Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 Sauðárkrókskirkja endurvígð á sunnu- dag eftir stækkun UNNIÐ hefur verið að endurbyggingu og stækkun Sauðárkróks- kirkju undanfarið. Verkinu er nú að ljúka og verður kirkjan end- urvígð næstkomandi sunnudag ai syni. Þegar leitað var góðrar og hag- kvæmrar leiðar til að tryggja Sauð- árkrókssöfnuði nægilegt húsrými til nokkurrar framtíðar þóttu tveir kostir fyrir hendi; annars vegar bygging nýrrar kirkju, hins vegar stækkun þeirrar gömlu. Báðir mög- uleikar vora kannaðir og þótti sýnt að miklum mun heppilega yrði að velja þann síðari. Athugun sérfræðinga leiddi í ljós að vel færi á því að lengja þessa fyrstu og einu kirkju bæjarins umtalsvert án þess að spilla stíl hennar. Með því að nýta betur rý- mið með nýjum og fyrirferðarminni bekkjum gæti kirkjan rúmað þriðj- ungi fleiri í sæti eftir slíka stækk- un. Tillaga um stækkun og endur- gerð kirkjunnar var síðan sam- þykkt á aðalsafnaðarfundi og að fengnum tilskildum leyfum var hafist handa við verkið. Kirkjan er að mestu leyti smíðuð að nýju. Af upphaflegu efni stendur aðeins eftir hluti af burðgargrind og þakviðum, auk nokkurs af inn- viðum. Nýjar dyr eru á kirkjunni sunnanverðri, sem m.a. auðvelda aðgang fatlaðra. í nýju gluggana tvo kemur litagler unnið af Guð- rúnu og Jens Urup. Altari og pred- ikunarstóll er hvort tveggja viðgert svo og altaristafian. Orgelkaupa- biskupi Islands, herra Olafi Skula- nefnd, er skipuð var á síðasta ári, ákvað að festa kaup á tiltölulega ódýru orgeli, sem að flestra dómi mun nýtast prýðilega. Kostnaðaráætlun hönnuða nem- ur 50 milljónum króna og er nú að koma í ljós að sú áætlun er mjög nálægt lagi. Fjármögnun er með ólíkum hætti frá því sem var þegar kirkjan var upphaflega byggð. Þá stóðu fijáls framlög undir kostnaði en lögbund- in sóknargjöld eru nú aðal tekjulið- ur kirkjunnar. Einnig er möguleiki á framlögum úr Jöfnunarsjóði sókna. Búnaðarbankinn, útibúið á Sauðárkróki, hefur verið hjálplegur með fyrirgreiðslu og gefur kost á að lán verði greidd á næstu árum. Margir hafa lagt fé til fram- kvæmdarinnar og ákvað sóknar- nefnd að skipa sérstaka fjáröfl- unarnefnd. Hún hefur ákveðið, í samráði við sóknarnefndina, að standa fyrir safnaðarátaki og óska eftir fijálsum framlögum frá sóknarmönnum. Þegar kirkjan verður nú tekin í notkun að nýju með endurvígslu verður aðeins eftir að ljúka máln- ingu hennar að utan og frágangi umhverfis bygginguna. Þau verk- efni bíða næsta vors. Aðalfundur Hins ís- lenska þj óðvinafélags AÐALFUNDUR Hins íslenska þjóðvinafélags var haldinn í alþingis- húsinu, fundarsal sameinaðs alþingis, fyrir skömmu. Guðrún Helga- dóttir, forseti sameinaðs alþingis, setti fundinn og stjórnaði honum. Eiður Guðnason alþingismaður var fundarritari. .Morgunblaðið/Anna Fjóla Gísladóttir Forstöðumaður LSÓ; Birgitta Spur (í miðju), ásamt tveimur gefendum, Onnu Einarsdóttir og Kristj- áni Guðmundssyni. I forgrunni listaverkið Úlfaldi. Sýning á gjöfum til Lista- safns Siguijóns Olafssonar FRÁ upphafi hefur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar notið velvildar hjá ótal mörgu fólki og auk beinna fjárframlaga hefur safnið þegið að gjöf merk listaverk, aðallega eftir Siguijón. í einstökum tilfellum hefur safnið einnig keypt verk eftir Sig- uijón úr einkaeigu. Á sýningunni „Málverk og aðföng“ veturinn 1989-90 voru þær gjafir sýndar, sem safninu höfðu borist fram að þeim tíma. Gjafir, sem síðan hafa borist safninu eru: 1. Skissa að lágmynd fyrir Búrfellsstöð, 1966, keypt í janúar 1990. _ 2. Úlfaldi, tré, 1978-79. Gjöf frá Valborgu Hallgrímsdóttur og Kristjáni Guðmundssyni. 3. Börn í leik, gifsmyndir á plötu, 1939. Verðlaunaverk, til- laga að skreytingu á Bornenes Hus í minningu H.C. Andersen. 4. Andlitsmynd af Margarethe Krabbe (eiginkonu Thorvalds Krabbe vitamálastjóra), frá 1931. Gjöf frá Helgu Krabbe í Kaup- mannahöfn. 5. Sjötíu teikningar frá náms- árum Siguijóns bárust haustið 1989 frá mágkonu og bróður Sig- uijóns, hjónunum Kristínu Einars- dóttur og Gísla Ólafssyni. Þjóð- hátíðarsjóður hefur veitt 165 þús- und krónur upp í kostnað við við- gerðir og frágang á þessum teikn- ingum. 6. Bjarndýriðj grásteinn, 1946. Gjöf frá Gísla Ásmundssyni. 7. Þess skal getið að á vordög- um 1990 færði Anna Einarsdóttir safninu að gjöf krónur 100.000 í minningu foreldra sinna Einars Andréssonar og Jófríðar Guð- mundsdóttur. Verður fénu varið til bronssteypu á mynd sem nú er í einkaeigu og ekki í varanlegu efni. 8. Fyrir skömmu bárust safninu krónur 500.000 að gjöf frá aðila sem óskar nafnleyndar. Allar bera þessar höfðinglegu gjafir vott um mikinn hlýhug tii safnsins og virðingu við minningu Siguijóns og vill Listasafn Sigur- jóns Olafssonar hér með koma á framfæri þakklæti til gefenda. (Fréttatilkynning) Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokksins: Skil vel sjónarmið Guð' mundar Agústssonar JÚLÍUS Sólnes, formaður Borgaraflokksins, segist vel skilja sjónar- mið Guðmundar Ágústssonar, formanns þingflokks Borgaraflokks- ins, en sá síðarnefndi er hættur að styðja ríkisstjórnina og hefur lýsti þvi yfir í bréfi til forsætisráðherra. Jóhannes Halldórsson, forseti félagsins, sat fundinn af hálfu for- stöðunefndar þess, flutti skýrslu forseta og skýrði frá reikningum félagsins. Stjórn félagsins var endurkjörin til næstu tveggja ára. Hana skipa: Jóhannes Halldórsson cand. mag., forseti, dr. Jónas Kristjánsson for- stöðumaður Stofnunar Árna Magn- ússonar, varaforseti, dr. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri, Heimir Þorleifsson menntaskólakennari og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörð- ur. Endurskoðendur voru endur- kjörnir Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra og Ólafur Ólafsson varaskrifstofustjóri Alþingis. Guðrún Helgadóttir, forseti sam- einaðs alþingis, mælti nokkur orð til alþingismanna um nauðsyn þess að styðja og efla þetta-sögufræga og merka félag. Minnti hún á, að forsetar aþingis hafa flutt tillögu til breytingar á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1991 um aukið framlag til félagsins. Ársrit Þjóvinafélagsins, Alman- ak 1991, með Árbók íslands 1989 er komið. Hitt ársritið, Andvari, er væntanlegt úr prentun innan skamms. (Fréttatilkynning) ♦ ♦-4--------- ■ - TÓNLIS TARMENNIRNIR Reynir Sigurðsson, Friðrik Karlsson, Tómas R. Einarsson og Sigurður Flosason munu flytja lög eftir sænska vísnasöngvarann Evert Taube á Háskólatónleikum í Norræna húsinu miðvikudaginn 5. desember kl. 12.30. Evert Taube (1890-1976) var einn af ástsælustu listamönnum Svía og hafa djass- leikarar ekki síður en tónlistarmenn verið dugiegir við að leika tónlist hans. „Ég skil hans sjónarmið vel. Við höfum oft rætt þetta í okkar þing- flokki og það hefur ekki verið nein ánægja í þingflokknum með stjórnarsamstarfíð í heild sinni. Það hefur valdið okkur vonbrigðum. Við hefðum viljað ná meiri og betri árangri í þeim málum sem við lögð- um áherslu á; að lækka matvæla- verðið og framfærslukostnað heim- ilanna og sömuleiðis að aftengja lánskjaravísitöluna og koma heil- brigðu peningakerfi í framkvæmd,“ sagði Júlíus í samtali við Morgun- blaðið í gær. Að meiri árangur skuli ekki hafa tekist í þessum málum sagði Júlíus sjálfsagt hafa orðið til þess að Guðmundur hafí tekið þessa ákvörðun, „en ég tel að hitt markmiðið, að standa vörð um þjóðarsáttina, þann efnahags- lega árangur sem hefur náðst, verði að hafa forgang." Júlíus var spurður hvort hann teldi ákvörðun Guðmundar ekki til komna vegna vonbrigða hans um að hafa ekki komist í bankaráð Seðlabankans. Júlíus svaraði: „Nei, því það var ekki farið að ræða það formlega í okkar hópi, hver yrði fyrir valinu af hálfu okkar þing- flokks, ef það hefði fallið í okkar skaut að fá mann í bankaráð Seðla- bankans. Hins vegar sagði Guð- mundur, og það hefur allur þing- flokkurinn rætt oft, að okkur þyki dálítið hafa verið gengið á okkar hlut í þessu stjórnarsamstarfi. Við erum auðvitað minnsti stjórnar- flokkurinn, það er alveg rétt, en stundum hafi verið óþarflega geng- ið á okkar hlut þrátt fyrir það.“ í bréfi sínu til forsætisráðherra segir Guðmundur Ágústsson að kosningin í bankaráð Seðlabanka hafí verið „dropinn sem fyllti mæl- inn, en ekki höfuðástæða þessarar ákvörðunar minnar. í langan tíma hef ég haft miklar efasemdir hvort það væri pess virði að styðja þessa ríkisstjórn og einstaka ráðherra hennar. Síðastliðið vor munaði að- eins hársbreidd við afgreiðslu laga um stjórn fískveiða að ég felldi stjórnina, en með tilliti til ýmissa aðila og þeirrar trúar minnar að staða stjórnarsamstarfsins myndi batna ákvað ég, andstætt sannfær- ingu minni, að greiða frumvarpinu atkvæði mitt. I dag er mér ljóst að ég hefði betur hlýtt kalli sam- viskunnar og fellt frumvarpið. Það hefur ekkert gerst síðan sem breytt hefur skoðun minni á þessu stjórn- arsamstarfi. Þvert á móti hefur ýmislegt komið fram sem fullvissar mig í þeirri trú að Borgaraflokkur- inn eigi ekkert erindi í þessa ríkis- stjórn." Guðmundur segist, í bréfinu, hér eftir sem hingað til munu rækja skyldur sínar á Alþingi, „en í stað þess að vera dyggur stuðningsmað- ur ríkisstjórnarinnar og greiða fyr- ir málum hennar mun ég héðan í frá taka af eigin sannfæringu af- stöðu til hvers máls fyrir sig. Á það jafnt við atkvæðagreiðslur í þingsölum sem á nefndarfundum, en ég er formaður fjárhags- og viðskiptanefndar og allsheijar- nefndar efri deildar." Samleikur á gítar og klavikord SKÍFAN hf. hefur gefið út geisladisk, í þjóðlagatón, þar sem Símon H. ívarsson og Orthulf Prunner spila saman á gítar og klavikord og segir í texta með diskinum, að þetta sé fyrsta hljóðritun á samspili þessara hljóðfæra, sem vitað er um. Þijú íslenzk lög eru fremst á diskinurmHvert örstutt spor eftir Jón Nordal við bamagælu úr Silfurtunglinu eftir Halldór Lax- ness, Maístjaman eftir Jón Ás- geirsson við ljóð úr Húsi skálds- ins eftir Halldór Laxness og Kansóna eftir Askel Másson. Önnur verk eru eftir Dowland, Bach, Beethoven, Albeniz, de Falla og Boccherini. Þetta er önnur hljóðritunin með samleik þeirra Símonar og Orthulfs, en árið 1987 kom út hljómpalata með samleik þeirra á gítar og orgel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.