minning Og fjölskylduboðin verða lágværari og enda fyrr. María ísafold Emils- dóttir, Maja frænka, var konan hans Tómasar, bróður pabba. Hún var ekki frænka mín, þótt hún héti aldrei annað en Maja frænka. Hún bjó til dúkkur. Litlar og stórar, í þjóðbúningum og silkikjólum. Ég bjó hjá Maju og Tómasi af og til þegar ég var stelpa. Best man ég haustið sem ég byijaði í Austurbæjarskólanum, eftir að hafa verið í ísaksskóla fyrstu skólaárin. Þá bjó ég nokkrar vikur við Skóla- vörðustíginn, rétt ofan við húsið, þar sem pabbi hafði síðar skrifstofu sína. Mamma var í sumarbústaðn- um í Kollafirði með yngri systkinin. Mér fannst leiðinlegt í Austur- bæjarskólanum, af því hann var svo stór. En það var aldrei leiðinlegt hjá Maju og Tómasi. Maja hafði búið í Ameríku. Hún hafði svart hár og söng mikið. Það var lykt af útlöndum í húsinu hjá henni og kjallarinn var fullur af dúkkum. Mér þótti miklu meira gaman að sitja oní kjallara og klippa blúndur og leggingar í öllum regnbogans litum en fara í skólann. Sumar dúkkurnar voru fótalausar og handalausar og þær fékk ég að eiga. Ég átti fullan kassa sem hét „afgangs". Þar voru ófullburða dúkkur og allskonar afgangar af efnum og skrauti. Þeim raðaði ég um allt gólf þegar ég var ein I kjall- aranum. Kannski hafði það áhrif á starfsval mitt síðar að vera innan um þessar skrýtnu verur hennar JVIaju og kannski líka á starfsval fyrsta barnabarnsins hennar, sem ég passaði stundum þama á Skóla- vörðustígnum, en Sturla, sonur Ásthildar, dóttur Tómasar og Maríu, er nú eftirsóttur kvikmynda- leikstjóri í Bandaríkjunum. Maja frænka var mikil dama. Sem var meira en hægt var að segja um þessa alls óskyldu frænku henn- ar. Einu sinni saumaði hún á mig vatnsgrænan flaueliskjól með blúndum. Þegar ég mætti í stígvél- um við kjólinn í kjallaranum hjá Maju sagði hún ströng: „Dömur ganga ekki í stígvélum.“ En Maja var umburðarlynd heimskona sem hafði verið í Ameríku og hún fyrirgaf mér stígvélin. Hún puntaði mig án sýni- legs árangurs, gaf mér fínar dúkk- ur með gult hár og slaufur, en ég hélt áfram að ganga í stígvélum og safna „afgangs“ dúkkum. Fyrir þetta þakka ég Maju. Og svo margt annað. Lyktina af útlöndum, sem átti eftir að heilla mig æ meira eft- ir því sem ég varð eldri, en henni kynntist ég fyrst hjá Maju. Ég vissi lítið um fortíð hennar, annað en að hún hafði búið í Ameríku. Seinna fékk ég að vita að hún var systir Tryggva Emilssonar. Og hafði víst líka reynt sitthvað í uppvextinum. Hún var elskuleg kona, sem öllum vildi gera gott. Og hún var skarp- greind og vissi hvað hún vildi. Svo söng hún svona vel. Við systkinin og mamma þökkum Maju fyrir margar góðar stundir, við söknum föðuríjölskyldunnar og vonum að það sé eins gaman í boð- unum sem þau sitja nú og það var á nieðan þau voru enn með okkur. Ég efa það reyndar ekki. Ásthildi og Torfa og öðrum ástvinum send- um við innilegar samúðarkveðjur. Þórunn Sigurðardóttir við eldhúsborðið heima hjá honum og móður hans, Björgu Guðlaugs- dóttur, og margt var rætt á þeim kaffifundum. Skarphéðinn var les- inn maður og kunni á mörgu skil. Viðræður við hann voru lær- dómsríkar og margt hef ég af hon- um lært. Oft ber svo við, þegar ég heyri fólk kvarta undan kjörum sínum, að mér kemur Skarphéðinn í hug. Og ekki síður er ég verð vitni að hroka og yfirlæti þeirra sem þykj- ast eiga eitthvað undir sér, án þess að gera þó kröfur til sjálfra sín. Ég mun oft og lengi minnast Skarp- héðins Jónatanssonar. Hann var einn af leiðbeinendum mínum í lífinu. Að Iifa lífinu brosandi, við þau kjör sem honum voru búin, er afrek sem fáir leika eftir. Blessuð sé minning hans og sú kyrrláta lífsspeki sem hann hafði að miðla. Jón frá Pálmholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.